Morgunblaðið - 20.07.1968, Síða 24
LAUGARDAGUR 20. JULÍ 1968
H-umferðin:
Slysatala lægri í þétt-
býli en búast máttl við
— f strjálbýli er um óbreyft ástand að rœða
FRAMKVÆMDANEFND hægri
umferðar hefur fengið tilkynn-
ingar úr Iögsagnarumdæmum
Iandsins um umferðarslys, sem
lögreglumenn hafa gert skýrslur
um og þar urðu í sjöundu viku
hægri umferðar. I þeirri viku
urðu 52 slík umferðarslys á veg
um í þéttbýli, en 15 á vegum í
dreifbýli eða alls 671 umferðar-
slys á landinu öllu. Þar af urðu
33 í Reykjavík.
Samkvæmt reynslu frá 1966
og 1967 eru 90% líkur á því, að
slysatala í þéttbýli sé milli 58
og 92, en í dreifbýli milli 10
og 32, ef ástand umferðarmála
helst óbreytt. Slík mörk eru
Blla sprottið
i Vopnafirði
Vopnafirði, 19. júlí.
HÉR er ekkert gras og því til
litils að brýna Ijáinn. Margir
bændur búast ekki við að hefja
slátt fyrr en I ágúst og eru því
búskaparhorfur heldur ískyggi-
legar hér um slóðir. Reynt mun
að nýta eyðijarðir, sé þar eitt-
hvert gras.
Síldarverksmiðjan hér er til-
búin til þess að taka við síld
til bræðslu og fyrsta tunnuskip
ið er hér í dag. Hrefnubátur
kom inn í gær með 2 hrefnur, en
hákarlaveiðin hefur gengið fá-
dæma illa í sumar. Veiðzt hafa
alls 15 hákarlar, en það er aðeins
í hluti þess, er veiðzt hafði í
fyrra. Hér er nú ágætt veður,
en helzt til of þurrt.
— Ragnar.
kölluð vikmörk, eða nánar til-
tekið 90% vikmörk, ef mörkin
eru miðuð við 90% líkur. Slysa-
tala í þéttbýli var því lægri
en búast mátti við, en slysatala
í dreifbýli var á þann veg sem
búast mátti við að óbreyttu á-
standi umferðarmála.
Af fyrrgreindum umferðarslys
um urðu 22 á vegamótum í þétt
býli. Vikmörk fyrir þess hátt-
ar slys eru 13 og 32. Á vegum
í dreifbýli urðu 4 umferðarslys
Framhald á bls. 23
Menntamálaráðherrarnir í morgun. Frá vinstri: Gylfi Þ. Gíslason, Helge Larsen (Danmörk),
Kjell Bondevik (Noregi), Sven Moberg (Svíþjóð) og Heikki Hosia, ráðuneytisstjóri og fyrr-
verandi menntamálaráðherra Finnlands.
Fundi menntamálaráðherra Norðurlandanna lokið:
Mikill áhugi á norrænni eldfjalla
rannsdknarstðð á Islandi
— Rœtt um aðgang íslenzkra námsmanna að menntastotnunum
í húsagerðarlist á hinum Norðurlöndunum — Stefna dönsku
ríkisstjórnarinnar í handritamálinu óbreytt — segir Helge
Larsen, hinn nýi menntamálaráðherra Dana
urlöndunum til þess að fjalla
um það.
Menntamálaráðherra sagði að
mál þetta hefði verið í athugun
og lægju niðurstöður enn ekki
fyrir en þó virtist e.t.v. nauðsyn
á að endurskipuleggja það rann
Framhald á bls. 23
FUNDI menntamálaráð-
herra Norðurlandanna, sem
staðið hefur í Reykjavík, Iauk
í gær og munu ráðherrarnir
halda heim á morgun. Á
fundi, sem ráðherrarnir héldu
með blaðamönnum í gær.
