Morgunblaðið - 20.06.1968, Page 32

Morgunblaðið - 20.06.1968, Page 32
Héraðsmót Sjálfstæð- isflokksins í sumar— Hljómsveif Ragnars Bjarnassonar og Róbert og Rúrik annast skemmtiatrióin í SUMAR efnir Sjálfstæðisflokk- urinn til héraðsmóta víðsvegar um landið. Er ákveðið að halda 22 héraðsmót á tímabilinu S. júlí til 25. ágúst. Samkomur þessar verða með svipuðu sniði og hér- aðsmót flokksins undanfarin sum ur, en þá hefir verið tekin upp nýbreytni við framkvæmd mót- anna, er hefir mælzt mjög vel fyrir, svo sem kunnugt er. Á héraðsmótunum í sumar munu forustumenn Sjálfstæðis- flokksins flytja ræður að venju og auk þess mun sérstakur full- trúi ungu kynslóðarinnar tala á hverju móti. sonar leikur fyrir dansi og koma söngvarar hljómsveitarinnar þar að sjálfsögðu fram. Héraðsmótin verða að jafnaði þrjá daga í viku, föstudaga, laug ardaga og sunnudaga. Mótin vera á þeim stöðum sem hér seg- ir: Búðardal 5. júlí Arnarstapa, Mýrum, 6. júlí Hellissandi 7. júlí Miðgarði, Skagaf. 13. júlí Víðihlið, V-Hún. 14. júlí Bíldudal 19. júlí Framhald á bls . 31. YNGSTA Kjarvals-myndin á sýningunni í Listamannaskál anum er mynd númer 21, sem heitir „Vorlitir". Eigandi myndarinnar er Geir Hall- grimsson, borgarstjóri, og í gær hittum við hann að máli og spjölluðum við hann um „Vorliti". — Þegar ég var beðinn að benda á einhverja fallega Kjarvals-mynd til sýningar- hér, sagði Geir, duttu mér strax í hug tvær myndir, sem ég hef daglega fyrir augun- um. Önnur er Bláskógaheiði, númer 12 hér á sýningunni, sem er í eigu Reykjavíkur- borgar og prýðir skrifstofu mína — hin er þessi hérna „Vorlitir“, sem ég á sjálfur. Kjarval málaði „Vorliti“ ár ið 1965, en eins og við sjá- um verða ekki greind á henni nein ellimörk hjá meistaran- um. Ég vissi af því, að Kjar- val var að vinna að einutn þremur myndur eftir sama mótívi — litum vorsins — og fylgdist nokkuð með starfi hans. Þessar myndir urðu þó í sjálfu sér mjög ólíkar hver annarri, þegar lauk, og ég eignaðist þessa strax og Kjar- val lauk við hana. Eins og þið sjáið, eru lit- irnir í þessari mynd einstak- lega lifandi og fallegir. Ég held, að ég verði aldrei þreytt ur af að horfa á hana, því raunverulega breytist mynd- in eftir því, hvernig birtan fellur á hana — en nýtur sín þó alltaf jafn vel. Það er eins og öll vornáttúran sé í þess- ari einu mynd . (Ljósm.: Mbl. Ól. K. M.) Geir HaHgrímsson við myn d sína „Vorlitir" Skemmtiatriði verða fjölbreytt. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar mun leika og annast ýms skemmtiatriði. Hljómsveitina skipa Ragnar Bjarnason, Grettir Björnsson, Árni Scheving, Jón Páll Bjarnason og Árni Elfar. Söngvarar með hljómsveitinni eru Erla Traustadóttir og Ragnar Bjarnason. Þá munu hinir þekktu leikarar Róbert Arnfinns son og Rúrik Haraldsson flytja þætti og gamanmál af ýmsu tagi. Ennfremur verða spurninga- þættir, sem fram fara með þátt- töku gesta á héraðsmótunum. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Ragnars Bjarna- Autt n götum i gærkvöldi SJÓNVARPS- og útvarpsþáttur- inn 1 gænkvöldi, þar sem forseta- efnin bæði svöruðu spurningum fréttaimanna, var greinilega beð- ið með mikilli eftirvæntingu. — Logreglan tjáði Morgunblaðinu, að allar götur borgarinnar hefðu tæanzt, bæði af bílum og gang- andi vegfarendum meðan þáttur- inn stóð yfir. Sagði varðstjórinn, að umferðin hefði verið líkust því sem er klukkan þrjú að nóttu. Fyrsti kosningafundurinn í Laugardalshöll í næstu viku — með „Ungu fólki64 í Háskólabíói í kvöld FYRSTI kosningafundur, sem haldinn er í Laugardalshöllinni, verður fimmtudagskvöldið í næstu viku, en þá efna stuðn- ingsmenn dr. Gunnars Thorodd- sens til almenns fundar þar. Frá þessu er skýrt í fréttatilkynn- ingu, sem Morgunblaðinu barst í gær, en þar er ennfremur skýrt frá fundi ungra stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens í Háskóla- bíói í kvöld, og segir í fréttatil- kynningunni, að hér sé um að ræða fyrstu kosningasamkomuna hér á landi, sem eingöngu er ætluð ungu fólki. Fréttatilkynn- ingin fer hér á eftir: Ungir stuðningsmenn Gunnars Thoroddsens efna til kosninga- samkomu í Háskólabíói kl. 20.30 í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn hér á landi, sem unngt fólk efn- ir til kosningasamkomu fyrir ungt fólk eingöngu. Dagskrá samkomunnar er mjög fjölbreytt, en í fundarlok mun Gunnar Thoroddsen flytja ávarp. Fimmtudagskvöld i næstu viku, 27. júní, efna stuðnings- menn Gunnars Thoroddsens síð- an til almenns kosningafundar í stærsta samkomuhúsi landsins, íþróttahöllinni í Laugardal. Aldrei áður hefur verið haldinn kosningafundur í þessu veglega húsi. Á fundinum verða flutt stutt ávörp, en síðan mun forsetaefn- ið, Gunnar Thoroddsen, ávarpa fundargesti. Fleedwood-togori í londhelgi VARÐSKIPIÐ Þór kom í gær- morgun að brezka togaranum Loch Melfort FD-228 frá Fleet- wood, þar sem hann var að meintum ólöglegum veiðum 1 Lónsbugt úti fyrir Suðaustur- landi. Mældist togarinn 2,7 sjó- mílur fyrir innan fiskveiðilögsög Varðskipið var í gærdag á leið til Austfjarða með togarann, en ekki hafði verið ákveðið til hvaða hafnar yrði farið og mál brezka togarans tekið fyrir. Skipherra á Þór er Bjarni Helgason. Veiöi í Stóru-Laxá hefj- ist ekki fyrr en 5. júlí Ágreiningur risinn upp í Veiðifélagi Ár- nesinga, þar sem stjórnin virti ekki meirihlutasamþykkt aðalfundarins STJÓRN Stóru-Laxárdeildar Veiðifélags Árnesinga hefur ákveðið að stangveiði skuli ekki hefjast í ánni fyrr en 5. júlí n.k. samkvæmt aðalfundarsamþykkt. Áður hafði stjórn Veiðifélags Árnesinga samþykkt að veiðar skyldu hefjast á venjulegum tíma, enda þótt aðalfundurinn hefði samþykkt hið gagnstæða. Morgunblaðinu barst bréf, sem Framlh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.