Morgunblaðið - 27.07.1968, Page 3

Morgunblaðið - 27.07.1968, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1968 3 I»ESS var getið í Mbl. í gær, að þrír íslenzkir læknar, Bjarni Bjarn.a.son, Hiauknr Jónmsson og Tómas Jónasson, hefðu setið al- þjóðlegt læknaþing í Prag. Mbl. hefur leitað fréttia af ráðlstefn- unum, sem vonu tvær, og fer við tal við þá þremenninga hér á eftir: Hér er um að ræða tvö þing og stóðu þau yfir frá 5 til 13. júlí. Hið fyrra fjallaði um spegl- unaraðferðir og myndatökur í maga og þörmum, en hið síðara um magasjúkdóma. Alls sóttu þessar ráðstefn.ur um 2000 lækn- ar og lofuðu þeir félagar Tékka fyrir góðar móttökur og sögðu, að reynt hefði verið af þeirra hálfu að gera þingið eins vel heppnað og frekast hefði verið unnt. Þingin tvö voru í beinu framhaldi hvort af öðru. Hið fyrra stóð í 2 daga, en hið síð- ara í 6. Fyrra þingið, sem fjallaði um speglun og myndatöku í melting arfærum hafði mjög mikla þýð- ingu að áliti þeirra félaga. Þeir höfðu allir lagt stund á slikar rannsóknir í um tveggja ára skeið, en tækjaútbúnaður, sem notaður er við slíkar rannsóknir er japönsk uppfinning frá 1951, Frá þinginu í Prag. Á þriðja borði lengst til vinistri sitja Tómas Jónasson og Bjarni Bjarnaison, Þing meltingarsérfrœðinga í Prag: Ný speglunartækni gerir upp- götvun magakrabba mögulega —Bjarni Bjarnason, Haukur Jónasson og Tómas Jónasson segja frá þinginu sem verið hefur í mjög önri þró- un æ síðan. Tækin hafa nú náð þeirri fullkomnun að unnt er jafnt að taka myndir innvortis blindandi og með speglun. Voru sérfræðingar frá Japan í með- ferð slíkra tækja í Prag og héldu fyrirlestra. Aðferð þessi er mjög mikil- væg, t.d. við rannsóknir á maga- krabba, en á þeim sjúkdómi er þriðja mesta tíðni hérlendis í heiminum — aðeins Japan og Chile hafa hærri tíðni. Tæki þessi eru notuð samhliða rönt- gentækjum og frumrannsóknum. Unnt er að taka litmyndir með tækjunum og sjá á þahn hátt mun betur en á svarthvítum myndum gerð og ástand maga- slímhúðarinnar. Pípan, sem sett er niður í magann er mjög sveigjanleg, svo að unnt er að fara allt niður í galligöngin og rannsaka ástand þeirra og skeifu garnarinnar. Hér á landi eru til tvö slík tæki, annað til þess að mynda með blindandi og hitt með speglunarútbúnaði. Eru tækin í eigu Krabbameinsfélags íslands og Landsspítalans. Sögðu þeir fé lagar, að mikil þörf væri fyrir nýjustu gerð slífcra tækja, en með þeim má einnig taka sýnis- horn af slímhúðinni. Áður voru notuð tæki með stífröri, sem var ósveigjanlegt með öllu. Hin nýju, sveigjanlegu tæki gera nú hins vegar kleift, að komast á þau svæði melting- arfæranna, sem áður voru ó- sýnileg. Á þessum svæðum myndast einmitt 75% allra til- fella magakrabbameins — í enda þarmi og ristli, sem nú er .unnt að skoða. Tiltölulega fá tilfelli kraibbameins myndast hærra uppi. Hið sama er að segja um vélindarannsóknir. Þar koma þessi tæki að góðum notum bæði fyrir lækninn, auk þess sem þau eru ólíkt þægilegri fyrir sjúkl- inginn. Á þinginu, sem fjallaði um meltingarsjúkdóma var aðal’lega rætt um 14 sjúkdómsflokka. Þing þetta var miklum mun viðameira en hið fyrra og voru margir fundir í senn. Urðu því þeir félagar að skipta liði til þess að geta kynnt sér sem flesta sjúkdómsflokka. Fundir voru alls á 7 stöðum og aMs stað- ar kom fram hversu gifurlega mikla áherzl.u læknar leggja á að brabbamein í meltingarfær- um finnist strax á byrjunarstigi. Reynzt hefur erfitt að ifinma slíka meinsemd áður en sjúkl- ingurinn fær sjúkdómseinkenn- in, þa.r eð þeir finna ekki til fyrr en sjú'kdómurinn er kominn á