Morgunblaðið - 20.06.1968, Síða 21

Morgunblaðið - 20.06.1968, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1908 21 Ólafur Pálsson, verkfræðingur: UM SAMGÖNGUMÁL Stjörnubíó sýnir um þessar mundir myndina. Fórnarlamb safn arans (The Collector), sérstæða mynd með íslenzkum texta. Fjall ar söguþráðurinn um ungan, sérlyndan bankaritara, sem stundar fiðrildasöfnun, unz hann vinnur mikla fjárfúlgu og „veiðir“ þá stúlkuna sem hann unni og býr henni allsnægtir á traustum felu stað í þeirri von að hún felli hug til hans. Myndin fjallar síðan um þennan óskadraum hins geðbilaða unga manns. Aðalhlutverk leika Terence Stamp og Samantha Eggar. U'NDANFARHÐ hefur verið rætt talsvert um samgöngumál hér- lendis, enda hefur harður vetur gefið ærið tilefni til þess. Minn- umst við frétta af stórhríðum, ofsaveðri, hitabylgju og þíð- viðri með stórflóðum, stillum, hörkufrosti, fannfergi svo aðeins sést í reykháfa og hafís umlykj- andi hálfa strandlegjuna. Það ar ekki tilviljun að landið heitir ísland. Við þessar aðstæður hafa sam- göngur einkum á landi og sjó verið mjög stopular. Við minn- umst tíðra fregna af að heiðar voru ruddar einn daginn en lok- uðust um kvöldið, farþegar veð- urtepptir, vöruskortur í af- skekktum kauptúnum og svo kom hlákan margþráða og klak- inn þiðnaði úr vegum landsins, umferðarþunginn takmarkaður vegna þess að hjól farartækjanna skáru sig niður í frostlagið og ristu vegkafla að endilöngu. Samgöngur á sjó hafa hingað til verið taldar tryggar, en nú hefur reynslan sýnt að svo er alls ekki. Við vitum að skipin áttu fullt í fangi með að bjarga sjálfum sér undan hafísnum, þegar hann sýndi sig í sínu al- mætti, og í alllangan tíma hefur ekkert skip rennt inn í hafnirnar norðan og austan lands. Þriðja samgönguleiðin er loft- ið og segja má að umferðin þar hafi gengið eftir vonum, þótt komið hafi fyrir að flug hafi fall- ið niður í nokkra daga vegna stórviðra, en er þeim slotar er yfirleitt auðvelt verk að hreinsa snjóinn sem setzt hefur á flugbrautirnar. Segja má að nú sem stendur geti engin hinna þriggja sam- gönguleiða fullnægt þörfum landsbyggðarinnar þannig að íbúarnir uni vel við, og á þetta einkum við þau héruð landsins, þar sem samgöngur eru erfiðast- ar, frá Vestfjarðakjálkanum aust ur til Hornafjarðar. Allir eru á einu máli um það, að til þess að blómleg byggð megi dafna og menn uni glaðir við sitt á hinum afskekktari svæðum, verði íbú- arnir að hafa svipuð lífsskilyrði og annars staðar er bezt gerist, og á það ekki aðeins við það að hafa nægilegt að bíta og brenna, heldur gera menn kröfu til að geta verið í góðu sam'bandi við aðra landshluta, menn vilja hafa útvarp og sjónvarp og það að geta ferðazt hvert sem þá lystir. Menn sætta sig ekki við það lengur að fá ekki t.d. kartöflur og mjólk vikum saman eins og komið hefur fyrir á afskekktum stöðum undanfarin ár. Eða fá dagblöð og póst 1-2 vikna göm- ul svo ekki sé meira sagt. Góðar samgöngur eru sem sagt veigamikill þáttur í athafna lífi landsbyggðarinnar, og virð- ist að daglegar ferðir til stærri staðanna vera það minnsta, sem menn sætta sig við og a.m.k. tvær ferðir í viku til hinna smærri. Hvaða samgöngutæki er líklegast til að leysa þetta