Morgunblaðið - 02.08.1968, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1968
5
Afleiðingar hrossa og sauðfjárbeitar við lærðómssetrið á Laugarvatni.
Hákon Bjarnason:
Sumar og skógur
Búsetan og birkiskógarnir
ÁRIð 1899, sama ár og skóg-
rækt hefst á íslandi var Þor-
steinn Erlingsson á ferð í
Hallormsstaðaskógi. Þá kvað
hann þessi erindi:
Ég elska þig björk, því þinn
bróðir ég er,
sem brosandi sjúklingi heilsa
ég þér
á reið yfir ríkið þitt snauða.
Þú þiggur minn kosS, hann er
kveðja frá þjóð,
sem kurlar það lifandi og
tínir á glóð,
en elskar það dauðvona og
dauða.
Já indæli skógur, þú ert
okkur kær,
en elskaðri samt, ef þín stund
væri nær,
og þrefalt ef þú værir dáinn.
Þá ættirðu að vita, hve sorg
vor er sar,
og sjá eða finna þau
brennandi tár,
sem yltu o’ná elskaða náinn.
Er þetta var kveðið var
helzt útlit fyrir, að birkið
yrði aldauða á íslandi. Ef svo
hefði haldið áfram í eina öld
enn, sem undanfarnar aldir,
hefðu engar birkileifar verið
til á íslandi árið 2000, nema
kannski í ógengum klettum.
Flestir menn eru þannig
gerðir, að þeir líta á umhverfi
sitt sem óbreytilegt. Að dómi
þeirra breytist náttúran ekki
nema á óralöngum tíma. Er
þetta eðlileg afleiðing þess,
hve menn eru skammlífir og
minni þeirra er svikult, auk
þess, sem hávaðann af fólki
skortir næma athyglisgáfu.
Nú mega allir, sem læra
vilja, vita það, að náttúran
er síkvik eða síbreytileg, og
þar ríkir aldrei jafnvægi,
enda þótt margir tali um slíkt.
Enda má tala um tímabundið
jafnvægi í náttúrunni, ef mið-
að er við einn eða fáa manns-
aldra.
Af þessum sökum hafa fs-
lendingar átt bágt með að
festa trúnað á orð Ara fróða,
að ísland hafi verið viði vax-
ið milli fjalls og fjöru á land
námsöld. Lengi hafa menn
samt vitað, af fornum gögn-
um og gömlum sögum, að skóg
lendi landsins voru langtum
víðáttumeiri á fyrri öldum en
nú. En með frjórannsóknum
Þorleifs Einarssonar kom í
ljós fyrir nokkrum árum, að
Ari Þorgilsson hefur sagt satt
og rétt frá.
Fyrir því er ljóst, að um
40.000 ferkílómetrar lands eða
jafnvel nokkru meira, hafi ver
ið skóglendi á landnámsöld.
Er auðvelt að ráða þetta af
hæðaskiptingu landsins og
hæðarmörkum birkis nú á
tímum. Nú er skóglendið ekki
nema um fertugasti hluti þess
er var, eða um 1.000 ferkíló-
metrar. Langmestur hluti
þess er kræklótt kjarr, aðeins
svipur hjá sjón.
Hver' skyldi vera orsök
þessarar stórkostlegu gróður
breytingar? Hér er engu til
að dreifa nema búsetu manna
og búskaparlagi. Meðferðin á
gróðri landsins hefur verið á
þann veg frá fyrstu tíð, að
afleiðing hennar hlaut að
verða stórkostleg gróðureyð-
ing. Samfara eyðingu birki-
skóganna hefst eyðing jarð-
vegs og uppblástur, því að
birkið er hinn eini innlendi
gróður, sem er jarðvegsvernd
andi til lengdar. Gróður- og
jarðvegseyðingin á Islandi er
svo stórkostleg, að hún er
einsdæmi um gjörvallar norð-
urbyggðir heims.
Enginn þarf lengur að
ganga þess dulinn, að það er
beit búfjárins, sem er fyrsta
og aðal orsök skógaeyðinga
og landspella. Á síðari öld-
um er það umfram allt sauð-
fjárbeitin, sem hefur komið
gróðri landsins á heljarþröm.
Þetta verða menn að gera sér
ljóst, hvort það líkar betur
eða verr.
Margir hafa ætlað, að beit-
arskemmdir hafi minnkað hin
síðari ár, einkum eftir að fóðr
un fjár varð betri en áður.
Slíkt er því miður óskhyggja
ern. Fjöldi fjár hefur aldrei
verið meiri í högum en hin
síðari ár, sumsstaðar svo mik
ill, að féð er vannært á sumr
um. Landspellin og gróður-
skemmdirnar eru því ef til
vill með því mesta, sem ver-
ið hefur eftir landnám. í því
sambandi má benda á afrétta
rannsóknir Ingva Þorsteins-
sonar. Þær hafa leitt í ljós að
víða er beitiland ofsetið, svo
að ekki sé sagt meira að sinni.
Mörgum hlýtur að finnast
að mál sé komið til að þess-
um spellum linni. Engin
nauðsyn knýr íslendinga
lengur til þess að eyða land
sitt. Þótt ýmislegt hafi verið
gert hin síðari ár til að
„græða Islands und“, þá nær
það enn of skammt til að
hamla á móti því, sem eyðist.
