Morgunblaðið - 02.08.1968, Síða 16
16
MOKGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1968
Útgefandi
Framk væmdas t j óri
Ritstjórar
Ritst j órnarfulttrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Askriftargjald kr 120.00
1 lausasölu.
Hf Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjöm Guðmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
á mánuði innanlands.
Kr. 7.00 eintakið.
SNUUMST AF
DJÖRFUNG GEGN
ERFIÐLEIKUNUM
17orsetaskipti fóru fram í
* í gær. Þjóðin kvaddi for-
seta sinn um 16 ára skeið,
herra Ásgeir Ásgeirsson og
bauð velkominn til starfa í
tignasta embætti þjóðarinnar
nýkjörinn forseta, herra
Kristján Eldjárn- f ræðu, sem
hann flutti við embættistök-
una, minnti hann á þau góðu
lífskjör, sem þjóðin býr við
og sagði að dugur og mennt-
un þjóðarinnar hefði ráðið
miklu um að hún hefði náð
því marki, að njóta lífskjara
til jafns við það sem bezt
gerist með öðrum þjóðum.
Um þetta sagði herra Krist-
ján Eldjárn m.a.: „Til að ná
þessu marki hefur þjóðin lagt
á sig mikla vinnu og það er
sannfæring mín, að öll stjórn
völd, sem í landinu hafa ver-
ið hverju nafni, sem þau
nefnast, hafi lagt sig af al-
hug fram um að greiða fyrir
þessari þróun og efla hana.
Markmið vor allra í þessum
efnum er hið sama, þótt deilt
sé um króka og keldur á leið-
inni að markinu. Ég legg sér-
staka áherzlu á þetta og
minni ekki hvað sízt hina
ungu gagnrýnu kynslóð á að
vanmeta ekki það sem hér
hefur áunnizt, því að áður en
varir verður það hún, sem
f ^kur við og ber ábyrgð á,
hvernig framhaldið verður.
En nú þegar harðnar í ári um
sinn, eins og það hefur oft
gert áður, hlýtur það að
vera keppikefli vort umfram
allt, að glata ekki því, serfl
vér höfum fengið, heldur
standa af oss erfiðleikana
með útsjón og fyrirhyggju og
nota hvern möguleika til að
efla atvinnuvegi vora til
lands og sjávar. Við þessu
verður að snúast af djörfung,
samhug og þjóðhollustu.
Land vort er hart og misgjöf-
ult, en þjóðin dugmikil og
vakandi og hendurnar vinnu-
fúsar. Því ber að trúa og
treysta, að sú verði gifta vor,
að hér verði áframhaldandi
þróun til velmegunar og vel-
líðanar undir samhentri
stjór'n þeirra forustumanna,
sem þjóðin hefur til þessa
verka kvatt. Ef þessu frum-
skilyrði tekst að fullnægja þá
á ísland og íslenzk menning,
sem ég nefndi markmið vort
að pfla, bjarta framtíð fyrir
höndum“.
í ræðu sinni gerði he&ra
Kristján Eldjárn einnig að
umtalsefni menningu þjóðar-
innar og samskipti við önnur
ríki. Hann sagði:
„Illt og gott hefur skipzt á
í aldanna rás, svo sem vænta
má en arfinum, sem forfeð-
ur vorir höfðu með sér að
heiman í nýtt land höfum vér
ekki glatað og dæmi þess
blasa við hvert sem litið er.
Hin ríka tilfinning fyrir því
að vera sérstök þjóð, þótt fá-
mennir séum, viljinn til sjálf-
stæðis og að ráða sjálfir mál-
um vorum, hin forna tunga,
sem enn leikur oss á vörum
og bókmenntaarfurinn, sem
henni er tengdur. Og hugsun-
arháttur vor og viðhorf eru
á fleiri lund en margan grun-
ar, runninn af fornum arfi.
