Morgunblaðið - 30.05.1968, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.05.1968, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MAf 106«. Frá aðalfundi Sölumiðstöðvar Ilraðfrystihúsanna. Lengst til vinstri eru: Gunnar Guðjónsson, stjórnarformaður, Jón Árnason, og Sveinn Benediktsson í ræðustól. - S.H. Framhald af bls. 32 í Vestur-Evrópu. Nú starfrækir S.H. 25 svonefnda fiskbara í Lon don, og hefur starfsemi þeirra gefið góða raun. Einar G. Kvaran, framkvæmda stjóri framleiðslumála, flutti skýrslu um framleiðslu hrað- frystihúsanna á líðnu starfsári og önnur atriði þar að lútandi. í skýrslu stjórnar S.H. og ræð- um framkvæmdastjóranna kom m.a. fram eftirfarandi: Heildarframleiðsla hraðfrystra sjávarafurða hjá hraðfrystihús- um innan S.H. á árinu 1067 var 53.010 smál. samanborið við 60.848 smál. árið áður. Var það 7.838 smál. minna en árið 1966, og um 20 þús smál. minna en framleiðslan árið 1965. Fram- leiðsla frystra fiskflaka, blokka og heilfrysts fisks, annars en flat fisks, varð 36.250 smál. eða 4.865 smál. meiri en árið 1966. Síldarfrysting var aðeins 8.042 samanborið við 18.161 smál. ár- ið 1966. Hefur orðið mikil breyt- ing á framleiðslu heilfrystrar síldar á aðeins 3 árum, en árit 1965 var framleiðsla S.H. á frystri síld um 24 þús. smál., en á sl. ári var framleiðslan aðeins % þessa magns, og hefur því orð- ið mikil breyting til hins verra. Auk þess var samdráttur í fryst- ingu fiatfisks, hrogna, dýrafóð- urs, humar o.fl . Innan Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna voru árið 1967 57 hraðfrystihús. Framleiðsluhæstu hraðfrystihúsin árið 1967 voru: Vinnslustöðin h.f., Vestmanna- eyjum 3.213 smál. Fiskiðjan h.f. Vestmannaeyj- um 2.809 smál. Hraðfrystihúsið á Kirkju- sandi h.f. Júpiter og h.f. Marz, Reykjavík 2.775 smál. ísbjörninn h.f. Reykjavík 2.557 smál. ísfélag Vestmannaeyja h.f. 2.385 smál. Framleiðsla S.H. frá 1. janúar til 30. apríl í ár var svipuð og á sama tíma í fyrra, eða 18.151 smál. (1967: 18.420 lestir). Útflutningur frystra sjávar- afurða var árið 1967 að verð- mæti 1305 millj. krónur, en þar af var útflutningur S.H. 55.529 smál. að verðmæti 1008 millj. kr. f.o.b. Varð það um 9% sam- dráttur miðað við verðmæti frá árinu áður. Allt frá árinu 1961 til ársloka 1966 hafði verið um að ræða jafna ng stígandi aukn- ingu í útflutningsverðmæti sjáv arafurða á vegum S.H. Arið 1961 nam útflutningsverðmætið 633 króna, og komst upp í 1117 millj. krónur árið 1966, sem var hámark til þess tíma, en árið 1967 lækkaði bæði útflutt magn og verðmæti. Verðmæti útfluttra sjávarafurða á vegum S.H. sl. ár var 78% af heildarútflutnings- verðmæti frystra sjávarafurða. Helztu markaðslönd voru sem fyrr, Bandaríkin og Sovétríkin. Helztu markaðir fyrir fryst fisk- flök, fiskblokkir og heilfrystan fisk eru í Bandaríkjunum, Sovét ríkjunum og Bretlandi, en fyrir hraðfrysta síld í Austur-Evrópu. Helztu markaðir fyrir frystan humar eru Bandaríkin og Ítalía, sem keyptu um 80% útflutnings- ins. Þá er nokkur markaður fyr- Ir humar í Bretlandi og Sviss. Verðlag á hraðfrystum sjávar- afurðum hélzt víða óbreytt í því lágmarki, sem það hefur verið í undanfarin ár. Á sumum mörk- uðum var um örlitla hækkun að ræða, en á öðrum verðlækkanir á mörgum helztu afurðategund- um. Sölu- og markaðsútlit fyrir hraðfrystar sjávarafurðir er ekki gott. Fram kom á fundinum, að dótt urfyrirtæki S.H. í Bandaríkjun- um og fiskiðnaðarverksmiðja