Morgunblaðið - 08.08.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.08.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1968 Sjötugur: Þórarinn Árnnson ÞÓRARINN ÁRNASON frá Stóra-Hrauni, nú bókari hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, er sj ötugur í dag. Ég kynntist Þórami fyrst, er við unnum saman að hervömum á Keflavíkurfiugvelli sumarið 1953. Þar var fjöldi vaskra manna saman kominn, af ýmsum þjóðernum og fengust vifl hin margvíslegustu störf. Við Þór- arinn unnum saman á skrifstofu sem sá um rekstur og viðhald striðsvagna og beltisvéla. Vinnu tími var nokkuð langur, en stundum gáfust þó tómstundir, til að blása mæðinni og leiða hugann frá alvöru líflandi stund *r að léttari umþenkingarefnum. Og brátt komst ég að því, að Þórarinn átti ýmis fleiri hugðar efni en þau, að sjá um viðhald á skriðdrekum. Það, sem mér fannst þá þegar inest einkennandi við Þórarin Ámason, var sá eiginleiki hans að geta séð nær alla hluti í Aoplegu ljósi. Var það þá ekki sízt hann sjálfur, sem hann beindi skopi sínu gjaman að. Henti hann stundum gaman að því, að hann prófastssonur og fyrrverandi bóndi norðan af Snæfellsnesi skyldi orðinn ali háttsettur maður í hervarnaþjón ustu suður á Miðnesheiði. Fannst mér það raunar óþarft sjálfsskop þvi ég komst brátt að því, að Þórarinn átti þá baráttugleði1 og hugkvæmni til að bera, sem reynist oft vel, ef til alvarlegra átaka kemur. — Því kynntist ég líka síðar, að ef til alvör- unnar kom — að vísu á öðrum yettvangi — og hann taldi geng ifl á sinn hlut, þá hopaði þessi gamansami félagi ekki fyrir nein um. Frá þessum árum hefi ég ávallt haft nokkur kynni af Þórarni Árnasyni og hans ágætu konu, Rósu Lárusdóttur. Þórarinn bauð mér — þá einhleypum manni og fremur vinfáum — inn á sitt heimiii, og fór svo, að ég gerðist kostgangari hjá honum alllangan tíma við vaegu gjaldi. Ég haffli áður lokifl stúdents- prófi og stundað nokkuð há- skólanám, en hjá þessu ágæta fólki sannreyndi ég það, sem Laxness staðhæfir í einu rita «rinna, að sannleikann aé ekki að finna i bókum, heldur hjó fólki með gott hjartalag. Kynni xnín af Þórarni urðu mér líka afl nokkru nýr háskóli, í samræfl- um reyndum við að krjúfa ýmis mannlífsfyrirbæri til mergjar, og var hann þar auðvitað mun glöggskyggnari vegna hinnar miklu lífsreynzlu og kynna sirvna af allra Stétta fólki Vifl áframhaldandi kynni okk- ar komst ég og að því, að þótt Þórarmn sé gamansamur og geti séð nær alla hluti í skoplegu ljósi, þá er hann einnig raunsaer á hinar dekkri hliðar þeirra, þótt sú raunsæi verki lítt efla ekki á skaplyndi hans. Hér rek ég ekki ættir Þórar- ins, en faðir hans var, sem kunn ugt er hin þekkti kennimaður og rithöfundur, Árni Þórarinsson prófastur Virðist Þórarinn hafa sótt ýmsa eiginleika í þennan sérstæfla gáfumann og sagnaþul, ekki sízt humorskynið og frá- sagnarlistina, sem leikur honum svo á tungu, að þar þarf hann engum stilbrögðum að beita, til að ná til hugar og hjarta áheyr- enda. Hjálpar honum þar rík athyglisgáfa og hæfiieiki hana til að tengja saman, að því er virðist lítt skyld máiefni, ag gæða þau sameiginlegu innra lífi, sem þeir er hlusta, lifa sig inn i. Sumum mönnum