Morgunblaðið - 19.01.1969, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1969
vinsamlega bendingu, hvað hana
Joy snertir, sagði Joe.
— Taktu ekkert mark á því,
sem þessi kjaftaskur segir, greip
Benny fram í. — Þú ert ágæt-
og kannt að meðhöndla fólk, og
það er meira en hægt er að
segja um þessa montnu og for-
skrúfuðu ljósku. Og ef þú lítur
á hana með öðrum eins grimmd-
arsvip og á mig núna, þá hræð-
'rðu hana svo, að hún fær aftur
sinn eðlilega lit. En nú skulum
við fara að gefa á jötuna fyrir
mannskapinn. Erum við tilbúin?
Ég skal sjá um pylsurnar og
þú um fleskið.
Á svipstundu voru allir bakk
arnir tilbúnir til að bera þá
fram, og Lísatók tvo í einu,
gekk síðan lengst fram eftir, en
Joe kom á eftir henni með te-
og kaffikönnurnar, svo að far-
þegarnir gætu valið um.
Benny varð eftir í eldhúsinu
að ganga frá seinustu bökkun-
um.
Flestir farþegarnir voru bún-
ir að þvo sig og snyrta og voru
með ánægjusvip, en nokkrir
voru þó kyrrir undir teppunum
sínum og afþökkuðu bakka sem
þeim voru boðnir.
Þegar Lísa kom til litlu dökk
hærðu konunnar, sem hafði verið
svo vesæl um nóttina, varð hún
hissa að finna hana málaða og
brosandi. - Þetta var fríð kona á
austurlenzka vísu, með ofurlítið
bogið nef og ekki lengur sér-
lega ung. En við nánari athug-
un virtist hún enn eitthvað á-
hyggjufull.
— Góðan daginn frú. Gengur
það ekki betur? Má bjóða yður
ofurlítinn morgunverð? Þetta
tíndi Lísa út úr sér á frönsku.
— Bara ofurlítið kaffi, þakka
yður fyrir, svaraði konan og
brosti blíðlega. Nú kom að kon
unni að snerta við kinninni á
Lísu og segja: — Þakka yður
Ldtbragðsskóli
LÁTBRAGÐSKEKLA
fyrir börn 7—12 ára og ungl-
inga hefsit í Lindarbæ í
næstu viku.
Upplýsingar og innritun í
síma 21931 kl. 3—5 í dag og
næstu daga.
Teng Gee Sigurðsson.
kærlega fyrir, stúlka mín. Nú
er ég orðin skárri.
Áður en lent var í Damask-
us, en þangað ætlaði hún, þessi
frönskumælandi kona vera orð-
in alveg jafngóð. Hún var vel
búin og snyrt með mikið af
skartgripum á unliðum og
brjósti, og talaði nú fjörlega
við sendimann ríkisins.
Hún var í svo áköfum sam-
ræðum, að hún varð næstsíðust
að fara út, og áður en hún fór
leitaði hún Lísu uppi í eldhús-
inu, skýrði nú frá því hikandi
og svo vesældarleg, að Lísa hélt
að hún ætlaði að fara að gráta,
að nýfædda barnið hennar hefði
dáið í London, en þangað hefði
hún þurft að fara vegna erfiðr
ar fæðingar. Þessvegna væri
hún svona aum. En nú væri
þetta afstaðið og hún tekin að
hressast. Maðurinn hennar og
hin börnin myndu bíða hennar
með óþreyju í Damaskus. Og
hann myndi lengi syrgja barn-
ið sem dó.
— Það var drengur, skiljið
þér, og við eigum þrjár stúlk-
ur fyrir. Svona er lífið. Það leik-
10
ur ekki alltaf við mann!
Svo vaggaði hún burt á pinna
hælunum og beint í fangið á
gildum manni kringluleitum. Lísa
hugsaði með sér, að vafalaust
mundi hún reyna að friðþægja
við eiginmanninn og gera aðra
tilraun.
Flugvélin tæmdist og hrein-
gerningamennirnir tóku að tín-
ast um borð. Lísu fannst það
einkennilegt, að flugstjórinn,
sem hafði verið svo vingjarnleg
ur við hana, skyldi þjóta frá
borði án þess að kveðja — en
^ ÁLFTAMÝKI 7
LÓMAHÚSIÐ
simi 83070
Opið alla daga öll kvöld og
um helgar.
Blómin, sem þér hafið ánægju
af að gefa, fáið þér í Blóma-
húsinu.
UTSALA
Allt oð 70°/o
afsláttur
Kjólar — kápur
síðbuxur — buxnadragtir
pils — apaskinnsjakkar
— greiðslusloppar
margir lifir, allar stærðir.
