Morgunblaðið - 27.07.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.07.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1968 15 Jökulborgir í Langjökli. (Ljósm. Ragnar Henriksson) Leiðir á Langjökul og Hrútafell LANGJ'ÖKULL er næst stærsti jökull landsins, rúmir þúsund ferkílómetrar. Mestu hæð nær hann nálægt miðju rúmiega l'3i50 metrum. Víðast hvar er hann auðveld- ur yfirferðar og lítt sprunginn, ef frá er talinn skriðjökull sá, er gengur út í Hvítárvatn og margir þekkja, en hann er gott æfingarsvæði fyrir þá er 'eiknir eru í ,meðferð ísaxa og mann- brodda. Fyrir þá er leggja vilja leið sína á Langjökul, er um marg- ar leiðir að velja. Ég tek þá fyrst fyrir leiðir frá Kjalvegi. Jökulborgir Sunnan undir Langjökli er Hagavatn. Það var fyrrum jök- ulstífiað lón, en árið 1929 braut það sér farveg austur í gegnum Brekknafjöll og myndaði foss þann er hlaut nafnið Leynifoss. Tíu árum síðar braust það fram á nýjum stað og myndaði Nýja- foss, sem er afrennsli þess nú i dag. Við þessar hamfarir lækk- aði yfirborð Hagavatns um tíu metra og þornaði upp um helm- ingur þess. Jfrá skála Ferðafélagsins viö Hagavatn er auðveld leið a Langjökul, enda hafa flestir þeir er á jökulinn hafa gengið lagt upp þaðan. í nágrenni Haga vatns eru það einkum svokallað- ar Jökulborgir er dregið hafa til sín margann ferðamanninn. Jökulborgir eru í sunnanverð- um Langjökli, skammt austur af norðurenda Hagafells, eii það er höfði einn mikil'l er gengur langt upp í jökulinn frá Haga- vatni veatanverðu. Áður fy.rr náði vatnið vestur með fellinu, en eftir síðara hlaupið er greið leið þar fyrir framan. Þegar haldið er frá sæluhús- inu áleiðis upp að vatni, er hag- kvæmast að fylgja ánni. Hún heitir Far, og fellur all bratt niður með Brekknafjöllum að austan. Á stuttum kafla eru að henni gljúfur og er þar talsvert um fossa og flúðir. Miðja vegu milli sæluhússins og vatnsins er göngubrú á Far- inu til mikils hagræðis, því áin er oft að sumri til hin versta yfirferðar og mikill farartálmi. Þegar upp að vatni er komið er gaman að ganga að útfalli Haga- vatns ,en þar sem Farið fellur úr vatninu, er það aðeins um hálfur annar metri á breidd. Ekki skyldu menn samit reyna að stökkva þar yfir ,því tæp- lega myndi sá lifi halda er þar félli niður, því örfáum metrum neðar fellur áin fram í Nýja fossi. Frá útfalli Hagavatns liggur leiðin austur fyrir vatns- endann að jöklinum og á þeirri leið er yfir eina smá kvisl að fara. Við jökulröndina er að sumri til jafnan mikilí vatnselg- ur og færi þungt. En er á jök- ulinn kemur er hann venjulega alauður og glerháll. Ágætt er því að menn hafi mannbrodda með í förinni, það eykur örygg- ið að mun. Frá jökulrönd upp að Borgum er hátt í tveggja stunda gangur með hæfilegum hvíldum, en öll gangan tekur 6—8 tíma fram og aftur. Þegar að Jökulborgum er komið er bezt að tryggja alla þátttakend- ur. Enginn skyldi hætta sér út á slíkt sprungusvæði óbundinn. Jökulborgir eru æfintýraland, sem engan er á annað borð hef- ur yndi af fjöllum og jöklum mun iðra að heimsækja. Þaðan er útsýni fagurt og sérkennilegt. f suðurátt er Hagavatn og fjöll- in fram af því, Brekknafjöll. IFagradalsfjall, Mosaskarðsfjall tog enn fjær Kálfstindur, Högn- höfði og Bjarnarfell. Austan við jökulinn rísa Jarlhettur og er þar mest áberandi tindur sem iheitir Tröllhetta, en þar að baki rís