Morgunblaðið - 20.10.1968, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUMNUDAGUR 20. OKTÓBER 196«
Útgeíandi
I'ramkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjómarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingast j óri
Ritstjórn og afgrei'ðslg
Auglýsingar
Áskriftargjald kr. 130.00
í lausasölu
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjiamason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjöm Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson,
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
á mánuði innanlands.
Kr. 8.00 eintakið.
VÍÐSJÁR ÍA-EVRÖPU
jóðþing Tékkóslóvakíu hef-
ur „samþykkt“ fyrirmæli
þau, sem tékkóslóvakískum
leiðtogum voru gefin í
Moskvu fyrir nokkru um
dvöl sovézkra hersveita í
Tékkóslóvakíu um óákveðinn
tíma. Þar með hafa Sovét-
ríkin fengið því framgengt,
sem þeim hefur mistekizt um
tveggja áratuga skeið, að fá
varanlegar bækistöðvar fyrir
hersveitir sínar í Tékkó-
slóvakíu.
Óþarft er að rifja upp at-
burðarás síðustu vikna og
mánaða. Innrásin í Tékkósló-
vakíu er enn í svo fersku
minni. Fyrst í stað var rík
tilhneiging til að túlka inn-
rásina í Tékkóslóvakíu, sem
einangrað fyrirbrigði, Sovét-
ríkin hefðu ekki talið fært
vegna legu landsins að láta
frjálsræðisþróunina afskipta-
lausa. Að undanförnu hafa þó
æ fleiri látið þá skoðun í
ljós, að afstaða Sovétstjórnar
innar yfirleitt fari mjög
harðnandi- Sérstaklega er eft-
irtektarvert, að í Júgóslavíu
ríkir í raun og veru alvarleg-
ur ótti við, að Sovétríkin
“muni láta til skarar skríða
gegn Júgóslavíu. Stjórnar-
völd þar í landi hafa þegar
gripið til víðtækra varúðar-
ráðstafana, m.a. er lögð mik-
il áherzla á að kenna ungu
fólki skæruhernað. Þá er
einnig ljóst, að ráðamenn í
Rúmeníu óttast mjög innrás
í land sitt og hafa því leitast
við að gera Sovétríkjunum
meira til hæfis en áður. í
Júgóslavíu eru raunar talið
fullvíst, að Sovétríkin muni
láta til skarar skríða gegn
Rúmeníu með einhverjum
hætti, um leið og Tékkósló-
^akía sé úr sögunni, sem
meiri háttar vandamál.
Vafalaust þykir flestum
næsta ótrúlegt, að Sovétríkin
grípi til frekari hernaðarað-
gerða í A-Evrópu. En þegar
menn á borð við Tító og nán-
ustu samstarfsmenn hans,
sem hafa langa reynslu af
samskiptum við sovézka ráða
menn, telja slíka hættu yfir-
vofandi þýðir ekki að loka
augunum fyrir því, að enn
getur dregið til tíðinda í A-
Evrópu. f þessu sambandi er
ástæða til að minnast á fund
ÍCekkonens, Finnlandsforseta
og Kosygins, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna fyrir
skömmu, en fyllsta ástæða er
til að ætla að Finnlandsfor^
seti hafi viljað kanna, hvort
einhver breyting hafi orðið á
afstpðu Sovétríkjanna til
Finnlands, eftir atburðina í
A-Evrópu að undanförnu.
Því miður bendir allt til
þess, að framundan sé erfitt
tímabil í samskiptum Sovét-
ríkjanna og lýðræðisríkjanna
í V-Evrópu og N-Ameríku.
Síðustu árin hafa vonir
manna glæðst um að kalda
stríðið væri að baki en svo er
greinilega ekki. Kommúnista-
flokkar á Vesturlöndum hafa
óneitanlega haft nokkurn
hag af hinu bætta andrúms-
lofti, en þær kosningar, sem
fram hafa farið eftir innrás-
ina í Tékkóslóvakíu, sýna
glögglega, að almenningur
hefur dregið réttar ályktanir
af þeim atburði. Hér á íslandi
verður einangrun kommún-
ista æ augljósari og margt
bendir til þess, að senn dragi
úr þeim áhrifum, sem þeir
hafa haft frá stríðslokum.
Það er sameiginlegt hags-
munamál lýðræðisaflanna í
landinu að tryggja að svo
verði.