sagði menntamálaráðherra
Danmerkur, Helge Larsen, að
stefna dönsku ríkisstjórnar-
Síldin siglir inn um hafnarmynnið í Reykjavik, fullfermd af síldarmiðunum fyrir austan. I
(Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.K
Fyrsta síldin til
Reykjavíkur í gær
— Síldin kom drekkhlaðin
af miðunum við Bjarnarey
Fyrsta síldin á vertíðinni
er komin til Reykjavikur. Um
fimmleytið í gær sigldi Síldin
drekkhlaðin síld af miðunum
við Bjarnarey inn á höfnina,
og við náðum í Guðna Jóns-
son, skipstjóra og ræddum
stuttlega við hann. Hann
sagði, að þeir væru með 3100
tonn og skipið þar með fullt.
„Og hvar fylltuð þið hana?“
„Það var norðaustur af
Bjarnarey, eða 77 gráður norð
ur og 10 austur, ef þú villt
vita það nákvæmlega. Það er
1100 mílna sigling frá Reykja
vík, svo að þetta er enginn
smá spotti. Við yorum tvo
daga að fylla okkur, en þurft
um að bfða í einn sólarhring
eftir að Haförninn fyllti sig.
Við lögðum af stað á sunnu-
daginn."
„Og hvernig gekk ferðin?"
„Hún gekk vel, indælis veð
ur allan tímann. Að vísu var
ís á leiðinni, 30 mílur út af
Jan Mayen og við þurftum
því að taka krók þar. Og svo
lentum við i ís hjá Grímsey,
og töfðumst aðeins. Ratsjáin
var biluð og smá þoka, svo
að vi‘ð urðum að þræða hægt
Framhald á bls. 23
innar í handritamálinu væri
óbreytt.
Menntamálaráðherra, Gylfi
Þ. Gíslason skýrði frá helztu
verkefnum fundarins og sagði
m.a. að rætt hefði verið um
norræna eldfjallarannsóknar
stöð á íslandi. Sagði ráðherr-
ann að áhugi á því máli væri | |Í||§
ekki aðeins mikill af hálfu
íslands heldur hefði komið
fram mikill áhugi hjá hintim
ráðherrunum á þessu máli.
Mundi verða skipuð nefnd
sérfræðinga frá öllum Norð-
-----------------I Jónas Jónsson frá Hriflu.
Jónas Jónsson
frá Hriflu látinn
JÓNAS Jónsson frá Hriflu, fyrr
um dóms- og menntamálaráð-
herra lézt að heimili sínu í
gærkvöldi. Hann hafði búið við
góða heilsu, þar til fyrir tyeim
ur dögum, er hann veiktist
skyndilega. Jónas var 83 ára
gamall.
Jónas Jónsson fæddist 1. maí
árið 1885 í Hriflu í Ljósavatns
hreppi í Suður-Þingeyjarsýslu.
Foreldrar hans voru Jón bóndi
Kristjánsson og kona han,s Rann
veig Jónsdóttir. Jónas lauk gagn
fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla
Akureyrar 1905 og stundaði síð
an framhaldsnám í Askov,
Kaupmannahöfn, Berlín, Oxford,
London og París á árunum 1906
til ’09. Á árunum 1907 til ’08
stundaði hann nám við Kenn-
araháskólann í Kaupmannahöfn
og gerðist kennari við ungling
skólann á Ljósavatni árið efti
Kennari við Kennaraskóian
var hann í 9 ár unz hann vai
skólastjóri Samvinnuskólans v:
stofnun hans 1918. Gegndi han
því starfi til 1927 og aftur síða
frá 1932 til ’55.
Jónas Jónsson var landskjöi
inn þingpnaður 1922 til 1933 o
þingmaður Suður-Þingeying
frá 1934 til 1949. Dóms- o
menntamálaráðiherra var han
frá 1927 til 1931 og ‘31 til ‘31
Hann var atkvæðamikill stjóm
máiamaður, átti sæti í fjöld
nefnda og var formaður Fram
sóknarflokksins frá 1934 t:
1944. Jónas reit mikið, blaða
greinar einkum í Tímann o
bækur. Kona hans Guðrú
'Stefánsdóttir lézt árið 1963.