Morgunblaðið - 27.07.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.07.1968, Blaðsíða 24
24 MORG-UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1968 Jennifer Ames: guð minn góður, þarna er ég aít- ur farinn að tala um Hugh og Kay! Ég hafði þó ásett mér að þegja _um það efni. — Ég vil gjarna, að þú talir um þau, ef þig langar til. — Er það? Hann leit fast á hana. — Er þetta virkilega satt? Hún kinkaði kolli og horfði of- an í glasið sitt þegjandi. — í»að er afskaplegur léttir fyrir mig, sagði hann. — Fólk getur aldrei verið vinir, ef eitt- hvert efni er, sem það þorir ekki að minnast á. í þessu var blásið í annað sinn til kvöldverðar. Hún afþakkaði annað glas og hann fór með hana niður. Pam og JBetty sátu saman við lítið borð, en Jeff var við borð skipstjórans rétt við aðalinngang inn. — Ég held, að það eigi að dansa í kvöld, ef sjórinn hagar sér skikkanlega, sagði hann áður en þau skildu. Þú eftirlætur mér nokkra dansa, Pam? Enda þótt ég verði strax að vara þig við því, að ég dansa ekkert sérlega vel. Hún brosti og lofaði að ætla honum nokkra dansa. — Ég bíð þín þá eftir kvöld- verðinn, sagði hann. Hún raulaði einhvern lagstúf meðan hún gekk milli borðanna og að sínu borði. Það var gott til þess að hugsa, að hún skyldi hafa Jeff sem_ verndara á þess- ari ferð. — Ég held að öllum stúlkum þyki vænt til þess að vita, að einhver karlmaður gætir þeirrá, hugsaði hún. — Það kem- ur einhvernveginn af sjálfu sér. — Þú virðist vera eitthvað á- nægð með sjálfa þig, sagði Betty, þegar Pam settist í stólinn and- spænis henni. — Það er alveg dásamlegt, hvað það er mikill munur að hafa einhvern karl- mann nærri sér finnst þér ekki? Þú hefur haft leiðinlega reynslu og það hef ég líka. Eftir að ég skildi við manninn, fannst mér sem ég mundi aldrei líta á neinn karlmann framar, en ég veit núna, að það var ekki nema vit- leysa. Maður getur ekki fremur stillt sig um að líta á karlmann, en karlmennirnir geta stillt sig um að líta á okkur. Þetta er mannlegt eðli. Pam og Jeff dönsuðu mikið saman þetta kvöld. Hann dansaði nú ekkert sérlega vel, en þó mjög sæmilega. Hugh hafði dansað sérlega vel. Það voru ekki fætúrnir einir, held- ur hann allur, sem dansaði eftir tónlistinni. Pam varð því allt í einu fegin, að Jeff skyldi ekki dansa betur en þetta. JNæsta dag töluðu konurnar, sem Pam var að nudda, mikið um það, að hún hefði dansað á- berandi oft við „þennan háa, lag lega mann“, en þannig lýstu þær Jeff. Sumar þeirra játuðu bein- línis, að þær hefðu öfundað hana. — Þér eruð heppin að hafa hann í fylgd, sagði ein þeirra. — Það eru ekki nærri nógu marg- ir karlmenn hérna á þessum dansleikjum. Það er verið að segja að „yfirsetur" séu alveg komnar úr móð, en víst er það, að þær eru nógu margar hér um borð. 14 Ferðafólk athugið Viðgerðir á gúmmíbátum og vindsængum. Ódýrir kók- osdreglar fyrirliggjandi, sníðum fyrir bíla og skip. — Tökum mál. P.S. Til sölu 1 stk. gúmmíbátur (fyrir mótor) og annar hentugur við sumarbústað. GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN Grandagarði. — Sími 14010. Hér er leiðin til dugnaðar í hússtörfnm Veitið dóttur yðar möguleika á að sækja nýtízku mat- reiðslunámskeið í 3. 6 eða 9 mánuði. Skóli vor er þekkt ur fyrir góðan félagsanda og nýtízku námskeið í mat- reiðslu. Sé dóttir yðar of ung til vinnu, þá sendið hana í skóla. Pantið í dag nýja, ókeypis námsskrá með öllum upplýsingum og verði. Husassistenternes FAGSKOLE Fensmarksgade 65 — 2200 Köbenhavn N. Sími (01) 39 67 74. , u'L " JL'j£ ’ CcL-J*-* Sl CQSPfk — Réttið mér handklæði ég fékk sápu í augun. og bætti við: — Henni þótti af- skaplega fyrir því að taka hann Hugh frá þér. Gegn vilja sínum, stirðnaði Pam eins og ofurlítið upp. — Maður, sem hægt er að taka frá manni, er ekki þess virði