Morgunblaðið - 25.09.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.09.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPT. 1968. 19 Athugasemd vegna Antígónu 1 MORGUNBLAÐINU birtist í gær stubt grein eftir dr. Jón Gíslason skólastjóra, Grískur harmleikur á íslenzku leiksviði. Er þar leiðrétt sú frásögn blaða, að væntanleg sýning Leikfélags Reykjavíkur á Antígónu Sófó- klesar verði fyrsta sýning á grískum harmleik hérlendis. Þar er þess og getið, að leinmitt Antí- góna hafi verið flutt af Ríkisút- varpinu í þýðingu dr. Jóns sjálfs, Oig hafi sú þýðing hlotið lofsam- leg ummæli í dagblöðunum og síðar verðið gefin út. Von er að mörgum verði spurn: Hvers kon- ar uppátæki er það, að einhver annar skuli nú rjúka til að gera nýja þýðingu á Antígónu, fyrst til er þýðing dr. Jóns? Hér mun ónákvæm frásögn blaða hafa valdið misskilningi. Þegar Leikfélag Reykjavíkur fór þess fyrst á leit við mig, að ég þýddi Antígónu, tók ég því víðs fjarri og benti einmitt á, að til væri mjög nýleg þýðing beint úr frummálinu eftir vandvirkan fræðimann. Kom þá að kjarna þessa máls. Leikfélagið lagði allt kapp á að flytja leikritið í bundnu máli sem næst hinu foma Íjóðformi þess. Nú er þýð- ing dr. Jóns hins vegar gerð á lausu máli, svo sem víða hefur tíðkazt jöfnum höndum, ekki sízt um fræðilegar þýðingar, þar sem nákvæmni merkinga skiptir meira máli en orðahljómur á leiksviði. Að öðru jöfnu er lausa máls-þýðing að sjálfsögðu jafn- hæf til leikflutnings og ljóðþýð- ing. Hins vegar yrði sá leikur allt annars eðlis. Og að þ>:ssu sinni hafði Leikfélag Reykjaivík- ur kosið ljóðflutning. Ný þýðing átti að vera verk af öðru tagi en þýðing dr. Jóns Gíslasonar. Svo hafði atvikazt, að fyrir skömmu hafði félagið sýnt leikrit í þýð- ingu, sem ég hafði gert í bundnu máli og leikurunum fallið vel að flytja. Sú var ástæðan til þess, að ég var til kvaddur í þetta sinn; og þrátt fyrir margvísleg vandkvæði lét ég hafa mig út í þatta. Mér var að sjálfsögðu vel Ijóst, hvílíkum kostum þýðing dr. Jóns er búin, ekki sizt frá fræðilegu sjónarmiði, og kom mér aldrei til hugar að ganga svo að verki mínu, að hún yrði mér ekki jafnan til ráðuneytis, enda þótt mér væri sett annað markmið. Ekkert af þessu vildi ég að færi á milli mála, og þegar ég skilaði þýðingu minni, lét ég fylgja henni svofellda athuga- s:md á titilblaði: „Þýðing þessi er gerð fyrir Leikfélag Reykja- víkur til flutnings á leiksviði í fornlegum ljóðstíl. Húlt er ekki gerð úr frummáli, heldur eftir erlendum ljóðþýðingum, og með hliðsjón af hinni vönduðu lausa- máls-þýðingu dr. Jóns Gíslason- ar“. Var svo um talað, að at- hugsasemd þessi kæmi fram op- inberlega, áður <en sýningar hæf- ust. Ekki efa ég, að svo verði, en eftir atvikum þykir mér hlýða, að hún fylgi þessum lín- um. Ósagt læt ég það, hvort ég hefði lagt út í þessa tilraun án þýðingar dr. Jóns, sem að sínu leyti hefur rutt brautina þeim þýðingum á Antígónu í lausu máli og bundnu, sem áreiðan- lega eiga eftir að reka hver aðra, vonandi í langri röð. Vil ég að lokum nota tækifærið og þakka dr. Jóni Gíslasyni ágætt starf hans að kynningu grískra gullaldar-bókmennta hér á landi, bæði með þýðingum sínum og ritgerðum. 22. september 1908 Helgi Hálfdanarson. Ileildarútgáfa fslendingasagna í skáp, sem hefur verið sérstak- lega smíðaður fyrir hana, og fæst keyptur, ef óskað er. Ný heildarútgáfa íslendingasagna íslendingasagnaútgáfan h.f. hefur sent á markaðinn heildar- útgáfu íslendingasagna, samtals 42 bindi, en flestar íslendinga- sögurnar hafa verið ófáanlegar um árabil. Heildarútgáfunni er skipt í 8 flokka, en þeir eru þess- ir: 1. íslendingasögur með nafna- skrá 13 bækur. 2. Biskupasögur og Sturlunga með annálum og nafnaskrá 7 bækur. 3. Eddu- kvæði, Snorra-Edda og Eddu- lyklar 4 bækur. 4. Fomaldarsög- ur Norðurlanda 4 bækur. 5. Þið- rekssaga af Bern 2 bækur. 