Morgunblaðið - 19.07.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.07.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1968 19 i Margar orsakir fyrir kali — Rœtt við dr. Björn Sigurbjörnsson og dr. Maurice Fried, — framkvœmdastjóra og forstjóra hjá FAO í Vín Dr. Björn Signrbjömsson, framkvæmdastjóri sameigin- legrar deildar FAO og Al- þjóða kjarorkustofnunarinn- ar er staddur hér á landi um þessar mundir. í gær var einnig staddur hér forstjóri sömu deildar, dr. Maurice Fri ed, jarðvegsfræðingur og var hann á leið til Bandaríkjanna í sumarfrí, en kom hér við til þess að hitta dr. Bjöm, sem gegna mun störfum hans á meðan. Við hittum þá félaga í gær og spjölluðum við þá um stund. Þeir félagar sögðu mark- mið deildarinnar vera rann- sóknir um notkun kjarnorku í landbúnaði og matvælafram leiðslu og vinna á þeirra veg um um 50 manns, þar af 30 vísindamenn. Hefur deildin umsjón með rannsóknum í um 120 löndum m.a. rannsókn um, er framkvæmdar eru í húsi Fiskifélagsins við Skúla götu, en þar er unnið að geislun á sjávarafurðum. Við spurðum þá félaga, hvers vegna ísland hefði orð- ið fyrir valinu, í sambandi við þessar tilraunir. þeir kváðu aðbtöðu alla hér hina ákjósanlegustu, Mestallur út flutningur landsins væri fisk afurðir og þær dreifðust víða um lönd. Einnig hefði fjöldi vísindamanna á þessu sviði ráðið miklu og geta þeirra til slíkra framkvæmda. Dr. Fried er jarðvegsfræð- ingur. Við spurðum hann því um kalið, sem svo mjög hefur herjað fsland á liðnum vetri. Dr. Fred sagði það vera erf- itt og ógjörlegt að dæma um, en svo mismunandi og margir þættir gaetu haft þar hvetj- andi áhrif að rannsóknir þyrfti við sérhverjar aðstæð- ur. Tegund og afbrigði plantn anna væri mismunandi, áburð ur, dreifingaraðferð áburðar og vinnsluaðferðir við hann. Allt gætu þetta verið atriði, sem skiptu máli og rannsaka þyrfti það í smáatriðum, Erf- itt væri þess vegna að notast við upplýsingar frá öðrum löndum, sem ættu við svipuð vandamál að etja. Þá spurðum við dr. Bjöm um starf hans í Vín. Hann sagði: — Ég var áður fram- kvæmdastjóri fyrir undirdeild er rannsakar og gerir tilraun ir með jurtakynbætur. Ég mun að vísu halda áfram því verki næstu 2 árin, en sem framkvæmdastjóri þessarar sameiginlegu deildar vinn ég mest með dr. Fried. Þessi deild greinist síðan í 6 undir deildir og rannsóknarstofur. Undirdeildir þessar starfa að' jurtakynbótum, erfðafræðileg um athugunum, jarðvegsfræði Mfeðlisfræði húsdýra, fóðrun og heilbrigði, skordýrafræði í sambandi við útrýmingu skaðlegra snýkjudýra. vernd un matvæla og ranmsóknir á áhrifum geislavirkni á hvers konar matvæli og nytjadýr. Þeir félagar sögðu okkur að t.d. hefði sérstök aðferð við útrýmingu skaðlegra skor dýra gefizt vel. Hún væri í því fólgin að vana mikinn aragrúa dýranna með geislun og væri þeim síðan sleppt á landsvæði, þar sem dýr þessi gera mikinn usla. Umhverfið mettast af tegundinni og þar ssm vönuðu dýrin tímgast ekki deyr tegundin smám sam an út. Sé nefnt dæmi er unnt að hugsa sér landssvæði mefí kM HialSiu - ' - 8 Dr. Bjöm Sigurbjömsson Sv. Þorm. einni milljón