Morgunblaðið - 11.06.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.06.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1968 í skriðum Loðmundarfjarð- ar bíður perlusteinninn Verða þar fyrstu stórnámur á Isiandi ? Loðmundarfjörður er næsti fjörður norðan við Seyðisfjörð á Austurlandi. í Loðmundarskriðum upp af bænum Stakkahlíð finnst sérstök glerkennd tegund af líparíti, sem nefnist perlusteinn. Eftir síðari heimsstyrjöldina var farið að nota þetta berg í iðnaði og skömmu seinna fannst perlusteinn- inn í Loðmundarfirði. Hafa menn síðan gert sér vonir um að þarna yrði hægt að vinna perlustein í stórum stíl og flytja út og verið vakinn áhugi nokkurra erlendra fyrirtækja sem sum hafa athugað málið, en ekki orðið úr. Nú hefur bandaríska stórfyrirtækið John-Mansville Ltd., sem þegar vinnur perlustein á nokkrum stöðum í heiminum og kemur honum á markað, sýnt áhuga á íslenzkri perlusteinsvinnslu í Loðmundarfirði. Og hráslagalegan dag í sl. viku, hélt lítill hópur til Loð- «mundarf jarðar með einum af jarðfræðingum fyrirtækisins, Eld on Lomnes, sem ætlaði að líta á staðinn og taka sýnishorn á ýmsum stöðum í skriðunni, þvi hvert fyrirtæki vill af eigin raun kynna sér hráefnið, magn þess og gæði, og aðstöðu til vinnslu. — Það er ekkert áhlaupaverk að hefja námuvinnslu, sagði bandaríski jarðfræðingurinn til skýringar við blaðamann Mbl. í engu er þar treystandi á á- lyktanir annarra eða okkar sjálfra. Áður en kemur til að- gerða, verða að liggja fyrir stað reyndir, sem fengnar er i með rannsóknum og prófunum. Fyrst þarf að gera sér grein fyrir fyrirhuguðu efnismagm, þá að taka sýnishorn og efnagreina þau. Ef þau reynast jákvæð, þá kemur að borunum niður í berg- ið og svo framvegis. Og þar sem hvert stig rannsóknanna er d "'r- ara hinu fyrra, þá er ekki hægt að flana að hlutunum. O ; nú er semsagt verið að byrja. Fftir að hafa skoðað aðsend synis- horn frá íslandi, tekur jarðfræð- ingurinn sín eigin sýnisnorn, og verði þau góð, þarf að flylia jarðvinnslutæki og kjarnabor í land í Loðmundarfirði og upp í fjallið seinna í sumar og bora 20-30 metra niður í bergið. f þessari fyrstu ferð í s.l. viku voru, auk hins bandaríska jarð- fræðings, Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur hjá Rannsóknar- stofnun iðnaðarins, sem sá um ferðina, Sigurður Stefánsson fyrv bóndi og hreppsstjóri í Stakka- . Orusjukombur hlíð, tveir röskir piltar til grjót- burðar, þeir Sigurður Reynir Magnússon og Gunnar Sigur- björnsson og í förina slóst frétta maður Mbl.. Elín Pálmadóttir. vildi svo vel til að varðskipið Þór var statt á Seyðisfirði og skaut leiðangrinum á land í Loðmundarfirði á leið sinni út. Þar er nú nær engin byggð. Sigurður, systir hans og mágur fluttu sl. haust frá Stakkahlíð til Seyðisfjarðar og eini mað- urinn, sem þar hefur verið í vetur, Kristinn Halldórsson á Sævar- enda, fer í sumar. Það var því nær eyðibyggð, sem förinni var heitið til á þessu kalda vori. Hitastig á daginn niður í 2 stig og skaflar í fjöllum, en láglendi blautt af nýbráðnuðum snjó. Var ferðin eiginlega full snemma far- in, þar eð skaflar lágu í dældum á perlusteinssvæðinu. Kvað bandaríski jarðfræðingurinn nógu erfitt að gera sér grein fyrir því efni sem kynni að Jarðfræðingarnir Þorleifur Einarsson og Eldom Lomness frá Johns Manville ganga frá sýnishornum af perlusteini í Loðmundarfirði. fjörð. Ekki er auðvelt fyrir þá, sem ekki eru fagmenn í berg- tegundum að greina perlustein- inn. Hann er ljósgrár og ofan Sigurður bóndi Stefánsson armennirnir tveir horfa á. PiiiiiiiiMiHHiiiiiliWJii. w,iiiii.ijmw— - xœsmxma&' iS! iH „ Stakkahlíð grefur ofan í perlusteinsskriðuna eftir hörðu bergi. Burð Flogið var til Egilsstaða og brot izt þaðan yfir leðju og pitti í veginum til Seyðisfjarðar. Þá _3oo ' S '- -400j'-Ú Sva faj’ ( J \ ' J fS \ Námusvæðið um. -'-500— —600—. ~?OQ. ___ ^ — GunnhiJójJJ Loðmundarfirði. Perlusteinssvæðið með skástrik- liggja undir yfirborðinu, þó það sæist all't. En hvað skal gera á | okkar kalda landi? Þegar Þor- leifur Einarsson þurfti að ná sýnishornum til að senda fyrir- tækinu sl. haust, í nóvember, var þegar kominn snjór í skrið- urnar. Aðal perlusteinssvæðið, sem Þorleifur Einarsson kvaðst telja vera berggang, liggur 3-5 km. frá á sjó. Neðri endi námunnar er í Hraundal í um 200 m hæð yfir sjávarmáli. Liggur hún svo eins og slitrótt melabelti yfir Hraun- dalinn og hátt upp í Seljamýrar- fjall. Mun beltið vera um 100 m. á lengd og 70 á breidd. Dýptin er ekki þekkt, en 10—15 m. gil ná ekki