Morgunblaðið - 20.10.1968, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1968
20. október Í918 - SJÓVÁ
20. október 1968 50 ára
FYRIR fimmtíu árum komu
24 atvinnurekendur saman til
fundar í Reykjavík og ákváðu
að stíga fyrsta skrefið til að
reka sjálfstætt innlent trygging
ar hlutafélag. Á þessum fundi
stofnuðu þeir Sjóvátryggingafé-
lag fslands h.f. og 15. janúar
árið eftir hóf félagið starfsemi
sína. Eins og nafnið bendir til
var fyrsta markmið féiagsins að
taka að sér sjóvátryggingar, bæði
skipatryggingar og farmtrygg-
ingar, en smátt og smátt færði
það út kvíamar og í dag rek-
h.f. allar greinar innlendra trygg
ingastarfsemi, svo og erlendar
og innlendar endurtryggingar.
Fastir starfsmenn félagsins eru
nú 73 talsins. Núverandi fram-
kvæmdastjóri félagsíns er Stefán
G. Bjömsson og átti Morgunblað
ið eftirfarandi viðtal við hann í
tilefni 50 ára afmælis félagsins.
— Hverjir voru stofnendur
SJÓVÁ, St.efán?
— Aðalhvatamennirnir að stofn
un félagsins voru þeir Sveinn
Björnsson, yfirdómslögmaður, síð
ar fyrsti forseti íslands, og Lud-
vig Kaaber, bankastjóri, en aðr-
ir stofnendur voru: Axel V. Tul-
inius, yfirdómslögmaður, ræðis-
mennirnir Ásgeir Sigtyðsson og
Jes Zimsen, stórkaupmennirnir
Carl Olsen, Carl Proppé, Garð-
ar Gíálason, Geo Copland, Hall-
grímur Benediktsson, Hallgrímur
A. Tulinius, John Fenger og Ol-
geir Friðgeirsson, Sighvatur
Bjarnason, bankastjóri, fram-
kvæmdastjórarnir Jón ólafsson
fyrir Fiskveiðihlutafélagið Alli-
ance, Pétur Thorsteinsson fyrir
Hauk h.f., Ólafur Thors og Rich
ard Thors fyrir KveldúM hf.,
og Þórarinn Böðvarssdn fyrir
Víði h.f., útgerðarmennirnir Har
j^jdur Böðvasson, Loftur Lofts-
son og Th. Thorsteinsson, Hall-
dór Kr. Þorsteinsson skipstjóri
og Hallgrímur Kristinsson for-
stjóri fyrir sjálfan sig og Sam-
band íslenzka Samvinnufélaga.
— Og fyrsti framkvæmdastjóri
,var Axel V. Tulinius?
— Já, hann var ráðinn fyrsti
framkvæmdastjóri félagsins, en
Jiann hafði þá um nokkurt skeið
xekið umboðsskrifstofu fyrir sjó
bruna- og líftrýggingar. Axel lét
af störfum 1933 og varð Bryn-
jólfur Stefánsson, magister í
tryggingarstærðfræði, eftirmaður
hans, en Brynjólfur hafði verið
skrifstofustjóri félagsins frá því
nokkru eftir að hann kom heim
frá námi 1927. Nú, ég tók svo
við af Brynjólfi, þegar hann lét
af störfum 1. desember 1957
vegna vanheilsu, en áður hafði
ég gegnt starfi gjaldkera frá
1926 og frá 1938 jafnframt ver-
ið skrifstofustjóri.
— Nú munu flestir stofnend-
anna vera horfnir af sjónarsvið-
inu?
— Já. Af þeim, sem mættu á
stofnfundinn fyrir fimmtíu ár-
um, eru nú aðeins tveir á lífi,
þeir Carl Olsen og Richard Thors.
— En hvað með félagsstjórn-
ina?
— Fyrsti formaður félagsstjórn
arinnar var Ludvig Kaaber
bankastjóri, en aðrir í stjóm
voru þeir Sveinn Björnsson, sem
svo varð annar formaður félags-
stjórnarinnar 1924—1926, Jes
Zimsen ræðismaður, sem síðar
varð þriðji formaður stjómar-
innar og gengdi því embætti til
dauðadags 3. janúar 1938, Hall-
grímur Kristinsson forstjóri og
Halldór Kr. Þorsteinisson skip-
stjóri, en hann varð fjórði stjórn
arformaðurinn, frá 1938 til 1964.