S./.B.S. 30 ÁRA
f Tm þessar mundir er SÍBS
— Samband íslenzkra
berklasjúklinga — 30 ára
gamalt en 16. þing þess var
sett í fyrradag. Fyrr á árum
voru berklar skaðvænlegasti
sjúkdómur, sem herjaði hér
en nú þykir það tíðindum
sæta, ef fólk sýkist af berkl-
um. Auðvitað eiga læknavís-
indin hér stærstan hlut að
máli en óhætt er að fullyrða,
að SÍBS hefur unnið þrek-
virki í því að útrýma berkl-
um, endurhæfa berklasjúkl-
inga og sjá þeim fyrir störf-
um við þeirra hæfi.
Starf SÍBS er líklega stór-
kostlegasta dæmi um það hér
á landi hverju frjáls samtök,
sem vinna að líknar- og mann
úðarmálum geta fengið áork-
að. Starfsemi SÍBS að Reykja
lundi hefur vakið aðdáun og
hrifningu erlendra manna,
sem þangað hafa komið. Nú
er starfsemi Reykjalundar
mun víðtækari en áður og
þar er nú m.a. rekin endur-
hæfingarstöð fyrir fólk, sem
átt hefur við geðsjúkdóma að
stríða.
Þremur áratugum eftir
stofnun SÍBS geta forráða-
menn þess og félagsmenn,
svo og landsmenn allir, litið
stoltir yfir farinn veg. Starf-
semi SÍBS á þessum þremur
áratugum á að verða öðrum
félagssamtökum, sem vinna
að líknar- og mannúðarmál-
um, hvöt til þess að halda
ótrauð áfram starfi að þeim
verkefnum, sem hyarvetna
bíða.
111
w U fAN UR HEIMI
Ungverjar eru varkárir
— jbe/Y vilja ekki styggja Rússa, en
þeir forðast od fordæma Tékka
Eftir Kurt Gebauer, Búda-
pest í október.
f BÚDAPEST gætir hvar-
vetna óþæginda og vanlíðun
ar hjá fólki, þagar talið berst
að innrás Varsjárbandalags-
ríkjanna í Tékkóslóvakíu.
Ungverski flokksíeiðtoginn
Janos Kadar reyndi fram á
síðustu stundu að finna póli-
tíska lausn á vandamálinu.
Níu dögum fyrir innrásina
.hélt hann flugleiðis til Sovét-
ríkjanna og eftir því sem á-
reiðartlegar heimildir í Búda
pest segja hitti hann sovézku
leiðtogana að máli á Jálta
þann 12. ágúst. Hann á að
hafa varað eindregið við
hernaðar íhlutun en fékk
þau svör að hann ' skytdi þá
koma með betri uppástungu.
Síðan var haldinn hinn
þýðingarmikli fundur Kad-
ars og tékkneska flokksleið-
togans, Dubcek og hittust
þeir í Nitra í Slóvakíu og
ræddu saman dagana 17. og
18. ágúst, og báðir sneru von
sviknir af þeim fundum. Þá
var um seinan að gera nokk
uð til að koma í veg fyrir
innrás.
Dubcek gat ekki þegar svo
var málum komið gefið út
neinskonar yfirlýsingu, sem
hefði sannfært Sovétríkin, að
Tékkoslóvakar hefðu engin á
form á prjónunum um að
ganga úr Varsjárbandalag
inu. Hann gat ekkert gert ti’l
að losa sovézku valdhafana
við þá tortryggni, er þeir óilu
í brjósti vegna þ'róunar máta
í Tékkóslóvakíu.
Eftir að innrásin var gerð
hefur Kadar ekki haldið
ræðu opinberlega. Áður
JANOS KADAR
hafði hann nokkrum sininum
látið í ljós ánægju með lýð-
ræðisþróunina í Tékkóslóvak
íu. Þögn Kadars hefur gefið
ýmsum sögusögnum byr und-
ir báða vængi, en engar
þeirra virðast eiga við nokk
ur rök að styðjast. Ekkert er
heldur sem bendir til þess,
að áhrif Kadars fari dvín-
andi og hann eigi að mörgu
leyti í vök að verjast.
Með þátttöku í innrásinni
hafa Ungverjar uppfyllt skil
yrðin í samningi Varsjár-
bandalagsríkjanna, hvað
snertir einingu sosiahstaríkja
sem fylgja vilja stefnu Marx
og Lenin. Þeir hafa einnig
staðið við fleiri kröfur, til
dæmis fögnuðu ungversku
blöðin innrásinni mjög hjart-
anlega í skrifum fyrstu daga
hernámsins.
Einn af háttsebtari embætt
ismönnum stjórnarinmar Ist-
van Szirmai, sem er félagi í
stjórnmálaráðinu og yfirmað-
ur áróðursmálanefndarinnar
og Lajos Feher, varaforseti
tilkynntu skömmu eftir inn-
rásina, að atburðirnir í Tékk
óslóvakíu mundu engin áhrif
sem gerist í Tékkóslóvakíu,
hafa á stefnu Ungverjalands.