verkefni er auðsvarað, en það eru flugvélarnar, og verður rætt nánar um það hér á eftir. ★ Ekki verður hér rakin þróun flugsins, enda hefur það verið gert rækilega áður, en ef hugsað er aðeins 10 eða 20 ár aftur í tímann er hverjum manni ljóst hve stórstígar framfarir h^fa orðið. Sem dæmi má nefna að síðustu þrjú árin hafa farþega- flutningar hjá Flugfélagi fslands vaxið um 34%, en vöruflutning- arnir (og póstur) um 104%. Far- þegafjöldi á innanlandsleiðum var á sl. ári 117800 farþegar — og má segja að mestur hluti farþegaflutnigs á lengri leiðum fari loftleiðis. Þá er það mjög athyglisvert að vöruflutningar með flugvélum vaxa örar en farþegaflutningarnir og er ein- sýnt að svo verður í framtíðinni. Sama er uppi á teningnum hjá öðrum þjóðum, jafnvel þar sem gott járnbrauta- og vegakerfi er fyrir hendi, og eru á stærstu flug völlum þar reistar risastórar vöruflutningageymslur til að taka við hinu sívaxandi flutn- ingsmagni. Miðast við önnur sam göngutæki vinna loftflutningarn ir stöðugt á. Til gamans má geta þess, að ekki alls fyrir löngu átti Cun- ard-skipafélagið stórafmæli og í því tilefni gaf það út afmælis- rit og fékk ýmsa framámenn til að skrifa greinar í það. Einn þeirra, kunnur brezkur hagfræð ingur, skrifaði um framtíð flutn inga með skipum í framtíðinni. Komst hann að þeirri niðurstöðu að eftir einn til tvo áratugi yrði ekki um aðra flutninga að ræða að ráði #n olíu, kol, sement, málmgrýti og korn og það í mjög stórum förmum. Annað svo sem matvæli, iðnaðarvarn- ingur o.fl. yrði flott loftleiðis. Ástæðan er m.a. sú að loft- flutningarnir verða stöðugt ódýr ari, betri og hagkvæmari flug- vélar eru smíðaðar, og eins það að þegar nýjar gerðir ryðja hin um eldri úr farþegaflutningun- um eru þær síðarnefndu seldar við lágu verði og verða margar hverjar notaðar til vöruflutn- inga. ★ Þegar um slík mál er fjallað er hollt að gera sér grein fyrir hvernig þessu verður háttað eft- ir svo sem einn áratug. Getur oft borgað sig að vera framsýnn og velja e.t.v. ekki ódýrustu leiðina í dag, heldur þá sem kemur og sleppa þar með hugs- anlegum hliðarsporum (eins og gert var þegar ekki var notað gas til heimilisnotkunar heldur rafmagn, og eins þegar hlaupið var yfir járnbrautarstigið hér á landi). Á þeirri forsendu, að hægt sé að gera fullnægjandi flugvelli þar sem á þarf að halda og með hliðsjón af því hvert stefnir, geri ég ráð fyrir að samgöngum verði hagað hér á eftirfarandi hátt og að sjálfsagt sé að beina þeim inn á þá braut sem fyrst. Meginhluti bæði farþega- og vöruflutninga fari loftleiðis, að allega milli Reykjavíkur og flug- vallanna úti á landi. í hverjum fjórðung verði einn aðalflugvöll ur. Mestur hluti neyzluvaranna komi frá Reykjavík, en til baka verða fluttar framleiðsluvörur héraðanna á markað hingað. Þungavaran verði flutt sjóleið- is beint frá útlöndum og Reykja- vík en sement og áburður beint frá Reykjavík til ákveðinna upp skipunar- og dreyfingarhafnar í hverjum fjórðung. Beinar sam- göngur á sjó, með þeim hætti sem nú er, leggist niður en í stað annist fjarðabátur dreyfingu þungavara milli hafna í hverj- um fjórðung og fólksflutninga eftir því sem þörf krefur. Ef málum verður skipað þannig, verður ekki