Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.09.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 196« 7 HALDA ÞEIR EICI JARÐARVERÐ, ef þeir eiga skemmdan eins eyring frá 1925, segir Péfur Hotf- mann myntsali ,,Taktu í nefið, tvinnahrund, til er baukur hlaðinn. Komdu svo með káta lund og kysstu mig í staðinn." Við hittum Pétur Hoffmann á förnum vegi í gær, þar sem „hann hékk utaná Útvegsbankanum" eins og hann sjálfur orðar það, og datt í hug að Ieggja fyrir hann eina eða tvær spurningar. „Maður er að heyra það utan að sér, Pétur, að þú hafir fengið ein- hver ósköp af miðum með nafni þinu upp út atkvæðakössunum í forsetakosningunum., jafnvel hafi fólk skrifað nafn þitt á kjörseðil- inn. Er þetta satt?“ „Já, biddu fyrir þér, hvort það er satt, þetta var í hundraðatali, sumir sögðu mér meira að segja fyrirfram, að þeir mundu gera þetta, og þess vegna hef ég þakkað íólki fyrir þessa ljúfmennsku í blöð unum að undanförnu, og þeir eru margir tignarmennimir, sem til mín hafa komið aftur og þakkað fyrir. Ég nefni engin nöfn, nema mér væri gert að vinna til þess tylftareið, og þá stæði ekki á þeim að koma til að vitna með mér. Nei, ekki: En það er ekki verið að skýra frá þessu, þeir leyna sann leikanum, þeir haga sér eins og þeir kaþólsku í fornöid, sem vildu ekki, að fólkið heyrði um það að jörðin snérist kringum sólina. Þá myndu þeir fá minna aflausnargjald minna syndakvittunargjald eftiren óður. Af því ég hef enn ekki þakkað þessu stuðningsfólki mínu fyrir í þessu blaði, geri ég það hérmeð og bið á leiðinni minn Guð að vernda mitt föðurland." „Svo að við snúum okkur að öðru, Pétur. Hvert er þitt síðasta aifreksverk?" „Þetta er erfið spurning, en samt segi ég ekki eins og pólitíkusarnir: Á þessu stigi málsins get ég ekki svarað þessu. Nei, mitt síðasta af- reksverk er, að ég er búinn að ná i nokkurra minnispenimga um Sena tor Robert Kennedy, og hef þá til sölu. Þetta er gullfallegur pening- ur og stendur þyngd sina 1 silfri og gulli. En ég á eftir eitt afreksverk, og það er að ná í nokkra peninga af Jóni Sigurðssyni og þeir eru nú aldeilis komnir í verðið. Ég er kaupandi að þeim, en verðtilboðum er ekki svarað í síma. Ég borga þá með gulli, ef því er að Skipta" „Ertu búinn að ná í peninginm áf Sonju og Haraldi"? „Nei, ætU það verði ekki þriðja afreksverkið. Mér finnst þetta afreksverk, þótt öðrum sýnist smá. Það er enginn bamaleikur að ná í þetta. Það er erfitt að fá gjaldeyri" _ „Hefurðu ekkert fengist við ís- lenzku myntina?" „Ég er hættur því. Það er svo gloppótt. Það vantar inn í þetta. Sumir telja sig eiga jarðarverð, ef þeir eiga skemmdan einseyring frá 1925. Nei, ég læt það bara vera. Annars á ég góða viðskiptavini, enda nýt ég lýðhylli. Ég er tiginn maður af tignum ættum, gamaU sjó maður af Vestfjörðum, og eins og allir vita vann ég orustuna við Sels vör forðum og „þá var Sölvl sveittur", sagði kempan Pétur um leið og við kvöddumst, og hanm vafði þéttar um sig slánni, þessum