Morgunblaðið - 11.06.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.06.1968, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 119. tbl. 55. árg. ÞRIÐJUDAGUR 11. JUNÍ 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fyrstu Kennaraskólastúdentarnir brautskráðir Rikisstyrkur við norskun útveg nukinn Eirtkaskeyti til Mbl. Nesbyen, 10. júní. NORSKUR sjávarútvegur fær í ár 230 milljónir norskra króna í styrk frá ríkinu, eða 25 milljón króna hærri styrk, en í fyrra, og auk þess aukin framlög til mark- aðsrannsókna og til þess að stuðla að aukinni sölu. Umræður Stórþingsins um framlög til sjávarútvegsins leiddu greinilega í ljós, að aukin gæði fiskafurða og aukin aug- lýsingastarfsemi og markaðs- rannsóknir eru mikilvægustu ráðin til þess að stuðla að efl- ingu sjávarútvegsins. Sjómenn eru yfirleitt ánægðir með samningana, sem tekizt hafa fyrir veiðarnar í sumar, ekki sízt vegna þess, að lægsti hlutur hækkar í 175 norskar krón ur á viku. Síldveiði Norðmanna við Hjaltlandseyjar hefur brug’ð- izt til þessa. — Sk. Sk. Kennaraskóli íslands útskrifaði stúdenta í gær í fyrsta sinn og urðu þau tímamót við lok 60. starfsárs skólans. 26 stúdentar luku prófi frá skólanum og er myndin tekin af þeim á tröppum Háskóla íslands. Sjá frétt á bls. 14. — Ljósm. Mbl. Kr. Ben. Einróma álit utanríkis- og stjórnarskrá neíndar norska þingsins: NATO tryggir dryggi Noregs Nefndin telur ekkert geta komið í stað bandalagsins - og Norð- menn skorta afl til að byggja upp nœgilsga traustar varnir NOREGUR verður að halda áfram þátttöku í Atlantshafs- handalaginu með tilliti til ör- yggis okkur til handa, segir utanríkis- og stjórnarskrár- nefnd norska stórþingsins í einróma niðurstöðu í áliti um aðild Noregs að varnarbanda- lagi vestrænna þjóða. Nefnd- in getur ekki komið auga á nokkra aðra lausn, sem tryggi betur öryggi Noregs um þess- ar mundir. Áherzla er lögð á það í álitinu, að Noregur hafi hvorki möguleika né efni á að byggja upp nægilegar varnir án samstarfs við aðra. Nefnd- armenn Verkamannaflokks- ins hafa að þessu sinni séð ástæðu til þess að vekja at- hygli á afstöðu sinni með sér áliti, sem er að meginmáli samhljóða áliti nefndarinnar —- þetta gera þeir vegna á- standsins innan flokks síns. í þessari viku eru miklar um- ræður um afstöðuna til NATO í norska stórþinginu. Hér fer á eftir kafli úr frá- sögn norska blaðsins Aften- posten um nefndarálitið. i NATO leystist upp, áður en náðst | hefði eining um umfangsmikilar | friðar- og öryggisráðstafanir í ^Evrópu. Úrsögn úr NATO eins og ástandið er n-ú er ekki verjan- leg. I>rátt fyrir minnkandi spennu seinni tíma, og þrátt fyr- ir, að öll ríki í Evrópu óski þess að komast hjá styrjöld, telur nefndin, að ekki sé unnt að horfa fram hjá hættunum af skyndi- legri breytingu, og nýju stríði, á meðan ennþá eru fyrir hendi óútkljáð mál í jafn ríkum mæli og raun ber vitni um. Atburðir hafi og ljóslega sannað, að enn séu Sameinuðu þjóðirnar e'kki nægileg trygging fyrir friði. Ekkert getur komið í staðinn. Nefndin getur ekki séð, að nokkur önnur lausn á öryggismál um Noregs sé heppilegri en aðild- Framh. á bls. 21 Gömul mynd af James Earl Ray, ein af nokkrum sem dreift var þegar hann var eftirlýstur. Myndataka var ekki leyfð í rétt- 4 arsalnum í gær. Meintur moröingi Kings fyrir rétti í London Formaður utanríkis- og stjórnar- skrárnefndar norska stórþingsins, þingleiðtogi Vinstri-flokksins, Bent Röiseland, er framsögumað ur fyrir nefndarálitinu um NATO Utanríkis- og stjórnarskrár- nefndin leggur á það áherzlu, að stöðugleikinn í hermálum sé ein- mitt grundvöllur minnkandi spennu, sem komið hefur fram í samskiptum austurs og vesturs. Það yrði þess vegna óheillavæn- leg þróun, ef samstarfið innan Handtekinn á Lundúnaflugvelli með falskt vegabréf og hlaðna skammbyssu. Úrskurðaður í varðhald meðan reynt er að flýta fyrir framsali hans London, 10. júní. NTB-AP. MAÐURINN, sem grunaður er um morðið á bandaríska blökkumannaleiðtoganum dr. Martin Luther King og hand- tekinn var á Lundúnaflug- velli á laugardaginn, vegna upplýsinga frá bandarísku al- ríkislögreglunni (FBI) og kanadísku ríkislögreglunni, kom fyrir rétt í London í dag og var dæmdur í fangelsi til 18. júní fyrir að hafa falskt vegabréf og bera á sér hlaðna skammbyssu. Hinn grunaði, sein kallar si«r Ramnn Georpe Sneyd og hefur einnig kallað sig Eric Stavro Galt, en heitir rettu nafni James Earl Rey, var handtekinn þegar hann ætlaði að taka sér far með flugvél til Briissel. Dómssalurinn var fullur út úr dyrum þegar James Earl Ray var færður til yfirheyrslu, en yfirheyrslan stóð aðeins í tvær mínútur og Ray svaraði ekki einu orði þegar dómarinn spurði hvort hann víldi segja nokkuð. Meðal áheyrenda var Fred M. Vinson aðstoðardómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, sem kom til Lundúna í gær til þess að flýta Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.