kynnigt mað- ur gömlum, þótt ungir séu að ár- um, æskubjartsýni og andlegur þróttur fylgir öðrum svo lengi, sem til þeirra sést. Þórarinn Árnason tilheyrir síðari mann- gerðinni. Tæplega get ég hugsað mér að þau áföll gætu hent Þór arin, að hann „hefði hryggð“ meira en „einn dag eða svo“ fremur en Þorgeir í Vík. Senni- lega mundi hann fljótlega taka að sjá einhverjar bro3legar hlið ar á harmi sínum, sem öllum öðrum væru huldar, og taka brátt gleði sína aftur. Emhvern tíma hétum við Þór- arinn hvor öðrum þvi — að visu í hálfgildings gríni — að sá okk ar, sem leragur lifði skyldiminn ast hins í rituðu máli, er kallið kæmi að honum. Vonandi verður þess langt að biða, að sá eftir- mælavixill verði afsagður, báð- ir munum við vilja lifa sem lengst, eiras og mannlegt má kallast. Lítil ellimörk sjást eran á Þórarni, þótt sjötugur sé, svo Framhald á Ms. 14 Rannsóknir á firringu Á NORRÆNA sumarháskólan- um, sem nú stendur yfir hér í Reykjavík, eru tekin til rann- sóknar tólf mismunandi efni, og eitt þeirra er hugtakið firring. En firrirag er það orð, sem is- lenzkir fræðimeran hafa kjörið til afl þýða með orðið „fremi edgörelse" á norðurlaradamá 1 um. Það er á þýzku Entfremdung, en á latinu aliesnatio, á ensku alienation eða estraragement. Þetta hugtak hefir farið eins og eldur í sinu um heimmn á síðari árum, og nokkuð hefir verið ritað um fyrirbæTÍfl á voru máli. Önnur íslerazk oyfl koma hér einraig til greina: Fremd, framandleiki, en þau eru þó betur fallira til að tákna þafl ástand, sem af firringunni leiðir en sjálfa þá viðburðarás eða þann verknað, sem firringira eig- inlega er. Undirbúningur uradir þessar ranrasóknir hefir verið gerður á Norðurlöndunum öllum sL vet- ur. Hér var þessum þætti stjórn- að af próf. Bjama Guðnasyni, en haran útvegaði íslenzkum þátttakendum ritgerflir sér- fróðra manna um efnið, svo að menra gætu kynnt sér það frá ýmsum hliðum, sögulegum, fé- lagsvisindalegum, sálfræflileg- um og heimspekilegum. Trú- fræðileg hlið málsins var einnig rædd, ásamt hinum, á furadun- um sl. vetur. Hver námsfhópur heldur fundi í sínu landi um það efni, sem hann ætlar að taka til meðferðar á sumar'háskólarrum. Stjómandi alls þess nómshóps, sem við firringuna fæst, er magister Johan Fjord Jensen. Fyrstu fundir, sem haldnir voru um efnið, fóru að mestu leyti til að hlýfla á inragangserira di tveggja frummælenda, sem skil- greindu hugtökin, innihald þeÍTra, eðli og afmörkun, enda er það nauðsynlegt áður en lengra er haldið. Vera má að hugtakið firring sé mú notað meir en réttmætt verður að telj- ast, en i mörgum samböndum á ótvirætt réttmætan hátt. Saga firringarhugtaksins und- ir nuverandi heiti er ekki ýkja lörag. Þýzki heimspekiragurinn Hegel mótaði það í byrjun 19. aldar og kom því inn í hug- sjóraasöguraa í sambandi við þró- un frelsisvitundarinnar. Læri- sveinar hans, einkum þó Karl Marx, hagraýtti hugtakið um áhrif verkaskiptingar í hinni ungu vélamenningu, og firring- arhugtakið skipar fastan sess í öllum marxistiskum kerfum. Þá tekur existensheimspekira hug- takið upp, og þær bókmenntir, sem af herani mótast, fást mjög mikið vifl „hina firrtu mann- eskju" og hlutgervingu heranar. Þann