Morgunblaðið - 02.08.1968, Blaðsíða 20
r,
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1968
Volvo 104 467 model
115 hcstafla vél — með útvarpi.
Er í scrflokki.
FYRIR VERZLUIUARMAIUUAHELGIIVA
Ljósar
KARLMANNASPORTBUXUR
Verð kr. /95.—
Ljósar
KVENSPORTBUXUR
stærðir 36—38—40.
Verð kr. /95.—
TELPNASPORTBUXUR
stærðir 10—12—14—16.
Verð kr. 150.—
DRENGJA-GALLABUXUR
Verb kr. 135.—
Verzlið þar sem verðið er bezt og úrvalið mest.
AUSTURSTRÆTI 9.
Þennan bíl byggði Ósvals sjálfur, og er drjúgur skriður á hon
um á brautinni. (Ljósm. S.vÞ.)
Kappakstursklúbb-
urinn Hraðbraut
KAPPAKSTURSKLÚBBAR
eru vinsælir víða um heim, og
nú hefur einn slíkur verið stofn
aður í Reykjavík. Hann heitir
Hraðbraut og formaður er Ós-
vald Ólafsson. Til þess að fyrir-
hyggja allan misskilning er víst
rétt að taka það fram strax, að
bílarnir sem notaðir eru eru
ekki stærri en lófi manns, og að
félagar klúbbsins smíða þá sjálf
ir.
Bílarnir eru með litlum rafmót
orum og er ekið eftir sérstökum
bílabrautum. Brautirnar eru
nokkuð dýrar og klúbburinn hef
ur ekki enn efni á að eignast
eina slíka. Hinsvegar hafa þeir
aðgang að brautum í Tómstunda
höllinni við Laugaveg, þar eru
fimm brautir með þrem sporum
hver. Þeir 34 sem þegar eru orðn
ir klúbbsfélagar hafa orðið sér
úti um ýmsa þá hluti sem þarf
til að byggja hraðskreiðan kapp-
akstursbíl og selja þeim sem þess
óska.
- EIGA ÞEIR ...
Framh. af bls. 19
þykkt sem gerð var um kaup á
einni gröfu til landsins og það
einmig að hún ætti að fara til
Eyjafjarðar. Þar með lásu þeir
Þórður og Björn dauðadóm yfir
ininflutningi á sinni gröfu. Þeg-
ar svo var komið varð ekki lemg
ur beðið átekta, Björn Lárusson
fór til Reykjavíkur til viðtals
víð Árna G. Eylands og land-
búnaðarráðherra. Það er þetta
samtal sem Ámi talar um. En
Björn fór ekki til fundar við
Árna til þess að biðja hann um
að panta skurðgröfu fyrir þá
Þórð og Bj öfn. Sú grafa var
pöntuð löngu áður. Þegar Björn
var korhinn til Reykjavíkur í
þetta sinn fékk landbúðaniarráð
herra fyrst vitneskju um áhuga
Þórðar og Björns á kaupum á
skurðgröfu. Landbúnaðarráð-
herra, Hermann Jónasson, tók á
málinu eins og hans var von.
