Morgunblaðið - 20.10.1968, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.10.1968, Qupperneq 1
32 SÍÐUR OG LESBÓK 2,32. tbl. 55. árg. SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. .Flaggið fyrir frelsinu ‘ Norðmenn minnast sjálfstœðis Tékkóslóvakíu 28. október Osló, 18. október — NTB — NORSKA kennarasambandið hefur borið fram þau tilmæli í bréfi til allra meðlima sinna að styðja — „Flaggið fyrir frelsi“ í því skyni að minn- ast sjálfstæðisdags Tékkósló- vakíu 28. október n.k. á með- al allra skólanemenda, en þann dag eru 50 ár liðin, síð- an Tékkóslóvakía varð sjálf- stætt ríki. Hefur þessi hreyfing „Flagg ið fyrir frelsi" snuið sér til allra skóla landsins og beðið um aðstoð við að selja tékkó- slóvakíska bréffána, en af þeim hafa verið prentuð um 1 millj. Ennfremur hafa verið prentuð um 30.000 bílflögg í sama skyni. Verða flöggin seld 25.—28. okt. Svæðanefndir fyrir „Flagg- ið fyrir frelsi“ hefur verið kom ið á fót í um 50 af bæjum og þéttbýlissvæðum Noregs. Aðalverkefni þeirra verður að sjá um, að eins margir norsk ir fánar og föng eru á, verði dregnir að hún á hverjum stað og ef ákveðið verður 2 mínútna þögn kl. 12.00, þá að sjá um, að henni verði fylgt fullkomlega eftir. Þá hefur þegar verið ákveð ið, að kveiktir verða frelsis- eldar á Holmenkollen og í Bærum. Mynd þessi sýnir hjónaefnin Jacqueline Kennedy og Aristot- eles Onassis ásamt Franklin D. Roosevelt yngri um borð í „Christinu" snekkju Onassis á Miðjarðarhafi. Hjónavígslan á að fara fram í dag á grísku eynni Scorpios. < Olíuskipin Kola og Terek úr rússneska flotanum liggja fyrir akkerum aðeins 17 mílur frá strönd Langaness, sem sést í baksýn. Myndin var tekin sl. föstudag úr bandariskri e ftirlits- flugvél frá Keflavík. Rússnesk herskip og olíu- skip út af Langanesi Þar á meíkrt tundurspillir af stærstu gerð, sem getur skotið eldflaugum SÍÐASTLIÐINN föstud. rakst eitt af íslenzku varðskipun- um á fjögur rússnesk skip 17 sjómílur SA af Langanesi. Var þarna um að ræða fjög- ur rússnesk skip, tvö olíuskip og tvo tundurspilla og skýrðu varðskipsmenn yfirmönnum Landhelgisgæzlunnar frá þeim. Varnarliðið á Keflavík- urflugvelli gerði síðan ráð- stafanir til að athuga skipin og fylgjast með ferðum þeirra. Morgunblaðið spurði Stone fiotaforingja um flota- deild þessa í gær og sagði Misjöfn viöbrögö viö fyrirhugaðri giftingu Jacqueiine Kennedy „Alltot yndisleg til þess að giftast slíkum manni" — ,,Ung og fögur og hefur orðið að ganga í gegnum sína eldraun ein — Nú er það á enda" \ sem spurður var um álit hans i Boston. — Við lítuim á þetta einis og margir í löndum Evrópu, er fólk af koniumgaættium genguir 1 Framhald á hls. 31 hann, að Varnarliðið hefði fylgzt með skipunum eftir að það hefði fengið upplýsing- arnar frá Landhelgisgæzl- unni. Sagði flotaforinginn að fylgzt yrði áfram með skip- Þess má geta, að Sovétríkin hafa á undanförnum árum la.gt mikla áherzlu á að efla flota sinn, ekki sízt á Norður-Atlants- ihafi og þess skemmst að minn- ast, að þ-eir ef-ndu til víðtækra flotaæfinga á hafinu umhverfis lísland á s-1. sumri, ásamt öðr- um Varsjárbandalagsríkjum, og komu þá rússnesk herskip, en þar skammt frá, eða á Stokks- nesx, er ein af ratsjárstöðvum varnarliðsins hér á landi. Þess má einnig geta, að önnur ratsjár- stöð varnarliðsi-ns er á Laraga- nesi. í flotadeildinni út af Stokksnesi á sínum tíma voru emnig olíuskip og lestuðu þau I iherskipin þar á staðnum. Olíuskipin sem nú eru út af Langanesi heita Terek og Kola, en an-nað herskipið er af Kashi-n- gerð (nr. 545), tundurspillir af stærstu gerð og getur flutt eld- flau.gar, en hinn tundurspillirinn er af venjulegri stærð, eða Kotlin-gerð, en slíkir t-undur- spillar sáust einnig ú<t af Stokks- •nesi í sumar. * í fyrrinótt sá gæzluflugvél Landhelgisgæzlunnar, SIF, tvö rússnesk herskip á mikilli ferð á Hornbanka. Kaupmannahöfn, 19. októher. f hirðisbréfi, sem norrænir biskupar hafa sent söfnuðum sín um segir, að kaþólskir þurfi ekki að fara eftir hirðisbréfi páfa um getnaðarvarnir. Biskup arnir segja, að þeir megi hafa aðra skoðun en Páfinn, og þurfi það ekki að tákna að þeir séu ábyrgir gagnvart guði vegna afstöðu sinnar. Boeton og Paris, 19. október: AP—NTB. FRÉTTIN um, að Jacqueline Kennedy hyggist ganga í hjóna- band á morgun, sunnudag, með gríska skipakónginum Aristotel- es Onassis hefur ekki síður vakið geysilega athygli í Boston sem annars staðar, en í Boston hafa ættimar Kennedy og Fitzgerald verið á meðal þeirra fremstu í tvær kynslóðir, áður en John Fitzgerald Kennedy var kjörinn forseti Bandaríkjanna 1960. Svo virðist, sem það hafi fengið mik- ið á almenning, að Jacqueline skuli á þennan hátt stíga ofan af þcim stalli, sem bandaríska þjóðin hefur sett hana á eftir hið hörmulega morð á Kennedy forscta í Dallas 1963. — Jaekie kemst n-æst þvi af okkatr fólki alð vera prinsessa, var svair leigubílstjóra nokkurs, i Malenkof fær að ) koma til Moskvu 1 GEORGI Malenkov, eftirmað- I ur Stalíns í embættum flokks , | leiðtoga og forsætisráðherra, er kominn aftur til Moskvu I ' úr útlegð sinni í Síberíu. | |Hann hefur verið forstjóri raf l orkuvers skammt frá landa- ' Framhald á bls. 31 Tundurspillir úr rússneska flotanum búin eldflaugum á ferð út af Langanesi. Einkennisstafir hans eru 545. Má greina ströndina í baksýn á myndinni. Myndin var tekin sl. föstudag úr flugvél frá Keflavíkurflugvelli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.