Morgunblaðið - 20.10.1968, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTOBER 1968
ATVINHA
Iðnfræðingur (vélfræði) sem unnið hefur 3 ár sjálf-
stætt erlendis að teikni- og eftirlitsstörfum og hér
heima að tækni- og sölustörfum, óskar eftir framtíðar-
starfi. Má vera utan Reykjavíkur.
Áhugamenn leggi nöfn sín á afgreiðslu blaðsins fyrir
þann 25/10. merkt: „Tækni — 2079“.
Kökubazar
Kvenfélagið Seltjörn heldur kökubazar í Mýrarhúsa-
skóla sunnudaginn 20. október kl. 1 e.h., til styrktar
orlofsheimili kvenfélagasambands Gullbringu- og
Kjósarsýslu í Gufudal.
Kveðjið síðasta sunnudag sumars með heimabökuð-
um kökum.
* STJÓRNIN.
MERKJASALA
Blindravinníélags íslands
er í dag, sunnudaginn 20. okt., og hefst kl. 10 f.h.
Sölubörn komið og seljið merki til hjálpar blindum.
Góð sölulaun.
Merkin verða afhent í anddyri þessara skóla: Álfta-
mýrarskóla, Árbæjarskóla, Austurbæjarskóla, Breiða-
gerðisskóla, Hlíðaskóla, Langholtsskóla, Laugalækjar-
skóla, Laugarnesskóla, Melaskóla, Miðbæjarskóla,
Mýrarhúsaskóla, Vogaskóla, Öldugötuskóla. Einnig í
bamaskólum Kópavogs, Garðahrepps og Hafnarfirði.
Hjálpið hlindum og kaupið merki dagsins.
Merkið gildir sem happdrættismiði.
BLINDRAVINAFÉLAG ÍSLANDS.
—BREF UM ALÞINGI
Framhald af hls. 5
verið sérstök deild í ráðuneyt-
inu, sem vinnur m.a. að gerð
fjárlaga og yfirleitt hafa ný
vinnubrögð verið tekin upp í
ráðuneytinu. Þessi breyting hef
ur orðið undir handarjaðri
Magnúsar Jónssonar, fjármála-
ráðherra og að henni standa
ungir og áhugasamir menn.
Fjármálaráðuneytið er líklega
eina ráðuneytið sem hefur sýnt
verulegt lífsmark á síðari ár-
um enda ber fjárlagafrv. þess
merki. Fjártagafrv. sýnir, að
mjöf? hefur verið snúizt gegn út
gjaldahækkunum, enda segir al
mannarómur að fjármálaráð-
herra segi oft „nei“, þegar til
hans sé leitað. En jafnvel þótt
fjármálaráðherrann segi „nei“,
vlrðist fólk sammála um að þar
sé réttur maður á réttum srtað,
sem náð hafi sterkum tökum
á yfirgripsmiklu og erfiðu starfi
Annað frv., sem vert er að
vekja athygli á, var lagt fyrir
þingið nú í vikunni og fjallar
það um stjórnarráð íslands og
ný ráðuneyti. Örugglega er þörf
á því að koma skipulagi stjórn
arráðsins í betra horf en nú er.
Það er ótrúlegt en satt, að í
dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
inu fæst einn maður við yfir-
stjórn heilbrigðismá'la og einn
maður sinnir iðnaðarmálum.
Stundum er sagt, að yfir-
byggingin í þjóðfélaginu sé of
dýr og vafalaust er það rétt,
en það mun líka nokkuð til í
því, að á sumum sviðum sparar
ríkið sér til óhags svo sem í
ofangreindum tilvikum. Það ný-
mæli er í frv. að ætlast er
til, að ráðherrum verði heimilt
að ráða sér aðstoðarmenn, sem
fylgi þeim og láti af starfi, þeg
ar ráðherra lætur af embætti.
