Morgunblaðið - 02.08.1968, Síða 28
28
MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1968
við hliðina á henni. Phyllis var
ein þessara kvenna, sem fæðast
fullorðnar. Pan gat ekki að sér
gert að finnast hún einna líkust
einhverju grannvöxnu skógar-
dýri, sem kann að berjast fyri
því, sem það langar í, og gerir
það samvizkulaust og án tillits
til allra siðareglna. En falleg er
hún samt! Pam gat ekki láð
Jeff þó að hann væri alltaf að
horfa á hana. Nei, hún gat ekki
láð honum það. Og samt kvaldi
afbrýðisemin hana eins og hníf-
ur, sem snúið er í sári.
Pyllis var sezt hjá Jeff við
skipstjóraborðið. Sumar konur
eru eins og sjálfkrafa settar við
skipstjóraborðið hvort sem
nokkur ástæða er til eða ekki.
Þær kunna að hrífa þjónana, og
það kunni Phyllis. En svo kunni
hún líka að vera skemmtilegur
borðfélagi. Pam gat séð úr sæti
sínu, að hún var stöðugt að
koma karlmönnunum kring um
sig til að hlæja. Það var ekki
trútt um, að hún öfundaði hana.
Alla ævi hafði hún þráð að
vera svona örugg um sjálfa sig
Var Phyllis raunverulega eins
sjálfsörugg og hún lét, eða var
þetta bara leikaraskapur?
Þetta kvöld dansaði Jeff álíka
oft við þær báðar. Annað gat '
hann ekki verið þekktur fyrir, ;
fannst Pam. Phyllis var, hvort
sem var, gamall kunningi, sem
hann varð að vera stimamjúkur
við. En eftir því, sem á kvöldið
leið gat henni ekki annað en
fundizt, að þessi innileiki, sem
var orðinn með þeim, hefði held
ur látið undan síga eftir að Phyll
is kom til sögunnar.
Bráðlega tók Phyllis að geispa
og sagði, að nú yrði hún að fara
í rúmið. Hún hefði átt svo erf- j
iðan dag. Og auk þess hefði hún !
varla neitt sofið síðustu tvær næt
ur, af því að kunningjarnir hefðu
endilega viljað halda samkvæmi
henni til heiðurs, og svo í morg
un hafði hún orðið að vera eld-
snemma á-fótum til þess að nú í
flugvélina.
18
---------------- i
— Komdu bara með mér nið-
ur í káetuna mína, Pam. Þá get j
um við skrafað saman og kynnzt
betur, meðan ég er að hátta.
En Pam fann það á sér, að
þetta boð var gert í þeim til-
gangi að afstýra því, að þau
Jeff yrðu eftir ein saman.
— í kvöld get ég ekki komið
niður í káetuna þína, Phyllis.
en það er sama og þegið, sagði
hún. — Ég er með höfuðverk og
ætla að ganga ofurlítið uppi á
efsta þilfarinu.
— Það er vel til fundið, sagði
Jeff og var fljótur til. — Sjálf-
ur vildi ég gjarna ganga ofur-
lítið. Á ég að koma með þér?
Pam?
— Já, ef þú vilt Jeff, svaraði
hún brosandi.
Phyllis sagði, snögg í bragði:
— Jæja, þá. . ég ætla að fara
niður. En hún virtist ekki vera
í sem beztu skapi þegar hún
bauð þeim góða nót.t.
Uppi á efsta þilfarinu var
hressandi gola. Það var heitt í
veðri þessa nótt, eins og al-
gengt er í heitu löndunum. Og
myrkrið virtist hanga yfir skip
inu eins og mjúk svört ábreiða.
Stjörnurnar voru mjög skærar
þetta kvöld, rétt eins og þær
hefðu verið fægðar sérlega vel.
Þær skinu skærar en tunglið,
sem var hálfhulið af skýjum.
Þetta var ástar- og ævintýranótt
Og Pam þráði ævintýri — ævin
týri með þessum hávaxna unga
manni, sem hún var farin að til-
biðja. Hvílíkur léttir að vera
Lögfaksúrskurður
Hér með úrskurðast lögtak fyrir ógreiddum trygginga
gjöldum til Tryggingastofnunar ríkisins, sem greiðast
áttu í janúar og júní sl., svo og öllum gjaldföllnum
ógreiddum þjnggjöldum og tryggingagjöldum ársins
1968, tekjuskatti, eignarskatti, námsbókagjaldi, al-
mannatryggingagjaldi, slysatryggingaiðgjaldi lífeyris-
sjóðsgjaldi, atvinnuleysistryggingasjóðsiðgjaldi, launa-
skatti, kirkjugjaldi og kirkjugarðsgjaldi, iðnlánasjóðs-
gjaldi og iðnaðargjaldi, sem gjaldfallin eru í Kópavogs
kaupstað. Ennfremur skipaskoðunargjaldi, lestagjaldi
og vitagjaldi, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiða
og -slysatryggingargjaldi ökumanna 1968, matvælaeftir
litsgjaldi, vélaeftirlitsgjaldi svo og ógreiddum iðgjöldum
og skráningargjöldum vegna lögskráðra sjómanna, auk
dráttarvaxta og iögtakskostnaðar.
