Morgunblaðið - 02.08.1968, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1968
17
r ■
Pétur Ottesen áttræður
HINN 2. dag ágústmánaðar 1874
hófst hin fyrsta af þrem miklum
þjóðhátíðum, sem íslendingar
hafa haldið. Var hún haldin til
minningar um þúsund ára byggð
í landinu. Þá gekk í gildi ný
stjórnarskrá samtímis því sem
lauk einveldi konungdómsins,
er staðið hafði óslitið í 212 ár.
Það getur tæpast orkað tví-
mælis, að þessi þjóðhátíð
markaði tímamót í sögu ís-
lands og það svo, að efa-
samt er, að aðrir atburðir
hafi fremur vakið íslendinga og
fylkt þeim til sóknar að því
marki, að þjóðin yrði bjargálna,
frjáls og fullvalda. Þessi hátíð
varð henni vitjunartími, þjóðin
fékk aukna trú og skilning á
menningu sinni, og sjálfstæðis-
þráin fékk byr undir báða
vængi.
Réttum fjórtán árum síðar, eða
2. ágúst 1888, fæddist á Ytra-
Hólmi í Borgarfirði Pétur Otte-
sen, fyrrum alþingismaður.
Hann er því áttræður í dag.
Foreldrar hans voru hjónin Odd
geir Ottesen, hreppstjóri á Ytra-
Hólmi, og kona hans, Sigurbjörg
Sigurðardóttir.
Bæði voru foreldrar Péturs
af merku fólki komin. Faðir Sig-
urbjargar var Sigurður Vigfús-
son frá Efsta:Bæ í Skorradal,
afkomandi Jóns fræðimanns
Magnússonar, bróður Árna próf-
essors og handritasafnara. Af
Sigurði, sem talinn var búmaður
mikill og greindur svo af bar, er
komið margt vel gefið manndóms
fólk.
Oddgeir var sonur Péturs
Ottesen á Ytra-Hólmi, sem var
mikill sjósóknari og fékk á sinni
tíð „ærulaun iðni og hygginda"
frá landstjórninni. Hann var
Lárusson (Oddssonar) Ottesen,
en frá honum er Ottesensnafnið
komið. Lárus var sonur Odds
Stefánssonar, notariusar í yfir-
dómi á Alþingi. Albróðir Odds
var Sigurður, síðasti biskup á
Hólum, en hálfbróðir, samfeðra,
var Ólafur Stefánsson stiftamt-
maður, forfaðir Stephensensætt-
arinnar. Ekki verða ættir Pét-
urs frekar raktar hér, en úr því
að minnzt var á tengslin við
Stephensenættina, má geta þess,
að Ottesensættin keypti Ytri-
Hólminn einmitt af Stephensens-
ættinni, þar sem var frú Þór-
unn Stephensen, ekkja Hannesar
Stephensen. Er komið á annað
hundrað ára síðan það gerðist.
Nú situr þar að búi fjórði ætt-
liðurinn, Jón bóndi Ottesen, en
fimmta kynslóðin, vex upp undir
handarjaðri afa síns.
Eins og fyrr segir, var afi Pét-
urs sægarpur mikill, en Odd-
geir, faðir hans, mun hafa ver-
ið fremur heilsutæpur og eigi
þolað sjósókn, sem honum mun
þó hafa verið ætluð. Stofnaði
hann verzlun á Ytra-Hólmi um
1885. Hann stundaði síðan þann
atvinnurekstur lengst af og þótti
ætíð ráðvandur og hjálpsamur
maður. Ýmsar heimildir eru til
um Oddgeir, greinar og ljóð,
(Jak. Thor.). En þess eins er get-
ið hér, að til er bréf frá Odd-
geiri til Andrésar Fjeldsteð á
Hvítárvöllum, þar sem hann
ræðir um brýna nauðsyn þess að
bæta samgöngur við Borgarfjörð,
og kemur þar m.a. fram eindreg-
inn ahugi hans á því að koma á
reglubundinni siglingu milli
Reykjavíkur og héraðsins.
Ekki hefur eplið fallið fjarri
eikinni, því að þeir munu ekki
margir þingmennirnir, sem hafa
harðar barizt fyrir bættum sam
göngum hér á landi, en Pétur
Ottesen. Hitt má svo gjarna einn
ig rifja upp, að Sigurður Fjeld-
sted, sonur Andrésar á Hvítár-
völlum, varo einnig í röð þeirra,
sem bezt gengu fram í því að
auka»og efla samgöngur á sjó
við Borgarfjörð.