Nú er tækifærib að eignast
góðan fatnað á gjafverði
Bílastæði við búðardyrnar.
Tízkuverzlunin
uönm
Rauðarárstíg 1. — Sími 15077.
þá birtist hann allt í einu aftur
með stjórnarsendimanninum og
tveim sýrlenzkum drengjum. Ný
sjálendingurinn taldi alla ó-
hreinu strigapokana, sem voru
líkastir því sem óhreinn þvott-
ur væri í þeim, og bar saman
við skrá sem sendimaðurinn hafði
meðferðis, og drengirnir skelltu
þeim upp í skrautlegan bíl, sem
beið fyrir neðan.
Þegar Peter Fraser hafði séð
á eftir pokunum í skottið á bíln
um, kom hann í loftköstum um
borð aftur og sagði: — Jæja, þá
er maður laus við eitthvað af
þessu drasli, sem er að þykjast
vera ríkisleyndarmál. Það er
enginn friður fyrir þessum ó-
þverra. Ég er nýbúinn að fá boð
þér vel. Æ, það var alveg satt.
Hann roðnaði og dró upp eilt-
verndargripur, sagði hann og
hvað úr vasa sínum.
— Þetta átt þú — það er
þrýsti einhverju loðnu í hönd
hennar.
Svo veifaði hann hendi og var
þotinn. Eins og tryppi á vor-
degi, niður landbrúna. Þjónarn
ir komu um borð í sama bili,
svo að Lísa varð að stiriga þessu
loðna í vasa sia v. Það var ekki
fyrr en hún kom í gistihúsið
að gista vegna vélarb lunar, að
Basra, þar sem þau urðu óvænt
henni datt það i hug aftur.
En svo athugaði hún það og
bjóst við að finna kanínulöpp
eða þá fiðrildislirfu, en þá fann
hún í staðinn ofurlítinn Koala-
björn. Hann var vel gerður, úr
ósviknu loðskinni og hvort-
tveggja í senn skrítinn og snilld
arvel gerður. Hann var ekki glæ
nýr heldur leit hann miklu frem
ur út fyrir að hafa verið bor-
inn í vasa og handfjatlaður tals
vert. Jafnvel örsmáa hálsbandið
á honum var ofurlítið slitið.
Hún kyssti ósjálfrátt litla flata
trýnið, sneri höfðinu til beggja
hliða og setti hann svo á borð-
ið. Hvað haifði komið Nýsjálend-
ingnum til að fara að gefa henni
hlut, sem var sýnilega dýrmætur
verndargripur? hugsaði hún með
sér. Hún hafði áreiðanlega gam-
an af þessu og það kom henni
til að hugsa til hans. Var það
kannski tilgangur hans með
þessu? Hún skyldi vissulega
hafa hann með sér á flugferð-
um sínum. Hann hafði sagt, að
hann færði hamingju. Og það
hafði hún fulla þörf fyrir.
Lausl starf
Starf deildarfulltrúa í borgarbókhaldi er laust til um-
sóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi viðskipta-
fræðipróf eða áþekka menntun.
Umsóknir sendist skrifstofu borgarstjóra, Austurstræti
16, fyrir 24. janúar 1969.
19. JANÚAR
Hrúturinn 31. marz — 19. apríl
Sinntu venjulegum sunnudagsstörfum og hvílstu síðan.
Nautið 20. apríl — 20. maí
Gefðu einhver jum greiða ... án endurgjalds.
Tvíburarnir 21. maí —20. júní
Bezt er að tala hreint út, til að valda ekki misskilningi.
Krabbinn 21. júnf — 22. júlí
Þegar þú hefur lokið skylduverkunum, skaltu vinna afrek i
bréfaskriftum.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst
Haltu friðinn, hvað sem það kostar. Hlustaðu vel á maka þinn,
Meyjan 23. ágúst — 22. september
Að loknum störfum, skaltu hvila þig og hugsa málið.
Vogin 23. september — 22. október
Það kostar misskilning að blanda sér í mál, sem manni koma
ekki við, þótt kallað sé á fólk til ráðagerða!
Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember
Fástu ekki við viðgerðir, nema þú sért þaulvanur. Varastu
slysin.
Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. de„ember
Reyndu að hugsa ráð þitt vandlega, þótt allir vilji ráðleggja þér.
Steingeitin 22. desember — 19. janúar
Mikil áherzla er lögð á fjölskyldumálin. Taktu misskilningi
með þolinmæði, þvi að hann lagast fljótt. Haltu þér við létt störf.
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar
Allt fer vel, og hvildin er holL
Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz
Vertu ekki að þeysa neitt. Vertu á þínum stað. Farðu varlega!
rJ