Morgunblaðið - 29.10.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.10.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1968 15 Apollo g-eimhylkið er hér komið að útbrunnu þrepi eldflaug- arinnar sem sendi það á braut. Gcimfararnir lögðu hylkinu alveg upp að því og tóku nokkrar myndir, en þetta var m.a. æfing í að tengja sama för í geimnum Geimfararnir þrir skoða Apollo 7, eftir að hylkið er komið um borð í flugvélamóðurskipið Þessa mynd tóku geimfar'amiraf hvirfilvindinum Gladys, sem olli miklu tjóni á Florida og víðar Þegar myndin var tekin var hvirfilvindurinn suðvestur af Florida, og geimfarið var í 97 mílna hæð. GEIMB'ERÐ Apollo 7 er nú lokið og hún tókst framar öllum vonum. Það er löngu byrjað að undir- búa ferð Apollo 8 og talið líklegt að það fari á loft fyrir áramót. í þeirri ferð verða einnig þrír geim- fara, þeir Frank Borman, James A. Lowell og William A. Anders. And- ers var einn þeirra sem kom hingað til lands til þjálfunar í fyrrasumar. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun þar um, en talið er mjög lík- legt að þeir félagar muni fljúga umhverfis tunglið áður en þeir snúa aftur til jarðar. Þeir munu hins- vegar ekki gera neina til- raun til að lenda, 'enda hafa þeir ekki „geimbíl- inn“ meðferðis. Gert er ráð fyrir að ferð þeirra taki átta daga. Cunningliam skrifar í minnisbók sína í geimferðinni. Svarti hluturinn svotil neðst til vinstri á myndinni er filmu kasetta úr Hasselblad myndavél. Hún flýtur í lausu lofti í þyngdar- leysinu. • * Schirra hangir í körfu neðan í þyrlunni sem flutti hann um borð í Essex. myndir úr apolloferð Apollo geimfararnir þrír ræða við Johnson forseta, rétt eftir að þeir lentu. Lengst til vinstri er Eisele, Schirra og Cunningham.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.