Morgunblaðið - 08.08.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.08.1968, Blaðsíða 2
2 MORjGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 196:8 Góðar sölur ísl. síld- veiðiskipa í Þýzkalandi — Jón Kjartansson mun hafa selt alls tyrir rúmar 5 milljónir ísl. króna fSLENZK síldveiðiskip hafa svo sem kunnugt er stundað síldveiðar í Norðursjó í sumar og hafa þau selt síldina, sem þeir ísa, í Þýzkalandi og hlotið gott verð fyrir. Frá 14. júní til 22. júlí hafði Jón Kjartansson frá Eskifirði t.d. selt 328 lestir fyrir um 3.5 milljón krónur, sam- kvæmt upplýsingum Ingimars Einarssonar, fulltrúa hjá LÍÚ. Ingimar tjáði blaðinu enn- fremur, að sama skip hefði selt 29. júlí 70.6 lestir fyrir 57.313 mörk og nokkru síðar aftur fyrir 40 til 50 þúsund mörk, en sú sala er þó óstaðfest. Sé sú sala hins vegar sannleikanum sam- kvæm lætur nærri að Jón Kjart- ansson hafi selt alls fyrir röskar 5 milljónir króna á tæpum tveimur mánuðum. Jón Garðar selti í Þýzkalandi 25. júlí 28.2 lestir fyrir 27.700 mörk og Guðrún Þorkelsdóttir 33.2 lestir degi síðar fyrir 35.125 mörk. >á seldi Hólmanes 30.5 lestir fyrir 31.480 mörk. Hinn 31. júlí seldi síðan Jón Garðar aftur 37.3 lestir af síld ísaðri í kassa fyrir 38.630 mörk og 12.1 lest af síld isaðri í stíur Nýtt inmerki, sérstakur póststimpill FÓST- og símamálastjórnin hef- ur ákveðið að gefa út nýtt frí- merki hinn 5. september næst- komandi að verðgildi 10 krónur. Á merkinu verður mynd af styttu Sigurjóns Ólafssonar af séra Friðriki Friðrikssyni, er > » * » -------———____—,— lik áÍAl + stendur í Lækjargötu í Reykja- A myndinni er séra Friðrik svo sem kunnugt er með lítinn dreng. Stærð merkisins er 25 sinnum 36 mm, prentað hjá Courvoisier S/A í Sviss með sólprentunarað- ferð. Efst á merkinu stendur „Friðrik Friðriksson 1868 — 25. maí — 1968. Þá ber þess að geta að dagana 26.—28. ágúst 1968 verður opið sérstakt pósthús í Reykjavík vegna Norræna byggingadagsins. Verður þar notaður sérstakur póststimpill. fyrir 5.419 mörk. Verðmunurinn sýnir, hve mikla áherzlu síldar- kaupmenn leggja á merðferð sild arinnar. Þá seldi Börkur 35.5 lestir af ísaðri síld í stíu fyrir 20.800 mörk. Af þeim fréttum, sem borizt hafa, er ekki Ijóst, hvort síldin er tolluð, en gera má ráð fyrir, að kostnaður við löndun, um- boðslaun, lestarþvott o.s.frv. auk hafnargjalda sé um 15 til 17%. 5 skip hófu veiðarnar í Norður- sjó í sumar, en síðan hafa nokk- ur bætzt við. Síðustu daga hef- ur verið góð veiði á miðunum og er búizt við að framboð á markaðinum aukizt. Hussein Jórdaníukonungur, fyrir miðju á myndinni, kom á vettvang, skömmu eftir að Israelar höfðu gert árásir á Salt-svæðið á sunnudaginn. Sí/darvertíðin: Heildaraflinn tæplega 30 þúsund lestir Kristján Valgeir og Gígja aflahœst FISKIFÉLAG fslands hefur sent frá sér síldarskýrslu — yfirlit yfir veiðamar norðanlands og austan vikuna 28. júlí til 3. ágúst 1968. í vikunni bárust á land ljS.682 lestir og hæsta skipið Kristján