Þetta allt og fjölmargt annað
myndar til samans eina heild,
sem einu nafni kallast ís-
lenzk menning. Markmið
vort sem þjóðar er að varð-
veita hana, efla og göfga, og
þó án einstrengingsskapar
eða ofmetnaðurfullrar þjóð-
ernisstefnu. Enda er íslenzk
menning ekki einangrað
fyrirbrigði heldur einn drátt-
urinn í heildarsvip vestrænn-
ar menningar, en að vísu sá
sem oss er kærastur og trúað
fyrir að ekki afskræmist. Og
það gerir hann svo bezt, að
hann skýrist og göfgist í sam-
ræmi við það, sem bezt er í
heildarmyndinni. íslenzk
menning hefur ætíð þegið
frjóvgandi áhrif frá menn-
ingu annarra þjóða, hún hef-
ur ekki einangrazt, jafnvel á
þeirri tíð, þegar landið var
langt úr þjóðbraut og hún
gerir það ekki enn og má
ekki gera það- Sú er sannfær-
ing mín, að þetta sé hið æðsta
takmark þjóðar vorrar, að
treysta þjóðmenningu vora
af fornri rót, í sívakandi
snertingu við það sem bezt er
og heillavænlegast ‘í fari
þeirra menningarþjóða, sem
vér eigum samskipti við.“
PÉTUR OTTESEN
Oændahöfðinginn, útvegs-
® frömuðurinn og þingskör-
ungurinn, Pétur Ottesen á
Ytra-Hólmi í Borgarfjarðar-
sýslu, á í dag áttræðisafmæli.
Á slíkum tímamótum í lífi
þessa mikilhæfa og sérstæða
manns er margs að minnast.
Pétur Ottesen hefur þegar á
unga aldri þátttöku í stjórn-
málum. Hann situr á þingi
fyrir Borgarfjarðarsýslu í 44
ár, eða lengur en nokkur ann-
VMJ
UTAN ÖR HEIMI
Geta viðræður stöðvað
vígbúnaðarkapphlaupið?
„Samskipti Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna eru nú vin-
samlegri en oft áður“. Þetta
er ályktun, eftir að stórveld-
in hafa nýlega undirritað einn
samning um kjarnorkuvopn
og undirbúið viðræður um ann
an. En menn ættu að varast
að álíta, að Sovétríkin láti
undan síga á nokkru sviði.
Það á eftir að koma í ljós
hvort vígbúnaðarkaupphlaup
ið stöðvast á næstunni. John-
son forseti tilkynnti 1. júlí,
að Rússar hefðu fallizt á við-
ræður um afvopnun, er næði
til allra kjarnorkuvopna. Sov
étríkin hafa árum saman vís-
að frá öllum tillögum um slík
ar viðræður. Á sama tíma og
Johnson sagði frá þessu, var
undirritað samkomulag um
bann við útbreiðslu kjarn-
orkuvopna, sem Bandaríkin
og Sovétríkin unnu sameig-
inlega að á þingi Sameinuðu
Þjóðanna.
Margir álíta, að þessi ár-
angur beri vitni batnandi sam
búðar stórveldanna tveggja.
En þegar nánar er að gáð,
kemur annað í ljós. Ekki hef
ur verið um neina eftirgjöf
að ræða af hálfu Rússa og
ekki hefur verið neitt lát á
framleiðslu gereyðingavopna í
Sovétríkjunum. Ekki hefur
dregið úr vopnasendingum
Rússa til Vietnam og ekki
virðist neinn bilbugur á að-
gerðum þeirra í Þfzkalandi.
Og þeir halda áfram afskipt-
um af málefnum landanna við
botn Miðjarðarhafs.
Það er enginn vafi á því,
að Sovétmenn munu halda á-
fram viðleitni sinni að komast
til áhrifa um allan heim á
kostnað Bandaríkjanna. Og
það er fullvíst, að samvinna
Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna mun vera mjög takmörk
uð á meðan Kreml er í hönd-
um kommúnista af gamla skól
anum.
