Morgunblaðið - 20.06.1968, Síða 2

Morgunblaðið - 20.06.1968, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1908 Boðun kirkjunnar á tækniöld er aðalmál prestastefnunnar — Kirkjan hefur aldrei haft eins rýrar fastatekjur frá því á 11. öld PRESTASTEFNAN hófst í gær morgun. Var hún sett í safnaðar- sal Neskirkju um morguninn að undangenginni messu í Dóm kirkjunni. Síðan flutti herra Sigurbjörn Einarsson, biskup, ávarp og yfirlit um starf kirkj- unnar á síðastliðnu ári. Þá voru flutt framsöguerindi um aðalmál stefnunnar, „Boðun kirkjunnar á tækniöld“, og höfðu Emil Björnsson og Bernharður Guð- mundsson framsögu. Síðan var skipað í umræðuhópa, og Hólm- fríður Pétursdóttir, skólastjóri, flutti erindi um húsmæðraskóla kirkjunnar að Löngumýri. Prestastefnunni verður framhald ið í dag og á morgun. í yfirlitsræðu sinni um starf kirkjunnar á síðasta synodusári gat biskup íslands, herra Sigur- bjöm Einarsson, breytinga á prestaskipun landsins. Þrír prestar hafa látið af störf um fyrir aldurs sakir, séra Þor- steinn B. Gíslason, prófastur í Steinnesi, séra Sigurjón Þ. Árnason ,annar prestur í Hall- grímsprestakalli og séra Benja- mín Kristjánsson, prófastur á Laugalandi. Þrír prestar fengu lausn frá embætti að eigin ósk, sr. Krist- ján Búason, Ólafsfirði, sem er við framhaldsnám, sr. Árni Sig- urðsson, Neskaupstað, sem hefur kennt við Menntaskólann á Ak- ureyri í vetur og hefur nú sótt um Þingeyrarklausturspresta- kall, og sr. Ásgeir Ingibergsson sagði lausu starfi sínu sem ráð- inn prestur meðal fslendinga á svæði Keflavíkurflugvallar og hefur gerzt prestur í Kanada. Þá sagði Einar Einarsson djákni lausu starfi sínu sem djákni Grímseyinga, er hann fluttist þaðan. Tveir ungir menn tóku prests- vígslu á árinu, Halldór Gunnars- son, sem settur er prestur í Holti undir Eyjafjöllum, og Kolbeinn Þorleifsson, sem skipaður er prestur á Eskifirði. Þá útskrifuð- ust tveir guðfræðingar frá Há- skóla íslands, Brynjólfur Gísla- son og Tómas Sveinsson. Aðrar breytingar á embættis- þjónustu eru sem hér segir: Sr. Marínó Kristinsson, Vall- arnesi, var skipaður sóknarprest ur í Sauðanessprestakalli, N,- Þing., frá 1. júlí 1967. Sr. Sigurvin Elíasson, settur prestur á Raufarhöfn, var skip- aður sóknarprestur í Skinna- staðarprestakalli, N.-Þing., frá 1. júlí 1967. Sr. Ingólfur Ástmarsson, bisk- upsritari, var skipaður sóknar- prestur í Mosfellsprestakalli, Árn., frá 1. ágúst. Frá sama tíma var sr. Erlend- ur Sigmundsson, fyrrv. prófast- ur .skipaður biskupsritari. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson, Siglufirði, var skipaður annar sóknarprestur í Hallgrímspresta- kalli í Reykjavík frá 1. janúar 1968. Sr. Bjartmar Kristjánsson, Mælifelli, var skipaður sóknar- prestur í Laugalandsprestakalli, Eyj., frá 1. júní 1968. Sr. Kristján Róbertsson, síðast prestur í Glenboro, Kanada, var skipaður sóknarprestur á Siglu- firði frá 1. júní 1968. Sr. Óskar Finnbogason var skipaður sóknarprestur í Bíldu- dalsprestakalli frá 1. júní 1968. Sr. Páll Þorleifsson, fyrrv. prófastur, tók setningu til Norð- fjarðar frá 1. nóv. 1967 og til miðs þessa mánaðar. Tveir prófastar hafa verið settir ,sr. Stefán Snævarr í Eyja fjarðarprófastsdæmi frá 1. okt. 1967, og sr. Pétur Ingjaldsson 1 Húnavantsprófastsdæmi frá 1. nóv. 1967. Þá hafa verið gerð.ar endur- bætur á kirkjunni á Seyðisfirði og Strandarkirkju. Kirkjugerð