Morgunblaðið - 29.08.1968, Blaðsíða 28
Fullorðnir menn
leituðu á telpur
FYRIR hálfum mánuði var óskað
eftir lögregluaðstoð vestur í bæ,
vegna kynferðisafbrota tveggja
karlmanna við ungar telpur. Við
rannsókn málsins kom í ljós, að
fjórar telpur á aldrinum frá 10
ára til 14 ára höfðu orðið fyrir
kynmökum mannanna og hefur
samband telpnanna við þá líkleg
ast staðið í allt að eitt ár. Menn-
irnir hafa viðurkennt að hafa átt
mök við telpumar og hefur mál
þeirra verið sent saksóknara ríkis
ins. —
Að því er Kristján Sigurðsson,
rannisóknarlögreglumaður, er
annast hefux rannsókn málsrns,
tjáði Mbl. hófst samband þetta
með því að mennirnir þreifuðu
Framhald á bls. 27.
Drengur datt í hver
og skaðbrenndist
FIMM ára gamall drengur úr
Keflavik datt í hver við Reykja
nesvita síðdegis í gær, er hann
var að leik þar í nágrenninu.
Drengurinn er skaðbrenndur upp
að mitti, og er bruninn, sam-
kvæmt upplýsingum sjúkrahúss
ins í Keflavík, af 2. og 3. stigi.
Slys þetta varð um kl. 18.45
og var sjúkrabifreið beðin um
að koma til móts við bifreið, er
flutti drenginn áleiðis til Kefla-
víkur. Móðir drengsins hafði ver
ið að taka upp kartöflur í garði
við Reykjanesvita og hafði
drenginn með sér. Var hann á
vappi í leik á meðan og datt í
pytt með fyrrgreindum afleið-
ingum.
Félag Norðmanna hér, Nordmannslaget ,hefur beitt sér fyrir
því, að Norðmenn, búsettir hér, sendi Haraldi krónprinsi og
unnustu hans, Sonju, brúðargjöf og var smíði hennar lokið
í gær og gjöfin send til Noregs. Gjöfin er fallegt, silfurslegið
drykkjarhorn. Grafin eru nöfn krónprinshjónanna og dagsetn
ing brúðkaupsdagsins og síðan stendur: Fra Nordmænd i Is-
land. Mynd þessi var tekin í gær hjá silfursmiðunum, en
drykkjarhornið smíðuðu Sigmar og Pálmi í Modelskartgripum
að Hverfisgötu 16 hér í borg. Leifur Möller heldur á gripn-
um. Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.)
Séð yfir borðin og kalda borðið.
IViesta veizla á íslandi haldin í gær
Eitt tonn af mat borið á borð
ÞAÐ var ys og þys í Laugar-
dalshöllinni í gær, þegar við
litum þangað, enda verið að
undirbúa stærstu veizlu, sem
haldin hefur verið hér á landi,
svo að menn muni. Um þús-
und manns sátu veizluna, en
það eru þátttakendur i tí-
unda Norræna byggingardeg-
inum, en honum lauk í gær.
Hlaðnir bakkar beztu krása
voru bornir fram og þeim
komið fyrir á afgreiðsluborð-
inu. Þetta var kalt borð. Um-
sjón með matnum hafði Þor-
valdur Guðmundsson veit-
ingamaður og hann sag’ðd okk
ur, að þetta væri stærsta
veizla, sem hann hefði undir-
Framhald á bls. 27.
Nðfn kynforeldra má ekki
birta án leyfis kjörforeldra
— Dómur í máli lœknis gegn útgefendum ritsins „Lœknar
á íslandi" kveður
NÝLEGA var kveðinn upp
dómur í bæjarþingi Reykjavík-
ur í máli læknis eins hér í bæ
gegn útgefendum ritsins „Lækn
ar á íslandi“. Stefandi krafðist
staðfestingar á lögbanni, er
hann hafði látið leggja gegn því
að birt yrðu nöfn kynforeldra
kjörbams hans, en lögbannsúr-
skurðurinn var staðfestur. Dóm
inn kvað upp Hákon Guðmunds
son, yfirborgardómari.
Stefnt er að gefa úf
æviágrip lækna á íslandi í
svo á um —
nýrri og endurskoðaðri úgtáfu
ritsins „Læknar á ídianidi“ . Á
eyðublaði er læknum hafði verið
sent til útfyllinigar var m.a. ósk
að eftir upplýsingum um kyn-
foreldra kjörbarna og nöfn
þeirra. Stefndi, sem hafði ætt-
leitt barn hafði gefið upp að
fþað væri kjörbarn, en lét því
hins vegar ósvarað, hverjir veeru
kynforeldrar þess, vegna þess að
hann taldi það óþarft og til þess
fallið að valda foreldrum og
barninu sársauka og erfiðleákum.
Þar sem stefandi hafði ekki
látið í té þessar upplýsingar afl-
aði stefndi sér þeirra úr þjóð-
Skránni og er etefnandi varð
þess vís og taldi að höfundar
hefðu í hyggju að birta frarnan
greindar upplýsingar krafðiaf
hann þess að sieppf yrði að gefa
upp nöfn kynfioreldranna. Þeirri
umleitan var ekki sinnt og því
fékk stefnandi lagt lögbann við
því, að umræddar upplýsingair
yrðu birtar í ritinu.
f miáii þesisu iágu fyrir upp
lýsinigar frá Hagstofu íslands,
Framhald á bls. 27.
Rithöfundasamband Islands for-
dæmir innrásina í Tékkóslóvakíu
MBL. barst í gær fréttatilkynn-
ing frá Rithöfundasambandi ts-
Iands, þar sem segir að almenn-
ur félagsfundur í sambandinu
fordæmi harðlega innrás Var-
sjárbandalagsríkjanna í Tékkó-
slóvakíu. Segir í ályktun fund-
arins að barátta tékkóslóvak-
ískra rithöfunda sé ,,listamönn-
um annarra landa, þar sem slíku
frelsi eru skorður settar, hvatn-
ing og áskorun tij að berjast
ótrauðlega fyrir þeim mannrétt-
indum, sem er grundvöllur
frjálsrar hugsunar og listsköpun
ar." Orðrétt er fréttatilkynning-
in þannig:
„Rithöfundasamband fslands
hélt almennan félagsfund á
þriðjudaginn var til að ræða
Tékkóslóvakíumálin.
Formaður sambandsins, Stefán
Júiíusson, stýrði fundinum, en
ritari sambandsins, Þorsteinn
Valdimarsson, var fundarritari.
Framsögu í málinu fluttu Hann-
es Sigfússon. Rakti hánn í stór-
um dráttum hlut rithöfunda
Tékkóslóvakíu í atburðum þarí
landi að undanförnu og leiddi
rök að því, hve ríkan þátt þeir
hafa átt í þeirri vakningu og
frelsishreyfingu, sem orðið hef-
misserum.
ur í landinu á undanförnum
Stjóm sambandsins lagði fram
meðfylgjandi tillögu til ályktun-
ar, og var hún samþykkt með
Framhald á bls. 27.
Brunarannsókn-
in stendur enn
RANNSÓKN brunans í Kópa-
vogi, er trésmíðaverkstæði branm
aðfaranótt sunniudaigsins er hald-
ið áfram. Ekkert nýtt hafði kom-
ið fram í málimu í gær.