6. Riddarasögur 6 bækur. 7. Karla- magnúsarsaga 3 bækur. 8. Kon- ungasögur 3 bækur. Samtals eru bækurnar 1138 arkir eða 18212 blaðsiður. Á fundi með fréttamönnum í gær, skýrðu forráðamenn útgáf- unnar frá því, að í fyrra hafi verið ákveðið að hefjast handa við útgáfu íslendingasagnanna á nýjan leik, en hingað til hefði ekki v:rið mikið lagt upp úr sölu, en meiri áherzla lögð á að fullvinna allar bækurnar. Ætlun in væri að bækurnar yrðu seldar hvort heldur í stökum flokkum eða sem heildarsafn. Verð allra bókanna hefði verið ákveðið 16 þús. kr. til að byrja með, en að sjálfsögðu færi það eftir undir- tektum, hvort hægt væri að halda því óbneyttu. Útgáfan sel- ur bækurnar gegn afborgunum, ,en ef þær eru staðgreiddar er gefinn 10% afsláttur. Allar bóka verzlanir annast umboðssölu fyr ir útgáfuna, og er þar hægt að gera kaupsamninga. Þá getur kaupandi, ef hann óskar, fengið keyptan bókaskáp, sem sérstak- lega hefur vierið smíðaður fyrir heildarútgáfuna. Forráðamenn útgáfunnar skýrðu frá því, að við úbgáfu bókanna hefði verið ákveðið að nota hina svonefndu samræmdu stafsetningu, nema á Riddarasög unum er nútímastafsetning og stafar það af því að handrit þeirra éru mjög misgömul. Sögðu þeir jafnframt að áformað væri að gefa fslendingasögurnar út m)eð nútímastafsetningu í fram- tíðinni. Þá væri einnig hafin undirbúningur á útgáfu fleiri bóka, sem ekki hefðu verið í gömlu heildarútgáfunni og mögu leiki væri á að fyrstu bækurnar kæmu út nú í haust. TÓIMLEIKAR KAI\ll\IERi\llJSIKKL(JBBLRINN I NORRÆNA HIJSINIJ Kamm'erbúsíkklúbburinn — með sína fáu árlegu tónleika — hef- ur verið á sífelldum hrakhólum með ,þá á undanfömum árum. í höfuðborginni er varla nokkur hentugur staður til fyrir flutn- ing kammertónlistar, nema helzt í skólum, þar sem viðast er fylli- lega á skipað fyrir, eða þá í kirkj um. Á síðustu tónleikum klúbbsins sl. fimmtudag var enn reyndur nýr staður: Norr- æna húsið. Því miður bætir það ekki úr þörfinni fyrir tónleika- sal af þsssu tagi, enda væntan- lega ekki til þess ætlazt. Til þess er aðalsalurinn of litill, en sú aðferð, sem hér var höfð, að hafa einnig áheyrendur í bóka- safnssalnum, er neyðarúrræði. Á þessum tónleikum voru flutt tvö verk: Tríó í B-dúr, op. 99, eftir Schubert og Kvintett, op. 57, eftir Sjostakovits. Tríóið léku þeir Rögnvaldur Sigurjónsson, Björn Ólafsson og Einar Vigfús- son, og til liðs við þá komu í kvintettinum Jón Sen og Ingvar Jónasson. Sá sem þetta ritar flutti sig um set í hléinu og heyrði tríóið í aðalsalnum, en kvintettinn í bókasafnssalnum. Á fyrrnefnda staðnum virðist hljómburður vera ákjósanlegur, en eins og hljóðfæraleikurunum var stillt upp, lentu strengjaleikararnir á bak við opinn flygilinn frá þeim séð, sem sátu hægra megin í salnum, og var þar með að sjálf sögðu úti um allt jafnvægi í hljómnum. í bókasafnssalnum er hljómur fremur ógreinilegur og nokkuð gjallandi, að minnsta kosti sums staðar, en það breyt-1 ist — og vonandi til bóta, þegar bækur koma þar í hillur. Allur kammerm úsík flu tningu r hér ber þess merki — því mið- ur, — að hér er enginn fastur kammermúsíkflokkur starfandi, og hefur ekki verið síðastliðin tuttugu ár eða svo, síðan Út- varpskvartettinn (kvartett Björns Ólafssonar) var og hét. Þó var sýnilega vel til þessara tónleika vandað og þeir ánægju- legir á margan hátt. Og þeir sem að þeim standa — hljóðfæraleik- ararnir og Kammiermúsíkklúbb- urinn — eiga þakkir skildar fyr- ir framtakið, þótt ekki geti það komið í stað samfelldara og markvissara starfs á þessum vettvangi. Jón Þórarinsson. Frá hinum heimsþekktu tóbaksekrum Kentucky í Ameríku kemur þessi úrvals tóbaksblanda Sir Walter Raleigh... ilmar íínt... pakkast rétt... bragðast bezt. Geymist 44% lengur ferkst í handhægu loftþéttu pokunum. SIRWALTER RALEIGH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.