Morgunblaðið - 02.08.1968, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.08.1968, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 19«8 21 - PÉTUR OTTESEN Framhald af bls. 17 ast nokkur vegarspotti til í sýsl- unni. En slíkur grjótpáll reynd- ist hann fyrir hérað sitt í vega- málum, í héraðsstjórn og á Al- þingi, að fáar sýslur munu búa við betri vegi eða þéttara vega net en Borgarfjarðarsýsla. Fáir hafa átt slíkan mann að vinna fyrir sig að brúarmálum, vega- málum, ræktunarmálum og öðr- um héraðsmálum, sem Borgfirð- ingar áttu í Pétri. Stundum kom það raunar fyrir, eftir að Pétur var orðinn einn helzti ráðamað- ur um fjárlögin, formaður fjár- veitinganefndar, að það flygi fyr ir, að hann sæi ekki annað en Borgarfjörð. Það voru auðvitað öfgar, en hitt er trúlegra, að hlutur Borgfirðinga hafi ekki orðið minni en annarra. Ekkert lát er enn á áhuga Péturs á samgöngumálum, frek- ar en á öðrum málum, sem til heilla horfa. Síðast í vor flutti hann með öðrum tillögu á sýslu- fundi um að skora á ríkisstjórn og Alþingi að hraða rannsókn á brú argerð á Hvítá við ósa hennar, svo og að hefjast handa sem fyrst um lagningu steinsteypts vegar fyrir Hvalfjörð, áleiðis upp í Borgarfjörð, eina fjölförn- ustu þjóðleið landsins. Hann veit vel, að slík framkvæmd er ekki munaður, heldur skynsam- legt og einkar arðbært fyrir- tæki. Á þessu ári voru liðin 20 ár frá því að Andakílsárvirkj- un hóf orkuvinnslu. Einn af frumkvöðlum þess, að ráðizt var í að koma því mannvirki upp, var Pétur Ottesen. Er mér nær að halda, að þeir menn, sem ásamt Pétri stóðu að því verki, hafi að einihverju leyti kostað fyrstu virkjunarrannsóknir sjálfir. Það er ekki vafa undirorpið, að það þurfti bæði bjartsýni og þrautseigju til þess að vinna þessu máli brautargengi. I dag er orkuverið bezta eign sýsln- anna, og þarf ekki að lýsa því, hvert gagn það hefur þegar unn ið héraðinu og atvinnuvegum þess. Nú á tímum telja menn síma svo sjálfsagðan hlut á hverjum bæ, að við liggur, að fólk haldi að þetta merkilega kerfi hafi staðið hér fullbúið, þegar land var numið. En það eru nú samt aðeins fáeinir áratugir síðan þetta kerfi komst á hér á landi og kostaði mikið átak. Hitt er annað mál, að síminn breiddist ó- trúlega fljótt út um sveitir Borg- arfjarðarsýslu, því að þar var unnið af óvenjulegu kappi að því að koma þessari þjónustu heim á hvem bæ. Þar var Pét- ur á ferðinni. Einangrun landsins var rofin, og hann vildi einnig rjúfa einangrun sveitabæj- anna, einstaklinganna. Síminn varð grundvöllur skjótari sam- skipta, sem aftur greiddu götuna fyrir margháttuðum framkvæmd- um og félagslegum umbótum. Þá má minna á þátt Péturs Ottesen í því að efla menningar- mál í Borgarfjarðarhéraði. Skól- ar, félagsheimili og aðrar menn- ingarstofnanir hafa risið upp, og sjást víða handtök hans í þeim efnum. Þegar rætt hefur ver- ið um eflingu æskulýðsstarfs á sýslufundum, er Pétur ákveðn- asti stuðningsmaður fram- kvæmda í þeim efnum. Pétur er einstakur eljumaður. Hann þolir ekki iðjuleysi og skeytir engu um hégóma. Það er mála sannast, að hann er ekki fyrr kominn heim, en hann er rokinn úr sparifötunum og í verkaföt sín og grípur þá til þeirra verka á búinu, sem að- kallandi eru. Þetta gerir hann enn í dag. Það er gott fordæmi enda segja margir, að óvíða sé meiri vinnusemi en í nágrenni Péturs, ekki sízt á Akranesi. Að lokum við ég um þennan þátt minnast á það gífurlega starf, sem