Morgunblaðið - 27.07.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.07.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1908 Jfatgtiitfrfafrifr tJtgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstj órnarf ulltrúl Fréttastjóri Augiýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 í lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. UMSKIPTI í MARKAÐSMÁL UM k síðustu tveimur árum hafa mikil umskipti orð ið á fiskmörkuðum okkar er- lendis, ekki sízt að því er varðar frystar sjávarafurðir. Hið háa verðlag, sem orðið var á frystum fiskflökum leiddi til aukins framboðs á mörkuðunum, með þeim af- leiðingum, að verðið hefur stöðugt farið lækkandi frá miðju ári 1966 og nýtt verð- fall varð á Bandaríkjamark- aði fyrir aðeins nokkrum vik um. Með auknu framboði hef ur fylgt vaxandi samkeppni á mörkuðunum og er nú far- ið að gæta verulegra sölu- erfiðleika á þessari þýðingar miklu útflutningsvöru íslend inga. Jafnhliða þessum umskipt- um á mörkuðunum erlendis hefur sú breyting orðið hér á landi, að meiri ásókn er nú í að frysta fiskinn vegna sölu erfiðleika á skreið og enn- fremur hefur veiði aukizt verulega það sem af er þessu ári, þannig að um töluverða framleiðsluaukningu er nú þegar að ræða á frystum fisk flökum og búið að framleiða upp í samninga við Sovétrík- in, þótt vonir standi til að þau muni kaupa nokkurt við bótarmagn. Til þess að auka enn á erf iðleikana, hafa fiskveiðar þró unarlandanna svokölluðu auk izt mjög hröðum skrefum og jafnframt hafa komið til sög- unnar nýjar matartegundir, sem heyja harða samkeppni við frysta fiskinn, svo sem frystir kjúklingar. Ljóst er, að sá rekstrar- grundvöllur, sem hraðfrysti- iðnaðinum var tryggður í upp hafi þessa árs var svo naum- ur, að lítið mátti út af bera til þess að allt færi úr skorð- um. í ljósi hinna nýju við- horfa efndi Sölumiðstöð hrað frystihúsanna til aukafundar sl. þriðjudag til þess að ræða hinar alvarlegu horfur í mál- efnum hraðfrystiiðnaðarins og var fundinum frestað meðan viðræður stæðu yfir við ríkisstjórnina. Á þessu stigi málsins verður ekkert um það sagt með hvaða ráð- um unnt verður að leysa úr hinum nýja vanda frystihús- anna. Aðeins skal á það bent, að þessi atvinnugrein hefur slíka þýðingu fyrir þjóðarbú- ið að tryggja verður rekstur hennar. Á sl. ári var mikið rætt um endurskipulagningu hrað- frystiiðnaðarins m.a. með aukinni hagræðingu, sam- runa eða samstarfi fyrir- tækja. Síðan hefur lítið heyrzt um framkvæmd þessara fyr- irætlana. Að vísu berast við og við fregnir um þróun í þessa átt, en aðeins í tak- mörkuðu mæli. Æskilegt er, að þeir sem að þessum mál- um vinna geri opinber- lega grein fyrir því, á hvern rekspöl þessi endurskipulagn ing er komin. Enginn vafi er á því, að hægt er að auka hagkvæmni í rekstri fjöl- margra frystihúsa og ekki verður unað við annað en svo verði gert. Þá er einnig nauðsynlegt að herða mjög allt sölustarf, þegar söluerfiðleikar gera vart við sig. Það hefur ver- ið auðvelt að selja frystan fisk þar til nú að undanförnu, en þegar slíkir erfiðleikar steðja að verður að auka mjög söluviðleitni. Við eigum í samkeppni við harð- snúna andstæðinga á þessum mikilvægu mörkuðum, sem ráða yfir miklu fjármagni og standa vafalaust betur að vígi en við að mörgu