einkennisfatnaði sínum, og það var amsúgur undan henni. — Fr.S. Á FÖRNUM VEGI FRÉTTIR Kristileg samkoma verður í sam komusalnum Mjóuhlíð 16 sunnu- dagskvöldið 8. sept. kl. 8 Verið hjartanlega velkomin. Happdrætti Kvenfélags Njarðvíkur Dregið hefur verið og eftirtalin númer komu upp: 139—780—1082 —439—1340—611—132. Vinniganna má vitja á Hraunsveg 19. Ytri Njarðvfk. Hjálpræðisherinn Á morgun, föstudag og á laugar dag eru merkjasöludagar Hjálp- ræðishersins. Góðfúslega styrkið gott málefni. Fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk. í Safnaðarheimili Langholtssókn- ar fyrir hádegi á þriðjudag. Uppl. i síma 36206. TURN HAIXGRÍMSKIRKJU Útsýnispallurinn er opinn á laug ardögum og sunnudögum kl. 14-16 og á góðviðriskvöldum þegarflagg að er á turninum. Hið ísl. biblíufélag. Opið næstu vikur virka daga, nema laugardaga, frá kl. 2-3.30 e.h. (í stað kl. 3-5 e.h.) sími 17805. Nýja íestamentið í vasabroti (3 teg.) ný komið frá London. Séra Jónas Gíslason í fríi. Séra Jónas Gíslason prestur í Kaupmannahöfn er í fríi til 1. okt. Þeim, sem þyrftu að ná í hann, er bent á að tala við ís- lenzka sendiráðið í Kaupmanna- höfn. Háteigskirkja Daglegar kvöldbænir eru i kirkj- unni kl. 6.30 síðdegis. Séra Arn- grímur Jónsson. Grensásprestakali Verð erlendis til septemberloka. Sr. Frank M. Halldórsson mun góðfúslega veita þá prestsþjónustu sem óskað kann að verða eftir. Guðsþjónustur safnaðarins hefjast aftur í Breiðagerðisskóla, sunnu- daginn 18. ágúst. Séra Felix Ólafs- son. Spakmceli dagsins Um Wilson foraeta var sagt, að hanm treysti mannkyninu, en van- treysti hverjum einstaklingi. — A. Maurois. VÍSUKORN Brjósti fer hann allvel á, ekki er skömm að hönum. Þótt hann hrekist himni frá, helgast hanm af Dönum. Þorsteinn Erlingsson. Mí | GENGISSKRfcNINO Kr. 08 - 20. <cúat 1088. BVríð tri BJnlng Kaup fala >7/11 '87 1 0«n<tar. rtollar 88,03 87,07 29/8 '68 1 Btorltngnpund 138,80 lflfl|A,3fc lí/7 - 1 K«nad«dolUr 03,04 83,18 26/8 - 100 Danakar krónur 707,05 ’ 700,81 27/11 '67 100 Norakar krúnur 706,02 728,88 26/8 '08 100 Banakar krónur 1.108,78 1.108,40 12/3 - 100 Flnnák »í1rli 1.Hfll.íl 1.304,80 14/8 - 100 franakl r fr« 1.144,88 1.247,40 26/8 - 100 llolf, frankar 113,78 114,00 22/8 * 100 BvUan. fr. 1.323,28 1.320,80 >7/8 - 100 Oylllnl 1.308,40 1.570,18 27/11 07 100 Ti*kkn. kr. 720,70 792,84 >0/8 «8 100 V.-þýak mörl^ 1.488,80 1.431,flop 1/8 - 100 fcínir 0,10 •.U 34/4 - lOQ Auaiurr. aah. 220,4« 091,00 J3/13 '87Í0O pBnnjar 81,80 89,00 ít/ll • 100 Rnlkniniakrúmir" VOruAkipUlMmt 01,81 100,14 • - 1 Rotkninfapund" VNruaklptnlhnd 130,83 134,17 % Hi-fydn* frí Bffluntii «krin(nm. sá NÆST beztS Karl einn, sem átti heima uppi i sveit, bað bílstjóra að kaupa fyrir sig tiltekinn hlut og sagði, að hann fengist hjá Kron. Bílstjórinn spur'ðist fyrir í Kron og víðar um þetta, sem hann átti að kaupa, en fékk ekki og sagði karlinum, þegar heim kom. Hann taldi, að bílstjórinn hefði rekið erindið slælega og gekk á hann. .jTalaðirðu við Kron sjálfan?