Reynslan á eftir að skera úr
um, hverjir veljast til slíkra
starfa, en ekki skaðar að benda
á þann möguleika, að yngri þing
mönnum yrði gefið tækifæri til
að starfa, sem eins konar aðstoð
arráðherrar eða ráðherraritar-
ar. Slík skipan mála mundi
gefa þeim tækifæri tií að kynn
ast betur einstökum máíaflokk
um og verða talsmenn fyrir ráð
herra í þinginu í einstökum mál
um. Þannig múndu fleiri þing-
menn fá sérþekkingu á einstök
um málaflokkum og jafnframt
10 ÁRA ÁBYRGD
TVÖFALT
EINANGRUNAR
20ára reynsla hérlendis
SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON &CO HF
r
10 ÁRA ÁBYRGÐ
þjálfun í stjórnarstörfum.
Eysteinn Jónsson hefur flutt
þingsályktunartillögu á Alþingi
um endurskoðun á starfsháttum
þingsins. í greinargerð þessarar
tillögu er engin vísbending gef
in um það, hvað tiltögumaður
hugsar sér í þessum efnum, en
búast má við, að til'lagan sé
flutt m.a. vegna þeirrar sterku
gagnrýni, sem fram hefur kom-
ið á Alþingi að undanförnu,
sérstaklega úr röðum ungs fólks.
Fyrir nokkrum árum hefði mér
fundizt Eysteinn manna ólík-
legastur til að taka undir á-
hugamál ungs fólks í land-
inu. En ég held, að það
isé einhver breyting að
verða á Eysteini. Hann
sagði í sjónvarpinu um dag-
inn, að hann væri búinn að
fá sig fulísaddan á ráðherra-
dómi eftir 19 ára setu í ráð-
herrastól. Kannski er þetta
rétt hjá Eysteini og ef til vill
er þetta skýringin á því að
hann virðist vera í meira jafn-
vægi en áður og „frjálsari" af
sér að sumu leyti. Hann er meir
og meir að taka að sér hlut-
verk „elder statesman" í Fraim-
sóknarflokknum og á þingi en
það gæti hann ekki nema hann
væri búinn að losna við ráð-
herrametnað. Þó hugsa ég að
Eyistein langi í eitt ráðherra-
embætti. Mér þykir líklegt að
hann viídi kóróna stjórnmála-
feril sinn með þvi að verða for
sætisráðherra, þó ekki væri
nema einu sinni.
Það má búast við ró-
,legu þinghaldi framan af
þar ti'l efnahagsmálin komast
alvarlega á dagskrá. Líklega
komast viðræður stjórnmála-
flokkanna á nýtt stig hvað
úr hverju en þó er ekki að
búast við úrslitum í þeim mál-
um á næstunni, þingftokkarnir
eiga einnig eftir að fjalla um
þau svo að ekki er um annaS
að ræða en bíða og sjá hvað
setur.
Styrmir Gunnarsson.
UM ALLAN HEIM...
90 ára reynsla er á bak við blöndun
og pökkun tesins í þesum heims-
frægu gulu boxum. Reynsla frá öll-
um teræktarlöndum heims, reynsla
í því að gera tedrykkjumönnum í
156 löndum til hæfis Það getur verið
að þér séuð ekki tesérfræðingur, en
eftir að þér hafið smakkað Lipton’s
þá vitið þér að það er aðeins Lipton’s
sem getur framleitt slíkt indælis te.
Aðeins Lipton’s getur haft slíkt sér-
kenni í tei. Lipton’s er te sérkenna
og gæða.
í 156 löndum eru árlega seldar millj-
ónir milljóna af Lipton’s tepokum.
Með þeim getið þér á hagkvæman,
hreinlegan og nútímahátt búið til
gott te. Lipton’s-tepokar innihalda
hina sérstöku C.T.C. blöndu, sem er
sérstaklega valin af beztu tesérfræð-
ingum heims, til þess að þér getið
fengið bragðgóðan bolla af indælu
tei. Þess vegna eru þeir svo vinsælir.
Fleiri en 20 mismunandi tegundir
af tei eru í hverjum pakka af Lipton’s
tei, sumar til bragðbætis, aðrar til
styrkleika og enn aðrar, sem hafa hið
einstæða Lipton’s sérkenni sem gerir
þetta fræga te frábrugðið venjulegu
tei. Þegar þér drekkið Lipton’s te þá
vitið þér að það er eitthvð alveg sér-
stætt.
Ll PTON
er te sérkenna
og gœða