leyti. En íslenzku fiskflökin hafa áunnið sér mikið traust með- al neytenda og þá yfirburði ber okkur að nýta sem bezt. Þess verður að vænta, að sölusamtök hraðfrystiiðnaðar ins leggi sig nú mjög fram um sölustarf jafnhliða því sem tryggja verður rekstur frystihúsanna í landinu. KRABBAMEINS- LÆKNINGAR rátt fyrir allt það, sem á- unnizt hefur í krabba- meinslækningum og þó sér- staklega í því að finna krabba mein, vantar enn mikið á, að nægilega góða aðstaða sé fyr ir hendi hér á landi til þess að sinna krabbameinssjúkl- ingum eins og nauðsyn kref- ur. í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á, að sá á- rangur, sem náðst hefur í krabbameinsleitinni með starfi leitarstöðvanna hefur verið með þeim ágætum, að athygli hefur víða vakið er- lendis. Krabbamein finnst nú oft mun fyrr en áður og því miklu meiri möguleikar á að veita sjúklingum þá umönn- un, sem nútíma læknavísindi geta veitt bezta. Leitarstarf þetta hefur m.a. sprottið af starfsemi krabbameinsfélag- anna, sem unnið hafa ágætt starf á undanfömum árum, en þó er sýnilegt, að þeim þarf að veita enn meiri að- \sarjr UTAN ÖR HEIMI Deila um Norður-Borneo Filippseyingar vilja endurheimta landið úr höndum Malaysiu A ÝMSU hefur gengið í sam- búð Filippseyja ogM alasyu á undanförnunt árum. Um síð- ustu helgi dró enn til tíð- inda, er Ferdinand E. Marcos, forseti Filipseyja, kvaddi heim ambassador landsins í Malas- íu og aðra sendiráðsstarfs- menn þar, utan einn, sem á að hafa umsjón með eignum sendiráðsins í Kuala Lumpur. Stjórnmálasambandi landanna hefur þó ekki enn verið form lega slitið. Þessi ákvörðun var tekin, vegna þess að Malasia hefur neitað að verða við tilkalii Filippseyinga til ríkisins Sabah (Norður-Bomeo) sem er í Malasiusambandinu. Ný- lega var haldinn samninga- fundur í Bankok, en hann fór út um þúfur. Filippseyingum hefur lengi verið keppikefli að fá umráð yfir Saibah. RæfcUT þessa máls má rekja allt aftur til ársins 1878, þegar soldáninn af Súlú eyjum í Filippseyjaklasanum lét Norður-Borneó af hendi við brezkt verzlunarfélag. Stjórnendurnir í Manila telja, að það samkomulag hafa að- eins átt að gidlá um skamman tíma, en ekki um alla eilífð. En Norður-Borneo var í höndum Breta fram til 1963, þegar Malasyusambandið var stofnað. Árið 1962 lýsti þing Filipps eyja því yfir, að Filippseyjar ættu ótvíræðan lagalegan rétt til Norður-Borneo og óskuðu eftir viðræðum um málið. Bret ar féllust á, að umræður færu fram í London, en tóku þegar í stað fram að ekki kæmi til greina að Filippseyjar fengju landsvæðið. Meðal fulltrúa Filippseyja á fundimum var þáverandi forseti, Diosdado Macapagal. en ekki náðist þar neinn árangur. Á næsta ári 16. sept. 1963 var síðan stofnað ríkjasam- band Malaysiu, eftir mikinn undirbúning. f því eru Malaya á Malakkaskaga, Singapore, Sarawak á Borneo og Norður Borneo, sem síðan nefndist Sabah. Höfuðborg þess er Ku ala Lumpur á Malakkaskaga. Eftir stofnun sambandsins risu fljótlega úfar með því og Indónesíu,, einkuim að frum- kvæði Sukarnos Indónesíufor- seta, Hann neitaði að viður- Ferdinand E. Marcos forseti Filippseyja. kenna sambandið, og rofnaði stjórnmálasamband það sem áður var milli Indónesíu og Malaya. Filippseyingar gripu einnig til sinna ráða og lækk- uðu sendiráð sitt