Morgunblaðið - 02.08.1968, Síða 14

Morgunblaðið - 02.08.1968, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 19«8 SKAGFIRÐINGUM ber sam- an um, að vandihttur sé bón- betri og hjálpsamari maður en Jón Nikódemusson. Þar að auki er hann þjóðhagi og hug vitsmaður, þó að hann vilji lítt flíka því. Ef stykki bil- ar í búvél eða báti, þá er bara að fara með það til hans Jóns Nikk, og • hvort sem hann gerir við það eða smíð- ar annað nýtt í staðinn, þá er segin saga, að það er snöggt um betra en það var í upp- hafi. í smiðjunni hjá honum gildir ekkert „bráðum“ eða „seinna“, — það er ekkert tvíónað við hlutina, það er gert við þá strax. Hann veit sem er, að töfin af biluninni getur orðið náunganum dýr, og þess vegna má ekki láta viðgerðina dragast. Fyrir þetta hafa margir blessað Jón Nikódemusson. Mér lék mikill hugur á að hitta Jón að máli stutta stund og ekki hafði ég sveimað lengi um götur Sauðárkróks, þegar ég sá höfuð hans og herð- ar standa upp úr hitaveitu- skurði í Skagfirðingabraut. Ég spurði hikandi, hvort ég mætti tefja hann stundarkorn. - Jón Nikódemusson, hitaveitustjóri, hjá Áshildarholtsvatni — Á bak við hann er hluti af jarð- birunum, sem hann smiðaði — (Ljósm.: Sv. P.) Komst f Ijótt upp á lag mei það // // Spjallað við völundinn Jón Nikódemusson, hitaveitustjóra á Sauðárkróki „Já, ég þarf aðeins að segja þessum mönnum hérna, hvað þeir eiga að gera, en svo þarf ég að skreppa suður í daelu- stöð. — Bíllinn minn er hérna rétt hjá, komdu bara á eftir mér og þar getum við rabbað saman.“ Fáum mínútum síðar elti ég bílinn hans Jóns suður að dælustöð Hitaveitú Sauðár- króks við Áshildarholtsvatn. Þar snarast Jón inn í svækj- una og hávaðann, lítur á mæla, þrýstir á rofa, snýr hjólum, þuklar á leiðslum. Svo kemur hann út aftur, sezt á útitröppurnar og segir: „Jæja nú getum við talað saman. En brýndu róminn, kunningi, vélarnar eru bún- ar að taka af mér skörpustu heyrnina." „Hvaðan ertu, Jón og við hvað hefurðu einkum fengizt um dagana“ „Ég fæddist í Holtskoti í Seyluhreppi árið 1905, og báð- ar ættir mínar eru skagfirzk- ar. Ég hef verið búsettur hér samfleytt í 40 ár. Ég var við járnsmíðanám hjá Guðmundi Björnssyni vélsmið á Siglu- firði á unglingsárunum, og svo var ég á Akureyri nokk- ur ár hjá Bjarna Einarssyni, skipasmið, lengst af vélamað ur á bátum, sem hann átti, svo sem póstbátnum Mjölni í 3 ár og svo á Voninni. 1928 gifti ég mig og fluttist hingað til Sauðárkróks. Konan min heit ir Anna Friðriksdóttir og er frá Akureyri." „Við hvað starfaðirðu hér framan af“ „Ég var fyrst við vélgæzlu í frystihúsi kaupfélagsins og fékkst líka við viðgerðir á ýmsum vélum, mest bátavél- um. 1937 tóku gildi ný iðn- lög, sem náðu til staða utan kaupstaðanna. Ég var þá rétt- indalaus, svo að ég dreif mig til Akureyrar og tók þar sveinspróf í vélvirkjun. Upp frá því kom ég mér hér upp stærra verkstæði með sæmi- legum véla- og tækjakosti og vann þar með frystihúsvinn- unni til 1946. Þá hætti ég al- veg við frystihúsið og hafði verkstæðið eingöngu, þangað til hitaveitan kom. Þar að auki fékkst ég töluvert við miðstöðvarlagnir og svo hef ég séð um vatnsveituna síð- an 1947.“ „Hefurðu ekki fengizt mik ið við nýsmíði" „Það er nú minna um það, þetta hafa mest verið viðgerð ir. Ég hef þó smíðað dálítið af olíukyndingum og kötlum í sambandi við þær. Svo setti ég þær upp, náttúrulega. — Nú, ég veit ekki, hvort tekur að nefna það, en einu . sinni setti ég upp vatnsrafstöð á Hól um í Hjaltadal fyrir Krist- ján Karlsson og gerði það mest af eigin brjóstviti. Nú er sú stöð að mestu niður lögð, síðan Skagafjarðarveit- an kom.