það alvarlegt stig að erfitt er að ’bjarga lífi mannsins. Þessi nýja tækni, speglunartæknin, er því merkt spor í þá átt að geta rannsakað miagakrabbamein á byrjunarstigi. Bjarni Bjarnason læknir hóf í september síðast- liðnum rannsóknir á þessu og þeir Haukur og Tómas nokkru síðar og nú skiptast þeir á, eru einn dag hver í leitarstöð Krabbameinsfélags íslands við slí’kar rannsóknir. Á þinginu komu margar nýj- ar athyglisverðar kenningar fram um meltingarsjúkdóma. Þeir félagar sögðu það ómetan- lega reynslu að fá tækifæri til þess að heyra nýjar hugmyndir um eðli og orsakir stærstu sjúk- dómsflokkanna. Það sem einna helzt bar á góma voru truflan- ir á úrvinnslu garna, þ.e. þegar mel’tingarfærin missa., hæfileik- ann til þess að vinna úr fæð- unni, blæðandi ristilbóigiur Og einnig var mi'kið talað um lifirar sjúkdóma, briskirtilssjúkdóma gallblöðrusjúkdóma, maga- og skeifugarnasár. Einnig árangur og afléiðingar skurðaðgerða í maga. Kostur slíkra alþjóðaþinga er, að áliti þeirra félaga, að þar hitti menn kollega sína — fremstu menn á sínu sviði og geta rætt um sameiginleg vanda mál og miðlað hver öðnum af reynslu sinni. Alls voru þessir 2000 læknar, sem sóttu þingin í Prag, frá 47 þjóðlöndum. Kiwanisklúbbur færir R.K.Í. góða gjöf A FUNDI Kiwanisklúbbsins I eiga von á tveim nýjum sjúkra- Kötlu fyrir skömmu afhenti Her- bifreiðum mjög bráðlega, og mann Bridde, fyrir hönd Kötlu- væri önnur þeirra sérstaklega bræðra, formanni Reykjavíkur- útbúin fyrir erfiða flutninga. deildar Rauða Kross Islands I þrjár slímdælur af AMBU gerð til nota í sjúkrabifreiðum deildar innar. Dælum þessum, sem not- aðar eru í sérstökum slysatilvik um, verður komið fyrir í sjúkra- bifreiðunum. Hermann Bridde sagði við afhendingu dælanna, að Kötlubræður vonuðust til þess, að gjöf þessi mætti styrkja þjónustu þá, sem Rauði Kross- inn veitir borgarbúum. Framkvæmdastjóri Rauða Kross íslands lét þess getið við sama tækifæri, að Rauði Kross íslands mæti mikils þá miklu hjálp, sem deildir R.K.Í nytu frá ýmsum félagasamtökum, og vildi hann sérstaklega þakka Kiwanis bræðrumf yrir aðstoð við Blóð- söfnun R.K.Í að undanförnu. í lok fundarins tók til máls formaður Kötlu, Ásgeir Hjörleifs son, sem sagðist vona áð sam- starf Kötlubræðra við Rauða Krossinn mætti verða báðum fé- lögunum til gagns og ánægju. Fo-maður Rcykjavíkurdoildar * * , - S» 'JcT J Awf&'' t' ** ? R.K.Í. Óli J. Ólason. þi.kkaði f >»' i TjH| þe.ssa höfðinglegu gjöf. Hani * * agyLll ræddi nokkuð þjónustu R.K. lúf- |H — reiðanna hér í Reykjavík síðast- S ^ " liðin 40 ár, og þakkaði jafn-fel::,V framt þann skilning, sem Kiwan 1H§ isbræður hefðu sýnt starfi deild- Hermann Bridde (tv.j afhendir Óla J. Ólasyni, formanni Reykja arinnar um langt skeið. Hann víkurdeildar R.K.Í. gjöf Kiwanisklúbbsins Kötlu. Gjöfina á að sagðd Reykjavíkurdeild R.K.I. nota í sjúkrabifreiðum deildarin nar í Reykjavík. Dr. Voldimor J. Eylondspredikor •SÉRA Valdimar J. Eylands, dr. theol., prédikar við messu í Dómkirkjunmi kl. 11 á morgun. Sr Valdimar hefur lengi verið prestur meðal íslendinga vestan hafs, en lengst við Fyrstu Lút- hersku kirkjuna í Winnipeg. Á árunum 1947—48 gegndi hann prestsþjónustu í Útskálapresta- kalli á Suðurnesjum í skiptum við sr. Eirík Brynjólfsson. Séra Valdimar var forseti Hins evan- geliskílútherska kirkjufélags fs- lendinga í Vesturheimi um nokk urra ára skeið, og ritstjóri „Sam- einingarin-nar“, tímarits kirkju- félagsins í mörg ár. Hann hefur unnið mikið að þjóðræknismál- um og verið forseti Þjóðræknis- félags íslendinga í Vesturheimi og oft verið fulltrúi