Morgunblaðið - 27.07.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.07.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1968 ’/=>BltJU£ÍBAM Slmi 22-0-22 Raubarárstig 31 MíAGIMÚSÁR SKIPHOLTI21 símar 21190 eftirlokun simi 40381 ” SIM11-44-44 WMí/m Hverfisgötn 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍI.ALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigngjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson. BÍLALEiGAN — VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Efti. lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRAIJT SENDUM SÍMi 82347 Hlllllllllllllllll SÖLUSÝNING í dag tU ki. 7. SUNNUDAG Opið 1.30—6. Verðlækkun á flestum not- uðum bíl'Um fram að verzl- uinarmannahelgi! Festið yður bíl strax! Venlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. JÚN LOFT! Hringbrau Rambler- umboðið m hf. t 121 - 10600 llllllll llllllllllll •jc Landsleikurinn við Norðmenn Frá Akureyri skrifar Peli: „Góði Velvakandi- örstutt athugasemd eða ábending út af öllum skrifun- um um hinn hörmulega lands- leik okkar við Noreg: Þó að eðlilegt sé, að deilt sé á lélega frammistöðu íslenzka landsliðsins, virðist of gengið framhjá veigamikilli afsökun fyrir ósigrinum, — þeim at- burði, sem hlaut að hafa ugg- vænleg áhrif á gang leiksins. Fyrirliði liðsins og einn albezti leifcmaður þess er borinn ó- vígur af velli í upphafi leiks. I>ótt annar snajall fcnattspyrnu maður kæmi „inn á“ í staðinn, mun hann ekki hafa komið þangað sem annar „fyrirliði", er stjórna skyldi tengingu liðs- ins í sókn og vörn. Getur það ekki haft áhrif á gang knatt- spyrnuleiks, svo sem t.d. and- legan styrk liðsins, ef það miss- ir forustuna í leikbyrjun? Peli“. ÍC Sjónvarpið og inn- heimtan E. skrifar: ,,Ég er einn af þeim, sem er ákaflega ánægður með ís- lenzka sjónvarpið, finn oftast eitthvað við mitt hæfi, þegar ég hef lausa stund til að horfa. — Ýmsir byrjunarörðugleikar hlutu þar að koma fram, en mér hefur fundizt þeir miklu minni en búast hefði mátt við. Umsjónarmenn þátta og frétta- menn eru að þreifa fyrir sér. Sumir eru meira í sviðsljósinu sjálfir, aðrir láta efnið og við- mælendur sína leika meira aðalhlutverk, og þykir mér það síðarnefnda miklu geðfelldara, enda kunna þeir, sem sérstak- lega eru fengnir að hljóðnema til að ræða um ákveðið mál, oftast mun betri skil á málum en spyrjandinn og fréttamaður- inn, sem ekki hefur gert þetta mál að sérgrein sinni. En þetta er bara rétt eins og í lífinu, sumum þykir meira gaman að hafa sig í frammi og láta á sér bera en öðrum, og ekkert við því að segja. En það er annað, sem mér ekki geðjast að í sambandi við sjónvarpið. Mér finnst sú að- ferð, sem beitt er við inn- heimtu ákaflega ógeðfelld og ókurteisleg, — að byrja í hót- unartón að tala við fólk. Fyrsta bréf, sem ég fékk frá þeirri ágætu stofnun eftir að ég keypti mér sjónvarpstæki, hljóðaði þannig, að ef ég greiddi ekki 800 kr. fyrir lok júní. skyldi ég greiða 880 í júlí. Þegar svo kemur í Ijós, að rukka á líka fyrir júlí (ég spurði stúlkuna sérstaklega um það), án þess að afhenda vör- una, sem seld er, þar sem ekk- ert sjónvarp er þann mánuð, hefði verið sérstök ástæða til að sýna kurteisi. T. d. að senda sjónvarpsnotendum bréf, sem hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Vegna sumarleyfa og erfið- íeika á að fá fólk, verðum við því miður að fella niður send- ingar í júlí, og biðjum velvirð- ingar á því. Samt sem áður sjá um við okkur ekki fært að fella niður sjónvarpsgjaldið. Viljum við vinsamlegast biðja sjónvarpsnotendur að greiða afnotagjöld sín fyrir júnílok, og munu sektir ekki á lagðar i júlímánuði meðan sjónvarp ekki sendir út“. Tónninn í innheimtunni hljóð ar nú rétt eins og herskipun til dáta: Ef þið ekki hirðið vel herbergin ykkar, verðið þið látnir flysja kartöflur í eina viku í eldhúsinu! Einokunar- stofnunum, sem ekki hafa neina samkeppni, hættir oft til að verða hrokafullar í fram- komu, en vonandi stafar þetta meira af athugunarleysi eða- eftirlitsleysi yfirstjórnar sjón- varps með innheimtufól'k en beinlínis viljandi ókurteisi. E“. TÉr Sendingar stjama á milli Þorsteinn Guðjónsson skrifar: „Komdu sæll, Velvakandi. Það má sjá, að þeir eru enn farnir að deila um sjónvarps- mál í dálkum þínum, og þar sem ég býst við, að þær deilur verði tiltölulega gagnslitlar, skal ég benda á, áð til er ann- að sjónvarp, eða a.m.k. útvarp, sem miklu umtalsverðara er en þetta, sem nú er deiluefni. Það eru auðvitað skeytin frá öðrum hnöttum (a.mik. fjórum sólhverfum), sem Hughes pró- fessor í Cambridge uppgötvaði í vetur og kvað nú fyrir alla muni vilja láta banna rann- sóknir á. fslenzkar umræður um sjónvarpsmál munu ekki vekja mikla athygli út á við, meðan þær snúast um smá- muni eins og þá, hvort tiltek- inn sendir eigi að ná nokkrum kílóm. lengra eða skemmra, en ef þær snerust upp í umræður um sendingar, sem ná yfir trilljónir kílómetra, eru allar líkur til, að þær ættu eftir að vekja verðuga athygli á ágæti íslenzkrar menningar. 22. 7. 1968, Þorsteinn Guffjónason". Skrifstofuhúsnæði óskust til leigu sem næst Miðborginni. Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „5149“. Dagskrá Fjórðungsmóts hestamanna að Iðavöllum dagana 26. — 28. /ií/r 7968 Föstudagur 26. júlí Kl. 13,00 Mætt með öll sýningarhross hjá dómnefnd- um. En þær munu starfa til kvölds. Laugardagur 27. júlí Kl. 14,00 Mótið sett. Pétur Jónsson. formaður Freyíaxs. — 14,15 Sýning stóðhesta. Dómum lýst. — 16,00 Sýning á hryssum. Dómum lýst. Sýning góðhesta. — 17,00 Undanrásir kappreiða. — 22,00 Dansieikir í Valaskjálf og Iðavöllum Sunnudagur 28. júlí. Kl. 10,00 Sýning á stóðhestum og hryssum. Dómum lýst. Verðlaun afhent. — 12,00 Matarhlé. — 14,00 Hópreið hestamanna. Helgistund, sr. Ágúst Sigurðsson. — 15,00 Ræða, Einar G. E. Sæmur.dsen, form. L. H. — 15,20 Sýning góðhesta. Verðlaun afhent — 17,00 Úrslit kappreiða. — 22,00 Dansleikir. Hijómsveitin Gautar frá Siglufirði leikur fyrir dansi í ValaskjáJf laugardags- og sunnudagskvöld U ndirbún ingsnefndin. ÞAKJARN Ailar lengdir 6—12 feta fyrirliggjandi Verð kr. 17,30 fetið með söluskatti. MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.