Pétur hefur af hendi leyst með stuðningi við fólk, sem til hans hefur leitað með vanda- mál sín. Fáum mun betur treyst- andi fyrir slíkum málum, því að hann er bæði hjálpfús og ráð- hollur. Hann er og einkar aðgæt- inn og hygginn í fjármálum. Því er mikið til hans leitað Hann er og þannig gerður, að hann er fúsastur að liðsinna þeim, sem ekki eiga sér víða skjóls að vænta. Hann hefur aldrei hikað við að leggja frá sér orfið eða pennann, fara af þingi eða búi, ef hann teldi nauðsyn bera til, að þeir berðust, sem heilir eru, fyrir réttlætismálum þeirra, sem síður mega sín. Hann hefur og margt kvöldið komið heim þreytt ur, en glaður, af því að hann gat létt vanda náungans. En fá orð hefur hann haft um. Og þó gekk hann lengi ævinn- ar ekki heill til skógar. Rúma tvo áratugi var hann oft þjáður af sjúkdómi. En vel heppnaður uppskurður færði honum heils- una á ný, og færðist hann allur í aukana við þá bót. Hann varð og fyrir áfalli, er bifreið ók á hann fyrir nokkrum árum og slasaði hann illa. En hann var kominn á ról fyrr en varði og er nú við góða hedlsu. Ég hef átt því láni að fagna að þekkja Pétur frá barnæsku minni og starfað talsvert með hon um seinni árin. Hann er elsku- legur við vini sína og hreinn og beinn við alla. Ég hef aldrei heyrt hann með einu orði tala illa um nokkurn mann, og eng- inn ber á Pétur, að hann halli réttu máli. Hann viðhefur enga hálfvelgju, og er tvímælalaust eitt skapmesta prúðmenni, sem ég hef kynnzt. Ef honum mislíkar, segir hann það beint við þann, sem í hlut á, eða lætur ella með öllu kyrrt liggja. Fáir eða eng- ir hafa heldur fylgt hinu forna spakmæli, er Snorri hefur eftir Erlingi Skjálgssyni: „Öndurðir skulu ernir klóask." Það þarf engra vitna við um ágæti Péturs Ottesen. En ég get þó ekki stillt mig um að minnast á ummæli þess manns, sem senni- lega þekkir Pétur betur en allir aðrir vinir hans. Það er Jón Sig- urðsson á Reynistað. Þeir sátu saman á Alþingi í fjörutíu ár. í þrjátíu og sjö ár, frá 1922 til 1959, bjuggu um þingtímann sam an á Stýrimannastíg 9, oftast í sama herberginu. Eg heimsótti Jón nýlega norður á Reynistað, og talið barst að Pétri. Það glaðn aði yfir Jóni, og sagði hann m.a. þetta: „Eftir öll þessi mörgu ár, sem við Pétur höfum átt samleið, segi ég þér, að hann er einn ágæt- asti maður, sem ég hef kynnzt á lífsleiðinni og einn bezti sam- verkamaður, sem ég hef unnið með á langri ævi.“ Kona Péturs Ottesen er Pet- rína Jónsdóttir frá Kársneskotií Kjós. Eiga þau tvö börn, Jón, sem fyrr var getið, og Sigur- björgu, búsetta í Reykjavík. Hefur heimilislíf þeirra allt verið farsælt. Fáum konum væri ætlandi að fara al'lt, sem Pétur fer, svo víða liggja leiðir hans. Alliir vita, að oft hefur húsfreyjan orðið að standa fyrir búinu og heim- ilinu ein, þegar Pétur hefur dvalizt langdvölum af bænum. Það er því ekki Pétur einn, sem á henni þökk að gjalda, heldur og þeir, sem notið hafa verka hans. Ég minntist í upphafi þessara orða á þjóðhátíðina 1874. En síð- ust þeirra þriggja þjóðhátíða, sem haldnar hafa verið, var hald in 1944, þegar lýðveldið var stofn að. Sumir telja, að þá hafi sjálf- stæðisbaráttunni verið lokið. En henni er ekki lokið, og henni lýk- ur aldrei. Hún er og verður æ- varandi. í dag er hún fólgin í þvi út á við að sanna umheim- inum, að við eigum rétt á því að vera sjálfstæð þjóð, og inn á við er hún fólgin í því, að við getum risið undir sjálfstæðinu, efnalega og