raunveruleika, sem átt er við með orðirau firring, hittir al- mennimgur einatt fyrir í skáld verkum yngri kyraslóðar. Þá er það almennt talið afl það hug- arástand, sem býr á bak við stúderataóeirðirnar í nútímanum, sé eins konar firringarástand, svo sem frelsisfirring eða önnur þrúgun i sambandi við skóla- lífið. Nýtt fjör færðist í firringar- umræðumar eftir að menn tóku að kynna sér ýms verk frá yngrij árum Marx, verk sem voru lítt kunn fyrr en í kringum 1930. Út frá þeim hafa merai jafnvel vilj að draga þá ályktun að það hafi verið tilgangur hans að halda fram mannúðarstefnu (húman- isma), en á móti því mælir auð- vitað efnishyggja hans. Síðast en ekki sízt, hafa sam- félagsvísindi og sálfræði tekið til við að rannsaka firringuna, ekki sízt Bandaríkjamenn. Hug- myndir Freuds um vanlíðan manneskjunnar í menningunni (Das Unbehagen in der Kultur) eru náskyldar þessari hugsun. Vér íslendingar erum einna van astir hugtakinu i samsetning- unni vitfirring og vitfirringur, era sem betur fer eru til mild- ari gerðir firringar en eiginleg vitfirring. Þótt hugtakið virðist við fyrstu sýn óhlutrænt og Utið segja um líf venjulegrar mann- eskju, þá rætist úr og birtir yfir þegar farið er að virana úr því og tekið er að hagnýta það í einstökum atriðum. Þá fer líkt og þegar menn veiða fisk í net eða vörpu. Meðferð aflans og vinnsla sker úr um endanlegt notagildi hans. Og þótt h-ugtak- ið sé upp runraið úr þýzkri heim- speki, þá getur það komið að gagni, allt frá ströndum Atlants- hafs til Kyrrahafsstranda, með því að hjálpa manneskjunni til að þekkja og skilja sjálfan sig. Jóhann Hannesson. - MINKURINN Framhald af bls. 11 ur og sameiginlega auglýsinga- starfsemL Ekki er óliklegt, að við gætum gengið inn í það kerfi. „Saga“-minkur er fyrsta flokks minkaskinn frá Norðurlöndum. ,Saga“ vörumerkið er heimsþekkt enda verja Norðurlandaþjóðirn- ar um 35-40 millj. kr. árlega til að auglýsa það og minkaskinn frá Norðurlöndum. Gæðavara — Mundu íslenzk minkaskinn vera líkleg til að vera af sömu gæðum og hjá öðrum þjóðum — Já, alveg tvímælalaust, ef við keyptum til landsins góð líf- dýr. Veðurfar hér er það hent- ugt að þroski minkahvolpanna ætti að vera sízt minrn, en stærð eða lengd skinnanna hefur hér þýðingu. Vegna hentugs fiskifóð urs og svo alveg sérstaklega vegna möguleika á sláturúr- gangi í lok september og fram í nóvember þegar vetrarhárin eru að myradast ættum við að fá verulega meira af fyrsta flokks og úrvals skinnum en frændur okkar á Norðurlöndum. Hára- fjöldinn, lengdin og háralagið er fýrst og fremst fóðuratriði, en ekki erfða. Stöðugur vöxtur í framleiðslunni — Eru ekki tíðar og miklar sveiflur á verði minkaskinna? — Nei, alls ekki. Á þeim tæpu fjórum áratugum sem Norður- landaþjóðirnar hafa stundað minkarækt hafa komið 5-6 verð- lækkunarár. Þessi verðlækkunar tímabil hafa öll staðið mjög stutt, eitt ár eða svo. Síðan hefur verð- ið aftur komið upp og tryggt á- framhaldandi stórkostlega fram leiðsíuaukningu í þessari at vinnugrein. Verðfall átti sér stað árið 1956 er heimsframleiðsl an var 6,5 milljónir skinna: ár- ið 1960 er heimsframleiðslan var um 13 milljónir skinna og loks árið 1966 er