Ungversku blöðin segja á-
fram skilmerkiíega frá því
en harðar árásir og hörku-
leg gagnrýni á Tékkóslóvaka
eins og blöðin í Varsjá, Aust
ur Berlin og Moskvu hafa á-
stundað hafa naumast sésit í
ungverskum blöðum. I ung-
verskum blöðum er áherzlan
,lögð á að nauðsynlegt sé
framar öðru að ástandið í
landinu komist sem fyrst í
eðíilegar skorður.
Hvergi hefur berum orðum
verið reynt að réttlæta inn-
rásina en bent á, að við svo
búið hafi ekki mátt standa,
þar sem hagsmunir sósialism
ans hafi verið í veði. Blöð-
in vísa því á bug, sem rúm-
ensk, júgóslavnesk blöð og
mörg vesturlandablöð hafa
sagt, að eftir að Dubcek
stjórnin hafði losað sig við
Novotny og helztu fylgis-
menn hans, hafi öll spilling
verið upprætt. Þar sem ríkt
hefur spiílt stjórnarfar sé 6-
mögulegt að lækna það með
því einu að skipta um fáeina
menn í æðstu stöðum.
Eldflaugahreyfill
Apollo 7. reyndur
Kennedyhöfða og Houston
18. okt. — NTB, AP.
f DAG ræstu geimfararnir um
borð í Appollo 7. eldflauga-
hreyfil geimfarsins, og á 66 sek.
úndum jókst jarðfirð þess í 450
km. Er nú hafinn áttundi sólar-
hringurinn, sem Appollo 7. snýst
um jörðu, en samtals eiga þeir
að verða 11 talsins áður en um
lýkur.
Walter Schirra geimfari sagði
í dag, að eldflaugarhreyfillinn
hefði starfað „fullkomlega". Var
ALÞJÓÐLEG
TÓNLISTARHÁ-
TÍÐ Á ISLANDI
Oússneski píanósnillingur-
inn Vladimir Askenasí
setti fyrir nokkru fram hug-
þetta í 5. sinn, sem hreyfillinn er
ræstur frá því að geimferðin
hófst, en í þetta sinn var hann
látinn ganga í 66 sékúndur. Er
nú geimfarið 166.5 km. frá jörðu,
er næst er, en 447.5 frá jörðu er
fjærst er. Vegna tilraunarinnar
með eldflaugahreyfilinn, sem
talin er mjög mikiLsverð með til-
liti til hinnar eiginlegu tungl-
ferðar siðar meir, létu geimfar-
arnir þrír, Schirra, Cunningham
og Eisele, sjónvarpsþátt sinn
kyrran liggja í dag, en í nokkra
mynd um alþjóðlega tónlist-
arhátíð á íslandi. Enginn vafi
er á því, að slík 'tónlistarhá-
tíð tengd nafni Askenasís
mundi teljast til tónlistarvið-
burða á heimsmælikvarða.
Mbl. vill enn á ný vekja
athygli á þessari hugmynd
hins unga píanósnillings og
benda á, að tengsl Askenasís
daga í röð hafa farið fram bein-
ar sjónvarpssendingar frá App-
ollo 7. er geimfarið hefur borið
yfir Bandaríkin.
Geimfararnir kættust mjög í
dag er þeim barst sú fregn, að
einkaritara Schirra, ungfrú
Penny Strude, hefði borizt póst-
kort hvaðanæva að úr heimin-
um.
Að tilrauninni lokinni fengju
geimfararnir að hlýða á fréttir.
Er þeir heyrðu, að Jacqueline
Kennedy hefði haldið til Grikk-
lands í því skyni að ganga að
eiga Gnassis skipakóng, varð
Schirra að orði: „This is Greek
to me“.
Geimfararnir kváðust enn vera
kvefaðir, en þeir létu sér nægja
að taka aspiríntöflur við kvefinu.
Þeir munu ekki neyta þlóðþynn-
ingártafla þeirra, sem þeir hafa
meðferðis, fyrr en þeir hefjast
handa um að koma geimfarinu
inn í gufuhvolfið á ný n.k. þriðju
Framhald á bls. 31
við ísland gefa okkur tæki-
færi til að byggja upp tón-
listarhátíð, sem getur dregið
til sín færustu listamenn í
heimi og þúsundir áhuga-
manna um tónlist, sem
mundu koma til íslands og
kynnast íslandi. Hér er tæki-
færi, sem ekki má fara for-
görðum.