Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 196« 700 hestar af heyi skemmdust í eldsvoða — er kvikna&i í hlöðu Fáks í gœr ELDUR gaus upp í hlöðu Hesta- mannafélagsins Fáks við Elliða- ár um hádegisbil í gær. Var hlað an svo til full af heyi, en hún tekur 700 hesta. Hlaðan er sam- byggð hesthúsum Fáks, en auk þess er hún hólfuð í tvennt og eru þar hnakkageymslur, spóna geymslur og verkfærageymslur. Slökkviliðið kom þegar á vett- vang og var allt liðið kallað út. Tekst fljótlega að hemja eldinn, en rífa varð allt heyið úr hlöð- unni. Eldsupptökin eru ókunn, en forráðamenn Fáks telja, að tæplega geti verið um sjálfsí- kveikju að ræða. Heyið var vátryggt, en óvíst er, hvað mikið er ónýtt. Samkvæmt upplýsingum Rún- ars Bjarnasonar, slökkviliðs- stjóra, fékk slökkviliðið tilkynn- ingu 10 mínútum fyrir tólf um eldinn og komu tilkynningar frá nokkrum stöðum, svo að sýnilegt var að um nokkurn eld var að ræða. Allt lið var því kallað á vettvang og síðar allt varalið. Eins og fyrr segir, geisaði eld- urinn í hlöðu Fáks, en sýnilegt var að hann var dreifður um bygginguna. Þar sem hestlhús og geymslur voru í hættu, var ákveðið að rjúfa austurvegg hlöð unnar til að komast að eldin- um. Þetta tókst þannig, að eftir skamma hríð var sýnt, að nið- urlögum eldsins yrði ráðið. Var þá ekki liðin ein klukkustund frá því að eldsins varð vart. Slökkviliðsstjóri sagði, að alltaf væri hætta á, að eldur í heyi lifði lengi. Væri reynslan sú, að moka yrði öllu heyi út til að fyrirbyggja að eldur kviknaði aftur. Sú var líka raunin, að eldflygsur gusu upp fram eftir degi í gær. Við útmoksturinn voru notaðar þrjár dráttarvélar með heykvíslum og auk þess mok uðu slökkviliðsmenn. Var þessu HJALPAR- BEIÐNI - HEILSULÍTIL einstæðingskona, sem hefur verið lengi sjúklingur þarf nauðsynlega á læknishjálp að halda, sem ekki er kostuð af sjúkrasamlagi. En til þess þarf hún nokkur þúsund krónur, sem hún fær ekki að láni. Mundi ekki nokkrar góðviljað ar manneskjur vilja leggja fram og leggja saman dálitla fjárupp- hæð henni til hjálpar. Morgunblaðið mun veita fram lögum viðtöku. Árelíus Níelsson. Nýi slöbbvibíll- inn tilbúinn um helginn RÚNAR Bjarnason slökkviliðs- stjóri tjáði Mbl í gær, að nýi slökkviliðsbíllinn væri að verða tilbúinn til notkunar. Er vV'ið að útbúa hann ýmsum nauðsynleg- um aukahlutum, sem ekki fýlgdu. Þá er einnig verið að þjálfa menn, sem eiga að stjórna honum. Má bíllinn heita tilbúinn til notkunar og væntanlega verður hann það nú um helgina. Hann mun þó ekki verða notaður í fyrsta útkall um sinn meðan ver ið er að fullþjálfa áhöfn hans. Bíll þessi er mjög fullkominn að allri gerð, og kostar um 1,7 milljónir. starfi lokið í gærkveldi. Slökkviliðsstjóri sagði, að starfs menn Fáks hefðu verið mjög hjálplegir og aðstoðað slöbkvi- liðið dyggilega, sömuleiðis eigend ur dráttarvélanna. Þá ræddi Mbl. við Berg Magn- ússon, framkv.stj. Fáks. Hann sagði að tjónið væri töluvert, en ekki væri enn búið að full- kanna skemmdir. Allt hey og hlaða var vátryggt. Bergur sagð ist vona, að þessi bruni, kæmi ekki niður á þeirri þjónustu, er Fákur hefði veitt. Frá slökkvistarfinu í gær. Moka þurfti öllu heyi út úr hlöðunni til að komast fyrir eldinn. Utanríkisráðherrafundi Norðurlanda lokið: Ræddu ástandið i alþjóðamálum — Telja víst, að Finnar fái sœti í Öryggisráðinu HINN árlegj haustfundur utan ríkisráðherra Norðurlanda var haldinn í Stokkhólmi dagana 3. og 4. september sl.. Fréttatilkynning um störf ráð- herrafundarins fer hér á eftir: „Hinn venjulegi haiustfundur