Morgunblaðið - 27.07.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.07.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JULI 1968 Grafiö í kirkju heiiags Péturs á Varmá í GÖMLUM máldaga frá 1397, sem kenndur er við Vil- chin munk, segir, að kirkja heilags Péturs sé að Varmá í Mosfellssveit. Kirkjan var, eins og jörðin, eign Viðeyj- arklausturs, en hún hefur ekki verið rík að búnaði; átti krossa tvo, altarisklæði og kertisstiku, tvær bjöllur, alt- arisdúk, paxspjald og sacrari um munnlaug. Þessi kirkja virðist hafa verið lögð af um siðaskipti, því að engar heim ildir eru um hana eftir þau. Síðan gleymdist smátt og smátt hvar hún var, en í sum- ar hafa tveir ungir fornleifa- fræðingar, Sveinbjörn Rafns- son og Helgi Jónsson unnið að uppgreftri í rústum kirkj- unnar. Við fórum þangað um daginn og skoðuðum uppgröft inn, og inntum þá Helga um verkið. ,,Hreppsnefndin bað um að grafið yrði í hólinn þarna“, sagði Helgi og benti á hól nokkru austar arfavaxinn, „en þeir héldu að liirkjan væri þar. Hins vegar leizt mönnum illa á hólinn, enda eru gamlar fjárhúsrústir þar og töldu líklegra að kirkjan hefði verið hér. Það Var gjör- samlega gleymt ihvar kirkjan stóð, ekki einu sinni til munn mæli hér í sveitinni. Það var svo grafinn skurður í til- raunaskyni og þá fannst bein verið gerður af heittrúuðum manni. Það sem við höfum fundið hér, er allt frekar ókristilegir munir, t.d. fund- um við snældusnúð úr klé- bergi í dag, líklega frá mið- Norðurlönd, en þetta er sá efni, sem hér hefur fundizt. íslendingar drukku mikið af öli á þessum tíma og fluttu það inn frá Þýzkalandi, Eng- landi og yíðar. Kraninn var Séð yfir tóttina. Helgi Jónsson er nær og í þeim hluta tóttarinnar hafa þeir fundið merki um trégólf, sem liklega er úr kirkjunni. Sveinbjörn Rafnsson er hinum megin við vegginn, en snúðurinn fannst í þeim hluta tóttarinnar. Veggurinn er hafður til þess að auðveldara sé að átta sig á, hvað eigi saman. Snældusnúðurinn, sem fannst daginn sem við komum. Hann er gerður úr klébergi og er frá miðöldum . hnúta, sem Jón Steffenssen prófessor úrskurðaði manna- bein“. „Er hún það eina, sem’ bendir til, að hér hafi verið kirkja?“ „Já, ef hægt er að kalla það sönnun“, segir Svein- björn. „Við fundum að vísu sandstein með krossmarki, en það var ósköp ómerkilegur kross og hefúr alla vega ekki öldum. Kléberg finnst ekki á Íslandi, hins vegar í Noregi, Grænlandi og Orkneyjum. Við fundum einnig skemmtilegan hlut, rétt eftir að við byrjuðum uppgröftinn. Það var koparkrani, sem not- aður var á bjórtunnur, og er kraninn frá miðöldum. Þess- ir kranar eru eins konar sam norrænn menningararfur, því að þeir hafa fundizt um öll (Ljósm.: Ingimundur) eiginlega ekki í rústinni sjálfri, heldur fundum við hann stuttu eftir að við komum niður fyrir svörðinn“. „Og hafið þið fundið fleira?" . Þeir sögðust hafa fundið um 200 gripi ,að vísu væru margir þeirra lítt merkilegir, en munir samt, m.a. fyrnin öll af eirflögum og sýndu þeir okkur nokkrar.. Þær voru moldugar og litu út eins og einseyringar, sem orðið hafa undir valtara. „Við fundum líka rúðu og glerflöskur, og það eru nokk- uð merkilegir gripir“, sagði Helgi, „því að glerflöskur frá þessum tíma eru ekki til í eigu safnsins. „Og voru þær heilar?“ „Nei, nei, aðeins stútarnir eru heilir en einnig fundum við brot úr flöskubolnum. Vinnslan er mjög prímatív; þær eru blásnar og glerið mjög þunnt ,og þær líta út efns og ljósapera“, sagði Sveinbjörn, „rúðuglerið er líka prímatívt". „Þeir hafa ekki skorið það eins og nú heldur grófskorið og kvarnað úr því, til að fá rétta stærð“, bætir Helgi við. Þeir sögðu okkur, að þeir væru komnir niður á þriðja húsið, og þeir héldu að þeir væru núna að ná til kirkjunn ar. Meðal annars sýndu þeir okkur för og leifar eftir stokk. Töldu þeir líklegt, að ofan á hann hefði verið lagt trégólf, því að fyrir framan stokkinn var moldin troðin eins og gólfskán, en slíkt var ekki að finna fyrir innan hana. Helgi benti okkur á, að skotið hefði verið undir hann kubbi svo að hann hallaðist ekki. Dagsverkinu var að verða lokið og þeir tíndu áhöldin saman og menjarnar, sem fundizt höfðu um daginn. Þeir eru búnir að vinna að uppgreftrinum síðan 20. júní, og senn fer honum að ljúka. Þó að kirkjan sé ekki fræg af sögunni, er hún á sinn hátt nokkuð merkileg, því að þetta er í fyrsta skipti, sem sveitakirkja frá miðöldum er grafin upp hér á landi. Lokoð vegno sumorleyfo til 8. ágúst. Bílasprautun hf. Skeifunni II. Tilkynning frá Ileilsuverndarstöö Reykjavíkur. Heyrnardeildinni verður lokað frá og með 12. ágúst nk. til 26. sama mánuðar. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur NÝ VERZLUN Nœg bílastœði Laugavegi 164 LATIÐ BLOMIN TALA Blómvendir, sem þér hafið ánægju af að gefa. Brúðarvendir Brúðkaupsskreytingar ÁLFTAMÝRI 7 BLÖMAHÚSIÐ simi 83070 Blómsveigar, blóniaprýði við útfarir. Blómaunnendur veija biómin frá Blómahúsinu. Blómin vand- lega meðhöndluð, sem tryggir að þau endast vel. Munið — næg bílastæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.