Meðal embættislanna í Was
hington er ríkjandi nokkur
bjartsýni á væntanlegar við-
ræður um stöðvun vígbúnaðar
kapphalupsins. Ástæðurnar
eru þessar:
1. Efnahagskerfi Sovétríkj
anna er mjög alþrengt vegna
vaxandi kröfuhörku neytenda
og stórhækkaðra útgjalda til
hermála. Til þess að smíða
byssur og afla smjörs verða
stjórnendurnir að leggja höml
ur á efnahagsþróunina í fram
tíðinni.
2. Sovézkir leiðtogar hafa
áhyggjur af uppgangi Kín-
verja. Það er vafalaust ein
af ástæðunum til meiri sam-
vinnuvilja við Bandaríkin.
3. Sovétríkin hafa náð
Bandaríkjunum í framleiðslu
eldflauga sem flutt geta
kjarnorkuvopn og komizt
lengra í eldflaugavörnum. Ef
smíði kjarnorkuvopna væri
stöðvuð núna, kæmi það ekki
niður á Sovétríkjunum.
Síðustu sex árin hafa Rúss
ar lagt gífurlega áherzlu á
smíði eldflauga, sem borið
geta kjarnorkuvopm milli
heimsálfa og hefur þeim tek-
izt að brúa hið mikla bil, sem
var milli þeirra og Banda-
ríkjamanna á því sviði. Árið
1962 áttu Rússar 50 slíkar
eldflaugar en Bandaríkja
menn 233. árið 1965 áttu
Rússar 280 flaugar en Banda
ríkjamenn 854 og nú eiga
Rússar 1000 slíkar eldflaugar
en Bandaríkjamenn 1054.
Þessi þróun veldur því, að
Sovétmenn geta nú gengið að
samningaborði á jafnréttis-
grundvelli. Og sama þróun er
á mörgum öðrum sviðum.
Sovétrikin hafa komið sér
upp tækjum, sem unnt verð-
ur að nota til þess að gera
sprengjuárásir utan úr geimn
um. Bandaríkjamenn ákváðu
árið 1965 að leggja ekki í
smiði slíkra vopna.
Sovétmenn vinna af
kappi að undirbúningi mann-
aðra geimstöðva. sem unnt
verður að nota í hernaðar-
þágu. Skortur á fjárveiting-
um tefur Bandaríkjamenn í
smíði slíkra stöðva fram á
næsta áratug.
Rússar hafa smíðað kjarn
orkuknúinn kafbát, sem er
bæði hraðskreiðari og hljóð-
látari en kafbátar Banda-
ríkjamanna. Þeir eru enn-
fremur að hleypa af stokk-
unum kafbátum, sem skotið
geta eldflaugum svipuðum
bandarísku Polaris-kafbátun-
um.
Sovétmenn ógna yfirburð
um Bandaríkjamanna á Miðj-
arðarhafi með eflingu flota
síns þar. Þar á meðal eru
mörg skip, sem hafa eldflaug
ar um borð.
Á meðan Sovétríkin við-
halda hernaðarmætti sínum í
Evrópu, draga Bandaríkin úr
herafla sínum þar.
Þótt útlitið sé þannig óhag
stætt Bandaríkjumum, hafa
þeir ennþá forystu á ýmsum
mikilvægum sviðum. Nú eiga
Bandaríkjamenn um 650 eld-
flaugar fyrir Polaris-kafbáta
en það mun taka Sovétmenn
að minnsta kosti 3 ár að koma
sér upp þeim fjölda kafbáta
flauga. Bandaríkin munu enn
um sinn hafa forystu á sviði
sprengjuflugvéla.
Nú er í Bandaríkjunum
unnið að nýjum eldflaugum,
sem munu geta borið allt að
10 sprengjur hver, og verður
hver sprengja hálfu öflugri
en þær sem lögðu Nagasaki
og Hiroshima í rústir. Talið
er, að Sovétmenn vinni einn
ig að slíkum flaugum, en
Bandaríkjamenn verða á
undan.