Borgfirðingar minntust þjóð-
hátíðarinnar 1874 heima í hér-
aði. Stóð Andrés Fjeldsteð fyr-
f þessu starfi kom Pétri það geta þess, að 1926 flutti Pétur
alltaf að gagni, að hann hafði
glögga þekkingu á atvinnuvegum
okkar, landbúnaði og sjávarút-
vegi. Hann var bóndi, en stund-
þingsályktunartillögu um að
skora á ríkisstjórnina að gera
ýtrustu tilraunir til þess að fá
samningnum við Stóra-Bretland
aði þó á yngri árum sjóróðra um landhelgi íslands breytt á þá
suður í Gerðum. Vopn hans í leið, að hún væri færð út á
baráttunni voru því og eru þekk- þann veg, að innan hennar verði
ing á högum, háttum, sögu og at- j firðir allir og flóar og helztu
vinnu landsmanna. Þekking á því, 1 bátámið. Þessi tillaga var sam-
hvernig bezt varð skorið upp og þykkt á Alþingi. Tillagan og
hvernig helzt mætti afla. Hann j rökstuðningur hennar lýsir
hlaut ekki mikla skólagöngu, en vel framsýni Péturs. Ef menn
hefur lesið margar bækur og bera þetta orðalag saman við
haft augun opin fyrir nýjungum. lyktir málsins, þarf ekki frek-
Hann mun fljótt hafa lært það, ari skýringar. Pétur vissi, að
að reynslan er bezti skólinn. Það verndunarsjónarmiðið var aðal-
mun og oft hafa komið honum atriði málsins. Fiskveiðilögsagan
að góðu haldi, að hann er með skipti máli, en víðátta landhelg-
afbrigðum minnugur. | innar að öðru leyti var í raun-
Þess er alls enginn kostur að innj ekki höfuðatriði.
reyna að rekja hér öll afskipti | Árið 1929 flytur Pétur Otte-
Péturs Ottesen af landsmálum sen enn þingsályktunartillögu á
eða héraðsmálum Borgfirðinga, Alþingi varðandi uppsögn sátt-
enda má það bíða síðari tíma málans frá 1901. Var tillagan
að kanna það efni nánar, því samþykkt, og í kjölfar þess herti
enn á Pétur vonandi eftir að Pétur enn á baráttu sinni og
sinna mörgum gagnlegum mái-
um.
Fullyrða má, að þau eru fá
fylgdi málinu þá svo fast eftir,
að sumum þótti nóg um.
En nú var svo komið, að þeim
framfaramálin, sem Pétur hefur fór stöðugt fjölgandi, sem gengu
Afmæliskveðjo frd formonni
Sjdffstæðisflokksins
PÉTUR Ottesen skipar ein- í áhuga hans fyrir rímum, út-
stakan sess ekki eingöngu í vit- gáfu þeirra og kveðskap. Sjálf-
und samtíðar sinnar heldur í stæðismaður hefur Pétur verið
sögu þjóðarinnar. Hann hefur bæði í gömlum og nýjum stíl,
setið lengur á Alþingi semþjóðjenda barizt af heilum hug fyrir
kjörinn þingmaður en nokkur j endurreisn lýðveldis og trygg-
annar. Allan þingtíma sinn var ingu þess með varnarsamstarfi
hann í hópi atkvæðamestu þing- við vestrænar lýðræðisþjóðir.
manna, enda falin þar ótal trún- Hér hefur ekki verið talið nema
aðarstörf og hafnaði þó þeim, fátt eitt af störfum Péturs Otte-
sem eftirsóknarverðust eru tal- sen í almennings þágu og er þess
in af mörgum svo sem forseta- 1 Þá ógetið, hvílík hamhleypa Pét
stöðu neðri deildar og ráðherra ur lengstum var til líkamlegrar
dómi. Mál þau, sem Pétur hefur , vinnu, jafnt til landbúnaðar
látið til sín taka eru fleiri en1 starfa sem sjóróðra. Það fer að
tölu verði á komið og lengi hef- j vonum, að Pétur hefur eignazt
ur hann haft forystu í helztu j og á marga vini, en aldrei hefur
hann gerzt veifiskati annarra
heldur ætíð farið sínu fram. En
því meiri er aðdáun frjálshuga
manna á þessum stórbrotna
manni, sem í dag á áttræðisaf-
mæli. Allir hans aðdáendur
senda honum nú innilegar ham-
ingjuóskir með þökkum fyrir
afrek í þágu alþjóðar.