utanríkisráðherra Norðurlanda fór fram í Stokkhólmi 3. og 4. september 1968. Ráðherrarnir áttu ýtarlegar viðræður uim ástand alþjóðamála, einkum hina hörmulega atburði í Téikkóslóvakiu, og er í því sam- bandi vísað til sérstakra jrfirlýs- inga norrænu ríkisstjórnanna vegna hernáms Tékkóslóvakíu. Ráðherramir ræddu ýtarlega aðgerðir Norðurlanda til að létta þjáningar almennings aif völduim átakanna í Nigeríu. Ákváðu þeir að senda framkvæmdastjóra Sam einuðu þjóðanna, U Thant, sér- staka orðsendingu viðvíkjandi þessu máli. Ráðherramir voru sammála um, að sem allra flest ríki þyrftu að gerast aðiilar að alþjóðasamn- ingnum um bann við frekari dreifingu kjarnorkuvopna, sem yfir 70 riki hafa þegar undirritað — þeirra á meðal öll Norðurlörud in. Það samkomulag sem tekizt hefur að ná, ætti að auðvelda frekari aðgerðir á sviði afvopn- unarmála. Utanríkisráðherrarnir lýstu ánægju siinni yfir því, að viðræð- ur sfculi nú fara fram milli Bandaríkjanna og Norður-Viet- nam og létu í Ijós von um, að þær viðræður nvundu brátt leiða til árangursrikra samninga um endalök styrjaldarinnar í Viet- nam. Undirbúningur að þátttöku Norðurlanda í hjálparráðstöfuin- um eftir lok styrjaldarátakanna svo og aðgerðum til uppbygging- ar í Vietnam eftir lok stríðsins var einnig tekinn til umræðu. Norræna undirbúningsnefndin lagði fram bráðabirgðaskýrslu um uppbyggingaraðstoð við Vi- etnam. Fólu utanríkisráðherrar nefndinni að halda áfram störf- um. í umræðum um þau ágreinings mál, sem eru á dagskrá næsta allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna, lögðu ráðherTarnir sérstaka áherzlu á hinar óleystu deilur fyrir botni Miðjarðarhafs. Þyrftu deiluaðilar að leggja sitt af mörk um til þess að um'Leitanir Jarr- ings sendiherra geti borið árang- ur til styrktar friði. Ástandið í Suður-Afríku er enn áhyggjuefni, einlkum vegna stefnunnar í kynþáttamálum, sem þar er fylgt. Áð því er snert ir framkvæmd ályktana Örygg- isráðsins um Rihodesíu, þá hatfa Norðurlöndin stöðugt samráð sín í miUi í því ^kyní að tryggja sem mestan árangur retfsiaðgerðanma. Ráðherramir fjölluðu um framvindu Grikfclandsmálsins á vettvangi Evrópuráðsins. Eru kærur skandinavísku landanna nú til efnislegrar meðferðar hjá Mannréttindanefnd Evrópu. Hin margvíslegu vandamál mannlegs umhverfis verða tekin til meðferðar á aillsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á þessu hausti. Ráðherramir voru sam- mála um, að á hausitfiundi alls- herjarþingsins verði að gera ráð- stafanir til að fyigja eftir fr-um- kvæði Efnahags- og félagsmála- ráðsins um að kvödd verði samain Aukoiundur S.H. í dug SOLUMIÐ ST OÐIN efnir enn á ný til framhaldsaukafundar vegna vandamála hraðfrystiiðn- aðarins. Hefst fundurinn í dag á Hótel Sögu kl. 15.00. Mun þar verða fjallað um tilboð ríkis- stjórnarinnar til lausnar á þeim vanda, sem hraðfryistiiðnaðurinn hefur staðið frammi fyrir vegna verðfalla á erlendum mörkuð- um og annarra orsaka, sem margsinnis hefur verið skýrt frá. f tilboði ríkisstjórnarinnar mun felast aukin verðtrygging á útfluttum frystum sjávarafurð um, öðrum en síld, humar og rækjum, auk ákveðins fjárfram- lags til hraðfrystihúsanna. alþjóðaráðstefna um mannlegt umlhverfi. Hagnýting hafsbotnsins, sem verið 'hefur til meðferðar hjá sérstakri nefnd Sameinuðu þjóð- anna, var einnig rædd á fundin- um. Ráðherrarnir voru samijrtála um að náttúruauðævi hafsbotns- ins verði að nýta mannkyninu til heilla. í því sambandi gé rétt að gefia sérstakan gaum að fjár- magnsþörf þróunarríkjanna til