Undirbúningsvinna við ný
vopn hefur gengið fremur
seint í Bandaríkjunum að
undanförnu, bæði vegna kostn
aðar við stríðið í Víetnam og
einnig til þess að forðast
aukna hörku í vígbúnaðar-
kapphlaupinu.
Nú þegar líkur eru til þess
að brátt muni hefjast viðræð
ur um afvopnum, óttast marg
ir að stórlega dragi úr fram-
kvæmdum við ný vopn í
Bandaríkjunum, eða þær stöðv
ist alveg. Og margir óttast,
að ádráttur Rússa um viðræð
ur sé gefinn í því skyni að
draga enn úr vígbúnaði
Bandar ík j anna.
(Unnið úr grein í US. News
og World Report).
ar maður hefur átt sæti á Al-
þingi, fyrr og sí<iar. Hann er
jafnan í fararbroddi í bar-
áttunni fyrir efnahagslegri
uppbyggingu í landinu og öt-
ull málsvari beggja hinna
gömlu aðalatvinnugreina
þjóðarinnar, landbúnaðar og
sjávarútvegs. En um leið og
iðnaður tekur að vaxa upp í
landinu, gerist Pétur Ottesen
einnig ötull stuðningsmaður
hinnar nýju atvinnugreinar.
Hann skortir hvorki kjark né
víðsýni til þess að lýsa yfir
fylgi sínu við hina ungu stór-
iðju, sem nú er að rísa upp í
landinu.
Það eru menn með skap-
gerð og eiginleika Péturs
Ottesen, sem mestan þátt
áttu í að byggja upp Sjálf-
stæðisflokkinn á sínum tíma.
Pétur Ottesen hefur notið
trausts og vinsælda meðal
allra íslendinga, hvar í flokki
— Avarp forsetans
Framhald af bls. 8
geisa og ókyrrð gerir víða vart
við sig. Vér íslendingar eigum
eins og aðrir mikið undir því
hver rás heimsviðburða verður.
Þótt vér fáum litlu ráðið um
slíkt, ber oss þó að horfa veð-
urglöggum augum til allra átta
sjálfra vor vegna, og það má
vera oss mikið gleðiefni, að
sæmilegt jafnvægi er nú í þeim
heimshluta sem vér byggjum, og
batnandi sambúð milli þeirra
tveggja heimsvelda, sem ber við
sem þeir hafa staðið. Allir
hafa treyst vammleysi og
heiðarleik þessa borgfirzka
bónda, sem aldrei hikaði við
að segja skoðun sína skýrt og
skorinort, hvar og hvernig
sem á stóð.
Morgunblaðið árnar Pétri
Ottesen allra heilla á áttræð-
isafmæli hans, um leið og það
þakkar honum langa og góða
•amvinnu á liðnum tíma.
loft oss til beggja handa. Stefna
vor hlýtur að vera sú að eiga
gott og vinsamlegt samstarf við
allar þjóðir. Undir því eiig-
um vér mikið, en um menning-
arleg samskipti standa oss næst
hinar norrænu þjóðir, sem oss
eru skyldastar að uppruna, menm
ingu og viðhorfum. Tengsl vor
við þær mega ekki rofna, heldur
ber að efla þau eftir mætti.
Orð mín hér verða ekki öllu
fleiri. Ég tek við embætti for-
seta íslands með auðmýkt og full
vitandi um þá ábyrgð, sem því
fylgir, en um leið einráðinn í
að standa við hana eftir því se_m
mér endist vit og auðna til. Ég
vil, að því leyti sem í mínu
valdi stendur, leggja mig fram
um að láta gott af mér leiða í
öllu því er varðar heill og ham-
ingju þjóðarinnar í veraldlegum
og andlegum efnum og bið guð
að gefa mér styrk til þess. Ég
vona og bið, að mér auðnist að
eiga gott samstarf við stjórn-
völd landsins og hafa lífrænt
samband við þjóðina, sem mig
hefur kjörið til þessa embættis.
Hjá fólkinu í landinu mun hug-
ur minn verða.