Bláfell með snjóugan koll. lEf menn hafa nægan tíma get- ur verið gaman að ganga í baka- leið vestur fyrir Hagavatn og yfir Brekknafjöll, en gott er að komast yfir þau fast norðan Leynifossgljúfurs, en það er mjög skoðunarvert. Frá gljúfr- inu liggur svo leiðin um göngu- brúna á Farinu að sæluhúsinu. Þursaborg í miðjum Langjökli sunnan ,og vestan til í hábungú hans rís einstakur tindur um 80—90 metrar á hæð. Sunna.n o.g vestan hans hafa myndazt .geysimdklar vindgeilar með slútandi hengj- um .Tindur þessi var áður fyrr oítast nefndur Skátahnjúkur, en á seinni árum hefur hann gengið undir nafninu Þursaborg og er það sannarlega réttnefni. Um tvo km. austur af Þursa- borg, rís annar tindur lægri nokkru, oig er sá nafnLaus. Fyr- ir þá sem skoða vilja Þursaborg er um ýmsar leiðir að velja, en flestar langar, því Borgin ligg- ur sem áður segir í miðjum Langjökli. Einna stytzt og auð- veldast er að leggja á jökul úr Þjófadöluim austan jökuCLs, en þar á Ferðafélagið sæluhús. Þangað má komast á tveggja drifa bifreiðum frá Hveravöll- um, en gangandi tekur ferðin tvær stundir. Frá sæluhúsinu í Þjófadölum liggur leiðin vestur yfir Þvenfell, sem er I)íti<ð feM við mynni Þjófadals að vestan. Þar skammt vestur af rennur Fúlakvísl og má vaða hana vest- ur af Fögrulhlíð, sem er lítið fell litfagurt mjög í jaðri Langjök- uls. Sé kvíslin ófær má ganga upp með henni og komast fyrir hana á jökli. Þegar yfir ána er komið, er haldið inn með Fögru hlíð að sunnan og er þar góð leið á jökulinn. Liggur leiðin nú upp allbratta jökulbrekku og i átt að tindum allmikium er ber við loft. Tindar þessir eru í há vestur frá Hrútafelli og Ihafa siundum verið nefndir iKirkjan á fiallinu eða Fjallkirkj an. Frá jökulröndinni upp að tindum þessum er um tveggja líma gangur. Frá Fjallkirkjunni er bezt að stefna á hábungu jök- ulsins, en þaðan er skammur spölur ófarinn áð Þursaborg. Sé tími og útbúnaður fyrir hendi, gefa menn haldið áfram vestur jökul og komið af jökli sunnan ÍHafrafells, en þaðan má svo kom ast vestur á Kaldadalsveg og fá þangað bíl á móti sér. S'kömmu áður en komið er á Kaldadalsveginn verður Geitá í veginum, en hún er lítill farar- tálmi nema um mikinn hita eða r:"nin''u sé að ræða. Leiðinni úr Þjófadölum á Kaldadalsveg er hæfi.egt að skipta í tvær dag- leiðir og hafa þá náttstað við Þursaborg. Yrði þá fyrri dag- leiðin allmiklu léttari, því auð- veldlega má fara úr Þjófadöl- um að morgni vestur í Þursa- ■borg og sömu leið til baka að kvöldi. Siík ganga mundi taka 8 til 10 tíma og gæfist þó gott tóm til að skoða það markveirð- asta. Auðvelt er að komast á Hveravelli, því þangað hefuir Ferðafélag íslands fastar ferðir í júlí- og ágústmánuði, en það- an er eins og áður segir aðeins tveggja tima gangur vestur í Þjófadali. Hrútafell Austur af Langjökli miðjum rís eitt af fegurstu fjöllum þessa lands, HrútafeLl. Það er þver- íbratt stapafjall með jökulhúfu á kolli og minnir mjög á Eiríks- jökul að sjá, en miklu minna um sig og all miklu lægra. Hrúta- fell er þó eitt af hærri fjöllum landsins eða 1410 metrar yfir sjó og ágætt útsýnisfjall. Þó er það svo, að þangað upp hefur verið næsta fáferðugt og veld- ur því mest að erfitt er að kom- ast nálægt því á bifreiðum og eins hitt og kannski ekki síður að á Hrútafell virðist ekki auð- gengið við fyrstu sýn, þar sem það rís þverbratt með