“ „Eitthvað hef ég heyrt um endurbætur þínar á miðstöðv areldavélum". „Hefurðu heyrt það, jæja. Það er nú einhver misskiln- ingur samt. En þannig var, þegar ég kom hingað fyrst, að mikið var um það, að hit- unarkerfi væru lögð út frá venjulegum eldavélum, sem voru ekki raunverulegar mið- stöðvareldavélar. í Morsö og fleiri tegundum voru stórir pottkassar utan um eldhólf- ið, en í öðrum voru hringa- pípur. Hitaflöturinn var því lítill og hitunin eftir því. Ég keypti hér hús 1928, og þar var venjuleg eldavél. Þá hugs aðist mér — og ég veit ekki annað en ég hafi byrjað á þessu — hafði a.m.k. enga fyrirmynd — að útbúa plötu- járnskassa innan í eldhólfið og lagði svo hitalögn út frá honum. Það munaði miklu, hve miklu stærri hitaflötur fékkst með þessu. Kassinn kom eiginlega í staðinn fyrir múrningu. Ég smíðaði marga svona kassa og lagði mið- stöðvarkerfi út frá þeim. Svo gekk ég þannig frá, að hægt var að hækka ristina, þegar eldað var, og lækka hana, þeg- ar upphitað var.“ „Segðu mér eitthvað um hitaveituna.“ „Hér var borað fyrst 1947, að mig minnir, og þá fengu þeir hér upp úr tveimur hol- um eina 16 1-sek. af 59 gr. og 68 gr. heitu vatni. Eitt- hvað minnkaði það nú seinna, en þegar það var tekið til notkunar, voru um 13 1-sek til ráðstöfunar. 1951 var sam- ið við ábúendur Sjávarborg- ar, en Áshildarholtsvatnið er í landi þeirra, um hitarétt- indin, og í samningunum var áskilið, að heitt vatn skyldi lagt þangað heim. Ég tók það að mér sama ár, og 1952 var byrjað á hitaveitunni fyrir Sauðárkrók. Síðan hef ég unnið við hana og nærri ein- göngu síðustu 3-4 árin. — 1953 var aftur borað á vegum Jarðborunardeildar, og bætt- ust þá við 4 1-sek. Komizt var af með þetta til 1957.“- „En hvernig var það, smíð aðir þú ekki jarðbor sjálf- ur“ „Jú, mér datt reyndar í hug, að bezt væri að smíða bor sjálfur, það yrði mikill hagur fyrir bæinn að þurfa ekki að flytja bor og mann- skap að sunnan. Það kostaði tugi þúsunda í hvert skipti. Ég byrjaði á bornum 1955 og hafði á honum sama fyrir- komiulag og á boruan Jarð- hitadeildar. Svo fékk ég hjá þeim meitla o.fl., sem ekki var gerandi fyrir mig að smíða, og þeir greiddu mjög vel fyrir því. Ég var á þriðja ár með hann í smíðum, alveg í hjáverkum frá ýmsu öðru og alltaf einn nema tvær síð- ustu vikurnar, þá hafði ég mann með mér. Smíðaði bor- inn algerlega á minn kostnað og fór ekki fram á fimmeyr- ingsgreiðslu, fyrr en eftir að byrjað var að bora.“ „Hvenær v(fr það“ „Við byrjuðum 5. desem- ber 1957. Ég stjórnaði born- um sjálfur og komst fljótt upp á lag með það. Við fengum ágæt afköst. í byrjun marz 1958 fengum við upp 10-12 1-sek af 70 gr. heitu vatni. Við fylltum upp tanga hér út í vatnið og boruðum þar, en staðurinn var valinn í sam- ráði við verkfræðinga Jarð- borunardeildar, sem voru búnir að kortleggja svæðið. Alls höfum við borað hérna 5 holur, og sú dýpsta er 162 metrar. Svo boraði ég eina holu á Ólafsfirði 1959.