að halda í hann, svaraði hún þurrlega. En þá fór hann að hlæja. — Ef mér leyfist að segja það, þá er þetta hálfgerð flatneskja að segja. Og auk þess held ég ekki að það sé satt. Ég held að hver lagleg kona hafi mikla möguleika á að svæla mann frá annarri konu, ef hún beitir sér að því. En þó því aðeins, að hin konan sé ekki á staðnum. Hann leit nið- ur á hana og sagði. Þú ert ekki sammála þessu, er það? Hún hristi höfuðið með ákafa. Og þetta var mála sannast, og varð enn meir áberandi næstu kvöldin. Pam gramdist að horfa á, hvernig kvenfólkið gat keppzt um jafnvel óólitlegasta karlmann — karlmann, sem þær mundu aldrei hafa litið í áttina til, heima fyrir. Þegar Pam minntist á þetta við Betty, sagði hún hlæjandi: — Þetta er ekki annað en þetta venjulega lögmál um framboð og eftirspurn. Lélegasta björgunar- belti er nógu gott handa manni, sem er að drukkna. Pam fór að hlakka ákaft til kvöldanna, og dagstundirnar, þegar hún varð að vera að vinna fundust henni aldrei ætla að líða. Hún gat varla beðið eftir stundinni, þegar Jeff mundi berja að dyrum hjá henni og spyrja hana, hvort hún vildi ekki koma upp og fá eitt glas fyrir mat. Hún fann, að hún Úafði æ fleira smávegis að segja honum — smáatvik, sem gerzt höfðu um daginn. Nú var öll þvingun horfin úr umgengni þeirra. Nú gátu þau talað um Hugh og systur Jeffs, án þess að fara hjá sér. Pam spurði hann mikið um hana og fræddist talsvert á því. Svo virt ist sem Kay væri smávaxin og dökkhærð, með stór, fjólublá augu. — Jú, hún er nú víst falleg á sinn hátt, enda þótt maður ætti ekki að vera að tala um það, þegar systir manns á í hlut. Og hún er bezta stúlka ... Hann hleypti ofurlítið brúnum Til sölu milliliðalaust 3ja—4ra herbergja jarðhæð með svölum við Gnoðarvog — Upplýsingar í síma 81138 í dag og á morgun. Skrifstofustarf Verktakafirma óska’- að ráða mann til almennra skrif- stofu- og bókhaldsstarfa. Umsækjandi þarf helzt að geta unnið sjólfstætt. Umsóknir er greini menntun umsækjenda, fyrri störf og aðrat upplýsingar, sendist í pósthólf 217. Guðjón Þorvarðsson, lögg. endurskoðandi. Skipholti 37. 27. JÍILÍ. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Sinntu einkamálum, og heilsufari þínu. Ráðgaztu við fjftl- skylduna um frasmtíðaéhorfurnar. Nautið 20. apríl — 20. maí. Nýjar leiðir opnast, ef hugmyndaflug þitt fær að ráða. Leitaðu sátta þinna nánustu. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Lánið er með þér í eÆnahagsmálum. Farðu nýjar leiðir. Njóttu fjölskyldulífsins er á liður. Krabbinn 21. júnx — 22. júlí. Reyndu að sameina áhugamál þín, farðu þínu fram, en taktu tillit til ættingja þinna, og láttu þá hagnast, ef hægt er. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Ljúktu því, sem ólokið er. Reyndu að koma vel fyrir. Bjóddu heim í kvöld. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Þú verður dálítið heppinn, en eitthvað verður nú að hafa fyrir hlutunum. Vertu vel á verði, og innheimtu skuldir. Vogin 23. sept. — 23. okt. Haltu geðró þinni, og semdu um málim með spekt, en vertu sterkur á svellinu. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Þú verðux heppinn, og þér verður vel ágengt, gríptu gæsina meðan hún gefst. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Viðskipti ganga vel, og farðu venjulegar leiðir, en hafðu augun opin. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Þér verður vel ágengt með einhverj a þrákálfa, og notfærðu þér það út í yztu æsar. Gleymdu þér ekki þvl að þú átt ýmislegt ógert Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. Hafðu fleiri í ráðum, hugsaðu mólin vel, og íarðu eftir eigin hyggjuviti. Fiskamir 19. febr. — 20. marz. Láttu hyggjuvitið og reynsluna sikapa þér framtíðartekjur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.