Morgunblaðið - 20.07.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1968
-----^
15
Steingrímur Baldvins-
son að Nesi í Aðaldal
Kristín Jónsdóttir
Minning
„Hér við Laxár hörpuslátt
harmi er létt að gleyma.
Ég hej, finnst mér, aldrei átt
annarsstaðar heima“.
Undir bröttum vesturvanga
Hvammsheiðar, í skjóli hinna
undurfögru Neshvamma, við
hörpuslátt og seyðandi söng Lax
ár í Aðaldal, á þeim bletti í þessu
unaðsfagra umhverfi, þeim stað,
er honum var kærastur af öllu,
með veiðistöngina í hönd, leið-
beinandi aðkomumönnum, hné
hann hljóðlega að brjóstum móð-
urvoldar sinnar og sofnaði svefn
inum djúpa' og langa. Þarna
gekk Steingrímur í Nesi yfir
landamærin miklu er skilja úf
og dauða. Bóndinn í Nesi, skáld-
ið, snillingur stökunnar, kennar-
inn og karlmennið en ljúfling-
urinn þó, kvaddi lífið, sem hann
unni svo mjög, á þennan hljóð-
láta, höfðinglega og hátíðlega
hátt.
Steingrímur í Nesi sigraði
sjálfan sig í dauðanum.
„Ef að rétt með flugu fer
fimur stangarmaður,
Kirkjuhólmakvíslin er
kjörinn veiðistaður“.
Tæpt ár er liðið síðan við
Steingrímur sátum síðast saman
á bökkum Laxár við Kirkju-
hólmakvíslina, beint austur af
bænum Nesi. Atvikin höfðu hag-
að því þannig, að fundum okkar
bar nú sjaldnar saman vi ,,ána
eilífu". Við vorum sáttir við slík
forlög en söknuðum hvors ann-
ars þeim mun meira við nið ár-
innar. Allgóða stund sátum við
báðir hljóðir að loknum kveðj-
um hvors til annars. Söngur Lax-
ár leiddi hugi okkar saman, hægt
og hljóðlega með nærgætni og
þeirri viðkvæmni, er féll í stuðla
við umhverfið og undirleik ár-
innar. „Hvert mun sá straumur
halda? Hvað mun upptökunurn
valda?“ Svo rákum við slæður
minninganna upp úr gullkistum
liðinna áratuga. Og þarna var
hann enn, eins og fyrr, gefandinn
en ég þiggjandinn.
Steingrímur i Nesi elskaði
þennan stað, þessa náttúru og
þetta svið Laxár, frá Þvotta-
klöppinni og út á Skriðuflúð,
með Kirkjuhólmakvíslina mið-
svæðis. Hann tilbað, tignaði og
dáði þessa árbakka undir vanga
heiðarinnar. Og mundi hann
hafa kosið sér annað leiksvið
fremur en einmitt þetta til
kveðjustundar við lífið? Ég efa
það. Þarna var Steingrímur í
Nesi mestur höfðingi og höldur í
ríki sínu þótt hvarvetna væri
höfðingsbragur yfir för hans og
yfirbragði.
Og þarna lifði hann og dó.
„Þessum brekku brjóstum hjá
beztu gekk ég sporin,
þegar brá mér eintal á
albjört nótt á vorin“.
Steingrímur Baldvinsson,
bóndi í Nesi, er án efa eitt hið
mesta og bezta „náttúrubarn“,
náttúruskoðandi, náttúruunnandi
og náttúrunjótandi, sem ég hefi
nokkurntíma þekkt. Hann var
sannur aðdáandi lands og þjóð-
ar, íslendingur í húð og hár.
Stundum átti Steingrímur það
til að vera djúpur og dulur í
hugsun. En á næsta andartaki
varð hann opinn og auðlesinn í
orði, látbragði og athöfn. Hann
var höfðinglegur íslenzkur bóndi
og atþýðumaður í yfirhragði og
fasi.
