Morgunblaðið - 24.01.1969, Side 1

Morgunblaðið - 24.01.1969, Side 1
24 SÍÐUR 19. tbl. 56. árg. FÖSTUDAGUR 24. JANUAR 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Gerstenmaier hættir Bonn, 23. janúar AP—NTB EUGEN Gerstenmaier, forseti vestur-þýzka þingsins, skýrði frá því í dag, að hann hefði ákveðið að segja af sér 1. febrúar, og er ástæðan sú, að risið hafa deilur út af skaðabótum sem hann hef- ur fengið vegna ofsókna er hann sætti á Hitlerstímanum. Hávær- ar kröfur hafa verið uppi um að hann láti af embætti. Gerstenmaier skýrði frá á- kvörðun sinni á fundi með leið- togum Kristilega demókrataflokks ins. Hann hefur sætt harðri gagnrýni síðan hann svaraði um skaða af völdum nazista. Hann hefur fengið bætt laun og eftirlaun, sem hann hafði hlotið fyrir prófessorsstörf ef hann hefði ekki sætt ofsóknum naz- ista og fengið embættið. Alls hef ur Gerstenmaier fengið 70.250 dollara í skaðabætur. Sjálfur kveðst hann hafa sótt um að fá greiddar skaðabætur árið 1965 til þess að fá staðfestingu dóm- stóla á því, að hann hefði tek- ið þátt í andspyrnunni gegn Hitl er á nazistatímanum. Gerstenmaier, sem er einnig guðfræðingur og einn af leiðtog- um evangelísku kirkjunnar í Vestur-Þýzkalandi, var dæmdur árið 1945 í sjö ára fangelsi fyrir þátttöku sína í tilræðinu við IHitler 20. júlí 1944. Gerstenmai- er var þá yfirmaður utanríkis- •deildar kirkjunnar. Hann kveðst ekki hafa hlotið embætti pró- fessors í guðfræði þar sem hann var ekki nazisti. Framhald á bls. 23 Gerstenmaier þeim, er gagnrýnt hafa skaða- bótagreiðslur þær, sem hann hef ur fengið, með þessum orðum: „Ég hefði átt að vera nazisti. Þá hefði ég ekki þurft að verja mig.“ Talið er, að með þessu hafi hann meðal annars átt við Kurt Georg Kiesinger kanzlara, sem var nazisti. Deilurnar hófust þegar frá því var skýrt í tímaritsgrein, að Gerstenmaier hefði fengið greidd ar skaðabætur fyrir fjárhagsleg Stúdentar með fána, spjöld og myndir af Jan Palach í mótmæla göngu í Prag. Dubcek sagöur undirbúa nýja umbótabaráttu Oflugur Hðsauki sendur til Prag Prag, 23. janúar. NTB-AP. UM leið og leiðtogar Tékkó- slóvakíu reyna af fremsta megni að halda tilfinningum landsmanna í skefjum af ótta við að öngþveiti skapist, er þrálátur orðrómur á kreiki um að Alexander Dubcek, aðalritari kommúnistaflokks- ins, vinni að undirbúningi nýrrar sóknar til að hrinda í framkvæmd hinni frjálslyndu stefnuskrá, sem samþykkt var í fyrravor. Óvænt heimkoma dr. Ota Sik, sem var driffjöður þeirra efna- hagsumtoóta sem komið hefur verið til leiðar, er af sumum tú'lk uð sem liður í undirbúninigi nýrr ar „umbótasóknar." Um leið eru á sveimi sögusagnir um Dubcek, sem hefur ekki sézt opinberlega í marga daga. Ludvik Svoboda, forseti, gaf í skyn í gær, að hann væri í Bratislava, sér til „hvíldar og hressingar", en sögusagnir eru ýmist á þá lund, að hann sé sjúk ur og niðurbrotinn eftir erfiði síðustu mánaða, eða að hann vinni að undirbúningi nýrrar sóknar til að hrinda í fram- Tilrœði hjá múrum Kreml: Sovézkur geimfari særður eftir skotárás á bílalest — Ekkert sagt um tilrœðismanninn og ástœður verknaðarins Moskvu, 23. jan. NTB-AP. RÚMLEGA tvítugur maður skaut að sovézkum geimför- um þegar þeir óku í bifreiðum í gær til Kreml þar sem fagn að var síðustu afrekum Rússa í geimnum. Bílstjóri og lög- reglumaður á vélhjóli urðu fyrir nokkrum skotum og Georgi Beregovoy geimfari særðist lítilsháttar af gler- brotum, en þrjá aðra geim- fara, sem sátu í bifreiðinni með honum, sakaði ekki. Samkvæmt opinberum heim- ildum er tilræðismáðurinn geð- klofi. Rannsókn er hafin í mál- inu, en hvorki sovézka utanríkis ráðuneytið né fréttastofan Tass, sem staðfestu fréttina í dag, vilja láta nokkuð uppi um það hver tilræðismaðurinn er og hvaða ástæður lágu að baki tilræðin/u. Orðrómur er á kreiki um, að tilræðismaðurinn hafi ætlað að myrða æðs-tu leiðtoga Sovétríkj- anna. Fámælska opinberra aðila þykir gefa til kynna, að meira Georgi Beregovoi. búi bak við tilræðfð en gefið hefur verið til kynna. í Tass-fréttinni, sem