í Kuala Lumpur í tign og gerðu það að konsúlati. Stjórn Malaysiu sleit þá öll stjórnmálatengst milli landanna. Sumarið 1966 tóku Filipps- eyjar og Malaysia aftur upp stjórnmálasamskipti. Það var fljótlega eftir að gengið var frá samkomulagi Malaysiu og Indónesíu, þar sem bundinn Var endi á misklíð ríkjanna. Suharto hershöfðingi hafði þá tekið við völdum af Sukarno og einbeitti hann sér frá upp- hafi að því að bæta sambúð Malaysiu og Indónesíu. Síðan hefur verið hljótt um ágreiningsefni Filippseyma og Malaysiu, þar til nú fyrir skömmu. Bent er á, að eining Malasyíumanna sé minni eftir að sættir tókust við Indónesíu og iiafi Filippseyingar þvi séð sér leik á borði. Einkum hef- ur kveðið að ófriði milli Mal aja og Kínverja í Malaysíu. Auk þess getur það haft nokk ur áhrif, að forsetakosningar fara fram á Filippseymum á næsta ári. Barátta Marcos for seta fyrir endurheimt Norður Borneo mun vafalaust styrkja hann mjög í sessi. Ekki má líta framhjá sjálf- um íbúum Sabah. Þeir eru rúmlega hálf milljón og lítill vafi er á því, að meiri hluti þeirra vill vera áfram í Mal- aysiusambandinu. Á samningafundinum, sem nú er nýlokið án árangurs, fóru Filippseyingar fram á það, að alþjóðadómstóllinn í Haag yrði látinn skera úr deil unni. Fulltrúar Malaysu féll- ust ekki á það, en til þess að unnt sé að leggja mál fyrir dómstólinn í Haag, verða báð ir aðilar að samþykkja það. Malaysiumenn tilkynntu, að viðræður um málið gætu ekki hafizt að nýju fyrr en ein- hver grundvölLur væri fyrir hendi. Jafnframt settu þeir fram tillögur um gagnkvæma samvinnu á sviði efnahags-, viðskipta- og varnarmála. stoð, svo að þau geti eflt starfsemi sína frá því sem nú er. Höfuðverkefni krabba- meinsfélaganna á næstu ár- um, auk leitarstöðvanna, er að skapa fullnægjandi að- stöðu til lækninga krabba- meinssjúklinga hérlendis en til þess er nauðsynlegt að koma hér upp hávoltageisl- un, sem nú gefur ásamt skurðlækningum og radíum- meðferð bezta raun í lækn- ingum á ýmsum tegundum krabbameins. Undanfarin þrjú ár hefur mikið verið rætt um nauðsyn á að fá hingað kobolttæki og er út- vegun slíks tækis vel á veg komin á vegum krabbameins félaganna, en slíkt tæki af fullkomnustu gerð eða eins og það sem krabbameinsfé- lögin hafa tryggt fjármagn til, mun kosta um fjórar milljónir króna. Hins vegar vantar enn viðeigandi hús- næði fyrir þetta tæki. Þess er að vænta, að viðkomandi að- ilar sjái nú til þess, að frek- ari dráttur verði ekki á bygg ingu slíks húsnæðis en þess má geta, að slík bygging mun kosta lítið meira en nemur þeirri upphæð, sem þyrfti til að senda sjúklinga utan til hávoltageislunar á einu ári, eða 10-12 millj. króna. Hér er augsýnilega um mikið þjóðnytjamál að ræða og er vissulega ástæða til að fylgj- ast náið með þróun þessara mála á næstunni. ------------- é LEIÐRÉTTING í GREIN um gamalt verzlunar- hús á Hofsósi, sem birtist í Mbl. í gær, misritaðist nafn Vilhelms Erlendssonar, sem var sagður Einarsson. eÞtta leiðréttist hér með. ------------- 4 Nafn féll niðnr f GREIN um Flóalund, gisti- hús Barðstrendingafélagsins í blaðinu í gær, féll niður nafn gjaldkera félagsins, Sigmundar Jónssonar. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þesisu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.