heimsframleiðslan var 23,4 milljónir skinna. Alvarlegasta verðfallið varð í des. 1966, er verð minkaskinna lækkaði um 25-30%, sem kom þó sérstaklega fram vegna lækk unar á lélegustu skinnunum, sem urðu nær óseljanleg. Eins og jafnan áður er þessu verðlækkunartimabli nú lokið og eðlilegt heimsmarkaðsverð komið á. Þrátt fyrir áðurnefnda erfið- leika varð vöxtur í heimsfram- leiðslunni árið 1967 um nær 2 milljónum skinna. Verðfallið 1966 stafaði aðallega af samdrætti í efnahagskerfi Þýzkalands og Ítalíu, sem bæði kaupa mikið af minkaskinnum. Einnig dró mjög úr kaupum Bandaríkjamanna, vegna óhag- stæðs verzlunarjafnaðar þeirra. Langstærsti kaupandi minka skinna eru Bandaríkin Þau keyptu árið 1960, 7.9 milljónir skinna, árið 1965 11.4 milljónir og 1967 13.6 millj. Hin mikla vel megun VesturEvrópulanda og Bandaríkjanna er að sjálfsögðu snarasti þátturinn I þeim vexti sem minkaræktin hefur náð. Árið 1950 hafði 7% af fjöl- skyldum Bandaríkjanna tekjur yfir 10 þúsund dollara á ári, en árið 1965 höfðu 25% af þar- lendum fjölskyldum yfir 10 þús. dollara tekjur. Engar horfur eru á áð þessi veLmegunarþoóun Bandaríkjanna stöðvist. Kunn- áttumenn spá því, að skinnakaup Bandaríkjamanna muni tvöfald- ast á næstu 10 árum og fara upp í 25 milljónir skinna. Svip- uð þróun mun vafalítið eiga sér stað í Vestur-EVrópu. Framtíðar möguleikar minkaræktarinnar eru því miklir. Eykur verðmæti úrgangsvara. - Hvaða þýðingu telur þú að minkaræktar hafi hérlendis I tengslum við aðrar atvinnugrein ar? - Norðurlandaþjóðirnar hafa kallað minkaræktina sorptunnu fiskiðnaðarins og sláturhúsa landbúnaðarins og er þá átt við það að minkaræktin byggist á fiskúrgangi og sláturúrgangi, sem áður var ýmist hent eða selt fyrir lítið eða ekkert verð. Sömu sögu er að segja hér á landi. Við höfum lítið hirt um allskonar urgang frá fiskiðnað- inum og sláturhúsunum. Allur fiskúrgangur er keyptur háu verði á Norðurlöndunum eða fyr ir 45-60 aura danska pr. kg. sem svarar til 3.400-4.500 isl. krónum pr. tonn, en frystihús- in fá hér fyrir fiskúrganginn 450-500 kr. fyrir tonnið. Þetta háa verð á fiskúrgangi á Norðurlöndum er aðalskýring- in á stórfelldri framleiðsluaukn ingu þeirra hin síðari ár á fryst- um fiskflökum — á sama tíma sem frystihúsin á Islandi eiga í stórfelldum erfiðleikum og fram- leiðsla þeirra hefur dregist sam- an ár frá ári. Minkarækt á íslandi myndi færa frvstihúsunum hér mikinn tekjuauka og sjómenn mundu fá markað fyrir allskonar úrgangs- fisk, sem nú er ekki hirtur, vegna hins lága verðs, sem fiski mjölsverksmiðjur gefa fyrir hrá efni til mjölvinnslu. Á framantöldu er hægt að sjá að hér er um að ræða mikið hagsmunamál sjómanna, útgerð- armanna og frystihúsaeigenda. Landbúnaðurinn fengi einnig markað fyrir allan sláturúrgang, sem nú er ýmist hent eða seldur lágu verði. Blóð, vambir, lung og júgur eru verðmætt minkafóð ur, hvort heldur er úr naut^rip- um, hrossum eða sauðfé. Danir hakka svínahausa og svínalapp ir í beinamjöl og blanda í það svínablóði og fá þannig verðmætt fóður fyrir minkana. Þetta mætti einnig gera hér á landi af okk- ar sláturgripum. Minkar þurfa einnig feitmetL Gamamjöl og tólg er tilvalið fóður fyrir