skaðlegra skor- kvikinda. Við þessa aðferð er þá t.d. sleppt 10 sinni fleiri vönuðum einstaklingum og þegar þessi kynslóð deyr hefur fjöldi einstaklinganna minnkað um 90%. Sé þetta framkvæmt þrisvar til fjórum sinnum má algjörlega útrýma tegundinni. Með þessari að- ferð hefur þegar verið út- rýmt skaðvöldum er leggjast á nautgripi og ávaxtaekrur í Bandaríkjunum og Mið-Amer íku. Rannsóknir fara nú fram á því hvort heppilegt sé að beita þessari aðlferð gegn mos kito-flugunni og tse-tse-flu:g- unni, er orsakar svefnsýki víða um heim. Einnig gæti 'þetta verið lausn á engi- sprettuplágum. í þessu sambandi sögðu þeir félagar að mikilvægt væri að rannsaka til hlítar, hverjar afleiðingar slík útrýminig gæti hatft. Við útrýmingu skað valdsins á ávaxtaplantekrun um og nautgripunum, sem áð- ur er nefnd, var lítil hætta á mikilli breytingu á jafnvægi í náttúrunni, þar eð báðir skaðvaldarnir voru inntfluttir ef svo má að orði komast. Einn mesti akkurinn í þessari aðferð væri sá að hún snert- ir engar aðrar tegundir, en sem ætlað er að útrýma. DDT hins vegar drepur milljónir af öðrum skorkvikindum, sem ef til vill eru mjög gagnleg. T.d. var einu sinni gerð til- raun til að eitra fyrir epla- fiðrildi, en við eitrunina drapst þá fjöldinn allur af öðrum kvikindum. Hér væru heldur engin eiturefni, sero gætu komizt til mannsins. Þeir dr. Björn og dr. Fried nefndu einnig athyglisverðar rannsóknir um áburðardreif- ingu. Með því að geisla áburð með ísótópum væri unnt að finna hvar hver einstök ! og dr. Maurice Fried. — Ljósm plöntutegund tæki bezt við næringu. ísótóparnir eru ým- ist látnir við rót, grafnir í jörðu eða látnir á yfirborð og síðan er mælt hve mikið af þeim fer inn í plöntuna. Má síðan mæla nákvæmlega magn ið, sem hún tekur til sín. Til raunir þessar hafa verið gerð ar á hrís maís og hveiti í S- Améríku, Asíu og Evrópu. í hitabeltinu er og ræktað mik ið af ýmis konar nytjatrjám, s.s. kakó-tré, kaffitré o.s.frv. og er í því tilfelli mjög erf- itt að finna, hvar bezt er að bera á. Næringarefnd, sem trjánum er gefið er þá merkt og má þá með mælingu kort- leggja allar rætur trjánna. Unnt er þá að sjá hvar bera á á og hvar ekki. Aðalstartf dr. Björnis að undantförnu hefur verið að kynbæta plöntur, hrís, hveiti og bygg. Við þær rannsókn- ir hefur aðallega verið notuð geislun til þess að framkvæma stökkbreytingar, mynda nýja einstaklinga, sem gefa meiri uppskeru, sterkari strá, skjót ari þroska og síðast en ekki sízt meiri eggjahvítuefni. Rannsóknir þessar hafa tek- izt mjög vel og eru nú fjöldi nýrra atfbrigða ræktað í stór um stíl í Asiíu og Ameríku. Að lokum sögðu þeir félag- ar að verið væri að rann- saka ýmsa dýrasjúkdóma, snýkjudýr, sem svipuð eru band'ormum. Lirfur ormsins eru geislaðar og unnið úr þeim bóluefni og er þetta eina aðferðin við að vinna bólu- efni gegn fjölda skaðvalda af þessari tegund. Dr. Fried fór utan í gær. Hann er skipaður af FAO sem forstjóri deildarinnar, en dr. Björn er skipaður af Alþjóða Kj ar norkustof nuninni. Góö frammlstaða fsl. á skákmóti stúdenta Ybbs, Austurríki, 18. júlí. Einkaskeyti til