menningarlega. Þetta veit Pét ur. Þvi er það, sem hann vinnur að því af megni að tengja saman fortíð og nútíð. Því er það, að hann vill, að upprennandi kyn- slóð axli byrðarnar snemma og búi sig undir að viðhalda og vernda sjálfstæði okkar, andlegt og efnalegt. Því var það, að hann hætti þingmennsku í fullu fjöri, að hann gæti fylgzt með fyrstu sporum yngri manna, sem áttu að taka við ábyrgðinni. Hann vill flytja baráttuviljann og þekkinguna frá kynslóð til kyn- slóðar og hann er fús að miðla af langri reynslu sinni. Pétur Ottesen er Sjálfstæðis- maður. Enn í dag er hann áhrifa- mikill í þeim flokki, af því að hann ej" hugkvæmur, gætinn og kjarkmikill. Hann nýtur þar mikils trausts af því m.a., að með lífsstarfi sínu hefur hann átt drjúgan þátt í því að gera þann flokk að því afli, sem hann er í dag. En sá dagur rennur, að Pétur Ottesen verður ekki dreginn í dilk. Enginn flokkur, ekkert fé- lag, mun eigna sér einum þenn- an mann, þegar tímar líða fram. Það er vegna þess, að hann hef- ur alltaf fyrst og fremst verið íslendingur. Öll óskum við þess, að þessi einstæði sonur íslands megi enn lengi lifa og að honum auðnist enn um sinn að vinna að hugðar- efni lífs síns: Að búa í haginn fyrir framtíð þessa lands. Ég lýk þessum orðum með því að færa Pétri Ottesen þakkir Borgfirðinga. Hann hefur nú um rúmlega hálfrar aldar skeið ver- ið í fararbroddi þeirra fyrir bætt um kjörum og aukinni menningu. Að því marki hefur hann stefnt af óþreytandi elju og aldreihlíft sér. Öll störf sín hefur hann leyst af hendi með þeim hætti, að hann hefur í senn áunnið sér og héraði sínu virðingu. Hann hefur með störfum sín- um tengt saman kynslóðir og ver ið þeim ómetanlegt fordæmi. Slíkt virða samhéraðsbúar hana og fjöldi annarra að verðleikum og votta honum því í dag vin- áttu sína og virðingu. Ásgeir Pétursson í dag munu flestÍT sammála um, að alt frá uppbafi íslands byggðar, sé ekkert tímabil í sögu ísflenz,ku þjóðaxinnar, jafn við- burðaríkt og stórstígt í fram- faraátt, sem það tímabil sem lið- ið er af 20. öldinni. — Hafa sum- ir jafnað því við,. að nýtt land- nám hafi átt sér stað. Það fer ekki hjá því, að á slíku framfara tímabili koma margir einstaklingar við sögu, sem lagt hafa hönd á plóginn og lagt af mörkum mikið starf og orku við þá alhliða uppbygg ingu sem átt hefur sér stað. Að sjálfsögðu hefur það komið í hlut forustumanna þjóðarinnar á Alþingi að marka stefnuna, þó að þrek og áræði þjóðarheild- arinnar skipti vitanlega mestu máli, um hvernig til hefur tek- ízt um alla framþróuii. Einn þeirra sona þjóðarinnar, sem hátt' ber og lengi verður minnzt í sögunni, frá þessu tíma bili, er þingskörungurinn Pét- ur Ottesen frá Ytra-Hólmi, en hann fyllir í dag áttræðisald- urinn. Það er ekki aðeins fyrir frá- bæra hæfileika Péturs Ottesen til þess að gegna störfum á Al- þingi, en þar hefur hann átt sæti yfir léngra tímabil en nokkur annar íslendingur, alt frá því að Alþingi var endurreist, sem hans verður minnzt, — heldur einnig fyrir margvísleg störf, sem hann hefur innt ,af hendi í ýms- um félagsskap og við málefni, sem hann hefur látið til sín taka. — Þar hefur komið að góðu haldi, hversu náin kynni hann hafði þegar á unga aldri af allri uppbyggingu og þörfum beggja aðalatvinnuveganna, land búnaðar og sjávarútvegs. En þeir hafa sem kunnugt er, ver- ið aðal burðarásinn og und- irstaða þeirra miklu framfara, sem átt hafa sér stað i land- inu. Þegar