Morgunblaðið - 19.01.1969, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.01.1969, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1969 Stefnubreyting hjá Sjálfstæðisflokknum — við kjör nefnda og ráða á Alþingi SKÖMMU íyrir jól, fóxnx fram kosnixigar á Alþingi í ibaxíkaráð, Norðoxrlandaráð, stjórnir ýmissa sjóða og fleiri trúnaðarstöðoxr. öessar kosningar vökitu litla at- hygli þá, væntanlega vegna jóla- anna en þær fóru þó á þann veig, að ástæða er til að ræða þær nokkuð. Að því er Sjálf- stæðisflokkinn varðar gáfu þess- ar kosningar vísbendingu um stefnuibreytingu þingflokksins við val í slíkar trúnaðarstöður sem þessar. Eitt af gagnx-ýnisefnum unigu mannanna í Sjálfstæðisfldkíknum hefur verið það, að val í ýmsar trúnaðarstöður, væri ekki á nógu breiðum grundvelli. Sömu menn væru ár eftir ár og kannski ára- tu-g eftir áratug kjörnir til sömu trúnaðarstarfa og slíkir menn væru teknir úr alltof þröngum hóp. A aukaþingi ungra Sjálfstæðis manna, sem haldið var sl. haust kom fram sú skoðun, að banna ætti kjör þingmanna í ýmsar áhrifamiklar nefndir og ráð og naut þetta sjónarmið víðtæks fylgis á þinginu. Mörgum þing- mönnum þykir ómaklega að sér veitzit með slíkum samlþykktum. Sjónarmið þeirra er það, að þeir eigi nú þegar í vök að verjast vegna sívaxandi áhrifa embættis. manna og þeir eigi af þeim sök- um mjög erfitt með að reka erindi umbjóðenda sinna og illa gangi að fá úrlausn þeirra mála. — Margir þing- menn telja þess vegna, að það sé alrangt, sem fram hafí komið hjá ungum mönnum, að völd og áhrif þingmanna væriu of mikil, heldur halda þeir því fram að áhrif þingmanna fari mjög dvín- andi. Þess vegna sé nauðsynlegt til þess að skapa hæfilegt mó't- Vön vélritunarstiílka óskast Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 24. þ.m., merkt: „Vélritun — 6219“. Andrés auglýsir: Verzlunin er flutt af Laugavegi 3 í Ármúla 5 Fatamarkaður í fullum gangi Andrés Ármula 5. TIL LEIGU 3 herbergi (um 100 ferm.) á 1. hæð í húsi neðarlega við Túngötu. Þeir sem áhuga hefðu á þessu húsnæði leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl., merkt: „Túngata — 6318“. Óskum eftir að ráða RITARA til starfa í starfsmannadeild. Enskukunnátta og starfsreynsla nauðsynleg. Ráðning frá 1. febrúar 1969. Skriflegar umsóknir sendist í pósthólf 244, Hafnarfirði, fyrir 1. febrúar 1969. íslenzka Álfélagið h.f., Straumsvík. Davið Sch. Thorsteinsson vægi gegn embættismönnunum að kjósa þingmenn í s'tjórnar- nefndir þýðingarmikilla stofn- ana. Hvað sem um þessi sjónarmið þingmannanna má segja — og vissuleg.a hafa þeir nokkuð til síns máls — varð reyndin sú, að Sjáiifsíæðisflokkurinn leitaði að þessu sinni út fyrir raðir þing- tflokks síns við kjör í bankaráð Landsbankans. Svo háttaði til, að í bankaráði Landsbankans voru tveir þingmenn úr Reykjaneskjör dæmi af hálfu Sjálfstæðisflokks- ins og auk þess er einn þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi einn af bankastjór- um Landsbankans. Þetta þótti af dkiljanlegum ástæðum ekki heppilegt og þesg vegna voru framlkvæmdax ýmsar breytingar, sem leiddu til þess að sæti losn- aði í bankaráði Landsbankans. Þingflokkurinn valdi Krisfján G. Gíslason, traustan og vinsælan kaupsýslumann í þetta sæti og varamaður hans var kjörinn Davíð Söh. Thorsteinsson, upp- rennandi forustumaður á sviði iðnaðarmála'. Jafnframt var ung- ur maður, Ólafur B. Thors, deild- arstjóri, kjörinn varamaður í bankaráð Seðlabankans. Sjálfsagt finnst mönnum þetta harla litlar breytingar en engu að síður er það staðreynd að með kjöri þess- ara þriggja manna í þessar trún- Kristján G. Gíslason aðarstöður hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins gengið tölu- vert til móts við kröfur um að í slílkar trúnaðarstöður yrði