Hanin gerði ráðstafanir til þess
að bæta úr glöpum Áma ef
hægt væri. Útkoman varð sú að
til landsins komu tvær skurð-
gröfur nær samtímis. Ástæðu-
laust er fyrrr Ároa G. Eylands
að draga nöfn þeirra Pálma
Einarsisonar og Runólfs Sveins-
sonar inn í þessar umræður. En
verður þó til þess a'ð fría þá
ámæli vegna andstöðu við inn-
flutnimg skurðgröfu 1941. Það
liggur nokkuð ljóst fyrir að
Árni hefur dulið þá samverka-
menn sína í verkfæramefnd hins
sanma í málinu. Árni G. Eylands
vildi eiga heiðurinn að því að
verða upphafsmaður að inn-
flutningi skurðgrafna til lands-
ins. Hann tapaði áf strætiisvagn-
inum með þá áætlun. f krafti
valds síns sem formaður verk-
færanefndar, framkvæmdastjóri
Grænmetisverzlunar rikisins og
forstjóri Vélasjóðs virðist hann
hafa ætlað að þvinga hjól sög-
umnar sér í hag. En ein ósann-
indin bjóða öðrum heim. Svo
hefur Áma G. Eylands farið í
þesisu máli. Hcinn hefur skrifað
ritgerðir og bækur, sem fjalla
um þetta mál, en allt er það með
sama markinu brennt að forðast
rétta frásögn af fyrsta aðdrag-
anda að innflutningi skurðgröfu
1940 eða 1941. Röng frásögn af
því atriði hefur dregið á eftir
sér keðju af samkonar frásögn-
um. Það virðist hafa verið mjög
að vonum að Bjöm Lárusson
sagði eftir lestur einnar ritgerð
ar Áma: „Því miður var ekkert
skriflegt, við treystum þeim.“
Þessi ummæli segja sína sögu.
Ég mun ekki hafa þessi orð til
Árna G. Eylands mikið fleiri að
sinni. Öll grein hans og skæting
ur til mín er ofinn í kring um
þau ósannindi Árna að hann
hafi ekki vitað um tilraunir Þórð
ar Ásmundssonar og Björns Lár
ussonar fyrr en í árslok 1941 þó
sannleikurinn sé sá að Árnl
fylgdist með tilraunum Þórðar
frá byrjun árs 1941. Og með
þeirri fullvissu er öll uppistaða
og ívaf í grein Árwa G. Eylands
ókræsilegur grautur, sem eng-
inn lítur til nema með ógleði.
Þeár eiga sorglega sjaldan sam-
leið, Ároi G. Eylands og sann-
leikurinn.
Kópavogi 20. júní 1968
Þorvaldur Steinason.
2
LESBÓK BARNANNA
LESBÓK BARNANNA
3
um getað skemmt okk-
ur“, hugsaði hann.
„Bara að Kalli kanína og
Rauðki íkorni gætu orðið
vinir aftur“.
Dag nokkurn heyrði
Lalli þefdýr í nokkrum
drengjum og stúlkum í
skóginum. Þau töluðu og
hlóu.
Hann faldi sig á bak
við tré þar sem hann gat
horft á þau. Hvað í ósk-
öpunum voru þau að
gera hérna í skóginum?
Börnin voru öll með
litlar, fallegar körfur, og
þau fylltu þær með
blómum.
„Hvað á ég að gera
við körfuna mína?“
spurði lítill drengur aft-
ur og aftur. „Hvað á ég
að gera við hana?“
„Þú átt að setja sum-
arkörfuna við dyrnar hjá
einhverjum, sem þér þyk
ir mjög vænt um, kján-
inn þinn“, sagði stóra
systir hans. „Allir vita
hvað á að gera við surn-
arkörfu".
Eftir skamma stund
höfðu öll börnin fyllt
körfuna sína. Og þau
hlupu aftur heim til sín.
Lalli þefdýr stóð og
hugsaði. Hann hugsaði
um sumarkörfurnár.
„Nú veit ég hvað ég á
að gera“, sagði hann
loks. „Ég veit það sko al-
veg“.
Hann hljóp um í skóg
inum og leitaði og leit-
aði. Loks fann hann það
— tvö yfirgefin hreiður!
Því næst týndi hann
allar tegundir blóma,
sem hann gat fundið.
Hann týndi gul og blá
og rauð blóm og einnig
nokkur hvít og gulllituð.
Síðan setti hann blóm-
in i hreiðrin, sem nú litu
út eins og fallegustu sum
arkörfur.
„Aðeins eitt í viðbót",
sagði hann.
í miðjuna á öðru hreiðr
inu setti hann stærðar
gulrót.
Og í miðjuna á hinu
hreiðrinu lét hann stóra,
brúna hnetu.