Enginn af stjórnendum félags
ins hefur átt þar eins langa setu
og Halldór heitinn Þorsteinsson,
eða í rúmlega 45 ár og þar af
var hann stjórnarformaður í rúm
íega 25 ár.
Margir athafnamenn á sviði
útgerðar, kaupsýslu og iðnaðar,
aðrir en þeir, sem áður eru nefnd
ir, hafa átt sæti í stjórn félags-
ins á undanfömum 50 árum,
þeir John Fenger stórkaupmað-
ur, Aðalsteinn Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri, Hallgrímur A. Tul
inius stórkaupmaður, Lárus Fjeld
sted hæstaréttarlögmaður, Guð-
mundur Ásbjörnsson kaupmað-
ur, Hallgrímur Benediktsson stór
kaupmaður og Geir Hallgrímsson
borgarstjóri, sem einn þessara
manna er nú á lífi.
Núverandi stjóm er fskipuð
þeim Sveini Benediktssyni fram
kvæmdastjóra, sem er formaður
félagsstjórnarinnar, Ágústi Fjeíd
sted hæstaréttarlögmanni, sem er
varaformaður, Ingvari Vilhjálms
syni útgerðarmanni, Birni Hall-
grímssyni stórkaupmanni og Teiti
Finnbogasyni framkvæmdastjóra.
— Við höfum nú gert góð skil
þeim mönnum, sem hvað mestan
þátt eiga í vexti og
Sjóvátryggingafélagi
viðgangi
íslands hf.
En hvað með vöxtinn og við-
ganginn?
— Eins og reyndar nafn fé-
lagsins bendir til voru' sjóvá-
tryggingar aðalmarkmiðið með
stofnun þess. Þær voru líka einu
tryggingarnar, sem félagið tók
Sveinn Björnsson
,,SVEA“ í Gautaborg, stofna
„SKANDIA“ og „TRYG“ árið
1947 líftryggingastofn „DAN-
MARK“ í Kaupmannahöfn, en
það félag rak um langt árabil
eitt stærsta umboð hér á landi.
Bifreiðatryggingadeild tók svo
ti'l starfa 2. -janúar 1937. Jafn-
Ludvig Kaaber.
Á siðasta ári var skiptíng ið-
gjalda þessi eftir deildum: Sjó-
deild, um 75 millj, bifreiðadeild,
um 40 millj., og aðrar deildir
um 53 milljónir króna. Þetta ger
ir samtals um 168 milljónir, en
fyrstu 49 árin námu iðgjöldin
samtals um 1.376 miílj. kr. og
Stjóm SJÓVÁ: Frá vinstri: Teitur Finnbogason, Ágúst Fjeldsted, Sveinn
maður félagsstjórnarinnar, Ingvar Vilhjálmsson og Bjöm Hallgrímsson.
Benediktsson, for
Stefán G. Bjornsson
að sér fyrstu árin.
f stjórnartíð Axels V. Tuilin-
ius, eða 1. júlí 1925, var stofn-
uð ný deild innan fé'lagsins, sem
tók að sér brunatryggingar. Axel
lagði þá niður umboð sín fyrir
dönsk brunabótafélög á sama
hátt og hann lagði niður umboð
sín fyrir dönsk sjóvátrygginga-
félög, þegar SJÓVÁ var stofn-
að. Þegar brunatryggingar húsa
í Reykjavík voru boðnar út í
fyrsta skipti fékk SJÓVÁ þær
og annaðist félagið þær í fimm
ár. Nú 'verða þessar húsatrygg-
ingar boðnar út á næstunni, en
um langt árabil hefur borgar-
stofnun, Húsatryggingar
víkur, annast þær.
Á árinu 1933 var hafinn undir
búningur að stofnun líftrygginga
félags í Reykjavík. Ýmsir þekkt-
ir menn voru þar að verki, þ.a.
m. Brynjóífur Stefánsson, þá fram
kvæmdastjóri SJÓVÁ. Úr þess-
ari stofnun varð þó ekki en 1.
desember árið eftir var stofnuð
sérstök líftryggingadei'ld innan
SJÓVÁ. Deildin tók strax til
starfa og annaðiát alljr tegund-
ir líftrygginga og lífeyristrygg-
inga. Félagið hafði forgöngu um
stofnun ýmissa lífeyrissjóða, þar
á meðal fyrir starfsfólk sitt, en
síðar meir var grundvelllinum
kippt undan sKkri trygginga-
starfsemi fyrir lífeyrissjóði, þar
sem ekki reyndist únnt að fylgja
verðbólgunni eftir.