“ „Hefur þetta vatn nægt kaupstaðnum til upphitun- ar“ „Jarðborunardeild hefur borað tvær holur síðan. Önn- ur er 378 m djúp, og gaf 20 1-sek af 73 gr heitu vatni, en hin er ca. 480 m djúp, og úr henni komu 15 1-sek af 70 gr. vatni. Hún er í landi Sauðárkróks. Nú erum við prýðilega birgir af vatni í bráðina, þó að aðeins hafi minnkað í holunum. öll íbúð- arhús og verzlunarhús og flest verkstæði í kaupstaðn- um eru hituð með jarðvatni." „Hver er hitunarkostnaður- inn að meðaltali" „Að jafnaði eru teknir 3- 3,5 mínútulítrar á meðalibúð, og eru þeir seldir jafnt yfir allt árið. Hver mínútulítri kostaði 100 krónur á mánuði þangað til í marz í vetur, þá hækkaði hann í 120 krónur. Þetta gerir um 4000 krónur á meðalíbúð fyrir hækkunina, en er nú hátt í 5000 krón- ur, miðað við allt árið. Ég held, að það geti ekki heitið mikill hitunarkostnaður. Þar a auki eru heimtaugagjöldin ímjög væg, en þau greiðast í eitt skipti fyrúr öll. — Hita- veitan hefur alveg nægt í mestu frostunum, t.d. gekk allt ágætlega í vetur, þó að hörkur væru miklar. — Ég hef heldur ekki orðið var við það, að kísill settist innan í ofana eða pípur. Rör, sem ég hef tekið í sundur, eru alveg laus við hann.“ „Standa einhverjar fram- kvæmdir yfir núna“ „Það er verið að endur- nýja rúmlega 600 metra lagn- ir í Skagfirðingabraut og leggja þær alveg að iiýju. Þar voru járnleiðslur innan í asbeströrum, og þær voru farnar að tærast og orðnar ónothæfar. Tréklossar undir pípunum drukku í sig þétt- ingarvatn, og svo ryðgaði út frá þeim. f staðinn eru lagð- ar asbestpípur í steyptum stokkum." Þar með kvaddi Jón Nikó- demusson og var þotinn að líta eftir gangi verksins í skurðinum í Skagfirðinga-- braut. Sv. P. Vantar nokkra menn við lóðarstandsetningu. — Uppiýsingar milli kl. 7 og 8 í síma 20875. Fróði Br. Pálsson. Verzlunar-, skrifsfofu- og geymsluhúsnœði óskast til leigu nú þegar eða í haust. Þarf að vera 150 til 250 ferm. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudags- kvöld, merkt: „8247“. Þættir um efnahagsmál — Safn ritgerða og erinda, eftir Magna Guðmundsson KOMIN er út bók eftir Magna Guðmundsson hagfræðing, Þætt- ir um efnahagsmál, safn ritgerða og erinda, sem höfundur hefur birt í dagblöðum og flutt í út- varp á allmörgum undanförnum árum. Hafa margoft verið born- ar fram óskir um, að ritgerðir og erindi Magna væru birt í bók- arformi, og er komið til móts við þær óskir með útgáfu þessarar bókar. í formála bókarinnar farast höfundi m.a. orð á þessa leið: „Greinarnar túlka aðeins mín- ar eigin skoðanir, en ekki skoð- anir neins stjórnmálaflokks né hagsmunahóps .... Þeim fer sí- fjölgandi, sem láta sig atvinnu- og fjármál þjóðarinnar nokkru skipta. Væri ég mjög ánægður, ef lesendur gætu fundið í kveri þessu fróðleik og lærdóm, er þeim mætti verða að gagni.“ í bókinni eru fjórtán greinar, þar á meðal greinarnar Atvinnu vandamálið, Einokunarvandamál ið, Bankamál, E B E, Erlent einkafjármagn, Verðbólga, Hag- ræðing og Alþingi og alþingis- menn. — Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Eddu h.f. Útgef- andi er Hlaðbúð h.f. Höfundur bókarinnar, Magni Guðmundsson, lauk prófi frá Menntaskólanum á Akureyri og prófi í forspjallsvísindum vfð Há skóla íslands. Lagði að því búnu stund á viðskiptafræði við verzl unarháskóla í París (Ecole des Hautes Etudes Commer<|iales), sem starfar í nánum tengslum við Sorbonne. Sneri síðan til Kanada og innritaðist i McGill University, Montreal, sem er einn kunnasti háskóli í Vestur- álfu. Lauk hann þaðan brottfar- arprófi í hagfræði og stjórnvís- indum vorið 1946 með mjög glæsilegum árangri. — Síðan hefur Magni starfað í viðskipta- lífinu, rekið innflutningsverzlun og veitingahús og jafnframt unn ið fyrir opinbera aðila.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.