Viðkvæmnin var óvenju rík í
skapgerð hans, hrifnæmin jafnan
viðbúin og þá ætíð túlkandi og
veitandi á sérkennilegan og eftir
minnilegan hátt. En hann var
líka mjög geðríkur og skaphöfn-
in skörp, þótt hann skipaði henni
fyrir á hinn prúðmannlegasta
hátt. Umfram allt unni hann vor-
inu, birtunni og gróandanum og
tók þennan munað fagnandi í
fang sér af barnslegri gleði og
með glóandi tilfinningum. Það
var því ekki að undra þótt hon-.
um væri tíðrætt um sporin sín
á bökkum Laxár, í brekkunum
í heiðarvanganum og í hvömm-
unum, við hraunjaðarinn og um
blómskrýddar eyjar og hólma ár-
innar. Þessi spor voru gengin í
birtu vors og sumars, birtu kær-
leika og lotningar. Og þá sáu hin
skyggnu augu hans silfraðan
lónbúann — laxinn — leita á
móti, straumi sterklega og stikla
flúðir, hylji og strengi með
sterkri þrá að settu marki.
„nafni þínu lengi, lengi
lýðir velja heiðurssess“.
Þannig kvaddi Steingrímur í
Nesi föður minn eftir nálega 40
ára náin kynni. Mér verða nú
þessi orð skáldsins í Nesi efst í
huga, þegar hann er allur >g
kveðjustundin kallar. Þau eru
honum sjálfum hérmeð helguð
í djúpri virðingu og þökk.
Steingrímur í Nesi var um ára-
bil kennari í dalnum sínum. Æsk
an kunni að meta hann og dáði
hann. Og það er til marks um
karlmennsku þessa viðkvæma
manns, að á vetrarkvöldi, á leið
sinni heim að Nesi frá kennslu
og önnum dagsins, sveik fönnin
undir fótum hans og hann féll í
hraungjá. Þaðan var honum ekki
bjargað fyrr en dægri síðar. En
Steingrímur í Nesi átti þann and
ans yl, sem órnaði lífi hans og
barg því þá frá bráðum bana.
Sálarró hans og andlegt afl gekk
þar til hólmgöngu við manninn
með ljáinn.
Steingrímur í Nesi var af eðli-
legum ástæðum oft kvaddur til
trúnaðarstarfa fyrir sveit sína
og sýslu. SUkir hæfileikamenn,
sem hann, eiga jafnan erilsama
ævi og á þá er oft kallað. Dag-
urinn verður þeim því oft á tíð-
um of stuttur, en önnin er þeim
hinsvegar jafnan kær.
Fimmtánda Heimsmeistaramót
stúdenta í skák fer fram 13.—29.
júlí í smábænum Ybbs á Dónár-
bökkum, nálægt Vínarborg í
Austurríki, svo sem kunnugt er
af fréttum.
Stúdentafélag Háskóla íslands
sendir sveit sex stúdenta á mót
i’ð í ágætri samvinnu og samráði
við Skáksamband íslands. Að
þessu sinni er sveitin talin ó-
venju sterk, en hún er skipuð
Guðmundi Sigurjónssyni á 1.
borði, Braga Kristjánssyni á 2.
borði, Hauk Angantýssyni á 3.
borði og Jóni Hálfdánarsyni á 4.
borði. Varamenn eru Björgvin
Víglundsson og Björn Theodórs-
son. Fyrirliði er Bragi Kristjáns
son.
Forsenda þess, að félagið gæti
sent þessa ungu og efnilegu
stúdenta á mót þetta, voru ríf-
legir styrkir frá ýmsum aðilum.
Reið háskólaráð á vaðið me'ð
mjög góðum undirtektum, en
sama varð uppi á teningunum
hjá menntamálaráðuneyti, borg-
arráði og skáksambandinu. Er
stúdentafélaginu bæði ljúft og
skylt að þakka þessum aðilum
lofsverð viðbrögð.
