Morgunblaðið - 29.10.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.10.1968, Blaðsíða 10
10 MÖRGU'NBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1966 Þriggja ára áætlun um ferðamál Þingsályktunartillaga á Alþingi Fjórir alþingismenn, þeir Björn Jónsson, Eysteinn Jóns son, Jón Ármann Héðinsson og Steingrímur Pálsson hafa Iagt fram á Alþingi tillögu til þings- ályktunar um þriggja ára áætl- un um ferðamál. Er tillaga iþng- mannanna svohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast ti’l um, að gerð verði þriggja ára áætl- um um ferðamál. Stefni áætlun- in að því að margfalda ferða- mannastraum til landsins á áætl unartímabilinu og skapa sem traustastan grundvöll að því að gera ísland að mikfu ferðamanna landi. Áætlunin miðist við, að þetta verði gert með þvi að bæta á skipulegan hátt ö'll skilyrði til að veita auknum ferðamanna- straumi alla nauðsyralega þjón- ustu, að því, að gerðar verði hvers konar hagkvæmar ráðstaf anir til að opna leiðir að hinni ósnortnu náttúru landsins fyTÍr erlenda sem innlenda ferðamenn, og að því að byggja fjárhags- fega traustar undirstöður að ferðamannaþjónustu, þannig að hér geti orðið um mikilvæga og hraðvaxandi atvinnugrein og gjaldeyrisgjafa að ræða. Áætlunargerðin skal falin nefnd manna, er sé skipuð sam- kvæmt tilnefningu ferðamála- ráðs, Félags íslenzkra ferðaskrif stofa, Búnaðarfélags íslands, Verzlunarráðs fslands, Félags á- hhugamanna um fiskrækt, Sam- bands veitinga- og gistihúsaeig- enda, Ferðafélgas íslands og At- þýðusambands fslands. Formann nefndarinnar skipar ráðherra án tilnefningar. Stefnt skal að því, að nefnd- in ljúki störfum það snemma á næsta ári, að áætlunin geti leg- ið fyrir á því Alþingi er nú situr og komið til byrjunarfram- kvæmda þegar á næsta ári. Vmræður um læknumiðstöðvur Bílar 1968 V.W. 1300 rauður 16 þ. km. 1967 V.W. 1300, hvítur. 1968 Singer Vogue 6 þ. km. 1967 B.M.W. 1800 25 þ. km. 1967 Renault R-16 24 þ. km. 1967 Toyota Crown. 1968 Fiat 125 „Berlina“. 1967 Hillman Imp. Skipti á stærri bíl og dýrari. 1968 Renault R-10 16 þ. km. 1965 Volvo Amazon 2ja dyra. 1964 V.W. 1300 mjög góður. 1963 Opel Kadett. 1964 Trabant. 1968 Willys með blæjum. 1966 Bronoo sk. fólksbíl. 1965 Land-Rover. 1965 Willys með Egils húsi. 1955 Willys station með B.M.C. dísil. 1954 Willys, ódýr. FYRSTU umræðu um stjómar- frumvarp um læknaskipunarlög lauk á Alþingi í gær og var frum varpinu vísað til 2. umræðu og heiibrigðis- og félagsmálanefnd- ar. Við framhaldsumræðurnar í • gær, tóku til máls Lúðvík Jósefs- son, Sigurvin Einarsson og Hanni bal Valdimarsson. Skýrðu þeir tveir fyrrnefndu frá ástandinu í læknamálum í sínum kjördæm- um og Hannibal ræddi ennfremur P jf^efiiano pennamir / era bara mild^ I ietri— oý fást ' aííá áta&ar 'TRÉSMIÐIR Höfum fyrirliggjandi: Carbide-nótsagarblöð, stillanleg. Carbide-fræsihausa, margar gerðir. Fræsibora — millihringi o. fl. R. GUDMUNDSSON 8 KUARAN HF. ÁRMÚLA 14, REYKJAVÍK, S í IVII 35722 Einbýlishús í Arnarnesi er til sölu. Selst annaðhvort uppsteypt og múrað utan eða tilbúið fyrir innréttingu. Kjallari er undir öllu húsinu. Tveir bílskúrar. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna- og verðbréfasala Austurstræti 14 sími 16223. Þorleifur Guðmundsson heima 13469. um læknamál Vestfjarðakjördæm is. Lögðu ræðumennirnir áherzlu á að á þessum málum þyrfti að finna lausn hið bráðasta og töldu að læknamiðstöðvar væru ef til vill ekki eina rétta og færa leið- in. í ræðu Hannibals kom fram að á Patreksfirði hafa verið starf- andi tveir læknar og hafa þeir gegnt Bíldudalishérað einnig Sagðist Hannibal hafa kannað að þessir læknar hefðu haft a.m.k. 100 þús. kr. mánaðarlaun hvor, en eigi að síður væri nú annar þeirra farinn. Væri þau augljóst að það væru ekki launamálin sem væru orsök þess að læknar fengjust ekki til starfa í dreif- býlinu . Frumvörp rædd GYLFI Þ. GÍSLASON mennta- málariðherra mælti £ gær fyrir stjórnarfrumvarpi um breytingu á lögum um Listasafn fslands, en aðalbreytingin sem frumvarpið felur í sér er sú, að framvegis skuíi gilda aðrar reglur um kjör varamanna í safnráð, þannig að þeir verði varamenn er næst flest atkvæði fá við kosningar í ráðið, en ekki verði sérstaklega um þá kosið. Skúli Guðmundsson (F) mælti fyrir frumvarj5i er hann flytur um þóknun fyrir innheimtu opin berra gjalda. Gerir frumvarpið ráð fyrir að atvinnurekendum verði greidd 3% innheimtu- laun fyrir hin ýmsu opinberu gjöld, er þeim er gert að skyldu að innheimta. Bragi Sigurjónsson mælti fyr- ir frumvarpi sínu um breytingu á lögum um almannatryggingar. t BIRGIRISL. GUNNARSS0N 1 HÆSTARÉTTARLÖGM4ÐUR LÆKJARGÓTU 6B SÍMI22120 Byggð verði ung- mennahús tyrir skemmtanir ungs fólks Á ÞINGFUNDI í efri deild Al- þingis í gær fylgdi Einar Ágústs- son úr hlaði frumvarpi er hann flytur um ungmennahús. Helztu ákvæði frumvarpsins eru þau, að byggja skuli samkomuhús í Rvík fyrir skemmtanir æskufólks og nefnist það ungmennahús. Skai hafa samráð við Æskulýðsráð Reykjavíkur um stærð hússins og fyrirkomulag. Stofnkostnaður ungmennahússins skuli greidd af ríkissjóði að hálfu og Reykjavík- urborg að hálfu. í framsöguræðu sinni ræddi flutningsmaður um æskulýðsmál borgarinnar. Sagði hamn að mikið hefði áunmizt í þeim málum á undanförnum árum, og efcki sízt nú er Reykjavíkunborg hefði fest kaup á veitingahúsimu Lídó fyrir æskulýðsstarfsemi. Eigi að s'íður væri mikill skortur á aðstöðu til hollra og góðra skemmtana fyrir unglingana, og sem stæði væri ekkert hús í höfuðborginni sem leysti úr þessum vandamálum. Einar sagði að innan borgar- stjórnar Reykjavíkur væri mik- ill áhugi á að ná samvinnu við landsyfirvöldin í þessu máli. — Hann sagði að frumvarp sitt væru aðeins tillögur, sem vel kæmi til greina að breyta ef Umræður utan dugskrúr MAGNÚS KJARTANSSON (K) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi í gær og gerði að um- talsefni frétt er birtist í Mbl. 26. okt. sí., þar sem sagt er frá ræðu er aðmíráll Frank B. Stone flutti á fundi Rotary-klúbbs í Reykja- vík fryir skömmu. Sagði þing- maðurinn að sér fyndist of 'langt gengið þegar yfirmaður hernáms liðsins væri farinn að fjallla um mál sem væru algjör innanríkis- mál íslendinga, og