þess hefur átt mjög ríkan þátt í að tryggja markaðsstöðu sam- takanna á þessum mikilvæga markaði fyrir hraðfrystar sjávar- afurðir frá íslandi. Auk venjulegra aðalfundar- starfa mun hann fjalla um al- menn hagsmunamál hraðfrysti- húsanna, stöðu þeirra í dag og framtíðarþróun. Aðalfundinum lýkur væntanlega á morgun (fimmtudag). (Frá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna um aðalfund 1968). - KENNEDY Framhald af bls. 1 að draga mætti framboð hans til baka. 1 forkosningum repúblikana sigráði Nixon fyrrverandi vara- forseti örugglega og hlaut 73% atkvæða, en Ronald Reagan, rik- isstjóri í Kaliforníu, hlaut 22% og Nelson Rockefeller 5%, en nafn hans var ekki á atkvæða- seðlunum. Kennedy vonsvikinn. Robert Kennedy var greinilega vonsvikinn, þegar hann játaði ó- sigur sinn í kosningunum í Oregon, en tókst þó að brosa og sendi McCarthy símskeyti, þar sem hann óskaði honum til ham- ingju með sigurinn og sagði, að þeir gætu báðir verið ánægðir með það að stuðningur kjósenda vi'ð þá sýndi að þjóðin vildi breytta stefnu. Eugene McCarthy sagði, að sig urinn ætti að þagga niðri í fólki, sem drægi í efa hvort hann gæti í raun og veru keppt um til- nefninguna og sagði að hann muni að lokum styðja annaí hvort Kennedy eða Humphrey. Richard Nixon sagði, að úrslit- in í forkosningum repúblikana sýndu svo að ekki væri um villzt, að héðan í frá væri engin hætta á því að komið yrði í veg fyrir að hann hlyti tilnefninguna. Síð- an George Romney ríkisstjóri í Michigan hætti við að gefa kost á sér sem forsetaefni, hefur Nix- on aldrei átt í eins erfiðri bar- áttu og í Oregon. Stuðningsmenn Kennedys héldu því fram fyrir forkosning- arnar i Oregon, að þær mundu reynasrt erfiðar, því að blökku- menn, sem eru einhverjir ein- dregnustu stuðningsmenn Kenne dys, eru aðeins 7.000 í fylkinu. Einnig eru fáir staðir í Oregon þar sem safnast hafa saman þjóð arbrot, innflytjendur eða börn innflytjenda, en Kennedy fær jafnan mikið fylgi me’ðal slikra þjóðfélagshópa. Útvarpsstöðin NBC hermdi þegar talning at- kvæða var langt komin, að Mc- Carthy fengi 70% atkvæða há- tekjufólks, 50% atkvæða meðal- tekjufólks og 55% atkvæða sveita fólks. Um það bil helmingur stuðningsmanna Kennedys voru láglaunafólk, en McCarthy hlaut meira fylgi meðai meðlima verka lýðsfélaga og fjölskyldna þeirra. Áður en Oregon-kosningarnar voru haldnar sagði Kennedy, áð hann yrði að sigra til þess að hafa áfram sigurmöguleika í bar- áttunni um tilnefninguna. Nú telja stjórnmálasérfræðingar, að Humphrey varaforseti hafi mesta sigurmöguleika í viðureigninni þótt hann fengi ekki mikið fylgi í kosningunum í Oregon. Meðan Kennedy og McCarthy hafa bar- izt í forkosningunum hefur hann tryggt sér fulltrúa á landsþing demókrata, sem tilnefnir forseta- frambjóðandann, í hverju rikinu á fætur öðru, seinast i dag í Florida. Þar sigraði stuðnings- maður Humphreys, George Smat hers öldungadeildarmaður í for- kosningum í dag og hlaut 53 full trúa af 63 fultrúum ríkisins á landsfundinum. Demókratar í Oregon senda aðeins 35 fulltrúa á landsþingfð, og hefur McCarthy tryggt sér stuðning þeirra allra með sigri sínum. CBS-sjánvarpið spáði þvi í dag, að Humphrey mundi tryggja sér tilnefninguna á landsþinginu i Chicago í annarri atkvæða- greiðslu, þar eð enginn frambjóð andi fengi nauðsynlegan meiri- hluta í fyrstu atkvæðagreiðslu. ---------------- | - KAFBÁTURINN Framhald af bls. 1 austurströnd Bandaríkjanna. Veð