jökul- Ihettu á kolli og fimm snarbratta sundurtætta skriðjökla í hlíð- um. í fyrstu ferð minni á Hrúta- fell vorum við fjórir saman. INóttina áður höfðum við gist skála Ferðafélagsins á Hvera- völlum, en lögðum upp þaðan eldsnemma enda dagur stuttur, þvi komið var fram í október. Frá Hveravöllum ókum við á rúmum hálftíma suður á móts við minni Þjófadals, en þar beygðum við út af troðnum slóð um og tókum stefnu á norðan- vert Hrútafell. Vestur af Þjófa- dal var akvegur allgreiðfær og ;bar okkur brátt að Fúlukvísl. Er að kvíslinni kom brá okkur talsvert í brún, því nú var þessi drjúgstóra jökulá orðin að með- al bæjarlæk, en frost hafði ver- ið um nóttina ag næstu nætur á undan. Við héldum þvi tafar- laust áfram vestur yfir Fúlu- kvísl og inn skarðið milli Innra- og Fremra Sandfells og námum ekki staðar fyrr en við rætur iHrútafells að norðan, en þar isýndist helzt fært til úppgöngu Gangan upp á brún fj aflilsiirhs tók rétta kiukkustund og er það erf- iðasti kafli leiðarinnar. Brattinn er all mikill efst og er sjálf- sagt að hafa kaðal til öryggis upp efsta hjallann, en leiðin má teljast ágæt þeim sem ekki eru óvenju lofthræddir. Á brúninni tókum við okkur hvíld og lituð- umst um. Á hægri hönd blasti við snarbrattur skriðjökull, sundur sprunginn, en það er sá skriðjökull Hrútafells er snýr móti norðvestri og er þeirra mestur. En til vinstri handar blasti við annar skriðjökull ekki frýnilegri. Leiðin áfram upp jök ullhettuna var aftur á móti sára- lítið sprungin ,en að sjálfsögðu notuðum við línu, þar sem ann- arsstaðar á jöklum. Af brúninni milli skriðjöklanna vorum við aðeins rúman klukkutíma upp á hákoll Hrútafells. Útsýnið af iHrútafelli er frábært og gleym- ist áreiðanlega ekki þeim sem uppi hafa verið í góðu skyggni. Og nú var skyggnið með bezta móti hvert sem litið var. í vest- urátt sá yfir Langjökul og bar þar einna mest á Fjallkirkjunni en vestra gnæfði Eiríkisjökull yfir öll önnur fjöll enda er hann hæsta fjall á vestanverðu land- mu. Austur af var útsýnið engu verra, en þar þandi Hofsjökull sig ,en við suðvestur horn hans gnæfðu Kerlingarfjöll ein sér- stæðasta fjallaþyrping á land- inu. í norðri og norðauestri sá yfir Kjöl og heiðalöndin þar norður af, en í fjarska gaf að líta Mælifellshnjúk í Skagafirði. f suðvestri sá yfir endilangt iHvítárvatn til Bláfells og Heklu í fjarska. En þetta frábæra skyggni stóð ekki lengi og fyrr en varði fór að draga í ský með jöðrum jöklanna og brátt hvarf allt í þoku. Við lögðum því af stað niður úr þokunni sem aðeins huldi hátopp fjallsins. Niður að bílunum komumst við eftir um einnar stundar ferð og héldum þegar áleiðis til Hveravalla aftur. Fyrir þá sem sporléttir eru, er skemmtilegt að fara frá sæluhúsi Ferðafélags -ins í Hvítárnesi á Hrútafell. Liggur leiðin fyrst um Hvítár- nesið, en það er allblautt yfir- ferðar. Þá verður einnig að vaða Fúlukvísl, en hún er oftast lít- ill faratálmi. Frá kvíslinni ligg- ur leiðin inn Fróðárdal, með- fram hlíðum Hrefnulbúða og Rauðafells og er þá skammt eft- ir að Hrútafelli, en þar er það víðast gott til uppgöngu. Af há- toppi fjallsins mætti svo halda áfram til Þjófadala eða sömu leið til baka. Ég vil svo í lokin óska þeim, sem hyggja á göngu á Hrúta- fell eða Langjökul, góðrar ferð- Pétur Þorleifssoa. Ifi sloél um emaieiaqsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.