Morgunbl. í annari umferð Alþjóðaskák móts stúdenta í Ybbs í Austur- ríki unnu ísléndingar íra með 3:1 í þriðju umferð unnu þeir Dani með 3:1 og í fjórðu um- nir Svía með 3 l/2:l/2. Úrslit nir Svía með 3 1.2:1 2 Úrslit einstakra skáka urðu þessi: Önnur umferð: Guðmundur vann Koegh, Bragi gerði jafn- tefli við MacGrillen, Haukur gerði jafntefli við Roberts og Jón vann Gibson. Þriðja umferð: Guðmundur gerði jafntefli við Brinck Claus sen Bragi gerði jafntefli við Moe Haukur vann Fihl Jensen og Jón vann Kolbaek. Fjórða umferð: Guðmundur vann Dahl, Bragi gerði jafntefli við Holmstrand, Haukur vann Malmberg og Jón vann Lekand- ■er. Athugasemd í ÚTVARPSÞÆTTI Eggerts Jónssonar um atvinnumál hinn 16. júlí sl. skýrði ég frá heim- sókn í allmörg iðnfyrirtæki á Vestfjörðum og gerði nokkra grein fyrir ástandi iðnaðarins þar. Af gefnu tilefni skal þó upp lýst ,að umsögn mín um fjárhag Gleriðjunnar hf. á ísafirði var ekki byggð á upplýsingum frá forráðamönnum fyrirtækisins. Otto Schopka. fslenzka sveitin hefur þannig hlotið 11 vinninga í 16 skákum og tekur nú þátt í úrslitakeppn- inni, eins og að framan greinir, og teflir þar í A-riðli. - LANDSPROF Framhald af bls. 18 greinum, enda verði se^ar um það efni skýrar reglur. 4. Fundurinn telur, að könn- unarpróf hafi verið og séu þarf- legur undirbúningur undir nauð synlega samræmingu gagnfræða námsins og stöðlun gagnfræða- prófis í nokkrum undirstöðu- greinum. 5. Fundurinn mælir með því við fræðsluyfirvöld, að nemend- um á gagnfræðastigi verði gert sem greiðast að komast af einni námsleið á aðra. Bæjarstjórn Akureyrar bauð fundarmönnum og konum þeirra til kvöldverðar í Skíðahótelinu. Tóku þar á móti gestum Bjarni Einarsson, bæjarstjóri, og Bragi Sigurjónsson, forseti bæjar- stjórnar ásamt konum sinum. Jón R. Hjalmarsson þakkaði fyr- ir hönd gesta rausnarlegt boð og hlýjar mótttökur. Þá var far- ið í kynningar- og skemmtiferð um Svarfaðardal í boði fræðsiu- málastjóra. Þennan fund sóttu um 40 skóla stjórar gagnfræðastigsins auk fyrirlesara, starfsmanna fræðslu málaskrifstofunnar og gesta. UR FROSTI I FUNA Ný söngkona á Hótel Borg Ung stúlka úr Hafnacfirði. ensk að uppruna, T inda Christine Walker, mun syngja í sumar með hljómsveit Magnúsar Péturssonar á Hótel Borg. Hún hefur dvalið hér í tólf ár. eri móðir hennar er gift íslenzkum manni. Tók hún landspróf, og hefur lokið gagnfræðaprófi. Þetta er í fyrsta sinn, sem hún syngur opinberlega. Kvaðst hún hafa sungið í skólakór, og í kirkjukór, en aldrei ein síns liðs. Hún vinnur í frystihúsi í Hafn arfirði á daginn, en lengir 'unnu daginn með því að hjálpa hljóm- sveit Magnúsar á kvöldin við að stytta þeim stundir, er leita skjóls á Hótel Borg til að sinna skemmtistörfum. Magnús sagði að stúlkan hefði þróttmikla, djúpa alt rödd, og góða þekkmgu á eldii og yngri lögum, sem væri ekki al- gengt hjá svo ungu fólki. Hún hefði mikla tilfinningu fyrir tón- list, og var hann mjög bjart- sýnn á velgengni í sumars*arf- inu. Linda Christine Walker á Hútel Borg, Magnús Pétursson er við hljóðfærið. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.