auðkennd var „ögrun“, segir að tilræðis- maðurinn hafi skoti'ð að bifreið, sem í sátu geimfararnir Georgi Beregovoy, Valentína Nikolajeve Tereshkova, eina konan sem skot ið hefur verið út í geiminn, eigin maður hennar Andrian Nikolajev og Alexei Leonov. Þau voru á leið til veizlu í Kreml er halda átti til heiðurs síðustu geimhetj- um Rússa og til að minnast af- reka þeirra í geimförunum „Soyuz-4“ og „Soyuz-5“. Hvar voru leiðtogamir I kvöld var enn allt á huldu um það hvar æðstu leiðtogar Sovétríkjanna voru staddir þegar skotin riðu af. Fyrst var haft eftir óopinberum sovézkum heim ildum, að aðalritari kommúnista flokksins, Leonid Brezhnev og Framhald á bls. 23 kvæmd nokkrum þeim umbót- um, sem hernám Rússa batt enda á. Jafnframt hefur lögreglan látfð til skarar skríða hvarvetna í Tékkóslóvakiu til að binda enda á fjölmennar mótmælaaðgerðir og hungurverkföll, sem hófust undirbúningslaust þegar Jan Palach brenndi sdg til bana. Lög- reglan í Prag hefur fengið öflug an liðsauka firá nálægum héruð- um og sýnt er að gripið verði til allra tiltækra ráða til þess að binda enda á þessa hættulegu bylgju mótmælaaðgerða. RÆÐA VIÐ STÚDENTA? Heimkoma prófessors Eduard Goldstúckers, annars framfara- sinna, hefur ekki síður vakið athygli en heimkoma dr. Sik. Samkvæmt góðum heimildum hefur Goldstúcker heitið því að ræða við stúdenta til þess að fá þá til að gæta stillingar. Sam- kvæmt sömu heimildum mun Sik ræða við flokksleiðtoga um agaráðstafanir er kunni að verða gripið til gegn honum, en aðrar heimildir herma að hann verði a'ðeins nokkra daga í landinu og að ekki gefist tími til að láta fara fram yfirheyrslur. Sagt er að á því leiki lítiU vafi að Sik og Goldstúcker hafi farið til Prag með sámþykki flokksins og að heimkoma þeirra sé Rússum þyrnir í augum. Enn hefur ekkert verið sagt um hve lengi þeir muni dveljast í landinu. AFP hefur eftir áreiðanlegum heimildum, að heimkoma dr. Siks, sem hefur starfað vdð hag- fræðistofnun í Basel í Sviss eftir innrásina, hafi veri'ð skipulögð fyrir hálfum mánuði þegar tiltölulega rólegt ástand ríkiti í Tékkóslóvakíu. Hann ferð- aðist undir dulnefni og sldildi eftir fjölskyldu sdna í Sviss a'ð einum syni sínum undanskildum. í Basel er gert ráð fyrir því, að hann komi fljótlega aftur og taki aftur til við fyrirlestrastörf. Samkvæmt þessum heimildum á Sik að hafa sagt, að ef heimsókn hans til Prag drægist á langinn Framhald á bls. 23 Tveir reyna að [brenna sig til bana Prag, 24. janúar. NT(B. i'ENN hafa tveir ungir Tékkó- 'slóvakar reynt að brenna sig ’til bana. Ceteka hermir, aði i'26 ára gamall atvinnuleysingi 1 Jan Gabor, hafi kveikt í klæð 'um sínum í Vestur-Slóvakíu. 1 '21 árs gamali vörubilstjóri I fieyndi að svipta sig lífi með I sama hætti á Suður- Mæri. Líðan Gabors, sem hefur set- ið í fangelsi í eitt ár, er ai- | varleg. Hinn ungi maðurinn, Josef Jaros, reyndi að brenna sig til bana er hann hafði átt ’í deilum við stjúpföður sinn ) 'og segir opinber talsmaður ‘að sjálfsmorðstiiraunin hafi ekki verið af pólitiskum toga spunnin. AFP hermir, að 18 I ára gömul stúdína hafi fram- ið sjálfsmorð. ðeiröir við Sorbonne París, 23. janúar — AP — LÓGREGLA vopnuð kylfum réðst til atlögu við stúdenta í Latínuhverfinu í París í dag. Lögreglan dreifði hópi 800 stú- denta á aðalgötu hverfisins og óeinkennisklæddir lögreglufor- ingjar fóru inn í Sorbonnehá- skóla, þar sem um 100 stúdent- ar höfðu skömmu áður lagt und- ir sig skrifstofu rektors. í kvöld hafði tekizt að ryðja skrifstof- una, en aðrir stúdentar náðu ann arri skrifstofu á sitt vald. Áður hafði fjölmennasti félags skapur stúdenta, UNEF, lýst yf- ir því, að stúdentar yfirgæfu ekki háskólabygginguna fyrr en lögreglan yfirgæfi Latínuhverf- ið og að rikisstjórnin lofaði að námsstyrkir yrðu hækkaðir um 15%. Líkt og í stúdentaóeirðun- um í maí í fyrra voru slagorð máluð á veggi, t.d. „Baráttan heldur áfram" og „Niður með lögregluríkið." Lögreglan hafði sent liðsauka Frambald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.