Bjarni Benediktsson.
samtökum til styrktar bæði land
búnaði og sjávarútvegi. Þá gegn
ir hann enn stjórnarstörfum í
Sementsverksmiðju ríkisins, enda
eru fáir honum skilningsbetri á
þýðingu iðnaðar og engir skel-
eggari hvatamenn stóriðju á ís-
landi. Forn menning íslendinga
er runnin Pétri í merg og bein,
eins og meðal annars lýsir sér
ir hátíðarhöldum í Þingnesi á
gamlársdag. En önnur var hald-
| in á Skipaskaga 2. ágúst. Má
nærri geta, að heimamenn á Ytra
Hólmi voru þar nærstaddir. Þar
fóru fram umræður um marg-
háttuð framfaramál, og var með
al annars rætt um að efna til
kennslu þar í sveit, því að æsk-
an var námfús, en skóli enginn.
Þá var og rætt um að bæta sam-
göngur o.fl.
Þessi hátíðahöld höfðu djúp-
stæð áhrif á héraðsbúa. Þau
veittu þrá, sem blundaði með
fólkinu, nýja næringu, nýtt afl.
Upp frá þessu var aldrei slakað
á baráttunni. Eftir því, sem nær
færðist aldamótum, fjölgaði þeim
sem þátt tóku í þjóðarvakning-
unni. Næstu áratugina mótast
sjálfstjórn sýslufélaganna, og Al-
þingi tekst á við nýjan vanda,
m.a. stjórn fjármála þjóðarinnar.
Við þessar breyttu aðstæður í
landinu mótast æska og uppeldi
Péturs Ottesen.
Þegar öðrum áfanganum í
sjálfstæðisbaráttunni lauk árið
1904, var Pétur orðinn 16 ára
og þá reiðubúinn að gera allt
hvað hann mátti í baráttunni fyr
ir fullu frelsi.
Það duldist Borgfirðingum
ekki að Pétur var vel til for-
ystu fallinn, og sendu þeir hann
á þing árið 1916. Þar tók hann
strax drjúgan þátt í sókninni að
þriðja áfanga sjálfstæðisbarátt-
unnar, sem lauk 1918. Þá stað-
reynd má greina í sögu og lífi
flestra þjóða, að í kjölfar hvers
fengins frelsisáfanga, fylgja á-
vallt þjóðfélagsumbætur. Frelsið
var forsenda þess að menn hóf-
ust handa, tvíefldir. Við slík
tímamót er það gæfa hverrar
þjóðar að eiga kjarkmikla syni
og dætur, sem eru reiðubúin að
leggja hönd á plóginn. Pétur
Ottesen var fús að hefja sókn
á ný og það gerði hann líka, svo
að um munaði.
Allt hefur líf hans síðan ver-
ið ein samfelld barátta fyrir
sjálfstæði og velfarnaði fs-
lendinga. En barátta hans ein-
kennist alla tíð af þeirri stað-
reynd, að honum er fullljóst, að
ekki verður lifað af sjálfstæð-
inu einu saman, heldur verður
og að tryggja efnalega afkomu
þjóðarinnar. Undirstaða sjálfstæð
isins eru tryggir atvinnuvegir.
ekki látið sig varða, enda hefur
hann aldrei sparað krafta sína,
og tæplega mun oft hafa þurft
að leita véfrétta um afstöðu
hans.
Það er hins vegar kunnugt, að
hann hefur hafnað vegtyllum,
sem honum hafa borizt. Er ekki
óhugsandi að hann hafi talið t.d.
ráðherradóm þrengja um of að
sér.
Þó skal hér getið nokkurra
mála, sem mér virðast einkum
setja svipmót á starfsferil Pét-
urs, og er þá rétt að hafa í huga,
að ekki verður getií afskipta
hans af mörgum málum, sem
mundu þó ein nægja til þess að
halda á loft nafni hans.
Virðist þá rökrétt, í framhaldi
af því, sem áður hefur verið
sagt um þátt Péturs í sjálfstæðis
baráttunni, að geta fyrst
um þátt hans í landhelgis-
málinu. Því í rauninni var barátt-
an um útfærslu landheiginnar
einn merkasti þátturinn í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar. Þetta
var Pétri Ottesen alveg ljóst.
Hann stundaði sjóróðra margar
vertíðir suður með sjó, en réri
auk þess að heiman. Hann hefur
því með eigin augum séð, hvern-
ig botnvörpuskipin skófu fiski-
miðin alveg upp við landsteina,
og honura hefur blætt þetta í
augum.