Enda varla unnt að ráða bót
á landeyðingunni á þann veg,
sem gert hefur verið, nema á
tiltölulega takmörkuðum
svæðum.
Hið eina, sem kemur að
haldi, er ítala í öll lönd og
takmörkun beitar innan skyn
samlegra takmarka. Uns ítölu
er komið á, ætti að skatt-
leggja allan búpening, sem
gengur á óræktuðu landi,
þannig að girða mætti af og
hvíla þau lönd, sem eru í
bráðastri hættu.
„Hótíðaljóðin"
komin út
I DAG, föstudaginn 2. ágúst kem
ur í bókaverzlanir bók, er nefn
ist Hátíðarljóð 1968.
I bókinni eru 26 ljóð, en þau
ljóð bárust í samkeppnt. sem
Stúdentafélag Háskóla íslauds
efndi til í tilefni 50 ára fullveld-
is íslands. I samkeppni þessari
tóku þátt 33 aðilar, en í bókinni
eru ljóð eftir 21 höfund.
Hverri bók fylgir atkvæðaseð
ill, þar sem kaupandi hennar
er spurður í fyrsta lagi, hvort
hann telji eithvert ljó’ðið vert 10
j þúsund króna verðlauna, og í
j öðru lagi hvert sé bezta ljóðið
að hans dómi.
I Ef einfaldur meirihluti kaup-
enda dæmir eitthvert ljóðið verð
launavert, mun útgefandi veita
ALLT MEÐ
EIMSKIP
höfundi þess ljóðs, sem flest at-
kvæði hlýtur, 10 þúsund króna
verðlaun.
Atkvæðaseðlar þessir voru
prentaðir að borgarfógeta vfð-
stöddum. Skulu þeir sendir í
pósthólf 2500. Talning atkvæða
fer fram í skrifstofu borgarfó-
geta.
125 eintök af bókinni verða
tölusett og árituð af útgefanda.
Verð bókarinnar út úr bóka-
verzlunum er kr. 134,25. Tölu-
settu og árituðu eintökin kosta
hins vegar kr. 275,00.
Aftast í bókinni er skrá yfir
heiti ljóðanna, dulnefni og hin
réttu nöfn höfunda.
BRAUÐSTOFAN
Sími 16012
Vesturgötu 25.
Smurt brauð, snittur, öl, gos.
Opið frá kl. 9—23,30.
PILTAR,
EFÞlO EIGIO UNHUSTtNA
ÞÁ Á ÉG HRINOANA /
tísm<yf7&sio/?_
tv/ S \1 -
Meira en fjórði hyer miði vinnuríl Pt
i Dregið 6 k ágúst
Vöruhappdrætti SIBS
M.S. GULLFOSS
Sumarleyfisferðir
3., 17. og 31. ágúst, 14
september.
Á næstunni ferma skip voo
til tslands, sem hér segir
ANTWERPEN
Skógafoss 8. ágúst.
Reykjafoss 19. ágúst.
Skógafoss 28. ágúst.
ROTTERDAM
Reykjafoss 2. ágúst.*
Skógafoss 10. ágúst.
Lagarfoss 16. ágúst.
Reykjafoss 20. ágúst.
Slcógafoss 30. ágúst.*
HAMBORG
Skógafoss 6. ágúst.
Fjallfoss 16. ágúst.
Lagarfoss 20. ágúst.
Reykjafoss 23. ágúst.
Skógafoss 2. september.*
LONDON
Mánafoss 14. ágúst.*
Askja 19. ágúst.
Mánafoss 29. ágúst.
HULL
Mánafoss 12. ágÚ9t.*
Askja 16. ágúst.
Mánafoss 27. ágúst.
LEITII
Gullfoss 12. ágúst.
Gullfoss 26. ágúst.
Gullfoss 9. september.
NORFOLK
Brúarfoss 9. ágúst.
Dettifoss 23. ágúst.*
Brúarfoss 20. september.
NEW YORK
Selfoss 2. ágúst.
Brúarfoss 14. ágúst.
Dettifoss 28. ágúst.*
Brúarfoss 25. september.
GAUTABORG
Bakkafoss 6. ágúst.
Bakkafoss 22. ágúst.*
KAUPMANNAHÖFN
Bakkafoss 5. ágúst.
Kronprins Frederik 5. ág.
Gullfoss 10. ágúst.
Kronprins Frederik 17. ág
Bakkafoss 24. ágúst.*
Gullfoss 24. ágúst.
Kronprins Frederik 4. sept
Gullfoss 7. september.
KRISTIANSAND
Bakkafoss 8. ágúst.
Bakkafoss 26. ágúst.*
GDYNIA
Bakkafoss 2. ágúst.
Tungufoss um 13. sept.
VENTSPILS
Tungufoss 15. ágúst.
KOTKA
Tungufoss 13. ágúst.
Tungufoss um 11. sept.*
* Skipið losar í Reykja-
vík, ísafirði, Akureyri
og Húsavík.
Skip, sem ekki eru merkt
með stjörnu, losa aðeins 1
Rvík.
ALLT MEÐ
EIMSKIP