“ spurði karL Túnþökur Björn R. Einarsson, simi 20856. Bamakerra Til sölu nýleg barnakerra með skermi. Uppl. í síma 36572. íbúð til leigu 4-5 herb. íbúð við Fornih. fyrir fám. ról. fjölbk. Tilb. með uppl. lum fjöls/k.stærð semdist MbL 1. 8. sept. merikt „SunmudagiuT 6885“. BTH þvottavél til sölu og lítil Hoover. Upplýsimgar í síma 23407. Stýrisvafningar Vef stýri, margir litir. — Verð 250,00 fyrir fólksbíla. Kem á staðinn. Uppl. í síma 36089. Til sölu Husquvama eldiavélasam- stæða, lítið mobuð. Verð kr. 11 þús/und. Uppl. í síma 34004 í Ikvöld milli ktt. 6—8. Kominn heim Engibert Guðmundsson, tannlæknir, Njálsgötu 16. Ibúð óskast Ung hjón óska eftir lít- ill-i íbúð á leigu. Uppl. í síma 22150. íbúð óskast til leigu. Ung hjóm með 1 barn óska eftir 2ja herb. íbúð í Hafnanfirðd eða ná- grenni. Uppl. í síma 50733. Bamagæzla Kona óskar að passa 1 eða 2 börn á daginn í vetour. Uppl. í síma 52138. Svefnsófasett Svefnbekkir. Bólstrun Helga, Bergstaðastræti 4«. Sími 21092. Til sölu Fíat 850 árg. 1967. Ekinn 11 þús. km. Uppl í síma 1996, Akranesi Óskast á leigu 2 ungar og reglusamar stúlkur óska eftir 2ja her- bergja íbúð á leigu sem næst Miðbænum. Upplýs- ingar í sima 22600. Nýtt í skólann á telpur samfestingar úr Helanca stretch efni, þægilegir, fal- legir, stærðir 6, 8, 10, 12. Hrannarbúðin, Hafnarstr. 3 Sími 11260. Keflavík Til sölu vel með farin 4ra herh, íbúð við Smáratúm. Fasteignasalan, iHafnargötu 27, Keflavík, sími 1420. Danska — kennsla! Umdirbý landsprófsnem- endur og annað skólafólk í dönsku. Áherzla lö'gð á málfræði og stíla. Uppi. í síma 14604 eftir kl. 18 Lyftingatæki til sölu 225 Ibs. alveg nýtt. Til sýnis á Suðurgötu 23, Keflavík kl. 20-22. Tek að mér vélritun í heimavinnu. Hef verzl- unarskólapróf og er vön vélritun. Upplýsingar í síma 15270. íbúð óskast 1. okt. Er ein í heimili Uppl. í síma 41255 Hnakkur óskast Ós'ka að kaupa vel með farinn notaðan hnakk. Uppl. í sima 31437. Hárgreiðslukona lærð í Bandaríkjunum ósk ar eftir starfi Hefur sér- nám í andlits- og hand- smyrtingu. Uppl. í síma 2548, Keflavík. Sjónvarp óskast Vil kaupa sjónvarp gegn staðgreiðslu ef viðunandi tilboð fæst. Uppl. í síma 36849, eftir kl. 8 e.h. 47 ára kona með ei-tt harn óskar eftir ráðskonustöðu helzt í Reykjavík eða nágrenni. Upplýsingar í síma 30027. Vörubíll, benz 1418 árg. ’66 ti'l sölu á góðu verði. Bíla- og búvélasalan, Simi 20136. 2ja herbergja íbúð óskast til leigu fyrir hjón með eitt barn, sem næst Miðbænum, húshjálp kem- ur tiil greina. Tiib. til Mbl. merkt: „Reglusemi 6888“. Einstaklingsherbergi til leigu. Upplýsingar í símia 82608 eftir kl. 6 í kvöld og mæstu kvödd. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Vil kaupa bíl — 4ra—5 mamna. Mætti vera 2ja—5 ára. Upplýsingar í síma 3-12-54. LAGERHÚSNÆÐI 150 200 ferm. óskast TIL LEIGU í REYKJAVÍK. Tilboð sendist á afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „S. J. — 6889».

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.