Morgunblaðið - 25.09.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPT. 1966.
17
Þórarinn Sveinsson
fimmtugur 21. sept.
Ég minnist þess viiniur,
er fundumst við fyrst
hve frjáls varstu í máli og hagur,
þú talaðir við mig af
Leikandi list,
sem letur á blaði í hugamn
er rist
þinn málhreiimur mjúkur
og fagur.
fá einfaldað flóknasta vanda,
svo það verður auðsikilið
óbrotið mál,
sem áður var tormelt
sem lýsi úr skál
og oft vildi gerhygli granda.
En bezt hef ég unað við
lyndi þitt létt,
svo leikandi á sérhverjum fundL
Þú gerðir því skopmynd
sem reyndist svo rétt
og reistir því fótstall
í sérhverri frétt,
sem eitthvað tid unaðar mundi.
Og þú hefur alla tíða gengið
til góðs
um götuna öldina hálfa,
því settist ég niður og
efndi til óðs,
en ætlaði ei lengi að kveðja
mér hljóðs,
þó skáldmennsku þörf
sé að þjálfa.
Guðm. Guðni Guðmundsson.
Verzlið í
stærstu blómaverzluninni.
Gróðurhúsinu
GRÓÐURHÖSIÐ
við Sigtún,
sími 36770.
Og síðan að æskumann
sá ég þig fyrst,
ég séð hef það, skilið og vitað
að hugarflug áttu
í heimspeki-list,
það hefur ei spekingur
dýpra þar rist,
þó margt hafi reifað og ritað.
Ég u-ndrast hef stundum
hve orð þín og sái
Skólapennar
frá Sheaffer’s
SHEAFFER’s pennar hafa
hlotið locf fagmanna um
heim allan fyrir beztu rit-
gæði.
SHEAFFER’s pennar eru
framleiddir í mörgum
gerðum og verðflokkum.
85.00
155.00
282.00
356.00
738.00
Cartridge nr. 100 kr.
_ — 202 —
Imperial I —
— II —
— IV —
Hjá næsta ritfangasala er
fáanlegt úrval af SHEAFF-
ER’s pennum.
Takið SHEAFFER's með
í skólann og námið gengur
betur.
SHEAFFER
SHEAFFER’s umboðið
Egill Guttormsson
Vonarstræti 4
Sími 14189
Skrifstofustúlka — ensk bréf
Stórt innflutningsfyrirtæki óskar að ráða strax röska
stúlku til enskra bréfritana. Góð ensku- og vélrit-
unarkunnátta nauðsynleg.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og
fyrri störf sendist Mbl. fyrir 28. þ.m. merktar: „Enska
— 6972“.
Byggingorverkamenn
Nokkrir vanir byggingarverkamenn geta
atvinnu hjá okkur.
fengið
Upplýsingar veittar milli kl. 4—5 miðvikudaginn 25.
og fimmtudaginn 26. september 1968.
Upplýsingum ekki svarað í síma.
BREIÐHOLT H.F.
Lágmúla 9, 3. hæð.
122-24
»30280-32262
LITAVER
Vinyl veggfóðrið
komið.
IViikið úrval
Til sölu
iðnaðar- og verzlunarhúsnæði í smíðum.
Nánari upplýsingar gefur:
Málfflutningsskrifstofa
Einar B. Guðmundsson, Guðlaugur Þorláksson,
Guðmundur Pétursson, Axel Einarsson,
Aðalstræti 6, símar: 1-2002, 1-3202 og 1-3602.
Ár 1968, föstudag 20. ágúst var í fógetarétti Gull-
bringu- og Kjósarsýslu kveðinn upp svohljóðandi
ÚRSKURÐUR
Að beiðni innheimtumanns Sveitarsjóðs Vatnsleysu-
strandarhreppi úrskurðasit hér með lögtak fyrir
ógreiddum útsvörum, aðstöðugjöldum og öðrum
ógreiddum gjöldum til Sveitarsjóðs Vatnsleysustrand-
arhrepps 1968 og eldri ásamt dráttarvöxtum og kostn-
aði.
Lögtaksúrskurður.
Lögtak fyrir ofangreindri beiðni fer fram að liðnum
8 dögum frá birtingu þessa úrskurðar.
Hafnarfirði
Skúli Thorarensen.
Stúlkur
Rösk og áreiðanleg stúlka óskast nú þegar í nýlendu-
voruverzlun í Vesturbænum.
Upplýsingar í síma 12312.
Heimnvistnrskóli
íyiir fötlnð börn
í ráði er að Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra setji á
stofn heimavistarskóla fyrir fötluð börn í Reykjadal
í Mosfellssveit nú á þessu hausti.
Hægt verður að taka við allt að 15 bömum á aldrin-
um 6 til 12 ára, sem fá þarna venjulega kennslu eins
og í barnaskóla, auk' nauðsynlegrar sjúkraþjálfunar-
meðferðar.
Foreldrar, sem áhuga hafa á þessu, sendi umsóknir
um skólavist til félagsins eigi síðar en 3. okt. n.k.
Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
Sjafnargötu 14, Reykjavík.
Ný strœtisvagnaleið
Mánudaginn 23. þ.m. hófst akstur á nýrri strætis-
vagnaleið, Breiðholt nr. 28.
Ekið er frá Kalkofnsvegi á klukkustundarfresti alla
daga frá kl. 7.05 til 0.05. Síðasta ferð er kl. 1.00.
Ekið er um Hverfisgötu, Laugaveg, Kringlumýrar-
braut, Háaleitisbraut, Smáagerði, Stóragerði, Bústaða-
veg, Reykjanesbraut, Álfabakka, Amarbakka til
austurs, Núpsbakka, Víkurbakka, Álfabakka og til
baka um Reykjanesbraut, Bústaðaveg, Stóragerði,
Hvassaleiti, Háaleitisbraut, Safamýri, Kringlumýrar-
braut, Laugaveg á Kalkofnsveg.
Brottfarartími frá Álfabakka við Víkurbakka á
austurleið er 5 mín. fyrir hálfa tímann. í síðustu
ferðinni er þó engin bið.
Aukaferð er á virkum dögum frá Álfabakka við
Víkurbakka kl. 7.00.
S.V.R.
frá Tónlístarskóla Kópavogs
Innritun stendur yfir. Umsóknir um skólavist sendist
Tónlistarskóla Kópavogs, pósthólf 149, Kópavogi fyrir
1. október n.k.
Kenndar verða eftirtaldar námsgreinar:
Pianoleikur
Flautuleikur
Klarinettleikur
Trompetleikur
Fiðluleikur
Sellóleikur
Gítarleikur
Söngur
Tónlistarsaga
Tónfræði
Einnig mun starfa undirbúningsdeild fyrir nemendur
á aldrinum 7—9 ára.
Námsefni: Blokkflautuleikur
Söngur
Nótnalestur
Nemendur undirbúningsdeildar eru beðnir að láta
upplýsingar fylgja umsókninni um það á hvaða tíma
þeir sækja aðra skóla.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Tónlistar-
skólans Félagsheimlinu, Kópavogi, II. hæð. Þar verða
umsóknareyðublöð afhent.
Skrifstofan verður opin kl. 10—12 f.h. og kl. 5—7 e.h.
Sími 4-10-66.
SKÓLASTJÓRI.