Stúdentaskáksveitin hefur í
hyggju að senda stutt skákbréf
til landsmanna, að svo miklu
leyti sem tími gefst til í þessari
miklu orrahrfð. Stúdentafélag-
inu hefur nú þegar borizt fyrsta
skákbréf, dagsett 15. júlí 1968.
Er það ritað af Birni Theodórs-
syni að þessu sinni og hljóðar
svo:
Allt hefur gengið að óskum,
þó að ferðalagið til Vínar væxi
erfitt, en það tók 18 tíma með
töfum. En tíminn í Vín var not-
aður til hvíldar. Hér í Ybbs bú-
Steingrímur í Nesi verður mér
jafnan hugstæður um flesta
menn fram. Hann var mér hinn
tryggi og góði vinur, sem aldrei
brást, þessháttar maður, sem
tók með nærgætni og skilningi á
málunum, þegar skoðanir okkar
fóru ekki einn og sama farveg.
En hann hélt fast og heiðarlega
við sannfærða skoðun sína.
Hann var hinn „fimi flugumað-
ur“, sem miðlaði mér óspart af
þeirri íþrótt sinni, list og þekk-
ingu. Hann var skáldið og hinn
þjóðkunni hagyrðingur, sem ætíð
var reiðubúinn að gefa af þeim
andans auði sínum og ljá mér
hollráð í meðferð málsins,
sem honum var í blóð borið )g
sem hann tilbað, tignaði og dáði
umfram flest. Hann var bóndinn
og húsbóndinn, sem ásamt sinni
ágætu eiginkonu opnaði dyr sín-
ar og heimili á gátt fyrir mér,
dálitlum hnokka, er hann tók á
kné sér og síðar með opnum örm
um, alúðlegu viðmóti, kærleika,
tryggð og vináttu.
Aðaldalur drúpir nú höfði.
Dalurinn fagri er fátækari í
dag en í gær.
Steingrímur í Nesi er dáinn.
Algóður Guð vaki yfir Nesi í
Aðaldal, yfir húsfreyjunni, frú
Sigríði Pétursdóttur, yfir böj-n-
um þeirra hjóna og ættmennum
öllum.
„— nafni þínu lengi, lengi,
lýðir velja heiðurssess. —"
um við í nýju húsi, sem mun
eiga að nota fyrir elliheimili.
Ybbs er um 5 þúsund manna
bær, og að auki eru hér 2 þús-
und geðveikissjúklingar á grfðar
Stórum „Kleppi". Teflt er í nýju
húsi, sem er mjög vistlegt og
nefnist Stadthalle, og mun rétt-
ast að stíla póst til okkar þangað,
ef þörf er á þ.e. Stadthalle, Ybbs
a.d. Donau.
A laugardag var dregið í riðla,
og er skipting hér á eftir:
I forriðli 1 eru 1. Rúmenía, 2.
Rússland, 3. ísrael, 4. Italía og 5.
Brasilía. í fyrstu umferð Vann
Rússland Brasilíu 3 1/2 — 1/2 og
ísrael ítalíu 4-0, en Rúmenía sat
yfir.
í forriðli 2 eru 1. Frakkland,
2. Skotland, 3. Búlgaría, 4. Aust-
urríki og 5. Vestur-Þýzkaland. I
fyrstu umferð vann Vestur-
Þýzkaland vSkotland 3-1 og Búl-
garía Austurriki 3-0 (biðskák
ólokið), en Frakkland sat yfir.
í forriðli 3 eru 1. Austur-
Þýzkaland, 2. Sviss, 3. Finnland,
4. Júgóslavía og 5. Belgía. I
fyrstu umferð vann Sviss Belgíu
4-0 og Júgóslavía Finnland 2 1/2-
1/2, en Austur-Þýzkaland sat
yfir.
í forriðli 4 eru 1. Danmörk, 2.