þá. Loks þurfa þeir einnig mjólk eða undanrennu og er um 6-7% af fóðri þeirra undanrenna. Sem fyrr segir er fóðurþörf minkanna mest frá því í júlí til nóv. loka, eða þegar nyt kúnna er n»est hér á landi og offramleiðsla mjólkur er mest. Ef við framleiddum 1 milljón skinna þyrftum við til minka- ræktar 4-5 milijónir lítra af undanrennu á ári. Atvinnuvegur sem stufflar að byggffajafnvægi. Að lokum sagði svo Ásberg Sigurðsson: íslendingar eiga nú við mikla erfiðleika að etja. Haf ís, kaþ síldarleysi og verðfall þrengja kosti atvinnuvega okk ar a.m.k. í bili. Gjaldeyrirstekj- ur þjóðarinnar hafa farið minnk andi tvö síðustu árin. Skortur á gjaldeyri getur valdið veruleg- um erfiðleikum og jafnvel at- vinnuleysi áður en varir. Á sama tíma eru fjölmennir árgangar ungs fólks að koma til starfa í þjóðfélaginu, Enginn vafi er á þörfinni að sem flest af því starfi í útflutningsatvinnuvegum til gjaldeyrisöflunar fyrir þjóð- arbúið. Stóriðja er töfraorð, en hún veitir aðeins fáum mönnum at- vinnu miðað við það fjármagn sem til hennar þarf. Iðnaður til útflutnings kostar mikið átak og fjármagn. Samkeppni er við há þróaðar iðnaðarþjóðir á sviði, sem við í dag höfum ekki alltof góða aðstöðu til að keppa við. Allt þetta verður þó að refna og smátt og smátt mun okkur takast að skapa okkur fótfestu á þessu sviði. Loftslag á íslandi og gnægð af ódýru fiskifóðri skapar fs- lendingum sérstöðu til fram- leiðslu minkaskinna, sem eru ódýr í flutningi og auðseljanleg tollfrjáls á uppboðum víða um heim. Framleiðsla á luxusvörum eins og minkaskinn eru, borgar sig tíðum betur en framleiðsla matvara eða hráefnis. Hinn stór- felldi vöxtur minkaræktarinnar hin síðari ár sýnir þetta glöggL „Engin þjóð getur keppt við íslendinga á sviði minkaræktar“, sagði þekktur danskur minka- ræktarmaður við mig fyrir nokkr um árum. En á þessu sviði getum við ekki neytt aðstöðu okkar, vegna þess að þessi atvinnuvegur er bannaður með lögum. f landinu er mikið af villimink, sem gert hefur mikið tjón. f 10 ár hafa skipulegar aðgerðir farið fram til að eyða honum, en ekki tekizt. Hins vegar hefur tekizt að handa honum svo niðii, að honum mun ekki fjölga, heldur fremur fækka þó að hann hafi haldið áfram að leggja undir sig ný land- svæði og hafi nú tekið sér ból- festu í öllum sýslum landsins. Minkaplágunni er haldið í skefj um. Það er aðalatriðið. Henni verður haldið í skefjum áfram >ó að minkarækt verði nú leyfð. Við eigum að hefja uppbyggingu minkaræktar á íslandi hið fyrsta Fáar búgreinar eru byggðar á víðtækari rarmsóknar- og vís- indagrundvelli en hún. Þekking og reynsla frændþjóða okkar stendur okkur vafalítið til boða, ef eftir er leitað. Með því að reisa nokkur full- komin minkabú undir forystu sérfróðra manna, er hægt á nokkrum árum að þjálfa unga menn, sem síðan geta stofnað sinn eigin atvinnurekstur á þessu sviðL byggðan á traustri vísindalegri þekkingu og reynslu Þá er engin hætta á öðru en vel fari og minkaræktin verði blómlegur og traustur útflutn- ingsatvixmuvegur. Víst er, að fátt myndt treysta betur byggðina í dreifbýli lands ins en þróttmikill minkabúskap- ur. — stjl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.