Morgunblaðið - 20.06.1968, Síða 8

Morgunblaðið - 20.06.1968, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNf 196« Sýning á skákritum Fiskes í anddyri Landsbókasafnsins Skrá um erlend skákrit í safninu kom út í gœr í GÆR kom út hjá Landsbóka safninu skrá yfir erlend skáid rit í eigu safnsins. Af þessu tilefni bauð Finnbogi Guð- mundsson, landsbókavörður, blaðamönnum, auk þátttak- enda á Fiske-skákmótinu til fundar og sýndi þeim skákrita safn Landsbókasafsins, sem er ágætt að gæðum, sérstak- lega eldri ritin, Finnlbogi Guðmundsson sagði, að raunar hefði verið lengi um það rætt að gefa út þessa skrá, ekki sízt vegna hinnar ómetanlegu gjafar Willards Fiskes, prófessors, sem gaf safninu hið merka skáldritasafn sitt, sem er um 1400 bindi. „Þegar við frétt- um, að Taflfélag Reykjavíkur ætlaði að halda sér skáikmót til minningar um þennan merka mann, þótti okkur rétt Nokkur hinna fágætu rita úr bókagjöf Willard Fiske. Bókin, sem er næst, er prentuð í Napólí 1723. Hún er mjög fágæt en mest er þó vert, að hún hefur verið í eigu tveggja kunnustu skákmeistara 19. aldarinnar. William Lewis gaf hana Paul Morpy 21. apríl 1859, eins og áritunin sýnir. Fiske eignaðist ritið eftir Morpy. Williard Fiske að tafli í bú- stað sínum á Ítalíu að eiga samflot með þeim og réðumst í að gefa þessa skrá út, auk þess sem nú stendur yfir sýning á úrvali skákrita- gjafar Fiskes í anddyri safns ins‘‘. „Þeir Pétur Sigurðsson, fyrrum háskólaritari, og safn verðirnir Haraldur Sigurðs- son og Ólafur Pálmason sömdu skrána og bjuggu ritið til prentunar. Ennfremur sá Ólafur um val bóka á sýning- una hér í andidyrinu‘‘. Bókaskráin skiptist í þrjá hluta. Fremst er bókagjöf Fiskes, þá skrá yfir þau skák- listanrit, sem Fiske lét prenta og gaf Taflfélagi Reykjavík- ur og loks skrá yfir önnur rit erlend í eigu safsins. Enn- fremur eru myndir af þeim W. Fiske oig Pétri Zophanías- syni, sem var ráðunautur safsins í vali á skákritum um árabil. Ritið er 47 bls.“ Það sem vekur strax at- hygli manna, er hve geysivel er búið um skáldritasafnið frá hendi prófessors W. Fiskes. Bækumar eru svo vel bundn- ar inn, að unun er á að horfa og til marks um það, hve mikla rækt hann lagði við bókbadið má nefna, að ef rit- ið var lítið, lét hann binda laus blöð með — til þess að ná gyllingunni. Margt merkra bóka er á sýningunni í anddyri Lands- bókasafnsins, sézt þar glögg- lega hvílíkan dýrgrip íslend- ingar fengu með þessari bóka gjöf Fiskes. Erlendu skákmennirnir, sem voru þarna viðstaddir, höfðu líka orð á því, hve safn ið væri vandað að allri gerð, sérstaklega þótti þeim til um, að ein bókin er árituð, gjöf Williard Lewis, sem var fræg ur skákmeistari á síðustu öld, til Paul Morpy, eins frægasta skákmeistara allra tíma. Þeg ar bandaríski skákmeistarinn Addison, sem sjálfur er bóka vörður, sá þessa merku bók varð honum að orði: „Þetta hefur verið meiri maðurinn þessi Fiske, hann virðist hafa haft fingurna alls staðar“. Söngmót Heklu Akureyri 13. júní Hekla, samband norðlenzkra karlakóra heldur 10. söngmót sitt í Suður-Þingeyjarsýslu og Skagafirði um aðra hclgi. Fyrsti samsöngurinn hefst I Húsavíkur kirkju kl. 14 laugardaginn 22. júní, en um kvöldið kl. 21. verð- ur sungið í Skjólbrekku í Mý- vatnssveit. daginn eftir fara söngmennimir vestur í Skaga- fjörð. Þar verður kaffisamsæti í félagsheimilinu Miðgarði við Varmahlíð kl. 15 og hugsanlega verður söngur kóranna hljóðrit aður þar að einhverju leyti. Lokasamsöngurinn hefst svo í Miðgarði kl. 19 sunnudaginn 23. jum. 9 kórar taka þátt í mótinu: Karlakór Akureyrar, Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, Karlakór Dalvíkur Karlakórinn Feykir Skagafirði, Karlakórinn Geysir Akureyri, Karlakórinn Heimir Skagafirði, Karlakór Mývatns- sveitar, Karlakór Reykdæla og Karlakórinn Þrymur Húsavik. Söngmenn verða nokkuð á 4. hundrað. Kórarnir syngja bæði hver um sig og allir sameigin- lega. Þar að auki syngja þing- eysku kórarnir saman nokkur lög. Hekla, samband norðlenzkra karlakóra var stofnuð .