Morgunblaðið - 20.10.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.10.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTOBER 1968 Hlufhoii og sturfsmaður í iðnfyrirtæki, sem veitir 15 manns atvinnu, óskar eftir láni, til þess að auka hlut sinn allverulega, gegn veði í fasteign á ágætum stað. Lánveitandi getur einnig gerzt hluthafi. Tiiboð sendist til Mbl. merkt: „2120“. Skrifstofustúlka óskast Opinber stofnun óskar að ráða duglega skrifstofustúlku frá næstu mánaðamótum. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða kunnáttu í vélritun og vinnu við reikningsskriftavélar. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og íyrri störf sendist Morgunblaðinu fyrir 26. þ.m. merktar: „Ríkisstofnun A — 2126“. Kirkjutónleikar Aðalheiður Guð- mundsdóttir mezzo- sópran og Páll Kr. Pálsson, organleikari halda tónleika í Há- teigskirkju sunnu- daginn 20. október kl. 19.00. Aðgöngumiðar við innganginn. Sviðsmynd úr revíunni: „Spænskar nætur". Fjölbreytt skemmtun „Þegar amma var ung“, er heiti á skemmtun, sem Leikfélag Rvík ur gengst fyrir n.k. mánudag kl. 9 í Austurbæjarbíói. Þarna er um að ræða þætti ,og söngva úr gömlum 'revíum al'lt frá árinu 1923 og til 1957. Leikarar leikfélagsins og ann- starfsfólk annazt skemmtunina, sem er sett upp til þess að safna peningum í húsbyggingar- sjóð Leikfélagsins, en aílt srtarf við skemmtunina er unnið í sjálf boðavinnu, en alls koma um 40 leikarar fnam. Á mánudaginm kl. 5.30 mun starfsfólk Leikfélagsins klæðast undarlegum búningum og ganga í skrúðgöngu frá Iðnó og að Austurbæjarbíói. Göngumenn á vegum Leikfélagsins munu verða á 2. hundrað og fara þeir með ýmsum látum og henlegheitum. í septemberbyrjun var hafizt hamda að undirbúningi þessar- ar skemmtunar, sem verður mjög fjölbreytileg og hefur mikil vinna farið í undirbúning og æfingar, oft að loknu venjulegu dagsverki Fólkið hefur lagt mjög hart •að sér til þess að vinna að því kappsmáli Leikfé'lagsins, að fá aðstöðu í nýju og fullkomnu leikhúsi. Sérstök skemmtinefnd var stofnuð i tilefni þessarar skemmt unar og eiga sæti í henni: Ár- óra Halldórsdóttir, Guðrún Ás- mundsdóttir, Pétur Einarsson, Sveinn Einarsson og Guðmundur Páísson. Þau Guðrún og Pétur eru leikstjórar hinna ýmsu þátta. Höfumdar revíuatriðanna eru m.a. Emil Thoroddsen, Magnús Jochumson, Páll Skúlason, Har- adlur Á. Sigurðsson, Bjarni Guð mundsson, Tómas Guðmundsson og Guðmundur Sigurðsson. Revíurnar sem atriðin eru tek in úr eru: Spánskar nætur, sem var 1. revían, sýnd árið 1923, Haustrigningar, frá 1925, Eld- vígslan, sem var sýnd 1926, Laus ar skrúfur, frá 1929, Fornar dyggð ir, frá 1938, Hver maður sinn skammt, frá 1941, Forðum i Flosa porti, frá 1940, Nú er það svart, frá 1942, Allt í lagi lagsi, sýnd 1944, Upplyfting, sýnd 1946, Vertu bana kátur, sýnd 1947, Fegurðarsamkeppnin, sýnd 1950 og Guílöldin okkar sýnd 1957. Magnús Pétursson hefur æft Framhald á bls. 31 EIIMANGRUN Dömur — Loðskinn Nýtt úrval af keipum, krögum, treflum, húfum og nýjum „geimhettum“ og einnig skinn í pelsa og á möttla. FELDSKERINN Skólavörðustíg 18 4. hæð. Gólfdúkur — plast- vinyl og línólíum. Postulíns-veggflisar —■ stærðir 714x15, 11x11 og 15x15. Ameriskar gólfflísar — Godd Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur. Málningarvörur — frá Hörpu hf„ Málning hf. og Slipp- fél. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgisk nylonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — innL Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður -— br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm. Ódýr skrifborð Teak unglinigaskrifborð, stærð 120 x 60 cm, með skúffum og bókahillu, á aðeins kr. 3.700.00. G. Skúlason & Hlíðberg h/f. Þóroddsstöðum — Simi 19597. HRINGVER VEFNAÐARVÖRUVERZLUN Ný sending af franska Phildar-garninu. Úrval prjónamynstra. AUSTURSTRÆTI 4 SIMI179 Góð plasteinangrun hefur hita leiðnisstaðal 0.028 til 0.030 Kcal/mh. °C, sem er verulega minni hitaleiðni, en flest önn- ur einangrunarefni hafa, þar A meðal glerull, auk þess sem plasteinangrun tekur nálega engan raka eða vatn f sig. — Vatnsdrægni margra annarra einangrunarefna gerir þau, ef svo ber undir, að mjög lélegrí einangrun. Vér hófum fyrstir allra, hér á landi, famleiðslu á einangrun úr plasti (Polystyrene) og framleiðum góða vöru með hagstæðu verði. Reyplast h.f. Armúla 26 - Sími 30978 Nýkomin ódýr storisefni með breiðri blúndu Dralon- og fiberglassefni í fjölbreyttu úrvali Allflest efni, þar á meðal áklœði, enn á gamla verðinu Lítið inn, þar sem úrvalið er mest Áklœði og gluggatjöld Skipholti 17 - Sími 1-75-63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.