Morgunblaðið - 19.01.1969, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.01.1969, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1969 - FORTÍÐIN Framhald al Ws. 19 íram. Annað hvort er Hochhut að íjúga eða, ef hann hefur sagnfræðileg sönnunargögn, að þegja yfir sannleikanum. í Ihvoru tilfellinu sem er, er framkoma hans svívirðileg. Vegna þess að Hochhut vildi ekki leggja fram þefcta „sönnunargagn", sem hann þóttist eiga, hneigðist álit meiri 'hluta almennings í Bret iandi á sveif með Churchill yngra. En engu að síður hafa komið i ljós ýmsar óþægileg- ar hliðar á þessu máli í þeim deilum, sem staðið hafa yfir vegna þessa máls. Hvers vegna krafðist Ohurchill þess t.d., að Sikorski héldi fast við upp- runalega ferðaáætlun, að því er varðaði flugferðina til baka til London? Og hvað á fólk að halda um það, að Sikorski hafði stigið um borð í þrjár aðrar brezkar flugvélar, sem biluðu allt í einu á einhvern hátt, rétt áður en Sikorski lagði af stað með þeirri flug- vél, sem hann fórst með? Með þessi atvik í huga hafa jafn- vel sumir af þeim, sem mest hafa hneykslazt á Hochhut, fallizt á þá uppástungu, sem skáldið hefur komið fram með fyrir skemmstu, að rétt- ast væri, að brezka stjórnin léti fara fram nýja rannsókn á dauða Sikorskis hershöfð- ingja. Keyptir nýir sorpbílor Borgarráð hefur samþykkt að heimila Innkaupastofnun Reykja víkurborgar að semja um kaup á tveimur sorpbifreiðum frá Þýzkalandi enda verði leitað til boða hérlendis um smíði á hlífð arkúpu og tunnuhífingu. Einnig var Innkaupastofnun- inni heimilað að semja um kaup á einni bifreið frá Svíþjóð og um smíði á sorpkassa ásamt fylgi- hlutum frá Bjargi h.f. Voru þessar samþykktir gerð- ar eftir að lagt hafði verið fram bréf gatnamálastjóra um bif- reiðakost við sorphreinsun í borginni. - SPÁDÓMAR Framhald af bls. 5 Varnarkerfi Bandaríkjanna er i stórri hættu fyrir skemmd arverkum. Skemmdarverk verða unnin á flugvélum og einnig á geimskipum. Um mitt árið munu óvenju margir láta lífið og má þá ef til vill rekja orsakir þess til skemmdarverka. Menn skyldu hlæja varlega að ósigri Araba í Sex-daga stríðinu. Rússar vopnvæða Ar aba nú af krafti og þar sem Frakkland og England vilja ekki ganga úm of í berhögg við Rússa mun reyna mjög á samningalipurð Bandaríkja- manna svo að komizt verði hjá öðru stríði milli Araba og ísraelsmanna. Ég sé þrjá rússneska valda menn taka mikilvægar ákvarð andr. Nöfn þessara manna byrja á stöfunum: „S“, „P“ og „A“ og þeir munu njóta stuðnings Malenkovs og Mol otovs. Þessir menn munu reyna að Elín Karitas Thorarensen við tvö verka sinna. fá Bandaríkin til að fallast á síaukna afvopnun og brott- flutning hersins frá Vietham. Þeir munu kanna dug Nixons með því að kveikja bál fyrir botm Miðjarðarhafsins og tor tryggja Bandaríkin sem mest þeir mega til að Suðaustur- Asía og Mið-Asía íaili þeim baráttulaust í skaut. Og þeir munu herða tökin í Afríku, Evrópu og Suður-Ajr.eríku. Meðan Bandarikin leggja alllt kapp s.'tt í að koma mönn um til tunglsins rnmiu þessir rússnesku ráðamenn íhuga hernaðargildi gti.nsirs. Mikil breyting ,.run eiga sér stað í valdastöðum Kina og reyndar víðar. So‘:arno mun verða í frótturn ársir.3 1969 ’.g Vestur Þý-v-.»3«r*i tignast nvjan og þióttmikinn for'r.gja Hestar og himin. Þeir njóta frelsisins á hálendi Islands. íslond í tímaritinu Realites í DESBMBERH'EFTI 'hins vand- aða tímarits Realites, sem gefið er út í Bandaríkjunum og á meg inlandi Evrópu, er góð grein um ísland eftir Alain Harvé með gullfallegum litmyndum eftir Jean-Philippe Charbonnier. Eru sumar myndirnar teknar frá óvenjulegu sjónarhorni, þar sem ljósmyndarinn gerir mikið úr víðáttunni í landslagi íslands, og gefur himni og fjarlægðum mik- ið rúm. Greinin heitir: Sértu svalur, líkar þér á íslandi. Er hún löng nokkuð, alhliða frásögn af land- inu og íbúum þess, byrjað á eld- gosinu í Surtsey, sagt frá upp- haflegri byggð á íslandi, íslend- ingasögum o.s.frv. Talað er um ferðalög á hestum um landið, feg urð þess og víðáttur, og hraun- in, sem geimfarar eru þjálfaðir í. Er víða komið við. Hérmeð birt- ast tvær af myndunum, sem að sjálfsögðu líða fyrir það að ekki er hægt að prenta þær í litum í þessu blaði. Heí opnoð lækningastoíu að Klapparstíg 25—27 Reykjavík. Viðtalstími eftir umtali. Tekið á móti viðtalsbeiðnum í síma 19690. EINAR BALDVINSSON, læknir. Sérgrein: lyflæknisfraeði — hjartasjúkdómar. BOXNAIFNIIV [flll KOMIII Dömu- og herrabúðin Laugavegi 55 NÝKOMIÐ WIRUPLAST — 13, 16 og 19 mm. WIRUTEX — plasthúðað harðtex. ROYALCOTE — veggklæðning, marmara- og viðareftirlíkingar. PÁLL ÞORGEIRSSON & CO. Sími 16412. Mólverkosýning í Bogasal 1 GÆR opnaði Elín Karitas Thor arensen málverkasýningu í Boga- salnum og verður sýningin opin dagana 18. jan. — 2. febr. kl. 2i— 10 daglega. Karitas sýnir 43 myndir á sýningunni, en 40 þeirra eru málaðar á Spáni þar sem Elín dvaldist við iistnám. EMn Karitas Thorarensen tók stúdentspróf frá Verzlunarskóla íslands og kennarapróf frá Kenn araskóla íslands. Hún stundaði nám í teikningu hluta úr vetri árið 1952 í Handíða- og inynd- listarskólanum í Reykjavík og veturinn 1956—57 í höggmynda- deild í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Ivennari hennar þar var Ásmundur Sveinsson, mynd- höggvari. í malmánuði 1966 hélt hún sýningu á vatnslitamyndum að Hafnarstræti 1. Þá sýningu sóttu 990 manns, og fékk hún góða dóma. í október 1966 fór hún til Spánar og innr'táðist í málara- deild í listaskólanum Escuela Central de Belles Artes de San Fernando í Madrid. Til listnámsins á Spáni hlaut hún lán frá Menntamálaráði. Kennari hennar í Escuela Central de Belles Artes de San Fernando var hr. prófessor Guillermo Varg az Ruiz, útskrifaður fr listskólan- um í Sevilla og París. Hrjúf strönd íslands, rétt eins og fyrstu landnemarnir sáu hana á 8. öld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.