Valgeir frá Vopnafirði hafi þá fengið 1511 lestir og Gígja frá Reykjavík fylgdi fast á eftir. Alls höfðu 56 skip fengið einhvern afla. Hér fer á eftir skýrsla Fiski félagsins: Síðastliðna viku var veiði- Rauðvarðliðar drepnir ENN hefur dregið til blóðugra átaka í Kanton í Kína, að því er fréttaritari AP í Hong Kong greinir frá. t fréttinni segir, að herinn hafi drepið nokkur hundr uð Rauðvarðliða þegar bardagar og götuóeirðir blossuðu þar upp fyrir fáeinum dögitm. Sagt er, að allmargir háttsettir embættis menn borgkrinnar hafi verið dregnir um göturnar og fest á þá spjöld með áletrunum um and byltingarstarfsemi þeirra. Ferðamenn frá Kan-ton segja, ísroelar harðorðir New York, 7. ágúst — NTB — Á FUNDI Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna í kvöld varaði full- trúi ísraels öryggisráðið við því, að ísraelar kynnu að neyðast til að grípa til róttækra ráðstafana upp á eigin spýtur, ef samtökum Sameinuðu þjóðanna tækist ekki að stöðva „árásarstefnu Araba- landanna gegn ísræl“, Ambassa dor ísraels sagði, að frumskilyrði fyrir því að friður kæmist á, væri meðal annars að Arabar hættu hryðjuverka- og skemmdarstarf- semi sinni. að herinn virðist nú hafa tögl og hagldir í borginni og séu á verði nætur sem daga, og fjölmargir Rauðvarðliðar hafi verið hand- teknir. Kvikmynda- sýning INIátt- úrufræðifé- lagsins í kvöld í KVÖLD kl. 20.30 verða sýndar í Tjarnarbæ tvær kvikmyndir um jarðfræði Japans á vegum Hins íslenzka náttúrufræðifélags. Fyrri myndin fjallar um jarð- sögu Japans og sýnir hún, hvern ig jarðlög hafa orðið til á ýms- um skefðum jarðsögunnar, og þau siðan bylzt til og máðst. Þá er og sýndur þáttur eld- fjalla í sköpunarsögu Japans. Siðari myndin fjallar um jarð- fræði og náttúru Hokkaidós, en hún er nyrzt Japanseyja og talin um margt svipa til íslands, þótt auðvitað sé nokkur munur á landslagi og gróðri. (Frá Hinu íslenzka náttúrufræðifélagi). Samhoma Borðstrendinga- félagsins í Bjarkarlundi BARRÐSTRENDINGAFÉLAG- IÐ í Reykjavik efndi að venju til samkomuhalds í Bjarkarlundi um verzlunarmanniahelgina. Fjöl mermir dansleikir voru baldnir á laugardags- og sunnudagskvöld og útisamkoma um miðjan dag á sunnudaig. Guðbjartur Egilsson, formað- ur Barðstrendingafélagsins, setti samkomuna og stjórnaði henni, Sigurður Bjiarnason, ritstjóri frá Vigur flutti ræðu og Guðmund- ur Guðjónsson, óperusöngvari söng við undirleik Skúla Hall- dórssonar, tónskálds. Veður var gott þar vestra um helgina og mikil umfenrð um staðinn. svæðið frá 75° til 75° 30'n.br. og á milli 10° og 13° a.l. Veður var yfirleitt gott, en afli tregur. í vikunni bárust á land 12.682 lest,- ir. Söltun nam 5.396 tunnum og til bræðslu fóru 11.728 lestir. Auk þess lönduðu nokkur skip Norðursjávarafla í Þýzkalandi, samtals 166 lestum. Heildaraflinn er nú 30.987 lest- ir og hagnýting hans á þessa leið: Framhald á bls. 23 Brigitte skilivi Saint Tropez, 7. ág. NTB. FRANSKA kvikmyndaleikkonan Brigitte Bardot staðfesti