Morgunblaðið - 19.07.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.07.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1968 13 Þota neydd til aö fljúga til Havana Kom við í New Orleans, en rœninginn hótaði að sprengja þofuna í loft upp Mimi, Florida, 17. júli AP Vopnaður maður ruddist í dag inn í stjórnklefa þotu frá flugtélag- inu National Airlines, skömmu eftir flugtak frá Houston í Tex- as í dag og skipaði flugstjóran- um að fijúga til Kúbu. Þotan kom við á leiðinni í New Orleans til að taka eldsneyti, en lög- reglumenn og starfsmenn alrikis lögreglunnar, FBI, gátu ekkert aðhafzt því að maðurinn hótaði að sprengja þotuna í loft upp. Þotan lenti á Jose Marti-flug- velli síðdegis í dag, og maður- inn sem rændi þotunni steig fyrstur út. Að sögn fréttaritara AP í Havana er hann Kúbumað- ur. í þotunni voru 57 farþegar og sjö manna áhöfn, og var einn farlþegi eða áhafnarmeðlimur borinn út úr flugvélinni á sjúkra börum. f Washington sagði tals- maður utanríkisráðuneytisins, að ástæða væri til að ætla, að þot- unni yrði fljótlega skilað ásamt farþegum og áhöfn. Flugstjórinn, Sid Oliver, til- kynnti fljótlega eftir flugtak frá Houston-flugvelli, að Kúbumað- ur hefði ruðzt inn 1 stjórnklef- ann með handsprengju í annarri hendi og skammbyssu í hinni. „Mér hefur verið skipað að fljúga til Kúbu,“ sagði hann. Glæpamaðurinn hélt kyrru fyr- ir í stjórnklefanum og hótaði að sprengja þotuna í loft upp ef ráðist yrði á hann. Talsmaður flugfélagsins sagði, að ekkert væri hægt að gera. Kvikmynd um „Fiðlnrann ó þnkinu“ Þetta er í níunda skipti á þessu ári, sem farþegaflugvél hefur verið rænt í Bandaríkjunum. Síð asta flugvélarránið var framið 12. júlí, þegar vopnaður maður, sem sagðist þjást af krabbameini reyndi að neyða fLugstjóra Delta flugvélar til að fljúga með sig til Kúbu, en flugstjóranum tókst að telja honum hughvarf og flug vélin lenti í Miami. Einu sinni áður hefur flugstjóri fengið flug vélarræningja til að fallast á að flugvélin tæki eldsneyti áður en hún héldi til Kúbu, en það var 1961 þegar tveir feðgar tóku stjórn farþegaflugvélar í sínar hendur. Þegar vélin lenti til að taka eldsneyti var lofti hleypt úr hjólbörðum vélarinnar og síð an tókst að ráða niðurlögum glæpamannanna. Þegar Oliver flugstjóri lenti á flugvellinum í New Orleans í dag skipaði flugvélarræninginn honum að staðnæmast á jaðri flugbrautarinnar og hótaði að sprengja þotuna í loft upp ef einhverjir aðrir en þeir sem fylltu tanka vélarinnar nálguð- ust hana. Þotan var af gerðinni Dc 8. Fasteignasalan Garðastræti 17 Símar 24617—15221. Til sölu tvlyft hiis með tveimur 3ja herb. íbúðum í Miðbæn- um í Kópavogi, girt og ræktuð lóð, bílskúrsréttur. Hentar vel sem einbýlishús með lítilsháttar breyt- ingu. Laust í ágúst. Árni Guðjónsson hrl., Þorstcinn Geirsson hdl., Helgi Ólafsson sölustj., kvöldsími 41230. Lausar stöður VIÐ RAUNVÍSINDASTOFNUN HÁSKÓLANS. Athygli skal vakin á aiuglýsingu menntamáilaráðuneyt- isins, dagsettri 25. júnd 1968, seim birtiist í Lögbirtingar- blaðinu 9. júlí 1968, þess efniis, að ráðgert er að veita á árinu 1968 nokkxar stöður tiO. 1—3 ára fyrir vísindialega menntaða starfsmenn við Raunvísindastofnun Háskólans á eftirtöldum sviðum: Stærðfræði, eðliiafræði, efnafræði eða jarðeðliisfræði. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rfkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi. Starfs- mennirnir verða ráðnir til rannsóknarstarfa, en þó skal, ef háskólaráð óskar, setja ákvæði um kennslu við háskód- ann í ráðningarsamning þeir.ra, enda verði greidd aúka- þó'kniun fyrir kennslustarfið. Umsóknir, ásamt greinargerð um menntun og vísinda- leg störf, skulu hafa borizt menntamálaráðuneytinu fyriir 1. ágúst 1968. ____________RAUNVÍSINDASTOFNUN HÁSKÓLANS. LÖGTAK Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengn- um úrskurði verða lögtökin látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Hækkunum á þungaskatti af dísilbifreiðum skv. lög- um nr. 7 frá 1968 (vegalögum), sem féllu í gjalddaga 1. júlí s.l., söluskatti 2. ársfjórðungs og nýálögðum við- bótum við söluskatt eldri tímabila, áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, almennum og sérstökum útflutnings- gjöldum, aflatryggingasjóðsgjöldum, svo og trygginga- iðgjöldum af skipshöfnum 1. og 2. ársfjórðungs 1968 ásamt skráningargjöldum. Borgarfógctacmbættið í Rcykjavk, 17. júlí 1968. TÖLT/RÖLT pósthólf 293 R. TÖLT / bölt er nýjung, leikfang, sem allir hafa beðið eftir. Stattu á körfunni, haltu í bandið og stígðu dans, röltu eða töltu. 1. Sendu kr. 20 í ónotuðum frí- merkjum. Þú færð um hæl eitt sett TÖLT/RÖLT með póst- kröfu, sem kostar kr. 60. 2. Sendu kr. 100, eins og pönt- unarseðillinn sýnir, og fáðu í kaupbæti smart vendi/kápu. Stærðir á kápunum eru 30-32-34-36-38. Klippið hér Utanáabrift: TÖLT/RÖLT, pósthólf 293, Reykjavík. □ Sendi hér með kr. 20 í ónotuðum frímerkjum, óska eftir einu setti TÖLT/RÖLT. □ Sendi hér með kr. 100 í ónotuðum frímerkjum, óska eftir tólf settum TÖLT/RÖLT og í baupbæti vendi/ Jcápu eitt stykki. NAFN: HEIMILISFANG. Krossið við það sem viið á. New York, 17. júlí AP Kvikmynd um söngleikinn vin sæla „Fiddler on the Roof“ mun verða framleidd og stjórnað af Norman Jewison. Er áformað að byrja kvikmyndatökuna 1970 og hefja sýningar á henni 1971. Söngleikur þessi var fyrst sýndur á sviði 1964 og síðan hafa um 5 millj. manns séð hann í Bandaríkjunum einum saman, en hann hefur einnig verið sýnd- ur í 17 öðrum löndum. Jewison stjórnaði töku verð- launamyndarinnar „In the Heat of the Night“ og stjórnar nú tölku myndarinnar „The Thomas Crown Affair“. Snitttappar og bakkar High speed borar Múrboltar Vélareimar-V-Fenner. TMPOULSENf Suðurlandsbraut 10, sími 38520 TJÖLD — TJÖLD Kaupið vönduð tjöld, tjöld sem þola islenzka veðráttu Þau fáið Jbið hjá okkur. Skoðið sjálf og dæmið TJÖLD alls konar tvílit og einlit. Fallegir litir. SVEFNPOKAR mjög vandaðir, margar VINDSÆNGUR margar gerðir. GASSUÐUÁHÖLD alls konar. gerðir. Picnic TÖSKUR 2ja, — 4ra og 6 manna. Sportfatnaður — ferðafatnaður í mjög fjölbreyttu úrvali. Viðleguútbúnaður alls konar, hvergi annað eins úrval. Allt aðeins úrvals vörur GEíSÍB H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.