Svíþjóð, 3. ísland, 4. England og
5. írland. I fyrstu umferð vann
England ísland 2 1/2-1 1/2, Sví-
þjóð og írland gerðu jafntefli
2-2, en Danmörk sat yfir.
í forriðli 5 eru 1. Noregur, 2.
Tékkóslóvakía, 3. Grikkland, 4.
HoIIand og 5. Bandaríkin. í
fyrstu umferð vann Grikkland
Holland 3-1, Tékkóslóvakía og
Bandaríkin skildu jöfn 2-2, en
Noregur sat yfir.
Eins og fram kemur, erum við
KYNSLÓÐIR koma, kynslóðir
fara- Þetta er saga lífsins og lög-
mál, sem allír verða að lúta. f
dag er borin til hinztu hvílu frú
Kristín Jónsdóttir, Grettisgötu
31, hún andaðist í Borgarsjúkra-
húsinu 11. þ. m.
Kristín var fædd að Mosfelli
í Mosfellssveit 18. júlí 1890, for-
eldrar hennar voru hjónin Jón
Jóhannesson frá Suður-Reykjum
og Guðrún Eggertsdóttir frá
Amsterdam. Þau bjuggu 3 ár á
Mosfelli milli presta; en fluttust
þaðan að Brmgum og þaðan upp
í Kjós, fyrst að Morastöðum, en
lengst bjuggu þau að Laxárnesi
þar til Ingvar sonur þeirra tók
við búi.
Kristín ólst upp við svipuð
kjör og ungar stúlkur í þá daga,
lærði að koma ull í fat og mjólk
í mat, en auk þess fór hún til
Reykjavíkur og lærði fatasaum.
Þótti það góð menntun í þá daga.
Árið 1915, þann 16. október,
giftist hún Guðjóni Jónssyni, tré
smíðameistara, miklum ágætis-
manni. Skömmu seinna keyptu
þau hús við Grettisgötu 31 og
bjuggu þar alla tíð og flest börn
þeirra. Þau eignuðust 6 börn, eru
4 þeirra á lífi, manndóms- og
dugnaðarfólk, þau eru Guðný,
gift Hákoni Þorkelssyni verk-
stjóra; Jón, brunavörður, kvænt
ur Guðrúnu Karlsdóttur; Kol-
beinn, garðyrkjumaður, kvæntur
Sigríði Sigurðardóttur, og Jó-
hanna, gift Þorkeli Þorkelssyni,
forstjóra. Sigurgeir, bifvélavirki,
lézt fyrir nokkrum ánum, kvænt
ur Ólínu Steinsdóttur, og stúlku
misstu þau á fyrsta ári. Auk
þess ólu þau upp Aðalheiði Ól-
afsdóttur, systurdóttur Kristín-
ar. —
Heimili þeirra Kristínar og
Guðjóns var alltaf mannmargt
og mikill gestagangur. Þau voru
bæði gestrisin og vildu hvers
manns vanda leysa. Aldrei voru
þau glaðari en þegar svo var
mannmargt að þau urðu að láta
eitthvað af gestunum sem oft
var utanbæjarfólk sofa á gólf-
í riðli með Dönum, Englending-
um, Svíum og írum. Danir og
Englendingar eru með mjög
sterkar sveitir, og eru þeir ai-
mennt álitnir sigurstranglegastir
í riðlinum. Því má skjóta hér
inn, að Englendingar höfnuðu í
3. sæti á síðasta heimsmeistara-
móti ,en Danir í 9.
Tvær efstu sveitir úr hverj-
um riðli fara í A-úrslit, tvær
næstu í B-úrslit og neðstu sveit-
in í C-úrslit. Þannig verða tíu
sveitir í A- og B-úrslitum, og
er tefld einföld umferð, en í C-
úrslitum verða fimm sveitir og,
tvöföld umferð tefld.
