Morgunblaðið - 20.10.1968, Síða 5

Morgunblaðið - 20.10.1968, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1968 Fyrsta starfsvika Alþingis hefði orðið tíðindalítil, ef Hannibal Valdemarsson hefði ekki reynzt trúr þvi hlutverki sinu að krydda ofurKtið stjórn máiaMfið i þessu landi. Ég' hef enga trú á því, að samningar þremenninganna við Framsókn arflokkinn séu vísbending um nánara samstarf þeirra við þann flokk í framtíðinni. Al'la vega er ljóst, að þeir hafa ekki viljað þiggja sæti í þingnefnd- um með tilsityrk hinna sjö þing manna Alþýðubandalagsins, en tilmæii, þeirra tit Framsóknar- flokksins hafa bersýnilega kom ið þingflokki hans í nokkurn vanda, sem hann hefur ákveðið að leysa með því að skerða að- stöðu eigin þingmanna í nefnd- um fremur en að 'liggja undir ákúrum um að hafa neitað til- mælum Hannibals eða tekið þátt í að bola þingmönnum Alþýðu- bandalagsins að öðru leyti úr nefndum. Það stormaði um Hannibat, þegar þing kom saman fyrir ári og það var einnig óróasamt um hann að þessu sinni. Þar fyrir utan má segja, að einhver stór- tiðindi í kringum Hannibal séu orðin árviss atburður. Hvað veldur? Hannibal Valdemars son er tvímælalaust orðinn sér stæðasti stjórnmá'lamaður lands ins í dag. Hann hefur hvað eft- ir annað staðið frammi fyrir að stæðum, sem fyrir venjulega menn hefðu þýtt pólitískan „dauða“. Eftir tveggja ára for- mennsku í Alþýðuflokknum hafði hainn komið sér út úr húsi þar. Hvað blasti þá við? Hon- um tókst í samvinnu við komm únista að ná yfirráðum yfir Al- þýðuisambandi ísland's. Hann hefur verið forseti þess síðan þótt á ýmsu hafi gengið. Hann var búinn að næla sér í öruggt þingsæti í Reykjavík 1956, en hann yfirgaf það fyrir algjöra óvissu á Vestfjörðum 1959. Þar náði hann kjöri og 'hefur stöð- ugt aukizt fylgi síðan. Hann yfirgaf það örugga kjördæmi skyndilega á sl. ári til þess að fara út í eitt mesta ævintýri á öl'lum stjórnmálaferli sínum, framboð I-Iistans í Reykjavík. Hann vanri glæsilegan sigur — og hefur síðan gert nákvæmlega allt, sem hægt var að gera til þess að eyðileggja þann sigur og gera harin að engu. Hann hefur ekkert samráð haft við helztu stuðningsmenn sína frá því í fyrra með þeim afleiðing- um, að þeir eru ýmist búnir að gefa hann upp á bátinn eða eru honum mjög reiðir og and- snúnir. Hann hefur jafnanbrot ið öll óskráð lög stjórnmá’la- manna, Sem æðsti verkalýðsleið togi land.sins leyfir hann sér þá ,,ósvífni“ að segja. að geng- islækkun geti verið „drengileg asta“ lausnin út úr efnahags- erfiðteikum þjóðarinnar. Slík yfirlýsing hefði nægt til að gera úf af við álla venjulega menn — en ekki Hannibal. Hann flýtur alltaf ofan á hvað sem á dynur. Hvers vegna? Stjórnmálaferill og tiltektir Hannibals Vatdemarssonar eru raunar forvitnilegra og marg- breytilegra rannsóknarefni en svo, að hægt sé að gera því skil í stuttu máli. En ég hef á ti'l- finningunni, að Hannibal tali eins og fólk vilil, að stjórnmála menn tali. Hann vegur ekki og metur hvert einasta orð, sem hann lætur frá sér fara, hann segir það sem honum býr i brjóstS og skeytir því engu, þótt hehningur fylgismanna hans geti ekki litið hann réttu auga eftir á. Um leið og menn komast á það stig að farið er að titla þá stjórnmá'lamenn — í flestum tilfellum að ósekju B Ú S L v O Ð Luxor Luxor Ný sending á morgun I t— Bt JS L jr O o HÚSGAGNAVERZLUN VIÐ NÓATÚN - SlMI 18520 — tileinka þeir sér sér- staka framkomu, sérstakan klæðaburð og sérstakt fas og alveg sérstaklega gæta þeir þess vandlega að segja aldrei neitt, sem geti styggt nokkurn eða vaídið nokkru fjaðrafoki. .Hannibal Valdemarsson brýtur állar þessar óskráðu reglur og ég hygg, að árangurinn sé sá, að hann komist í nánari tengsl við fólkið í landinu en nokkur annar stjórnmálamaður Ég vildi ekki vera í sama flokki og hann — en ég held að það yrði mikil eftirsjá af Hannibal af vettvangi stjórnmálanna. Fjárlagafrv. var lagt fyrir A1 þingi sl. mánudag. Frv. er að þessu sinni mun betur úr garði gert en áður og gefur gleggra yfirlit um helztu þætti ríkisrekstursins en nokkru sinni fyrr. Raunar kom fjárlaga frv. í sinni nýju mynd, fyrst fram á sl. ári. en nú eru í því mun fyllri upplýsingar en þá. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á þeim breytingum, sem orðið hafa í fjármáíaráðuneyt- inu hin síðari ár. Þar hafa kom ið til istarfa ungir og velmennt- aðir menn, sem hafa hafizt handa um að ná mun betri tök- um á öllum þáttum ríkisrekstr- arins en áður. Stofnuð hefur Framhald á bls. 24 Glæsileg 200 ferraetro hæð í nýju húsi við Skipholt til sölu. Hæðin er einn salur. Tilvalin fyrir félagasamtök. heildsölufyrir- tæki, skrifstofur, iðnað og fleira. Áhvílandi mjög hag- stæð lán, 5—14 ára. Útb. samkomulagsatriði. Tilb. til afhendingar,strax. Fasteignasalan MIÐBORG Vonarstrasti 4 (V.R. húsinu) sími 19977, Sjólfstæðiskvenna- félngið HVÖT heldur fund miðvikudaginn 23. þ.m. í Sjálfstæðishús- inu kl. 8.30. Fundarefui: 1. I.ögð fram Jillaga að nýjum lögum fyrir félagið. 2. Önnur mál. 3. Skemmtiatriði. — Kaffidrykkja. Félagskonur fjnlineunið. Allar sjálfstæöiskonur velkomnar. STJÓRNIN. ÆFINGATÆKIO BULLWORKER 2 hefur valdið gjörbyltingu i líkamsrækt um heim allan. Myndskreytt æfingatafla og þýddar æfinga- 1. Þessi æfing styrkir brjóst- vöðvaua, og eru það aðaláhrif hennar. Önnur áhrif: Upphand- leggsvöðvar, framhandleggsvöðv- ar og avlavöðvar. 2. Aðaláhrif: Tví- höfði (vöðvar fram- an á upphandlegg). Önnur áhrif: Axla- vöðvar og framhand- leggsvöðvar. §aiiiM t" " .. 5. Aðaláhrif: Styrkir bjóstvöðvana. Önnur áhrif: Framhand- leggsvöðvar og fram- vöðvar axla. SÞ« im 6. Aðaláhrif: Axla- vöðvar. Önnur áhrif: Upphandleggsvöðvar og efstu bakvörðvar. 'u am 3. Aðaláhrif: Þríhöfði (vöðvar aftan á upp- handlegg). Önnur áhrif: Tvíhöfði og bakvöðvar. 4. Aðaláhrif: Upp- handleggsvöðvar. Önnur áhrif: Breið- vöðvar á baki. I 'Í!0r. 7. Þessi æfing er í flokki megrunaræf- inga. Aðaláhrif: Kviðvöðvar. Önnur álirif: Breiðvöðvar á baki og upphand- Ieggsvöðvar. skýringar fylgja hverju tæki. Þessar myndir sýna sjö æfingar með Bullworker 2. Bullworker-æfingarnar eru ýmist þrýstings- eða tog- æfingar, og er hverri æfingu ætlaðar 7 sekúndur á dag. Olynipíulið Bandarikjanna og Vestur- Þýzkalands notuðu það til æfinga fyrir tHympíuleikina í Tokyo 1964, og er notk- un þess talin hafa átt mikinn þátt i fram- úrskarandi árangri þeirra. Þótt þessi staðreynd tali sterku máli um þau not sem íþróttamenn geta haft af tækinu, er þó liitt eftirtektarverðara, að það er EKKI SÍÐUR VIÐ HÆFI ÞEIRRA, SEM EKKI STUNDA ÍÞRÓTTIR, en þurfa að sýna líkama sínum ræktarsemi til nauðsynjaþarfa. Flestir láta sig hafa það að slá slöku við, og þótt þeir „kenni sér einskis meins“ séu „í fullu fjöri“ eins og sagt er, er staðreyndin engu að síður sú, að þeir eru að eldast um aldur fram. Menn fara yfirleitt undan í flæmingi, bera fyrir sig tímaleysi, æfingar séu tíma- frekar og kref jast átaks sem þeir hafa sig ekki pup í. SLÍKAR AFSAKANIR ERU ÓFRAMBÆRILEGAR EFTIR AÐ BULL- WORKER 2 KOM TIL SÖGUNNAR. Eftir 10 ára þrotlausar rannsóknir tókst hinni heimsfrægu Max Planck-stofnun í Vestur- Þýzkalandi að skapa æfingatæki og æf- ingakerfi, sem kemur bæði þaulæfðum íþróttamönnum og oftálguðum eða of- tútnuðum almenningi að gagni. í Bullworker 2 kerfinu geta menn valið eftir þörfum á milli 24ra æfinga, en í EIN- FALDASTA ÆFINGAFLOKKNUM ERU 7 ÆFINGAR. HVER ÆFING TEKUR 7 SEKÚNDUR, OG ÞARF EKKI AÐ GERA ÞÆR NEMA EINU SINNI Á DAG. Engin ástæða er til að fara í æfingabún- ing, því að þér getið gert æfingarnar heima hjá yður eða á skrifstofunni, hvar sem er og hvenær sem er ÁN SVITA OG ERFIÐIS, EN EKKI ÁN ÁRANGURS. Hafi tækið ekki sannfært yður um að yður sé gagn að því, að 14 dögum liðn- um, er yður frjálst að endursenda það og mun þá endurgreiðsla fara fram um- yrðalaust. Tækið fæst aðeins hjá Bull worker - umboðinu, Kópavogi. Pósthólf 69. Sent gegn póstkröfu um land allt. --------- Klippið hér — og sendið í dag ------------ Vinsamlegast sendið méf litmyndabækling yðar um Bull- worker 2 mér að kostnaðarlausu og án skuldbindinga frá minni hálfu. Nafn ......................... HeimiHsfang ...................... Skrifið með prentstöfum. BULLWORKER UMBOÐIÐ M/20108 Pósthólf 60 — Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.