í dag þrólátan orðróm um sambúðar- slit hennar og eiginmannsins Gunter Sachs. Leikkonan var stödd ásamt nýjasta vini sínum í danshúsi í Saint Tropez, og er hún sagði blaðamönnium frá ákvörðuninni. Sachs mun hafa leitað eftir skilnaði vegna ann- arlegrar afstöðu Bardot til hjóna bandsins. Forsetohjónin til Osló f MBL. í gær var þess getið að forseti íslands og kona hans yrðu við brúðkaup Haralds ríkisarfa Norðmanna. í gæir barst Mbl. svohhljóðandi fréttatilkynning fná skrifstofu forseta fslands: „Forseti íslands og kona hans hafa þekkzt boð um að vera viðstödd brúðkaup Haralds, ríkis arfa Noregs, og Sonju Haraldsen, er fram á að fara í Osló hinn 29. þ. m. f för með forsetahjónunum verða Birgir Thorlacius, ráðu- neytisstjóri og kona hans.“ Brunaútkall að Verzlunar- bankanum SLÖKKVILIÐIÐ var í gærkvöld kvatt áð húsi því, sem Verzlun- arbankinn er í við Bankastræti. Er á staðinn kom, reistu slökkvi liðsmenn stiga að húsinu og réð- ust þegar til uppgöngu á þakið. Kom fljótlega í ljós, að um bruna var ekki að ræða. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti húsvörðinn stuttlega að máli í gærkvöld og sagði hann, að hann kveikti venjulega í bréfa rusli úr bankanum áð lokinni sýningu í Gamla Bíói á kvöldin og myndi það sennilega vera það, sem hefði valdið brunaútkallinu. Oslo Cup ’68 Leikir ísl. flokkanna Osló, 7. ágúst. Einkaskeyti til Mbl. HINUM ungu íslenzku íþrótta- mönnum, sem þátt taka í Oslo Cup 1968 voru mjög sigurstrang legir á fyrsta degi handbolta- keppninnar, einkum þó piltarnir, en Fram-stúlkurnair urðu að láta sér nægja jafntefli. Úrslit: C-flokkur Fram vann með 4:3 danska liðið Testrup, en Dan irnir höfðu forustuna í hálfleik, 2:3. Þá vann Málmeyjarklúbbur- inn IFK-Maló FH c-flokk með 7:3 og hafði náð öruggri forustu í hálfleik, 4:1. C-flokkur KR vann yfirburðarsigur yfir Östre- Borgerdyd með 11:0 og þá vann b-flokkur FH þýzka liðið Witt- ingen með 8:4 og var staðan 5:1 í hálfleik. Fram-stúlkuranr í e-flokki gerðu jafntefli við Stonby, 4:4 og Fram-stúlkurnar í f-flokki gerðu jafntefli við Bækklegests Sportsklubb. — Á. Fjölmenn útför Jóns Leifs ÚTFÖR Jóns Leifs, tónskálds, var gerð frá Dómkirkjunni í gær að viðstöddu miklu fjölmienni. Hófst athöfnin kl. 2, með því að Ragnar Björnsson lék orgel- forleik eftir Jón Leifs. Þá söng Kristinn Hallsson óperusöngvari „Vertu Guð faðir, faðir minn“, við Iag eftir Jón Leifs. Séra Jón Auðuns dómprófastuT flutti ræðu, þar sem hann minnt ist sérstaklega hins þróttmikla listastarfs hins látna tónskálds. Að henni lokinni léku Björn Ólafsson og félagar „Mors et vita“ eftiir Jón Leifs. Að lokum lék blásarakvintett úr Sinfóníu- hljómsveit íslands, „Allt eins og blómstrið eina“, í útsetningu Jóns Leifs. Úr kirkju bár.u menntamála- ráðherra ,og fulltrúar frá sám- tökum listaananna, en síðasta spölinn að gröfinni báru félagar úr Tónskáldafélagi fslands og nánustu frændur og vinir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.