ur er rrijög slæmt á þessum slóð- um, en að sögn eins talsmanns vararmálaráðuneytisins mun leit verða haldið áfram meðan nokk- ur von er um björgun Scorpions. Vararmálaráðuneytið hefur borið til baka sögusagnir um, að brezkur áhugamaður um radíó- fræði hafi heyrt neyðarskeyti frá Scorpion. Yfirmenn flotans telja litlar líkur á ,að olíubrákin, sem fannst á siglingaleið Scorpions um 1300 sjómilur undan Norfolk sé úr kafbátnum og benda á að mjög algengt sé, að skip losi sig við úr gangsolíu á höfum úti. í Was- hington eru 100 sérþjálfaðir djúpkafarar til taks, ef kaíbát-umfram allt, yrðu menn að urinn skyldi finnast. Utilokað er að bjarga honum, ef hann hefur sokkið á meira en 198 metra dýpi, en þar sem olíubrákin fannst var um 3000 metra dýpi. Varaframkvæmdastjóri kaf- bátahernaðar, Dietzen, tjáði fréttamönnum í dag, að áhöfn Scorpions gæti lifað í um 70 daga undir yfirborði sjávar, ef kjarnaofn kafbátsins hefur ekki bilað og kafbátaforinginn fyrir- skipaði mönum sínum að halda kyrru fyrir. --------------- \ - ÍSINN Framhald af bls. 32 leíð með lianrii frá Bakkaflióa og aUt. að Gerpi. Nokkrar ísrastior enu þó útaf Glettinganesi og Dalatanga en þó virðisit fært á alla fiirði þar á milii. Gisinn ís virðist ná 25 sjóm. út frá GerpL Talsvierður is er á grunnleið- um sunnan Gerpis einikum hjá Seley og Skrúð en sunnan hans enu ísrastilr í m/v 170—210 gr. ís er inn á Reyðairfirði og Fá- skrúðsfirði oig varla skipgengt. Stöðvarfjörður og Bnedðdalsvik eru opin en ekki sást inn á firði þar íyrir sunnan vegna þoku. ísinn virðist nú að mestu leyti búinn við Vigur, þó er þéttur ís S og SV af Hornafirðá aílt að 6 sml. undan landi. -----—--------------- i — Flugvöllur Framh. af bls. 13 nefndarinnar, þ.e. .eftir x-leið Þá varpaði Sigurður fram þeirri spurningu, hvort ekki gæti far- ið svo, að þróunin í flugmálum yrði í þá átt, að notast mætti við stuttar brautir. Allir vissu um þær tilraunir, sem gerðar væru með flugvélar, er hefðu sig á loft lóðrétt, og vel gæti farið svo, að i framtíðinni yrði hægt að notast við mun styttri brautir en nú er gert. Að lokum benti Sigurður vega málastjóri á, að eftir væri að meta það land til fjár, sem fara ætti undir flugvöllinn. Taldi hann flestar líkur fyrir því, að sú upphæð yrði allveruleg, þótt raunar ætti að fara við mat eft- ir því, hver ágóði er fyrir eig- endur í dag. Þegar mati væri lokið væri fyrst hægt að gera sér grein fyrir því, hvern kost- inn ætti að taka. Þá tók til máls Geir Hall- grímsson borgarstjóri. Sagði hann það vera skoðun sín, að Reykjavík þyrfti flugvöll eins og höfn. Hins vegar væri Reykjavík einungis afmark- að svæði á Reykjavíkursvæðinu, og þarfir sem þessar yrðu að skoðast i ijósi sameiginlegra hagsmuna. Höfnin í Reykjavík væri rekin með tekjum af höfn- inni og væri hún fyrirtæki, er engum böggum velti á skatt- graiðendur borgarinnar. Vafa- samt væri, að flugvöllur geti verið rekinn á sama grundvelli, til hans þyrftu að koma almenn fjarframlög frá ríki og sveitar- félögum. Það gæti að vísu farið svo, að Reykjavík teldi sigþurfa að hafa flugvöll, en ef ríkisvald- ið teldi eðlilegra að flugvöllur væri annars staðar væri tæp- lega um aðra leið að velja, en leggja þann kostnað á borgarana og óvíst að menn teldu slíkt æskilegt. Borgarstjóri kvað sann- færingu sína, að nauðsyn- legt væri að taka Álftanes frá til flugvallar. Mætti ekki taka of lítið land, en gera þyrfti ná- kvæman