kvaðst hann vilja beina þeim tilmælum til ut- anríkisráðherra, að hann hhitað- ist til um að slíkt kæmi ekki fyr- ir, jafnframt sem hann beindi fyr irspurnum til ráðherra hvort rík isstjórnin hefði eitthvað fjallað um þau mál er aðmírállinn ræddi um. EMIL JÓNSSON utanríkisráð herra, sagði, að eðlilegra væri fyrir þingmanninn að bera fram fyrirspurnir sínar á þinglegan hátt, þ.e. með hæfilegum fyrir- vara. Ef sá háttur væri á hafður mundi hann reyna að svara fyr- irspurnum þingmannsins. Á þessu stigi gæti hann aðeins skýrt frá því að engar umræð- ur hefðu farið fram í ríkisstjórn inni um þessi mál. Plastgómpiíðar halda gervítönnunum Lina gómsæri • Festast við gervigóma. • Ekki lengur dagleg viðgerð Ekki lengur lausar gervitennur, sem falla illa og særa. Snug Den- ture Cushions bætir úr því. Auð- velt að lagfæra skröltandi gervi- tennur með gómpúðanum. Borðið hvað sem er, talið, hlæið og góm- púðinn heldur tönnunum föstum. Snug er varanlegt — ekki lengur dagleg endurnýjun. — Auðvelt að hreinsa og taka burt ef þarf að endurnýja. Framleiðendur tryggja óánægðum endurgreiðslu. Fáið yð- ur Snug í dag. 1 hverjum pakka eru tveir gómpúðar. Snug DENTURE CUSHIONS nefnd sú er fjalilaði um þær, teldi ástæðu til. Mætti nefna þann möguleika að ákvæðin næðu til fleiri staða en Reykjavíkur og rtíkið greiddi þá 50% af stofn- kostnaði á móti bæjar- eða sveit- arfélögum sem síðan greiddu jafnmikið og sæju um rekstur húsanna. Auður Auðuns, sagði það sína skoðun að skemmtanix fyrir ung- linga þyrftu sem mest að fara fram í skólunum. Þó lægi ljóst fyrir að slíkar skemmtanir væru ekki fullnægjandd, og þyrfti að finna rétt og hentugt forrn á skemmtunum, þannig að unga fólkið sækti þær. Frumvarp þingmannsins gæti stefnt í rétta átt, en nauðsynlegt væri að kanna sem flestar hliðar þessa máls. ÞJÚÐ OKKAR Ein sál — einn vilji — ein sorg. Eina von okkar og heilög ást. Ást á landi okkar, landi forfeðra okkar og feðra. Kannski höfum við aldrei fyrr trúað á ódauðleik þjóðar okkar, kannski höfum við aldrei fyrr vonað, að þjóðar okkar biði mikil framtíð. Kannski hefur okkur aldrei þótt svo vænt um þjóð okkar sem nú. Við finnum, að LOF OKKAR TIL ÞJÓÐARINNAR er a» standa saman, deyja saman, eða SIGRA SAMAN. Þeir sem iU- indum valda, verða að gjalda þess síðar. Og við treystum einnig á vin- áttu fólks í öllum löndum. Vinir okkar eru þeir, sem geta hlustað á allt og þagað, ef nauðsyn kref- ur. Vinir okkar eru læknar sálar okkar. Fyrir vinum okkar get- um við opnað hverja síðu í bók lífs okkar. Keðja er ekki sterkari en veik- asti hlekkur hennar. í lífi þjóða okkar hefur alltaf gerzrt eitthvað sem við höfðum ekki búizt við. Við erum undrandi á, að þetta skuli sífellt henda okkur. Líf fólksins er ánægja og ham- ingja, ef hægt er að fylla það góðum og réttum gerðum. Verk- um, hlutum og sannleik, sem verðug eru að lifa fyrir og jafn- vel deyja fyrir. Núna erum við svikin af þeim, sem kannast ekki við orðin frelsi og sjálfstæði, eða vilja ekki þekkja þau. En við gefumsrt ekki upp. Tékknesk kona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.