Síðar keypti félagið svo líf-
tryggingastofn „Thule“ í Stokk-
hólmi, sem hér hafði rekið um-
boð í tugi ára, og fleiri líftrygg-
ingastofna yfirtók SJÓVÁ, stofna
framt stofnun þeirrar deildar yf
irtók SJÓVÁ tryggingastofn
DANSKE LLOYD“, sem þá hafði
rekið hér umboðsskrifstofu í
mörg ár.
Jafnlangt og önnur innlend fé
lög, eða frá ársbyrjun 1953, hef-
ur SJÓVÁ tekið að sér frjáls-
ar ábyrgðatryggingar. Þessar
tryggingar eru endurtryggðar
hér á landi, þannig að flest
tryggingafélögin og einnig fs-
lenzk endurtrygging endur-
tryggja gagnkvæmt. Mynduðu
félögin um þessa starfsemi heild
arsamtök, sem nefnist Trygg-
ingasamsteypa frjálsra ábyrgð-
Reykja artrygginga.
Auk þeirra trygginga, sem ég
hef nefnt hér að framan, tekur
SJÓVÁ svo að sér a'llflestar aðr
ar tegundir trygginga, svo, sem
.flugvélatryggingar, jarðskjálfta
tryggingar, ferða- og glysa-
trygging.ar byggingatryggingar
o.m.fl. Af þessum ttyggingum
sækjast einstaklingar mest eftir
ferða- og slysatryggingum.
— Hvað gerir svo þessi þró-
un í krónutöíu?
Iðgjaldatekjur þessi fimm-
tíu .ár nema ekki undir 1.540
mil'ljónum króna og í tjónabæt-
ur höfðu verið borgaðar um 923
milljónir um síðustu áramót, en
um 37 milljónir vegna dánarbóta
og útborgaðra líftrygginiga.
Hversu mjög verðbólgan hef-
ur haft áhrif á starfeemi okkar
sést af því, að iðgjaldatekjur
síðustu 10 ára námu um 1.050
milljónum króna, en 40 fyrstu
árin námu þær um 500 milljón-
um.
samkvæmt reikningum félagsíns
Iðgjöld Sjódei'ldar námu rúm-
lega 660 millj., iðgjöld Bruna-
deildar, en hún var stofnuð 1925
?námu þá um 80 mdllj. og
reiðadeildar, sem stofnuð var
1937, námu um 327 milíj., frá
því að ábyrgðartryggingar voru
teknar upp 1953 hafa iðgjöld
þeirra numið um 94 mil'lj., ið-
gjaldatekjur Líftryggingadeildar
innar, sem stofnuð var 1934
námu þá um 80 milljónum og
iðgjöld fyrir endurtryggingar
sem bókfærð hafa verið sér sl.
10 ár, námu um 40 millj. króna.
Launagreiðslur félagsins frá
upphafi nema nú um 112 millj.
króna og opinber gjö'ld um 20
milljónum.
Iðgjalda- og tjónavarasjóðir
félagsins, svo og vara- og við-
lagasjóður nema nú um 115
milljónum og iðgjaldasjóður Líf
tryggingardeildar um 56 milljón
um króna.
Eins og að líkum lætur eru
hinir miklu sjóðir ávaxtaðir á
ýrmsan hátt, aðallega þó í fast-
eignalánum ríkistryggðum
skuldabréfum og í fasteignum til
eigin afnota. f árslok 1967 nam
samanlögð skuldabréfaeign fé-
lagsins og eign í fasteignum um
105 miíljónum króna.
Eins og þessar upplýsingar
bera með sér stendur Sjóvá-
tryggingafélag fslands h. f.
mjög traustum fótum nú á 50
ára afmælisdegi sínum, og vissu
lega verður áfram ha'ldið á sömu
braut.
— Hvað með húsakynnin?
— f upphafi var skrifstofa fé
Framhald á bls. 21