þeirra við hátíðahöld hér heima. Hann og frú Lilja, kona hans, eru þátttakendur í hópferð þeirri, sem Vestur-íslendingar efndu til í þessum mánuði og eru nú á förum vestur. STAKSTEIIVIAR Bréf um „friðarmdl“ Samtök nokkurra kommúnista kveima, sem kalla sig „Menn- ingar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna“, hafa sent frá séi* bréf- snifsi, sem slamþykkt var á „kvennaráðhtefnu Eystrasalts- vikunnair í Rostock", en þar voru m. a. koonur £rá fslandi. — Ástæða eí til að vekjia athygli á efni þessa bréfs og þá kannski fremur þvi sem efcki stendur * því. Þar stendur m. a.: „Við erum fcvíðafullar vegna þess, að í hjarta Elvrópu hefur enn ekki tekizt að slafca á spenn- unni og koma í veg fyrir hætt- uba á nýjum stríðsundirbúningi. Einifcaumboðskrafa og neyðar- ástandslög V-Þýzkalands svo og vöxtur nýnazískra afla í heimin- tam og séitstaklega í V-þýzka sambandslýðveldinu minna okk- ur á undirbúninginn að 2. heims- styrjöldinni ógleymlanlegu, siem leiddi þjáningar yfir þjóðir okk- ar“. Það má með sanni segja, að rík ástæða er til þess eða hitt þó helduor fyrtir konur þessiar að vera „kvíðafullar“ vegna „einka umboðskrafna“ og „neyðar- ástandslaga" í V-Þýzkalandi. En það er hvergi að sjá í brtéfsnifsi þessu, að konunúnistakonluimar séu „Kvíðafullar" vegna þess, sem er að gertast í „hjarta Evr- ópu“, þegiar Sovétríkim heita öll- um tiltækum ráðum til þess að kúga Tékkóslóvakíu til hlýðni. Það er ekki að sjá, að fconur þessair viti yfirleitt um þá at- burði, sem voru að gertast í Tékkóslóvakíu á sama tíma og þær sleiktu sótskinið á bað- ströndum Eystrasalts. Og það má heita býsna mikil ósvífni af kommúnistakonium þessum að tala um Eystrasalt, sem „friðar- ins h’af“ þótt ekki séu nema tveir áratugir síðan þar var framið eitt svívirðilegasta þjóð- armorð sögunnar í Eystlandi, Lettlandi og Litháen. En minni fcommúnistakvennannia nær lík- lega ekki svo langt, eða hvað? Og það má spyrja hvernig þært konur islenzkar eru innrættar, sem hafa geð í sér til þess að ræða á þennan veg um vanda- mál Evrtópu. En vissulega sýnir þetta bréf betur en listsýningar o. fl. hið sanna eðli þeirra sam- taka, sem kalla sig því metnaðar- fulla nafni „Menningar- og frið- arsamtök íslenzkriS kvenna“. r As. en ekki m. Það hefur vakið nokfcra at- hygli, að forustugrein koimmún- istablaðsins fyrir nokkrum dög- um, þar sem «eynt var að skýra á fræðilegum grundvelli deilur Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu, var ekki rituð af helzta stjórn- málaritstjórtR blaðsins, heldur biaðamanni, sem aðallega skrif- ar. um erlend málefni. Þetta þyk- ir mönnum mjög furðulegt. Enginn dregur í efa fræðilega þekkingu stjórnmáiaritstjóna fcommúnistablaðsins á Marxism- anum svo og túlkunum Leníns og Stalíns á honum en auk yfir- gripsmikillar fræðilegrair þekk- ingar á þessu sérstaka sviði hef- ur þessi maður sérstaklega góð- ar aðstæður til að meta viðburði í A-Evrtópulöndunum vegna Víð- tækra ferSalaga austan járm- tjalds. En á hverju ári leggur maðurinn land undir fót og heimsækir fleiri éða færlri komm únistairiki og skrifar gjarnan bækur um ferðir sínlsr, ekki sízt ef blóðug átök hafa orðið ný- lega í viðkomandi landi. Af ofan greindum ástæðum spyrja menn nú hvers vegna m. hafi ekki skriíað þessa þýðingarmiklu foir- ustugrein. Þorði hann það ekki, eða var hann ekki sammála þeirri afstöðu, sem í henni fólst, þótt hún væri rauniar mjög loð- in og takmörkuð? Fróðlegt værl að vita svarið, en þangað til það kemur spyrja menn: Hvers vegna Ás. en ekki m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.