er hafin á Egils- stöðum og í Hveragerði. Enn- fremur er verið að ljúka kirkju byggingu í Stóra-Dal og í undir- búningi er kirkjugerð í Njarð- víkum. í Reykjavík er Bústaðakirkja Rússarnii unnu n Fiske-skdk- mótinu — Friðrik þriðji Cuðmundur náði tilskyldum árangri til að hljóta alþjóðlega meistaratign ÞEGAR Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi, voru úrslit kunn í fimm skákum af sjö á Fiske-skákmótinu. Vasjukoff og Taimanoff höfðu gert jafntefli og unnið mótið, þar sem Friðrik hafði gert jafntefli við Szabo. Guðmundur náði jafntefli við Uhlmann, og þar með náð til- skyldum árangri til að hljóta alþjóðlegan meistaratitil. Dregið í hnpp- drætti umferðurvnrðn í dag var dregið í Happdrætti Umferðarvarða, sem efnt var til á vegum Framkvæmdanefndar hægri umferðar. I Vikuferð til Bandaríkjanna kom upp á eftirtalin númer: 5371, 5527, 6290, 6696, 6697. Vikudvöl í Kerlingarfjöllum kom upp á eftirtalin nr: 2876, 5400, 6109, 6693, 7310. Vinningshafar snúi sér til Framkvæmdanefndar hægri um ferðar. Annars urðu úrslit sem hér seg- ir: Vasjukoff og Bragi gerðu jafntefli, Taimanoff og Byrne jafntefli, Friðrik og Szabo jafn- tefli og Ostojic og Addisson einnig jafntefli. Enn stóðu yfir skákir þeirra Inga og Andrésar og Jóhanns og Freysteins, og voru þær báðar tvísýnar. Ljós er því staða efstu manna: Taimanoff og Vasjukoff eru efstir með 10% vinning, Friðrik í þriðja sæti með 10 vinninga, fjórði er Byrne með 9, Uhlmann er í fimmta sæti með 8%, Ostojic og Szabo í sjötta og sjöunda sæti með 8 vinninga og Guð- mundur og Addison eru jafnir. Khöfn, 19. júní. NTB. GRÍSKI stjórnmálamaðurinn Andreas Papandreu verður á morgun tekinn til yfirheyrslu hjá dönsku lögreglunni, vegna þess að hann hefur láitið í það skína, að hann hefði sannanir um að Grikkinn Georges Mavro- genis hefði verið myrtur. Mavrogenis fannst látinn í fyrra mánuði, og danska lögregl- an komst að þeirri niðurstöðu, að hann hefði framið sjálfsmorð. í smíðum og Grensásskirkja, auk Hallgrímskirkju. Biskup gagnrýndi í ræðu sinni drátt á að skipuleggja og hrinda kirkjubyggingum fram í Reykja- vík, þótt prestakallaskipting næði fram að ganga. Benti hann í þessu sambandi á Árbæjar- hverfi, þar sem nú búa um fimm þús. manns, Breiðholt, þar sem áætluð er byggð fyrir um tíu þús. og Kópavogur. Þá taldi biskup nauðsynlegt að skipta Kópavogsprestakalli. Þá vék biskup að viðhaldi kirknanna og sagði m.a.: „Það blasir við hverju auga, að nokkur hluti kirkjuhúsa á ís- landi er fyrir neðan þær lág- markskröfur, sem nútíminn ger- ir um áferð, búnað og þægindi húsa, sem ætluð eru til manna- vista og mannfunda. Kirkjan hef ur að þessu leyti dregizt mjög svo aftur úr undanfarna hálfa öld. Ef bornir eru saman skólar t.d. og samkomuhús annar vegar og kirkjur hins vegar, eins og hlutfallið var hér í milli fyrir hálfri öld og eins og það er nú, þá er þróunin slík og svo óhag- stæð kirkjunni, að líkja má við hrun í ýmsum byggðum lands- ins. Auðvitað kemur hér til greina sú eðlilega orsök, að kirkjur voru fyrir, þær voru að jafnaði á undan öðrum húsum, þegar nýbyggingaöldin hófst í landinu. Það tekur tíma að átta sig á því, að þessi hús, sem á sinni tíð voru hin veglegustu í hverri byggð, dragast aftur úr, blátt áfram vegna framvindunn- ar í húsagerð, þótt gert sé ráð fyrir sómasamlegu viðhaldi, sem því miður er ekki alls staðar til að dreifa. í