í gegnum lagið. Að- spurður sagði bandaríski jarð- fræðingurinn, að ekki væri farið að athuga hve mikið magn þyrfti að vera í námunni, til að fyrir- tæki hans hefði áhuga á henni, en sjálfur gizkaði hann á að milljón tonn, sem gera 20 þús- und tonn á ári í 50 ár, mundi vera ágætt. Hann kvaðst ímynda sér, að eftir 25 ár yrði þetta þá farið að gefa almennilegan arð. Þorleifur Einarsson, jarðfræðing ur, sagði að ágiskun um að þarna væru milljón tonn væri ekki „slæm“. En hann kvaðst vona, að gangur af þessu sama bergi liggi í gegnum fjallið. Gengið var upp í fjallið og um svæðið sama kvöldið sem leiðangurinn kom í Loðmundar- á liggja lausir melar og hann greinir sig hreint ekki mikið frá bergtegundunum í kring. Þess- vegna er merkilegt, að Stefán bóndi Baldvinsson í Stakkahlíð skuli hafa áttað sig á að þarna væri eitthvað frábrugðið öðru bergi í landi hans. En Stefán mun hafa verið athugull náttúru skoðandi, og svo kom til það lán að hitta á Tómas heitinn ÍVyggvason, jarðfræðing, sem vann að málinu af áhuga í nær 20 ár. Sigurður Stefánsson sagði að faðir sinn hefði verið búinn að senda sýnishorn af ýmsu bergi úr landinu til Trausta heit- ins Ólafssonar í Atvinnudeild Háskólans, og hann það áfram til efnagreiningar í Englandi, án þess að vitneskja fengist um perlusteininn. Enda ekki að furða, þar sem ekki var vitað fyrr en eftir síðustu heimsstyrj- öld að þessi steintegund væri til ýmissa hluta gagnleg, eftir að búið væri að gera úr henni bergfrauð með upphitun. Pálmi heitinn Hannesson benti þeim feðgum í Stakkahlið á Tómas Tryggvason, sem rétta manninn til að athuga steintegundina í landi þeirra. Það væri hans sér- grein og hann nýkominn frá námi. Tómas kom svo austur og er Bandaríkjamenn hófu_ fyrir- spurnir um perlustein á íslandi, staðfesti Tómas að mikið magn væri í Loðmundarfirði. Hann leitaði á Austfjörðum, en fann aðeins lítið magn annars staðar. En seinna fannst svo mikið magn af þessu bergi í Prestahnjúk vestan undir Langjökli. En þar ssm þetta berg kristallast á tug- milljónum ára, er tilgangslaust ið leita þess annars staðar en í ungum löndum, eins og hér. Verður að froðubergi við upp- íitun. En hvaða steinn er það þá, sem ber þetta fallega nafn? Þetta ljósgrýti er glerkennt afbrigði af líparíti, sam myndast hefur við hraða storknun. Frumskil- yrði þess að eldfjallagler geti þanizt við upphitun er að það innihaldi nokkuð af bundnu vatni. Við upphitunina myndar bundna vatnið fjölda af örsmá- um gufubólum í glerinu og gler- ið verður að bergfrauði, sem svipar til vikurs. Berg þetta nefnist perlusteinn af því að það brotnar við veðrun í perlu- laga kúlur. Perlusteinninn nefn- ist svo perlít, þegar búið er að þanja hann við hita. Og þannig er hann notaður í Bandaríkjun- um og Evrópu. Mest er perlíti blandað í gips, sem verður við það léttara og auðunnara en venjuleg gipshúðun, auk þess sem hún einangrar vel og er eldtraustari. Þá er perlusteinn notaður sem steypuefni í létt- steypu og til að fylla upp í stálgrindur stórhýsa. Byggingarn ar verða þá léttari en við venju- lega steinsteypu, og sparaststál og steypa. Þá er perlítið notað í einangrandi plötur, hljóðdeyf andi klæðningu og fínasti sall- inn í fægiduft, borunarleðju, glerung á leirker, skordýraeitur, síur o.fl. Bandaríski jarðfræð- ingurinn sagði, að fyrstu sýnis- hornin sem Johns-Manville fékk frá Þorleifi Einarssyni í haust, hefðu ekki verið nægilega fín í síuefni, en a.m.k. 3 af 5 sýnis- hornum hefðu reynzt að öðru leyti vel. En ekki sé þó hægt að marka svo lítil og fá sýnis- horn. Þegar staðið er uppi í Loð- mundarskriðum, á perlusteins- svæðinu, er gott útsýni yfir merki legar jarðmyndanir, sem jarð- fræðingar hafa lengi velt vöng- um yfir, allt frá Þorvaldi Thor- oddsen. Ef litið er upp til fjalls- ins sést greinilega sárið þar sem fjallið hefur klofnað og stór hiuti hrunið fram. Bergið hefur svo dreifzt úr 700—800 m háu fjallinu í stórum hólum niður hlíðina og þvert yfir dalinn og hafa urðarhólamir borizt 6—7 km leið. Hafa sumir skýrt þetta sem leifar af jökulurð, aðrir að borgarísjakar hafi borið mölina fram, þá er nefnt gosflóð o.s. frv. Þorleifur Einarsson kvað hólana framhlaup úr fjallinu, sem hefðu borizt svona langt af því loft hefði þjappast undir skriðuna, rétt eins og grjóthrúg- urnar ferðuðust á loftpúðaskipi. I hólunum við brekkuræturnar norðan fjarðarbotnsins liggja nokkrir hólar og meihryggir úr perlusteini og hafa sennilega Framh. á bls. 26-.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.