lengur nauðsynlegt að ryðja snjó af fjallvegum yfir vetrarmánuðina, heldur verður innanhéraðsvegahverfinu haldið opnu. Aðalflugvöllur hvers fjórðungs var miðstöð fyrir flug innan hans, en vísir að slíkri starfsemi er nú þegar á Akureyrarflug- velli. Auðveldar það ýmsa starf- semi innan hvers svæðis, svo sem þjónustu lækna, presta ráðu- nauta og á sviði menningarmála og viðskipta og svo má lengi telja. ★ Hér að framan var gengið út frá þeirri forsendu, að hægt sé að gera fullnægjandi flugvelli víðsvegar um landið. Verður miðað við að notast verði fyrst um sinn við 1100 m langar mal- arflugbrautir, með nauðsynleg- ustu öryggistækjum. Verða hér á eftir taldir upp þeir staðir þar sem til greina kemur að gera flugvelli. Vesturland. Ekki virðist hag- kvæmt að gera flugvelli með þessu markmiði í næsta ná- grenni Reykjavíkur, en fjær koma til greina flugvellir við Sand, Stykkishólm og Búðardal. Vestfirðir. Þar má telja Pat- reksfjörð, Dýrafjörð, Önundar- fjörð, ísafjörð og Hólmavík. Flug brautir eru fullgerðar í Patreks- firði og ísafirði, en byrjað hefur verið á framkvæmdum í Dýra- firði. Norðurland. Þar eru flugvellir við Blönduós, Sauðárkrók, Akur- eyri, Húsavík, Kópasker, Raufar höfn og Þórshöfn. Telja má að þeir séu allir fullgerðir til þess- arar þjónustu. Flugvöllurinn við Raufarhöfn var gerður fyrir tveim árum og kostaði rúma 1 millj. króna. Fyrsta áfanga að flugvelli við Siglufjörð er nú lok ið. Austfirðir. Þar koma til greina Vopnafjörður, Neskaupstaður, Reyðarfjörður, Egilsstaðir, Fá- skrúðsfjörður, Breiðdalsvík, Djúpivogur, Hornafjörður og Fag urhólsmýri. Flugvellirnir við Eg- ilsstaði, Neskaupstað, Horna- fjörð og Fagurhólsmýri eru þeg- ar fyrir hendi. Einnig er hugsan- leg flugvallargerð við Seyðis- fjörð og Borgarfjörð eystri en at- hugun hefur ekki farið fram far- ið fram ennþá. Flug til nokkurra þessara staða er allt-torve^t vegna hinna þröngu fjarða, en fengin er allgóð reynsla með flug inu til Neskaupstaðar, svo gera má ráð fyrir að hægt verði að halda uppi reglubundnu flugi til þeirra engu síðar en til Neskaup- staðar. Yfirleitt eru efnisnámur nærtækar, þar sem í ráði er að gara flugbrautir, svo kostnaður verður ekki mjög hár, en gera má ráð fyrir að meðalverð braut ar verði nálægt 2-3 millj. króna. ★ Nú sem stendur eru vöruflutn ingar loftleiðis talsvert dýrari en flutningur eftir öðrum leiðum, enda hefur til þessa ekki verið lögð sérstök rækt við þá grein. Hefjist flutningar í stórum mæli milli staða með hæfilegum flug- vélum, má gera ráð fyrir að flutn ingsgjald stórlækki. Þegar rætt er um þessi mál, gera menn sér almennt ekki grein fyrir, að hið opinbera legg ur stórar fjárhæðir fram á ári til að halda samgönguleiðunum opn um en þrátt fyrir það er sam- gönguleysið eitt tilfinnanlegasta vandamál dreifbýlisins. Ef tekin eru tvö dæmi, annað þeirra er Skipaútgerðin sem gegnir sínu hlutverki eins vel og hún getur, en hún flutti um 10000 farþega á sl. ári og 33000 tonn af varningi, en reksturshall inn varð 33 millj. kr. (Manni dettur í hug að ríkissjóður greiði halla sem nemur hátt í eina krónu fyrir kíló sem flutt er). Þá er það Vegagerðin sem greiðir milli 25-30 millj. kr. fyrir snjómokstur og um 70 