því sambandi er ekki því að neita, að hagur alls þorra safnaða er erfiður. Kirkjur á ís- landi hafa aldrei haft hlutfalls- lega eins rýrar fastatekjur til viðhalds sér og nú, aldrei í sögu landsins síðan á 11. öld. Hafa íslendingar nútímans átt- að sig til hlítar á því, að hrör- legir helgidómar og vanhirtir legstaðir framliðinna eru lýti á þjóðmenningu, sem ekkert land þolir án álitshnekkis? Annor sóttn- fnndur í gær SÁTTAFUNDURINN með síld- veiðisjómönnum í fyrrakvöld bar ekki árangur, en til annars fundar var boðað kl. 9. Stóð sá fundur enn, er Morgunblaðið fór í prentun seint í gærkvöldi Þá var fundur hjá verðlagsráði sjáv arútvegsins í gær, en árangur þess fundar lá ekki fyrir í gær- kvöldi. Hæstu gjaldendur í Vestmannaeyjum SKATT- og útsvarsskrá Vest- mannaeyja fyrir árlð 1968 var lögð fram um síðustu mánaða- mót. Álögð útsvarsupphæð var tæplega 41 millj. króna, en að- stöðugjöld 11.2 millj. krónur. — Lagt var á útsvör eftir hinum lögboðna útsvarsstiga og var enginn afsláttur gefinn, en í fyrra var afslátturinn 10%. Tala útsvarsgreiðenda er í ár 1618, og aðstöðugjöld greiða 276 aðilar. Hér á eftir fara þeir aðilar, sem hæstu upphæðir greiða sam- kvæmt skattskránni: Einstaklingar: Ársæll Sveinsson útgm. 729.216 Aase Sigfússon lyfsali 447.092 Einar Guttormss. læknir 351.992 Björn Guðmss. kaupm. 322.907 Sig. Þórðarson útgm. 297.153 Sveinn Hjörleifss. úitgm. 284.999 Hilmar Rósmundss. útgm. 283.687 Helgi Benediktss. kaiupm. 280.750 Örn Bjarnason héraðsl. 260.063 Félög: Vinnslustöðin hf. 1.220.341 Fiskiðjan hf. 1.184.302 ísfél. Vestmeyja hf. 1.084.652 Hraðfrystist. Veyja 814.100 Fisikimjölsverksm. hf. 782.200 Haraldur Eiríksson hf. 508.875 ólaíur & Símon hf. 492.240 Kaupfél. Vestimeyja 421.040 (Birt án ábyrgðar) Geysifjölmennur kvennafundur í Hótel Sögu í gær Á FUNDI sem stuðningskonur Gunnars Thoroddsens efndu til á Hótel Sögu í gær, var geysi- legt fjölmenni. Hvert sæti var skipað í aðalsal og hliðarsölum og fjöldi kvenna stóð í göngum þar sem pláss var og einnig var hópur kvenna í sal á jarðhæð og hlýddu þær á dagskrána í há- tölurum. Yfir 1000 konur sóttu fundinn. Fundarstjóri var frú Auður Auðuns og í fundarbyrjun bauð hún konur velkomnar og sérstak lega frú Völu Thoroddsen, sem var fagnað með lófataki. Frú Vala Thoroddsen ávarpaði fundinn með nokkrum orðum og minntist m.a. á 19. júní, þann dag er íslenzkar konur öðluðust full stjórnmálaleg réttindi til jafns við karlmenn. 13 aðrar konur fluttu stutt ávörp og hvatningarorð á fund- inum, en þær voru: frú Auður Auðuns, frú Emilía Samúelsdótt- ir, frú Bryndís Jakobsdóttir, frú Ásta Björnsdóttir, frú Þóra Ein- arsdóttir, frú Sigríður Ingimars- dóttir ,frú Soffía Ingvarsdóttir, frú Geirþrúður Hildur Bernhöft, frú Borghildur Fenger, frú Regína Birkis, frú Jónína Þor- finnsdóttir, frú Sigríður Valdi- marsdóttir og frú Anna Guð- mundsdóttir. Á milli ávarpa sungu 4 óperu- söngkonur ýmist einsöng eða dú- etta ,en söngkonurnar voru: Guð- rún Á. Símonar, Sigurveig Hjaltested, Svala Nielsen og Þuríður Pálsdóttir. Undirleikar- ar voru Unnur Amórsdóttir og Ólafur Vignir Albetsson. í fundarlok kom Gunnar Thor- oddsen og ávarpaði fundinn og var honum ákaft fagnað. Frá hinum fjölmenna fundi, sem stuðningskonur Gunnars Thoroddsens héldu á Hótel Sögu I gær. Yfir 1000 konur sóttu fundinn. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.