efnahags- og félagsmálauppbygg- ingar þeirra. Ráðherramir lýstu ánægju yf- ir því, að kjör Finnilands í ör- yggisráðið fyrir tímabilið 1968— 1970 virðist nú fiullvíst. Fundinn sátu: Utanrífcisráð- herra Danmerkur, Poul Hiartling, utanríkisráðherra Finnlands, Ahti KaTjalainen, utanríkisráð- herra fslands, Bmil Jónsson, ut- anríkisráðherra Noregs, John Lyng, og utanrSkisráðherra Sví- þjóðar, Torsten Niilsson Að boði danstoa utainríkisráð- herrans mun næsti utanríkisráð- herraifundur Norðurlanda verða haldinn í Kaupmannahöfin 23. og 24. april 1969“. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 5. sept. 1968. Tvö umierðor- slys í gær TVÖ umferðarslys urðu í Reykja vík í gær. Hið fyrra varð um fjögurleytið á móts við Lauga- veg 177. Þar varð drengur á reið hjóli fyrir bifreið, með þeim hætti að keðjan fór af hjólinu og datt drengurinn. Hann var fluttur á Slysavarðstotfuna. Þá var stúlka fyrir bíl á Sund- laugaveginum um fimm leytið. Hún var einnig flutt á Slysa- varðstofuna. Rán og gripdeildir TÖLUVERT hefur verið um rán og gripdeildir í Hanfarfirði und- anfarið, og var brotizt inn í á 9—10 stöðum. Hins vegar urðu skemmdir talsverðar í sumum verzlununum, þar sem gripdeild- armenn brutu rúður til að kom- ast inin. Samkvæmt upplýsingum rann- sókniarlögregiunnar í Hafniarfirði upplýstist í fyrradag, að hér var um að ræða fjóra unglinga á aldrimwn 12—14 ára. Þeir hatfa áður stundað slílkan verknað. Þá voru einnig teknir þrír piltar. sem brotizit höfðu inn í geymglur, og skemmt þar og stol ið reiðhjólium og hlutum úr þeirn. Einnig kom í ljós að þeir kump- ánar hofðu tekið dráttarvél, sem geymd var í Engidal og skemmt Sldturfélogið kuupir frysti- húsið ú Seliossi SLÁTURFÉLAG Suðurlands hef ur keypt frystihús, sem er við sláturhúsið á Selfossi. Pétur Ottesen, stjórnarformað ur Sláturfélagsins tjáði Mbl. í gær, að Mjólkurbú Flóamanna, Kaupfélag Árneisinga og Slátur- félagið hefði átt húsið í sam- einingu, en Sláturfélagið hefði TÉKKÓSLOVAKIA Fundur Varðbergs og S.V.5. á laugardag MAGNÚS Sigurðsson blaðamað- ur talar um atburðina í Tékkó- slóvakíu á fundi, sem Varðberg og Samtök um vestræna sam- vinnu halda í Þjóðleikhúskjall- aranum um hádegi n.k. laugar- dag. undanfarið nýtt það að mestu leyti. Svo hefði um samizt, að Slátur félagið tæki yfir reksturinn að öllu leyti og keypti það því hluta kaupfélagsins og mjólkurbúsins í húsinu. með henini hlið og girðingar. í fyrradag komst einnig upp um þjóf, sem hafði stolið vinnu- launum, siex þús. kr. Fannst ihann í gisti'húsi í Reykjavík, og játaði strax. f sokikum hans fiundiust tvö þús. króniur. Þá var einnig handtekinn skemmdiar va rgur, er hafði skemmt gripahús í Grindavík, tekið máttarstoðirnar, svo að þak ið féll niður, rifið og tætt upp úr kálgörðum og efcið á girðinga staura og hilið. „Þurrhreins- un“ nýtt fyrirtæki f DAG verur opnað nýtt fyrir- tæki, Þurrhreinsun Hólmgarði 34. Mun það annast svonefnda kíló-hreinsun og stykkjahreins- un á öllum fatnaði. Eigendur fyrirtækisins eru hjónin frú Jóhanna Magnúsdótt- ir og Gunnar Theódórsson, hús- gagnaarkitekt, og hefur Gunnar séð um alla innréttingu og ann- að skipulag. Jakoh V. Haistein og Jóhann Ingi- marsson sýna myndir ú Akureyri JAKOB V. Hafstein og Jóhann Ingimarsson opnuðu myndlistar- sýningu að Hótel KEA í dag. Jakob sýnir 20 olíumálverk og 15 vatnslitamyndir, en Jóhann 25 málverk og skúlptúr úr tré og stáli. Sýningin verður aðeins opin til sunnudagskvölds 8. september kl. 2-10 daglega. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.