Morgunblaðið - 29.10.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.10.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIt/JUDAGUR 29. OKTÓBER 1968 þetta grunsamlega vingjarnlegt en tók samt glasið og hún gekk út. Ég þurfti ekki nema einn sopa til þess að finna, að þetta var alls ekki asperín. Til þess var það alltof rammt. Næst fékk ég svirna yfir höfuðið og settist niður hérna. En þegar ég rankaði við mér, var klukkan orðin hálféltefu. Og ég var alveg náföl. Svo að ég flýtti mér á veðreiðarnar og lét hana heyra þetta. — Ég heyrði til þín, sagði Jill. Þetta hefur verið meiri dagur- inn! Ég gleymi líklega aldrei þessari Ben-el-Kharin-hátíð! Eln síðan kom hún með spurning- una, sem hafði reyndar allan tímann verið efst í huga hennar, þegar hún var að leita að Söndru. — en það er bara eitt, sem mér finnst einkennilegt. Það er þetta með þig og hann Gra- ham. Þið voruð rétt eins og e'lsk endur, þegar þú varst að gráta við öxlina á honum. Og hann kallaði þig elskuna sína. — Það er ég líka, svaraði Sandra rólega. — Ég er alveg vitlaus í honum Graham og hann í mér. Við ætlum að gifta okkur svo sem mánuði eftir að við er- um komin til Englands. — Giftast?? En þú, sem ert trúlofuð honum Oliver! sagði Jill og greip andann á lofti. — Það var bara skrípa'leikur góða mín. Jill greip aftur and- ann á lofti. — Oliver stakk upp á því, af því að Graham var órólegur vegna þess, að ég vann svo mikið við hliðina á henni Enid. Ég held hann hafi viljað hafa mig þar, til þess að geta haft auga með mér. En ég gat ekki dregið mig í hlé. Þegar hún heyrði, að ég væri trúlof- uð honum Oliver, breyttist öli framkoma hennar við mig, svo að það varð allt í lagi. Allt þangað til í morgun, þegar hún gerði mér þennan bjánalega hrekk. Ég held næstum, að hún hafi komizt að einhverju. Kannski hefur Graham sent mér eitthvert sér- stakt augnatillit og hún tekið eftir því. Ekkert veit ég. En ég varðs svo hamslaus út af þess- ari eitrunartilraun hennar við mig, að það sauð uppúr hjá mér. Eins og þú heyrðir sjálf. >— Og hún var með svipuna á lofti, sagði Jill. Hún hefði getað eyðilagt andlitið á þér fyrir lífstíð. En hvað sem því 'lið ur, þá bjargaði hann Móses minn þér, sem betur fór. Þú verður að fara að vera vin- gjarnleg við hann. Meðan þær töluðu, heyrðist í flugvél í logninu. Þetta var á miðju síðdegi og hitinn var eins og í ofni, en stúlkurnar gengu út til að horfa á vélina. Þær sáu að Enid var borin hreyfing- arlaus inn í véiina, og Christie læknir og frú Fallowman fóru á eftir, og snyrti'leg sýrlenzk hjúkrunarkona var þarna með í ! för. Blaðamaðurinn frá frétta- j stofunni fór inn á eftir þeim. I Hann var á leið til Damaskus j til þess að skrifa einhverjar j fréttir. — Jæja, hann er þá áð minnsta kosti búinn að kynnast staðnum hérna eins og hann var alltaf að tala um í morgun, sagði Sandra gremjulega. Fromtíðarstori — rafreiknar Traust fyrirtæki í örum vexti óskar að ráða ungan rnann til að annast forskriftir (prógrammeringu) fyrir IBM rafreikna. Krafizt er góðrar enskukunnáttu, góðra stærðfræði- hæfileika, röskleika, stundvísi og háttvísi í umgengni. Boðin eru góð laun og vinnuskilyrði við fjölhæft starf og góðir framtíðarmöguleikar fyrir réttan mann. Ekki er gerð krafa um tiltekin próf, en stærðfræði- stúdent með bókhaldsþekkingu væri æskilegur. Umsækjendur sendi glöggar eiginhandarupplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf til Morgunblaðsins merktar: „Framtíðartækni — 6798“. [ Unga fólkiö veit aö a er rétta undirstaðan d^) is/enzkur iðnaður úr ísienzkri u/í ALAFOSS UMBOÐ UM ALLT LAND ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 REYKJAVÍK SÍM113404 — Og hátíðinni er ekki einu- sinni lokið, minnti Jifl hana á. Strákarnir byrja aftur klukkan sex, og svo verður allt í háa- lofti til sólarlags. Ég held ég verði að leggja mig svolítið, mér til hressingar. Þú ættir að gera slíkt hið sama. — Það ætla ég að gera. Þú ert ekki vond við mig, eða hvað? Út af honum Graham, á ég við. Ég veit að þú varst einusinni snortin af honum. — Nei, það er ég ekki. Ég er ekki nein Enid, eins og þú veizt! Og ég óska þér innilega til hamingju. Mér hefur verið það íjóst undanfarið, að þú varst ástfangin. En ég hélt bara, að það væri hann Oliver. Hún hló. — Þú kallar víst ekki hann Graham skozkan grjótkalll 'leng- ur, er það? •— Þetta gerðist dálítið ein- kennilega, svaraði Sandra. — Hann stakk bara einusinni upp á að ganga niður að höfninni í Byblos, og ég fór með honum, af því að ég hafði ekki neitt þarfara að gera. En svo kyssti hann mig alveg óvænt og fyrir- varalaust og það var alveg eins og eldingu slægi niður í mig, og ég vissi samstundis, að ég efsk- aði hann og féll beint i faðm- inn á honum. Allt í einum rafhlöður fyrir öH viðtæki Heildsala-smásala VILBERG & ÞORSTEIIMN Laugavegi 72 sími 10259 hvel'li! Og af því hvernig hann tók á mér, vissi ég, að hann elsk aði mig líka. Loksins hafði krafta verkið gerzt. Jill gekk frá henni og hæg- um skrefum inn í t.jaldið sitt. Það var alltof heitt til þess að hreyfa sig nema hægt. En rétt áður en hún kom að tjaldinu kom Oliver tif hennar og var að þerra á sér andlitið. Hann hafði beðið þangað til flugvélin var aftur komin af stað. Nú heyrðist ekki ti'l hennar nema suða í fjaska og hún hvarf brátt sjónum. — Ætlaður að fara að sofa, Jill. Það var rétt og þú hefur fulla þörf á því. Þú hefur orð- ið fyrir taugaáfalli. — Og þeim tveimur, ef út í það er farið. Ég heyri, að trú- lofuninni þinni sé lokið. — Nú, hún Sandra hefur sagt þér það, eða hvað? Já, það er engin ástæða til að halda þeim skrípafeik áfram lengur. — Heldurðu að hún — ég á við Enid — missi handlegg- inn eða nokkuð slíkt. Oliver? — Það hugsa ég ekki, enda þótt fuflsnemmt sé að fullyrða nokkuð um það. Hún er hraust- byggð, og kemst sennilega yfir það. En hvers vegna ertu að hafa áhyggjur af því, Jill? Ekki skiptir Enid þig neinu máli. — Nei, ég hafði nú ekki mik- il skipti við hana, eða hvað? En ég er nú feginn samt, að hafa aldrei komizt neitt á kant við hana. En henni hlýtur að hafa verið afskapfega mikil alvara með hann Graham. — Já, og ég býst við, að svo verði áfram, svaraði CWiver — En Sandra er sú rétta handa honum. Þau eru mjög ástfangin hvort af öðru, skilurðu. Jill kinkaði kolli. — Og þó eru þau svo gjörólík. Ég varð mikið hissa, þegar ég heyrði, að það væri hann Graham en ekki þú. Hann er svo traustur og íhaldssamur og rólegur en hún svo fjörug og kát, sem hefur gam an af að skrafa og leika sér. Ég get ekki hugsað mér, hvers- konar hjón þau verða. — Góða mín, þau eiga ágæt- lega saman. Graham getur slillt Leikfangaland Leikfangakjörbúð. — Daglega eitthvað nýtt. LEIKFANGALAND Veltusundi 1 — Sími 18722.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.