millj. kr. í annað vegaviðhald og þó tekst ekki að leysa vandamálið. Við gerum okkur ekki nægilega vel ljóst, að mikill hluti vegakerfis- ins er moldarvegir sem þola ekki nema takmarkaðan þunga og umferð og þá aðeins á þeim tím- um árs, þegar veðráttan gerir þá ekki meyra. Á hverju vori þegar frost fer að leysa úr jörðu og fjall vegirnir eru opnir, koma stóru og þungu vöruflutningabílarnir og skera sig niður í vegfylling- una og valda tjóni á fáeinum vik- um sem vafalaust kostar milljón- ir að endurbæta. Nýlega var t.d. einn langferðabíllinn dreginn eft ir vegstæðinu af jarðýtu, svo djúpt var niður á klakann, að aurinn náði upp undir afturöxul bifreiðarinnar. Álíka dæmi þekkj ast úr öllum héruðum landsins. Ef horfið yrði að treysta á loftflutningana verður vafalaust hægt að létta talsvert á starí- semi Skipaútgerðarinnar og eins Vegagerðarinnar og spara ríkis- sjóði þar með stórar fúlgur. Bú- ast má við að loftflutningar verði í upphafi eitthvað dýrari í rekstri en það fyrirkomulag, sem nú er, er í því tilfelli ekki óeðlilegt að ríkissjóður styrki þá flutninga í byrjun. ★ Hér að framan hefur verið stiklað á stærstu atriðunum um þetta mál, en þetta er lengra mál en hægt sé að gera full skil í einni blaðagrein. En er ekki for- vitnilegt að sjá hvernig fjárhags- útkoman á slíkum flutningum yrði með tilraun? Ákjósanlegt svæði fyrir slíka tilraun er svæð- ið frá Axarfirði til Vopnafjarð- ar (eða jafnvel Borgarfjarðar eystra). Þetta landshorn hefur verði einna verst sett með sam- göngur bæði á landi og sjó. Þar eru þrír flugvellir fyrir hendi við Kópasker, Raufarhöfn og Þórs- höfn. Hafin var flugvallargerð fyrir áratug í Vopnafirði, en brautin aldrei fullgerð, þótt ekki sé það mikið fyrirtæki. Gerum ráð fyrir, að sagt verði við íbú- ana: Þið fáið tvær flugferðir í viku allan veturinn, en engar reglubundnar áætlunarferðir á landi og sjó. Þið verðið að treysta eingöngu á flugvélina, en flutn- inagjaldi verður stillt í hóf. Ég tel líklegt að útkoman á þeirri tilraun verði jákvæð frá sjónar- miði þjóðarhagsins, jafnvel þótt styrkur kæmi til úr ríkissjóði, og ekki sízt það, að í fyrsta skipti ættu íbúarnir við sómasamlegar samgöngur að búa. ★ Nú er mikið talað um birgða- stöðvar m.a. fyrir fóðurbæti og matvæli á hafíssvæðunum. Þótt ísinn hafi nú í tvö skipti lagzt að NA-horni landsins, getur svo farið að aðalþungi hans verði við vestanvert Norðurland í næsta skipti, svo að koma þarf upp birgðastöðvum frá Horni austur fyrir miðja Austfirði, ef vél á vera. Hlýtur það að vera dýrt fyrirtæki. Er líklegt að hagkvæmara verði að treysta heldur á birgða- flutninga í lofti og geta komið birgðunum þangað sem skórinn kreppir að í hvert skipti. Aðra mannvirkjagerð ætti það ekki að kosta en að gera flugbrautir á þeim slóðum, þar sem engar eru fyrir hendi. Koma þau mannvirki að gagni á fleiri sviðum. Sölumaöur óskast Stórt heildsölufyrirtæki óskar eftir að ráða ungan mann til sölu á vinsælum hreinlætis og snyrtivörum. Skemmtilegt framtíðarstarf fyrir áhugasaman og dug- legan mann. Umsóknir ásarnt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 26. þ.m. merkt: „Sölustarf — 8233“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.