árið 1934. Sölumenn Nokkrir ungir menn óskast til sölustarfa úti á landi frá og með 1. júlí. Aðeins duglegir og áreiðanlegir menn koma til greina. Æskilegt væri að viðkomandi hefði bifreið til um- ráða. Tilboð skulu hafa borizt til afgreiðslu Morg- unblaðsins fyrir 20. þ.m. með upplýsingum um aldur og fyrri störf, merkt: „Júní — 8814“. Núverandi stjórn skipa Ásgeir Jónsson, Akureyri, formaður, Þrá inn Þórisson, Mývatnssveit rit- ari, Árni Jóhannesson, Akureyri gjaldkeri, og meðstjórnendur Guðmundur Gunnarsson, Páll H. Jónsson, báðir að Laugum S-Þing. og Jón Tryggvason, Ár túnum A-Hún. S.v. P. Fjölbreytt fyrirlestrar- hald stærðfræðinga AÐALFUNDUR hins íslenzfca Stærðfræðafélags var haldinn 22. mai síðastiliðinm í húsafcynnum Raun'vís’’ndastofnunar Háskóla íslands við Dunhaga 3. Frófax- andi formaður Ottó Björnsson tölifræðingur stjórnaði fundimum. í stjóm voru kosnir: Dr. Halldór I. Elíasson, dósent, formaður; mag. scient. Þorvalditcr Búason, eðlisfnæðingur, ritari og N.S. Hörður Lárusson, kennari, gjald keri. Dr. Leifur Ásgeirsson, prófessor og cand. mag. Sigur- karl Stefánsson, dósent voru endunkjörnir, sem ritstjórar fyrir Mathematica Scandinavica og NordiSk Matematisk Tidskrift. Til sölu 2ja herb. íbúð á hæð í Þingholfunm. íbúðin er í mjög góðu ástandi. Stórar sólsvalir með útsýni yfir Miðborgina. Mjög hagstætt verð. Fasteigna- og lögfræðistofa STEINS JÓNSSONAR, Kirkjuhvoli, símar 14951 og 19090, kvöldsími 23662. Steypuhrærivél /\ Korkparkett f ^_ \ Æ X MEÐ GLÆRRI PLAST- Notuð steypuhrærivél með spili óskast til kaups M \ HÚÐ. SÉRICENNILEG eða leigu. / ¥ 1 m|\ OG FALLEG MYNSTUR. Upplýsingar á teiknistofu S.Í.S. Hringbraut 119, Æ £ l\| \ J. ÞORLÁKSSON & sími 17080 og 19325. Æ 'X# "" X & NORÐMANN H.F. Þessi tvö tímarit eru gieifin út á vegum stærðfrðafélaganna á Norðurlöndium, en þeir Leifur og Sjgurkarl hafa verið í ritstjórn þeirra frá upphafi. Fyrirlestrahaild félagssins á síðastliðnu starfsári hefur heppn- azt vel, en félagið heldur nú fundi sína í húsakynnum Raun- vísindastofmunar Háskólans. Talsvert hefur færzt í vöxt, að erlendir stærðfræðingar hafi hér viðkomu á leið sinni milli meg- inlandanna og má örugglega þakka það góðri kynninglu ís- lenzkra stærðfræðinga ertendiis. Vilijum við sérstafclega benda á þá próf. Siigiurð Helgason M.I.T. og próf. Bjarna Jónsson Vander- bilt Univ. í þvi sambandi, en báðir eru þeir mjög kunnir stærðfræðingar. Próf. Leifur Ásgeirsson hefur á undanförnum árum iðulega haft millligöngiu um hingaðkomu erlendra stærðfræð- inga og eru þessi sa/mekipti stærðfræðafélaginu hin mesta nauðsyn. Þar sem Háskóli fslands sinnir ekki æðri stærðfræði, hefur stærðfræðafélagið orðið að giegna forystuhlutverki á mörguim svið- um stærðfræðil'egra mennta. Fjárskortur hefur verið þvi vaid- andi að félagið hefur gegnt þessu hlutverki meira af vilja en raætti, en stjórnin væntir þess að hagur félagsirns fari batnandi með vax- andi skilningi roeðal þjóðaxinn- ar á gildi raunvísinda. (Frá hiinu ístenkka Stærðfræðafélagi).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.