Morgunblaðið - 29.10.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.10.1968, Blaðsíða 22
22 MOKGUNBLAÐIÐ, URIÐJU'DAGUR 29. OKTÓBER 1968 Mestu en róstusömustu OL-leikjum sögunnar lokiö Mexikóleikana verður lengi minnzt lyrir margra hluta sakir OLYMPÍULEIKUNUM í Mexikó var slitið á sunnudaginn. Keppni lauk á Iaugardaginn í ýmsum greinum m. a. nokkrum sund- greinum, úrslitakeppni í glímu, hnefaleikum, hokkí, sundknatt- leik, knattspymu, skylmingum o. fl. greinum. Vegna mjög trufl- aðra fréttasendinga verður ekki hægt hér að segja frá ýmsum lokúrslitum. Sundið var ein glsesilegasta keppnLsgrein Bandaríkjamanna af mörgum glæsilegum þó. Unnu Bandaríkjamenn í 23 greinum af 33 í sundi og flestir sigurvegar- ar þeirra eru „táningar“. 1 sundknattleiknum var gífur- leg barátta, hörð og jafnvel blóð ug milli Júgóslava og Rússa. — Jafntefli var að venjulegum leik tíma loknum, en í framlengingu bsettu Júgóslavar tveim mörkum við og sigruðu 13—11. A Lokahátíðin. Lokaathöfnin fór fram á hefð- bundinn hátt eftir að keppt hafði verið í síðustu greininni, en það er keppni í listreið yfir margar hindxanir sem fyrir er komið á Olympíuleikvanginum. Þá grein unnu Kanadamenn. Lokaathöfnin er falin í fána- hyllingum og komu þar sérstak- lega við sögu gríski, mexikanski Hneyksli í úrslitaleik í OL-knattspyrnunni ORÐIÐ hneyksli er hið eina orð sem haegt er að nota yfir þau örlög sem knattspyrnukeppni Ol- ympiuleikanna hlaut í úrslita- leiknum er Ungverjar sigruðu Búlgara 4-1. Hvorki meira né minna en fjórum leikmönnum var vísað af velli, 3 Búigörum og 1 Ungverja. Búlgararnir þrír urðu að víkja af velli er lið þeirra hafði náð dýrmætri for- ystu 1-0, en Ungverjinn undir leikslok, þá er leikurinn var orð- inn að hreinum skrípaleik. Óeir'ðirnar hófust stuttu fyrir leik'hlé er mexikanski dómarinn rak fyrst Dimitrov sóknarmann út af fyrir að sparka í mótherja og síðan tvo aðra, annan fyrir gróft brot og hinn fyrir að kasta knettinum í höfuð dómarans. Og lsetin héldu áfram er leik- menn ætluðu til búningsklefa í hléi og varamenn Búlgara ætluðu að jafna um sakirnar við dómar- ann. Þjálfara þeirra tókst með herkjum að hafa þá af vellinum. í síðari hálfleik léku Bú'lgarar aðeins 8 og Ungverjar notuðu sér alls ekki sem þeir gátu að hafa 3 mönnum fleira í sínu liði. For'ðuðust þeir návígi — en tryggðu sigur sinn örugglega. Einn Ungverjanna tók svo mót- herja gróflega á mjaðahnykk undir lokin — algerlega að óþörfu. Og það var eins og dóm- arinn hefði beðið eftir að geta jafnað svolítið sakirnar, því Ung verjinn var þegar rekinn af velli. og v-þýzki fáninn. Á ljósatöfl- unni bírtist nafn Miichen-borgar, en þar verða Olympíuleikarnir haldnir að fjórum árum liðnum. Þúsundir íþróttamanna og kvenna voru í fylkingum á leik- vanginum, en mun færri en í upphafi, enda margir farnir heim leiðis. A- Sögufrægir leikir. Mexikóleikirnir verða lengi í minnum hafðir. Ber þar hæst óeirðir þær sem dagana fyrir Framhald á bls. 23 Valmenn brjótast í gegn og sk ora í leiknum gegn Ármanni. Guðmundur varði 3 víti en leikirnir annars daufir og ,,sterkari44 liðin unnu sína leiki Á SUNNUDAG var næst síðasti leikdagur í meistaraflokki karla á Reykjavíkurmótinu í hand— knattleik og jafnframt fóru fram tveir leikir í meistarafl. kvenna. Leikimir allir voru í daufara lagi og enginn þeirra bauð upp á spennu að neinu ráði. Valur — Ármann 17—12 Valur náði þegar góðum tök- um á leiknum og náðu algerum yfirburðum. í hálfleik var stað- an 9—3 og átti Jón Breiðfjörð í markinu mestan þátt í því, en hann fékk ekki á sig nema 3 mörk þann hálftíma sem hann stóð þar. Undir lokin slökuðu Valsmenn á og fengu á sig ó- dýr mörk. Bergur Guðna og ný- iiðinn