Fer lögtak fram að liðnum 8 dögum frá birtingu þessa
úrsku.rðar án frekari fyrirvara ef ekki verða gerð
skil fyrir þann tíma.
Bæjarfógetinn í Kópavogi, 23. júlí 1968
Sigurgeir Jónsson.
Gúmm'ibátar
Margar gerdir
Gott verð
Gastæki — Pottasett
Matarsett 5 gerbir
Dönsku vindsœngurnar
komnar aftur. Verð trá 495.—
Koddar — Pumpur — Vatnspokar
Allt í ferðalagið
íslenzk tjöld
Dúnsvefnpokar
4 gerbir
Svefnpokar
Verð frá kr. 830—
Sportval
!
Sportvara — Ferðavara — Ljósmyndavara
— Ég sel þjófalykla — þurfið þér á slíkum að halda?
laus við Phyllis Bevan. Hún von
aði, að hann færi ekki að nefna
hana á nafn. Eins og hún var
nú í skapi var hún dálítið hrædd
við það, sem hún kynni að
segja, og hún vissi að engin
stúlka kemur sér í mjúkinn hjá
karlmanni með því að bakbíta
aðrar konur.
Hann tók hana undir arminn
og þau gengu stundrkorn eftir
þilfarinu, þegjandi. Golan feykti
hárinu á henni frá enninu og
aflagaði kvöldkjólinn, sem hún
var í. Allt í einu fann hún, að
hann tók hönd hennar og stakk
henni í vasa sinn. Þessi litla
hreifing gladdi hana svo mjög,
að hún hefði getað farið að gráta.
Nú var allt í lagi aftur. Phyllis
var ekki orðin annað en hvim-
leið martröð. Hún ákvað að hætta
að hugsa um hana og gera sér
rellu út af henni. Og auk þess
var ekki sagt, að Jeff væri neitt
hrifinn af henni þó að hún væri
það af honum.
— Það er nú það versta við
LITAVER
Teppi — teppi
Bcigísk, þýzk og ensk gólfteppi.
Verð pr. ferm. frá kr. 255,—
Góð og vönduð teppi.
2. ÁGÚST.
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl.
Hugarflugið er auðugt í dag.Nú er tíminn til að endurskoða
eigin fjárhag og sameiginlegan.
Nautið 20. apríl — 20. maí.
Reyndu að stuðla að nýju framtaki I dag, einslega eða í félagi
við aðra. Samstarf veitist auðvett. Gleddu maka þinn í dag.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní.
Gakktu hreint til verks. Sanmleikurinn kann að vera óþægilegur
en það kann að valdam isskilningi að reyna að fara í kringum
hann. Samvinna gefst vel í öllu öðru en fjármálum.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí.
Það er auðvelt að finna fólk til þess að koma hæfileikiun þínum
á framfæri, en varaztu oflof. Það veldur einungis misskilningi.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst.
Þeir sem ein/hverjax eignir eiga að hlutabréf, eiga þess gjam-
an kost að auka verðgildi þeirra. Farðu ekki leynt með eigin
áhugamál.
Meyjan 23. ágúst — 22. sept.
Forðaztu sjálfshólið, og eins fólk, sem kann að vera farið að
þreytast á aðgerðum þinum, leitaðu nýrra sambanda.
Vogin 23. sept. — 22. okt.
Það fer lítið fyrir atviki sem kann að hafa mikil áhrif á fram-
tíð þína, vertu athugull, og gættu fjárhagsins.
Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv.
Þér veitist auðvelt að gefa heilsunni meiri gaum, en undanfarið.
Reyndu að lagfæra einflhvert hættuspil, sem þú ert að reyna að
framkvæma.
Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des.
Það er erilsamt í kringum þig þessa dagana, en þinn meðfæddi
eignleiki til að halda fafnvægi mun reynast þér vel, sem endra
nær.
Steingeitin 22. des. — 19. jan.
Hafðu ekki hátt um áform þín 1 dag, en vinir þínir munu reyna
að liðsinna þér með langþráðan draum íkvöld.
Vatnsberinn20.jan.—18.febr.
Nú er mikið rætt um framtíðarmöguleilka. Þú Skatt heldur ver®
tannhvöss, en að slaka til. MisskUningur getur skapað mikil vand
ræði.
Fiskarnir 19. febr. — 20. marz.
Þér er sköpunarveikið ofarlega I huga. Byrjaðu anemma að
vinna og gættu þess vandlega, að þú hafir engu gleyrnt. Hlýddu
ekki á slefburð. /