Án þess að nokkur
sæi hljóp Lalli þefdýr að
húsi Kalla kanínu. Hann
setti aðra körfuna við
dyrnar og hljóp síðan að
húsi Rauðka íkorna og
setti hina körfuna við
dyrnar þar.
Því næst hljóp Laili
þefdýr í felur.
Kalli kanína var heima
í slæmu skapi. Hann var
að hugsa um hvað það
hefði verið gaman í elt-
ingaleik.
Hann saknaði vina
sinna, en það myndi
hann aldrei segja asnan-
um honum Rauðka
íkorna. Eftir stutta stund
fór hann út, og þarna á
tröppunum var falleg
sumarkarfa. Og í miðri
körfunni var stór hneta!
„Nei sko, þetta er sum-
arkarfa", sagði Kalli kan
ína. „Falleg sumarkarfa
fyrir mig. Og hún er frá
Rauðka íkoma. Ég sé það
á hnetunni. Líklega vill
hann að við ýerðum vin-
ir aftur“.
Rauðki íkorni var líka
heima í húsinu sínu og í
slæmu skapi. Hann var
að hugsa um hvað það
hefði verið gaman að
leika sér við Kalla kan-
ínu og Lalla þefdýr. En
Það myndi hann aldrei
segja Kalla kanínu —
aldrei!
Eftir skamma stund
ætlaði hann út — og
þarna við dyrnar sá hann
sumarkörfu, fulla af
blómum. Og í miðri körf
unni var stór gulrót.
„Þetta er sumarkarfa
fyrir mig“, sagði Rauðki
íkorni. „Og það er gulrót
í henni miðri. Hún hlýt-
ur að vera frá Kalla kan-
ínu. Hann vill líklega
sættast við mig“.
Þetta var einmitt það
sem Lalli þefdýr hafði
vonazt til. Hann flýtti
sér út, og þeir léku sér
allir saman.
Fyrst fóru þeir í felu-
leik. Síðan fóru þeir í
alls konar eltingaleiki.
Og mikið skemmtu
þeir sér vel. Þeir léku
sér svo lengi að þeir
þurftu að hvíla sig á eft-
ir.
Þá sagði Kalli kan-
ína. „Þakka þér fynr
sumarkörfuna, Rauðki
íkorni".
En Rauðki sagði: „Sum
arkörfu? Ég hef enga
sumarkörfu. En ég þakka
þér fyrir þessa fallegu
körfu, sem að þú gafst
mér“.
„Sem ég gaf þér?“
sagði Kalli kanína „Ég
gaf þér enga sumarkörfu.
Eitthvað er þetta undar-
legt“.
Og þeir litu báðir á
Lalla þefdýr. Vesalingur
Lnn. Fyrst horfði hann á
Kalla kanínu. Því næst
horfði hann á Rauðka
íkorna. Og loks leit hann
skömmustulega niður.
„Þú hefur gert það“,
sagði Kalli kanína. „Til
þess að við yrðum aftur
vinir".
„Já“, sagði Lalli þef-
dýr niðurdreginn. „Ég
gerði það“.
Kalli kanína og Rauðki
íkorni réttu úr sér og
horfðu hvor á annan.
Kalli kanína reyndi að
vera reiður. Hann reyndi
og reyndi.
Rauðki íkornl reyndi
líka að vera reiður. Hann
reyndi og reyndi.
Þeir gátu ekki orðið
reiðir vegna þess að þeir
skemmtu sér svo vel sam
an.
Þeir gátu ekki orðið
reiðir vegna þess að þeir
voru svo ánægðir að
vera aftur orðnir vinir.
„Jæja, þetta var falleg
sumarkarfa", sagði Kalli
kanína. „Og ég skal
geyma fyrir þig hnet-
una“.
Og Rauðki íkorni hló
líka. „Ég geymi í stað-
inn fyrir þig gulrótina".
Og viniroir þrír héldu
áfram að leika sér, langt
fram á kvöld.
HVAÐ ER ÞETTA?
Dragið strik frá 1 til 29 og þá munið þið sjá allt
annað en þið bjuggust við.