Aflinn var tekinn frá þeim, sem
reru hörðum höndum á bátskelj-
um og tæpast áttu sér annars úr-
kosta, enda voru orfið og árabát-
urinn einu atvinnutækin í æsku
Péturs. Hér voru unnin hinherfi
legustu ofríkisverk af þegnum
ríkja, sem áttu sér margháttaðar
auðlindir heima fyrir, en drýgðu
þær með því að hrifsa til sín
einu auðlind bjargarlítillar þjóð
ar, við yzta haf.
Aldrei hefur Pétri sollið svo
móður í brjósti, og aldrei hefur
réttlætisvitund hans verið ein-
beittari en þegar hann hóf bar-
áttuna í þessu máli, skömmu eftir
að hann kom á þing.
En hann lét ekki réttláta reiði
eina stjórna gerðum sínum. Hann
var ekki of mikill maður til þess
að spyrja. Hann kannaði málið
allt vandlega, og hygg ég, að eng
inn hafi reynzt honum betur í
þeim efnum en Einar Arnórsson
Pétur hefur farið í smiðju Ein-
ars, sem hefur sennilega lagt
á ráðin með honum um baráttu-
aðferðir. Víst er um það, að oft
minnist Pétur Einars og þá jafn-
an með virðingu og hlýju. En
þegar grundvöllurinn var lagður
hóf Pétur baráttuna á Alþingi
og utan þess. Hann skrifaði
greinar og flutti ræður um mál-
ið og lét einskis skynsamlegs úr-
ræðis ófreistað til þess að koma
því áfram.
Sem einstakra áfanga í bar-
áttu hans fyrir þessu máli, má
í baráttulið það, sem fyrir var.
Rödd Péturs og annarra baráttu
manna þessa máls hafði náð til
fólksins, er aftur knúði á um
það, að /landhelgisgæzla yrði
efld.
Ekki voru allir sammála um
það í þessu landi, hvernig bar-
áttunni fyrir útfærzlu landhelg-
innar skyldi hagað, og ekki voru
allir jafntrúaðir á sigur. En Pét-
ur Ottesen kvikaði aldrei frá
settu marki og var frá öndverðu
sannfærður um, að sigur myndi
vinnast. Sú sigurvissa gaf öðrum
trú. Kjarkur hans og óbilandi
þrautseigja áttu drjúgan þátt í
endanlegri lausn málsins. Margir
aðrir góðir íslendingar tóku þátt
í þessari sókn og öxluðu byrð-
arnar í vaxandi mæli, eftir því
sem á baráttuna leið. En það
stendur óhaggað um aldur og
ævi, að Pétur Ottesen var einn
aðalfrumkvöðull þess, að barátt-
an var hafin fyrir verndun fiski
miðanna við strendur landsins,
og átti drjúgan þátt í farsælum
lyktum málsins.
Pétur var á Alþipgi jöfnum
höndum málsvari landbúnaðar
og sjávarútvegs, enda var hann
sjálfur hvorttveggja í senn bú-
höldur og útvegsbóndi. Starf
hans í þessum efnum einkennd-
ist ætíð af sterkri framfara-
hneigð, og mun hann jafnan hafa
verið tilbúinn í allt, sem hann
taldi til bóta, hvort heldur var
efling fiskirannsókna, aukin kart
öflurækt eða vísindalegar jarð-
'vegsrannsóknir.
Hann átti sæti á fiskiþingi í
fjölda ára og á búnaðarþingi og
er nú í stjórn Búnaðarfélags ís-
lands. Sláturfélag Suðurlands,
sem eru einhver veigamestu hags
munasamtök bænda hér syðra,
hafa lengi notið starfskrafta og
forystu Péturs og er hann enn
stjórnarformaður þeirra sam-
taka.
Þá er ótalið það lið, sem Pét-
ur hefur lagt íslenzkum iðnaði.
Hann á sæti í stjórn Sements-
verksmiðju ríkisins og vinnur
þar ómetanlegt starf. Á sinni tíð
var hann einn af frumkvöðlum
þess, að verksmiðjan var byggð,
og miklu mun hann hafa ráðið
um það, að henni var valinn
staður á Akranesi.
Áhugi hans á stóriðju hér á
landi hefur og komið skelegglega
fram.
Um þátt Péturs í stjórn héraðs-
mála í Borgarfirði væri unnt að
rita langt mál, þótt ekki verði
hér gert. Hann hefur átt sæti í
sýslunefnd Borgarfjarðarsýslu í
51 ár og hefur lengi verið for-
maður vegamálanefndar hennar.
Hreppstjóri hefur hann verið frá
1918.
Þegar Pétur tók við sem for-
ystumaður Borgfirðinga, var tæp
Framhald & bls. 21 i