Morgunblaðið - 29.08.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 196fl LÓÐ FYRIR NÝTT SAFNA HÚS VIÐ BIRKIMEL - Landsbókasafni íslands bárust margar góðar gjafir á 150 ára afmœlinu A HÁTÍÐARATHÖFN í tilefni 150 ára afmælis Landsbóka- safnsins er fram fór í Þjóðleik- húsinu í gærdag skýrði dr. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra frá því, að ákveðið hefði verið að nýtt safnahús yrði staðsett við Birkimel, nálægt Hring- braut. Jafnframt gat ráðherra þess að bókasafnsmál þjóðarinn ar væru nú til endurskoðunar sem væri mjög umfangsmikil og tímafrek. Því hefði verið ákveð- ið að útvega geymsluhúsnæði fyrir þau rit safnsins er minnst væru notuð, og stæðu vonir til að með þeirri ráðstöfun rýmk- uðu húsakynni safnsins. Frú Auður Auðuns, forseti borgarstjómar Reykjavíkur skýrði frá því, að Reykjavíkur- borg hefði ákveðið að gefa Lands bókasafni íslands 150 þús. kr. í afmælisgjöf, er varið skyldi til að afla ljósrita af bréfasöfnum Islendinga í dönskum söfnum. Landsbókasafninu bárust IMorræna bygg- ingadeginum lokið NORRÆNA byggingardeginum, hinum tíunda í röðinni lauk í gær með sameiginlegu borðhaldi í Laugardalshöllinni. Margir þátttakanda munu þó dveljast hér næstu daga og fara í ferða- lög til sögustaða, bæði norðan lands og sunnan. » Norræni bygginigardagurinn hófst s.l. rmánu'dag og sóttu hann um þúsund manns. Mörg erindi voru flutt um bygging- armálefni og farið var í kynnis- ferðir og byggingar skoðaðar. M.a. voru Breiðlholtsíbúðirnar skoðaðar. f gær lauk ráðstefnunni eins og fyrr segir með sameiginlegu borðhaldi. Um morguninn voru fyrirlastrar fluttir. Jan F. Rey- imart flutti erindi um íbúðafraim leiðslu og tækni í því sambandi og Olavi Limdbkxm flutti erindi um íbúðahagfræði. Á eftir er- indunum voru rökræður. margar aðrar góðar gjafir: Uni- versitetsbiblioteket í Ósló gaf Norðurlandakort Abraham Orte- liusar frá 1570, Det Kongelige Bibliotek í Kaupmannahöfn gaf bókina Den Danske Vitruvius, Helsingfors Universitetsbiblitek gaf Registrum Ecolesiae Aboens- is og frá Deutsche Staatsbiblio- thek fékk Landsbókasafnið Die Deutsche Staatsbibliothek und Ihre Kostbarkeiten að gjöf. Fjöldi heillaóska bárust, m.a. frá forseta íslands, dr. Kristjáni Eldjám. Landsbókavörður, dr. Finn- bogi Guðmundsson, þakkaði góð- ar gjafir og hlýjar kveðjur. Flokksþing demókrata styður stefnu Johnsons — Humphrey spáð yfirburðasigri við fyrsfu atkvœðagreiðslu Chicago, 28. ágúst. — (AP) FLOKKSÞING demókrataflokks Bandarikjanna, sem haldið er í Chicago, samþykkti í kvöld til- lögur stefnuskrámefndarinnar varðandi Víetnam, og er sú sam- þykkt mikill sigur fyrir Hubert H. Humphrey varaforseta og stuðningsmenn hans. Síðar í kvöld áttu þingfulltrú- ar að kjósa forsetaefni flokks- ins, og er öruggt talið að Hump- hrey verði kjörinn. Stuðningsmenn keppinauta Humphreys höfðu borið fram breytingartillögur við álit stefnu skrárnefndar, sem fólu í sér kröfu um skilyrðislausa stöðvun loftárása á Norður-Vietnam. Höfðu umræður um Vietnam- málið orðið mjög harðar, og gripu margir fulltrúar minni- hlutans kröfuspjöld og veifuðu þeim að ræðupallinum. Á spjöldunum stóð meðal annars: „Nixon styður stefnu meirihlut- ans“. Urðu mikil læti í þing- salnum, svo ekki mátti heyra til ræðumanna, en þegar fulltrú- ar höfðu fengið svalað reiði sinni nokkuð, lýsti Wayne Hays frá Ohió því yfir að afstaða minnihlutans til Vietnam væri svipuð afstöðu þeirra, sem fyrir 30 árum samþykktu samninga Chamberlains og Hitlers í Miinchen, og gerðu Hitler kleift að leggja undir sig Tékkósló- vakíu. Voru hávær hróp gerð að Hjólbarða stolið STOLIÐ var vara'hjólbarða af