Jakob voru beztu menn Vals auk Jóns. Ármenningar voru áhugalitl- ir og sýndu lítil tilþrif. KR — Þróttur 13—11 Þessi leikur var allan tímann jafn, en þó var aldrei veruleg spenna í honum. KR-ingar höfðu yfirieitt 1—2 marka forystu uí- an einu sinni að Þrótti tókst að jafna, en þegar það varð, skemmdi sigurvonin meira fyrir leik liðsins en að hún yrði hvatn ing. Guðmundur Gústavsson varði af mikilli snilld í marki Þrótt- ar m.a. 3 vítaköst og var hann máttarstólpi liðsins. KR-ingar léku aldrei eins og þeir bezt geta og sýndu lítinn áhuga. Karl var þó drýgstur. Fram — ÍR 15—11 Fram skoraði tvö fyrstu mörk- in en ÍR tókst að jafna en síðan náðu Framarar öruggum tökum á leiknum, þó forskotið ýrði aldrei mikið. í hálfleik var stað- an 9—6. í byrjun síðari hálfleiks skor- uðu Framarar þrjú fyrstu mörk in, en síðan var eins og leikmenn biðu eftir því að leiknum lyki. Skoruðu Framarar ekki næstu 10 mínútur og jafnaðist leikur- inn. Undir lokin tóku Framarar sig á og unnu örugglega. Beztu menn liðsins voru Gunnlaugur og Ingólfur. Hjá ÍR áttu beztan leik Ágúst og Brynjólfur. í kvennaleikjunum urðu úr- slit þau að Ármann vann Víking 3—2 og Fram vann KR 7—4. Mexikanarnir vildu allir snerta „guH"-brúðurina — Söguleg hjónavigsla i Mexikó TÉKKNESKA fimleikamærin 26 ára gamla var einhver vin- sælasti sigurvegarinn á Mexi kóleikunum. Hún sýndi frá- bæra hæfileika í ýmsum grein um fimleikana, enda hlaut hún 4 eullverðlaun og 2 silf- urverðlaun fyrir. Fegurð henn ar og yndisþokki hreif alla. Oe þegar hún svo í lok leik- anna, að unnum hinum fræki legu afrekum, ákvað hún að ganga íjijónaband með landa sinum Odlosil, „silfurmanni“ 1500 m. hlaupsins í Tókió, varð það til að út úr flaut af hrifningarbikar Mexikana. Hjónavígslan fór fram á laugardaginn og hófst með at- höfn í sendiráði Tékka að við stöddum mörgum gestum og fullu húsi af frekum ljósmynd urum og fréttamönnum. Hengu þeir á herðum brúðhjónanna meðan tékkneiski sendiherrann ávarpaði þau. Vígslan sjálf fór fram í alda gamalli kirkju í Mexíkó og var sjálfur erkibiskupinn sem stjórnaði henni og gaf þessi vinsælu brúðhjón saman. 4000 manns höfðu troðið sér inn í helgidóminn og 2000 manns biðu úti fyrir. Reyna átti að lauma brúðhjónunum inn um hliðardyr, en það tókst ekki að varð um hríð að „geyma“ þau í lokuðum sjón varpsbíl, svo þau yrðu ekki múgnum að bráð. Um síðir tókst að koma þeim með stymp ingum og látum inn í helgi- dóminn. Gestir er boðnir höfðu ver- ið streymdu að. Meðal þeirra var frú Connolly, tékknesk mær, mjög fögur, sem varð OL-meistari í kringlukasti 1956 en giftist síðan banda- ríska sleggjukastaranum Har- old Conally. Tóku Mexikanar sem utan kirkjunnar stóðu hana í misgriþum fyrir brúð- ina sjálfa, og kepptust allir um að ná til hennar. Voru föt hennar eitthvað rifin, m.a. undirföt og annar sokkur henn ar. Kjólskraut var reytt af henni o.s.frv. Erkibiskupinn átti ekki sjö dagana sæla við sjálfa at- höfnina. Hann varð að gera hlé á henni og stjaka ljós- myndurum frá til að fá nægi legt olbogarými frammi fyrir altarinu. Eftir athöfnina varð að „Gullbrúðurin" Vera Caslavska frá Tékkóslóvakíu sýnir hér gullpéningana sína fjóra, sem hún vann í fimleikakeppninni i Mexikó. Hún vann einnig tvo silfurpeninga — og átti fyrir þrenn gullverðlaun frá leiku num í Tókíó. lauma brúðhjónunum í graf- hvelfingar í kjallara kirkj- unnar og þar urðu þau að dúsa í IV2 tima unz ró komst á úti fyrir, Brúðurin varð hrædd og táraðist undir sínu hvíta höfuðdjásni. Sn allt fór vel um síðir og Vera og maður hennar héldu til Olympíuþorpsins og skál- uðu í kampavíni með vinum sinum og gestum fram eftir nóttu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.