kostnaðarsamanburð og 2Tlor£tmT>Tat>fö RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA • SKRIFSTOFA SÍMI 1D-10D hyggja fram í tímann. Reykjavíkurborg hefði sam- þykkt á sínum tíma að leyfa notkun Reykjavikurflugvallar eftir fyrirsögn flugyfirvalda. Þar ætti að fara fram innan- landsflug, en í framtíðinni ætti að byggja flugvöll nær Reykja- vík en Keflavíkurflugvöllur og þjónaði sá flugvöllur bæði þörf um innanlands- og utanlands- flugs. Hannes Davíðsson arkitekt ræddi um skipulag Álftaness og taldi flugvöllinn enn skipuiags iega óákveðinn, og þyrfti að gera það nákvæmlega- Ennfrem ur fjallaði hann um kostnaðinn við flugvallabygginguna og taldi hann mun meiri, en nefnd- ln vildi vera láta eða skipta mill jörðum. Ómar Ragnarsson ræddi um, að flugvélar væru byggðar með tilliti til flugvalla, en ekki öf- ugt. Hvatti hann menn til að sýna fyrirhyggju í þessum mál- um og hugsa til framtíðarinnar. Jónas Haralz forstöðumaður Efnahagsstofnunarinnar sagðist álíta, að umræðurnar á fun^i- um skorti breidd, og kvaðst hann hræddur um að nefndinni hafi verið skammtað of lítið hlut verk. Þá ræddi hann um landsverð- ið og sagði, að verð þess ákvarð- aðist af því, að hægt væri að nota það til margra nytsamra hluta. Menn hefðu viljað halda því fram, að landsverðið væri hégómi, en svo væri ekki. Hins vegar væri það vandamál við op inberar framkvæmdir, að þar litu menn ekki svo á, að verið væri að borga úr eigin vasa, eins og raunar væri. Sagði Jónsa Haralz, að flest- ir útreikningar nafndarinnar bentu á x-leið, en þó væri eftir að reikna landsverðið, sem hann taldi það mikinn hluta, að það eitt ætti að nægja til að leysa öll vandamál flugvalla utan Reykja víkursvæðisins. Sagði Jónas, að málið væri það þýðingarmikið, að ekki væri ann að fært, en látá Alþingi skera úr um málið. í lok fundarins tóku frummæl endur stuttlega til máls og síð- an var borin upp til atkvæða tiliaga Arnar Johnsens og var hún samþykkt með yfirgnæfandi meirihiuta atkvæða. Tillagan er á þessa leið: „Almennur fundur halriinn að ti’;hiutan Flul’imálafélags íslands hum 28. maí, 1968, uan fOiugvalll- armál, beinir þekri áskorun til hæstrvirtraT ríkisstjórnar íslandis, að nú þegar verði gerðar ráðstaf- anir tli að tyggja lanrirými á Áíftanesi fyrir framltíðarflug- völl höfuðborgarsvæðisins, er nægi fyrir svokallaða „L-tillhög- un“ fluigbrau.'ta, sbr. álát fiug- vr/l'larnefndar 1965—1967, og ráð- stafanir igierðar til að athugmn fari fram á tdlkostnaði við bygg- ingu slíks flugvallar, og þé sér- siaklega gerður endanlegur sam- anburður á kostnaði við gerð fkiigvallla etftir „X“- og „L“-leið- IITY, “ — Minning Framhald af bls. 22 barna sinna með mestu prýði. Ingibjörg var smekkvís og bar gott skyn á fagrar listir. Góðu æ'ústarfi er hér lokið, en bjart- ar minningar lifa. Og þess skulu ástvinir Ingibjargar Agnarsdótt- ur vel minnast að „látinn lifir". Henni mætum við seinna á strönd hins eilífa lífs. Eg, sem þessar línur rita og kona mín, Helga Jónsdóttir, sendum tengdadóttur okkar, Brynhildi Sigtryggsdóttur og öll- um skyldmennum og öðrum ást- vinum hinnar látnu hjartanleg- ar samúðarkveðjur. Stgr. Daviðsson. f dag kynnir Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins starf- semi sína, og býður sýningargestum fiskpylsur og kex úr fiskimjöli. Tízkusýning kl. 8.30 í veitingastofunni. SJÁIÐ ÆFINTÝRAHEIM SJÁVARÚTVEGSINS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.