valið á breiðara grundvelli og þá úr hópi manna, sem starfa í at- vinnulífinu og hinna yngri manna. Kos'ni'ngarnar á Alþingi í þessi embætti leiddu glögglega í ljós, að um nokkra stefnubreytingu er að ræða hjá Sjálfstæðisfl., þótt eftir sé að sjá hversu djúpt hún Fyrirtæki og stofnnnir Tökum að okkur klæðningar á stólum og bekkjum í samkomusölum, matstofum og kvikmyndahúsum o. fl. Nú er rétti tíminn að leita verðtilboða. SVEFNBEKKJAIÐJAN Laufásvegi 4. — Sími 13492. Vestmannaeyingar — Vestmannaeyingar Kvenfélagið Heimaey heldur sína árlegu árshátíð í Sig- túni laugardaginn 25. janúar, 1969 og hefst kl. 7 e.h. stundvíslega með borðhaidi. Aðgöngumiðar seldir föstudaginn 24. janúar milli kl. 4 og 6 e.h. Skemmtinefndin. Verzlunarmaður óskast til afgreiðslustarfa hjá byggingar- og bús- áhaldaverzlun. Umsókn er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudags- kvöld, merkt: „Sjálfstætt starf“. fslenzk- skozka fclagið (Icelandic Scottish Society) BURN'S SUPPER að Hótel Loftleiðum, blómasal, laugardagixm 25. jan., og hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 8 e.h. Fjölbreytt dagskrá. — Aðgöngumiðar seldir að Hverf- isgötu 29, miðvikudaginn 22. og fimmtudaginn 23. jan. kl. 5—7 e.h. STJÓRNIN. ristir. En þetta litla dæmi sýnir þó ásamt öðru að töluverð hreyf ing er nú í málefnum stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar og ætti það að vera öllum þeim, srem fyrir slíku hafa barizt, fagnaðar- efni Styrmir Gunnarsson. ÚR KJÓS Valdastöðum 9. jan. 1969. ÞAÐ má nú segja, að alltaf sé góða veðrið. Þó að öðruhvoru sé dálítið frost. En ekki er föl á láglendi. Vorið var hér kalt eins og víðar, og spratt því seint. Hófst því sláttur með seinna móti. Víða ekki fyrr en komið var fram í júlímánuð. En eftir að tíðin batnaði, spratt svo ört, að gras spratt fljótlega úr sér, og þarafleiðandi lélegra fóður. En þó sláttur hæfist með seinna móti, varð heyfengur allgóður og víða ágætur, og stöku bændur förguðu dálitlu af heyjum. Haust veðrátta var með einsdæmum góð, og voru kýr úti allt frammí nóvemberm'ánuð, og fé var ekki tekið á gjöf, fyr en um miðjan desember. Uppskera í görðum var mis- jöfn. BYGGINGAR. Þrjú íbúðarhús voru í bygg- ingu á árinu, tvö af þeim voru tekin í notkun á árinu, þó tæp- lega fullbúin, hið 3ja fokhelt. Og nokkuð var byggt af öðrum hús- um. Laxveiðin var með bezta mótL VEGABÆTUR. Allmikið var unnið að vega- bótum í sumar, einkum í sam- bandi við einstök heimili, vegna flutninga á mjólk, svo að hægara sé að komast á bíl heim að fjósi á hverjum bæ, með það fyrir aug um, að geta flutt mjólkina á tönk um á sölustað. Ekki mun enn lokið við þessar framkvæmd- ir, og ekki munu allir bænd- ur leggja í þær. Er ætlunin að byrja á þessum flutningum næsta vor. Talin er töluverð hag- ræðing að því að koma slíkum flutningum á. — St. G. - AFMÆLI Framhald af bls. 18 hlýju srvo í mirwmim verður haíft. Skiptir þá ekki máli hvort á- varpa þarf hinn gestkomandi á einhverju norðurlandamálanna eða ensku, það hefi ég margoft heyrt. Hún kann líka hina list- ina, sem ekki er síður vandi og það er að taka olnbogabörnum samfélagsins og þeim sem hvergi eiga höfði að halla. Ég hefi séð þig gefa þeim góðan næturstað og færa þeim mait og kjamafæðu í ‘lílkns'eimi og kærileiika, án niokk urs endurgjalds. Fyrir þeirra hönd skal þér líka þakkað 1 dag Þóxhildur. Þar hefir þú flest um konum fremur sýnt trú I verki og kærleika Krists sem ríkir í þínu hjarta. Fjölmargir munu minnastþin Þórhildur og Ásmundar þíns á þessum degi. Meðtaktu bróður- lega vinarhönid rétta yfir sund- ið í þessum orðum, með bezta þakkælti og virðingu. Með bæn um áframhaldandi mörg góð ár þér og manni þínum til handa. Einar J. Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.