í fyrstu umferð tefldum við
við Englendinga. Keppnin var
mjög jöfn og tvísýn og gátu úr-
slitin um tíma allt eins orðið
okkur í hag. Úrslit á einstök-
um borðum urðu þessi:
1. borð: Guðm. — Harston%-I4
2. borð: Keene — Bragi %-Vá
3. borð: Haukur — Whitel. V2-V2
4. borð: Wright — Björgvin 1-0
Úrslit urðu þannig Englending
um vil vil, 2%—1V2.
Guðmundur fékk betra tafl á
móti Hartson, en lenti í tkna-
hraki og lék gróflega af sér.
Skákin fór í bið, og voru allar lí-k
ur á, að Guðmundur tapaði, en
Harston reiknaði ekki með bið-
leik Guðmundar og fann ekki
bezta framhaldið, og hélt Guð-
mundur örugglega jafntefli.
Bragi fékk snemma erfiða
stöðu gegn Keene. Fór skákin í
bið, og tókst Braga að halda
jafntefli.
Haukur náði heldur betra
gegn Whiteley. Lenti Haukur í
tímahraki, og kom sama staða
upp þrisvar ,og krafðist White-
ley jafnteflis. En hæpið er, að
hægt hefði verið að vinna skák-
ina þá.
inu, sérstaklega voru þau sam-
bent um að hlúa að lítilmagn-
anum og þeim sem voru skugga-
megin í lífinu. — Guðjón and-
aðist 1. janúar 1961.
Við Kristín erum bræðradæt-
ur og höfum þekkzt og verið
vinir frá því ég man fyrst eftir
mér. Heimili hennar var mitt
annað heimili og fjölskyldu minn
ar, ekki sízt meðan ég bjó í
sveit. Við hjónin töldum Krist-
ínu og Guðjón meðal okkar
beztu vina og þótti vænt um
þau. Kristín frænka mín var mér
sem bezta systir sem ég sakna
mikið. Nú á kveðjustund þakka
ég henni fyrir allt sem hún
gerði fyrir mig og bið henni
góðrár heimferðar yfir móðuna
miklu. Kristín verður jarðsett á
Lágafelli, þar sem foreldrar
hennar hvíla. Aska Guðjóns,
manns hennar, verður jarðsett
um leið; það var hans hinzta
ósk að vera jarðsettur með konu
sinni.
Far þú í friði, friður guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og
allt. Guð blessi ykkur bæði.
Guðlaug Narfadóttir.
Björgvin lenti í erfiðleikum á
móti Wright. Tókst honum ekki
að yfirstíga þá og tapaði.
í dag, mánudaginn 15. júlí,
teflir íslenzka sveitin við Ira, en
síðan við Dani þriðjudaginn 16.
júlí og Svía miðvikudaginn 17.
júlí. Jón teflir á 4. borði við íra
og er það eina breytingin.
Öllum líður vel og biðja fyrir
kveðjur.
Björn Theódórsson.
P.S. Meðfylgjandi er skák
Hauks gegn Whiteley, en Hauk-
ur var reiður sjálfum sér fyrir
að láta Englendinginn sleppa
með jafntefli.
Hvitt: Haukur Angantýsson.
Svart: Whiteley.
Frönsk vörn.
1. e4 e6
2. d4 d5
3. Rd2 c5
4. exd5 exd5
5. Bb5 Rc6
6. De2 Be7
7. dxc5 Rf6
8. Rb3 0—0
9. Be3 He8
10. 0—0—0 a6
11. Ba4 Bd7
12. Rf3 Ra5
13. BxBd7 RxRb3f
14. axRb3 DxBd7
15. Dd3 Ha c8
16. Hh-el Bxc5
17. BxBc5 HxHel
18. HxHel HxBc5
19. De3 Hc8
20. h3 hfi
21. Rd4 He8
22. Dd2 He4
23. HxHe4 Rxlle4
24. Df4 Dd6?
25. DxD RxD
26. Kd2 g6
27. Re2 Kg7
28. Rf4 Kf6
29. Rxd5f Ke5
Framhald á bls. 17
Jakob V. Hafstein.
Stúdentaskákbréf