iðnaðurinn kom til sög- unnar og fór að taka í sína þjón- ustu þær orkulindir, sem í land- inu eru og tryggja með því betri lífsskilyrði þjóðinni til handa, átti sá atvinnuvegur traustan málsvara og stuðnings- mann, þar sem Pétur Otte- sen vár. Á Alþingi átti Pétur Ottesen mörg áhugamál, sem hann barðist fyrir, af sinni alkunnu einurð og festu. — Árið 1916, þegar hann er fyrst kosinn á þing, hefur Ísland, enn ekki hlotið fullveld- is viðurkenningu. Hann var þá þegar í hópi þeirra, sem harð- ast börðust fyrir fullu sjálfstæði þjóðarinnar. — Þá mun Péturs lengi verða minnzt fyrir afskipti hans og einarða baráttu fyrir út- færslu fiskveiðilandhelginnar og friðun fiskimiðanna, til hagnýt- ingar fyrir landsmenn eina. — Fá ir munu þeir íslendingar, sem lagt hafa af mörkum meira starf í þágu þess mikla hagsmunamáls þjóðarinnar, en hann. Fjölmörg framfara og hags- munamál landbúnaðar og sjávar- útvegs, hafði Pétur Ottesen for- ustu um að bera fram á Alþingi, eða studdi á einn eða annan hátt. — Það ber vott um þá sér- stöku starfshæfileika, sem Pétur Ottesen hefur til að bera, að hann hefur um áratuga skeið átt sæti í stjórn Fiskifélags íslands og Búnaðarfélags íslands. Er það einsdæmi, að sami maður sitji í stjórnum beggja þessara höfuðsamtaka, aðalatvinnuvega þjóðarinnar. Sem þingmaður Borgfirðinga, hafði Pétur forustu um fjölmörg framfaramál byggðarlagsins, sem oflangt yrði upp að telja að þessu sinni. Hann var ötull baráttu- maður fyrir bættum samgöngum og sá í þeim efnum stóra drauma rætast. Máttum við Borgfirðing- ar oft heyra öfundarorð frá öðr- um héruðum, fyrir það, hvað Pét ur væri harðdrægur fyrir sitt hérað og kæmi mörgu í fram- kvæmd. Með virkjun Andakílsárfossa var stigið stórt spor í framfara- átt fyrir Borgarfjarðarhérað, þar áttu góðir menn hlut að máli og var Pétur Ottesen einn þeirra. Er óhætt að fullyrða, að fá framfaramál hafa tryggt bet- ur lífsskilyrði landsbyggðarinn- ar og uppbyggingu atvinnuveg anna, en rafvæðingin. — Allt sem stefnt hefur í þá átt, að ís- lendingar færðu sér í nyt, þær auðlindir sem í landinu eru, svo sem virkjun fallvatna og hag- nýting jarðhitans, hefur átt ó- skiptan hug Péturs Ottesen og fyrir þeim framförum hefur hann barist. Pétur Ottesen hefur verið mik ill gæfumaður í lífinu. Hann hef- ur auk þess að gegna hinum vandasömustu störfum í þágu lands og þjóðar, rekið sitt rausn ar bú, að Ytra-Hólmi, og þar hef ur hann einnig gert garðinn fræg an. — Með sinni ágætu konu, Petrinu Jónsdóttur, hefur hann byggt upp fyrirmyndar bú. Þar hefur Petrína staðið, traust, við hlið síns ágæta bónda og veit ég að engum er það ljósara en Pétri sjálfum, hversu mikila virði það hefur verið honum, að eignast slíkan lífsförunaut. Ég vil að lokum árna mínum ágæta vini og heimili hans allra heilla, í tilefni af þessum merku tímamótum. — Hann er enn sem fyrr, þrátt fyrir aldurinn, glað- ur og reifur, og dvelst nú þessa dagana í Finnlandi, þar sem hann situr fund norrænna bænda samtaka. Jón Árnason NÝTI - NÝTT Það þarf ekki lengur að fínpússa eða mála loft og veggi ef þér notið Somvyl. Litaver Grensásvegi 22—24. Somvyl veggklæðning. Somvyl þekur ójöfnur. Somvyl er auðvelt að þvo. Somvyl gerir herbergið hlýlegt. Somvyl er hita- og hljóð- einangrandi. | Það er hagkvæmt að nota Somvyl. Á lager hjá okkur í mörgum litum. Klæðning hf. Laugavegi 164. Ytri-Hólmur í Borgarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.