Landróver-bifreið í fyrrinótt þar sem bifreiðin stóð við Mánagötu 16. Hjólbarðin-n er á giulri felgu og er af Good-year-gerð. Sjónar- vottar enu beðnir að gefa sig fram við rannsóknarlögregluna. Minningarpeningur vegno brúðkaups Harulds Noregsuria ur varið til styrktar Rauða krossins og Minningarsjóðs Mörtu krónprinsessu. Myntin er slegin á myntsláttu hans hátignar á Kóngsbergi og gerð af Öivind Hanssen mynt- grafara. Minningarpeningurinn vegna brúðkaups Haralds og Sonju. NORSKI Rauði krossinn hefur látið slá minningarpening vegna brúðkaups Haralds Noregsarfa og Sonju Haraldsen 29. ágúst. n.k. Er peningurinn í fjórum gerðum úr gulli og silfri. Hagn- aðinum af sölu peningsins verð- Tvo lækna vant- ar og lyisala DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið auglýsir laus tvö héraðslæknis- embætti. Er amnað á Patreksfirði og veitist frá 10. september, en hitt á Þórshöfn og veitist frá sama tíma. Þá er lyfsöluleyfið í Kópavogi auglýst laust og umsóknarfrestur til 13. september. ræðumanni. Hay lét sig hrópin litlu skipta og bætti því við að stefna minnihlutans hefði getað leitt mikla ógæfu yfir flokkinn, þjóðina og allan hinn frjálsa heim. Fyrir svörum varð Theodore Soerensen, sem áður var einn af ráðgjöfum Johns Kennedys forseta. Sagði hann að minmi- hlutinn væri fylgjandi stefnu bræðranna Roberts og Edwards Kennedy, og vildi að endi yrði tafarlaust bundinn á styrjöldina í , Víetnam. Ti’llögur meirihlut- ans, sagði Soerensen, „vísa ekki veginn út úr ógöngunum." Hins vegar eru tillögurnar þess eðlis að „Richard Nixon, eða jafnvel Barry Goldwater gætu me'ð ánægju fallizt á þær.“ Fylgi Humphreys hefur aukizt mjög í dag, og hafa margir frambjóðendur einstakra ríkja, eða „favorite sons“ eins og þeir eru nefndir, dregið sig í hlé til að stuðningsmenn þeirra geti greitt Humphrey atkvæði við fyrstu atkvæðagreiðslu í nótt. Skömmu eftir að þriðji fundur flokksþingsins hófst í dag, skýrði Associated Press frétta- stofan frá því að Humphrey ætti örugg 1.318% atkvæða við fyrstu atkvæðagrefðsiu, en til að ná útnefnimgu þingsins þarf 1.312 atkvæði. Fram að þeim tíma höfðu margir þingfulltrú- ar reynt að fá Edward Kennedy öldungadeildarþingmann til að gefa kost á sér til forsetafram- boðs, en Kennedy neitað. Tók Kennedy af skarið í dag og sagði það ekki koma til mála að hann yrði í kjöri og sneru margir þingfulltrúar, sem fram að þeim tíma höfðu veri'ð í vafa, sér þá að Humphrey. Þrír ríkis- stjórar, þeir Richard Hughes frá New Jersey, John McKeithen frá Louisiana og Mills Godwin frá Virgina, sem allir voru „favo- rite sons“, lýstu því yfir að þeir væru hættir við framboð á veg- um ríkja sinna og leystu fulltrúa sína frá öllum kvöðum í því sambandi. Mynduðust fljótt bið- raðir fulltrúa frá ríkjimum þremur við aðsetur Humphreys og vildu allir verða fyrstir til að tilkynna varaforsetanum stuðning. Eftir a'ð skriðan var lögð af stað, jók hún við sig, og er tal- ið að Humphrey verði kjörinn með miklum meirihluta fram- hjóðanda demókrataflokksins við forsetakosningarnar í nóv- ember, þar sem hann keppir um embættið við Richard Nix- on, frambjóðanda republikana. Meiri óvissa ríkir um það hver Humphrey velur til að verða varaforsetaefni flokksins, en að- allega er taláð um tvo menn í því sambandi, Edmund Muskie öldungadeildarþingmann frá Maine og Sargent Shriver sendi herra í París, sem kvæntur er systur Kennedybræðranna. Marg ir fleiri koma þó til greina, og er ógerlegt að spá um úrslitin að svo komnu. í gærmorgun sigldi héðan frá Reykjavík áleiðis tií Græn- lands þetta litla seglbúna varðskip danska flotans í Grænlandi. Skipið heitir Teistan og er við ýmiskonar strandgæzlustörf við Grænlandsstrendur og kom nú frá Kaupmannahöfn. Karfan í frammastri er notuð þegar siglt er gegnum ís og erfitt er að finna heppilegustu leiðina. Vegna hins mikla íss við Grænland var með öllu óvíst hvar skipið tæki höfn. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Enginn árangur í París París 28. ágúst. — AP-NTB SAMNINGANEFNDIR Banda- ríkjanna og N-Vietnam héldu 19. fund sinn í París í dag og miðaði að sögn fréttaritara ekkert í samkomulagsátt. Við- ræðurnar hafa nú staðið í þrjá og hálfan mánuð. Averell Harri- mann, formaður bandarísku sendinefndarinnar, sagði frétta- mönnum, að hann hefði á fund- inum spurt n-vietnamísku sendi mennina hvað Hanoistjórn myndi gera ef Bandaríkjamenn hættu öllum loftárásum, en þeir hefðu engu svarað. Harrimann sagði, að allur heimurinn biði eftir svari við þeirri spurningu. Þá sakaði Harrimann N-Viet- nam um að ætla sér að leggja allt S-Vietnam undir sig, en var- aði við að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra væru við öllu búnir. Xuan Thuy, formaður n-viet- namízku sendinefndarinnar svar aði Harrimann með því, að saka Bandaríkjamenn um að standa í vegi fyrir pólitískri lausn deil- unnar. Hann sagði, að Hanoi hefði sýnt góðvilja og samnimgs- vilja um lausn hennar, en að það væri Bandaríkjamönnum Mótoiæla aðvörun læknadeildar STJÓRN SÍSE, Sambands ís- lenzkra stúdenta erlendis, mót- mælir harðlega þeirri ákvörðun Læknadeildar Háskóla Islands, að veita ekki erlendum stúdent- um inngöngu í deildina. Telur stjórnin £ið ákvörðun þessi geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenzka stúdenta, sem eru við nám, eða hyggja á nám erlendis. Erlend háskólayfirvöld hafa sýnt íslenzkum námsmönnum mikinn velvilja og veitt þeim skólavist, þó að heimamönnum hafi verið vísað frá. Hætt er við að breyting geti orðið á þessari afstö'ðu gagnvart Islendingum, er erlend háskóla- yfirvöld frétta ákvörðun þessa. Stjóm SlSE hvetur íslenzk há- skólayfirvöld til þess að endur- skoða afstöðu sína í þessu málL (Fréttatilkynning) að kenna að viðræðurnar í París hefðu staðnað, því að með stöðugum ásökunum sínum kæmu þeir í veg fyrir að full- trúarnir gætu rætt það eina sem máli skipti .skilyrðislausa stöðvun sprengjuárása. Thuy sagði, að Bandaríkjamönnum kæmu mál Vietnam ekkert við, því lamdið tilheyrði þeim ekki. Harrimann svaraði þessu ti'l að það væri von Bandaríkjastjórn- ar að N-Vietnam hætti að skipta sér af og hafa áhirf á bandarískt almenningsálit, en snúa sér þess í stað af fullum kraifiti að lausn þeirra vandamála sem til vi'ð- ræðna væru í París. Ekið á kyrr- stæða bifreið RAMBLER-bifreið, R-2731, var stórskemmd hinn 17. ágúst síð- astliðinn, er hún stóð framan við ‘húsið Bergstaðastræti 54, Braga- götumegin. Bifreiðin, sem á- rekstrin'um olli kom frá Berg- staðastræti 52 og mun árekstur- inn hafia orðið á tím'abilinu 00.15 til 01.00. Vitað er að fólk varð vitni að árekstrinum og er það vinsamlegast beðið að gefa sig fram við ran’nsóknarlögregluna. Öll hlið Rablersins er stór- skemmd, en hann er grænn að lit. Hálsbólgu- og kvefsóttartilfell- um f jölgar í Rvík í TILKYNNINGU frá borgar- læknisembættinu um farsóttir í Reykjaivík vikuna 11. til 17. ág. hefiur hálsbóLgutilfiellum o.g kvef- sóttartilfellum fjölgað stórlega frá vikunnj á undan. Er skýnsla þessi samin Scun’kvæmt upplýs- inigum 12 lækna. Hálsbólgutilfiellum fjölgar úr 47 í 111 og kvefisótt úr 48 í 129. Lungna- og iðrakvefssjúklingum fjölgar einnig nokkuð og hefur hvotsótt, taksótt og kláði gert vart við sig, en aðeins er um ör- fá tilfelli að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.