Morgunblaðið - 24.01.1969, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1969.
5
litið inn á œfingu í Þjóðleikhúsinu á
gamanleikritinu Candida eftir Shaw
V' v v
„CANDIDA hér og Candida
þar og Candida alls staðar“,
segir piparmærin Fróserpína
um Sandidueiginkonu prests-
ins vinsæla, séra Morells.
Ekki er þó víst hversu stóran
sess piprunin skipar hjá ung-
frúnni, en víst eru ummæli
hennar um Candidu rétt, því
a'ð rauði þráðurinn í þessum
gamanleik Bernards Shaw er
Candida, konan sem leikur
sér djarflega að vissu marki
með andstæðumar, andstæð-
uraar í persónugerfi eigin-
manns síns, prestsins og hins
vegar unga skáldsins. Og lík-
lega verður persónan Candida
til um ófyrirsjáanlega fram-
tíð á tilþrifum hversdagslífs-
ins á mannlífstorginu.
Við litum inn á æfingu hjá
Þjóðleikhúsinu eitt kvöldið og
fylgdumst með æfingu á Cand
idu, en frumsýning leikrits-
ins er í kvöld.
svo mikið upp úr í leikritun
sinni. Það hefur að vísu verið
sagt um Shaw að hann væri
hvort tveggja í senn niðurrifs
maður og siðaprédikari, en
ugglaust hefur það verið ætl-
an hans að hinir fyndnu gam-
anleikir hans myndu siðbæta
heiminn,
George Bernard Shaw er af
írsku bergi brotinn. Hann
fæddist í Dyflini árið 1856 og
voru foreldrar hans mótmæl-
endur. í upphafi rithöfunda-
ferils síns ritaði Shaw skáld-
sögur, en þær náðu ekki vin-
sældum. Síðar aflaði hann sér
frægðar fyrir gagnrýni sína,
sem hann ritaði um flestar
greinar listarinnar m.a. leik-
list og tónlist. Þau skrif Shaw
þykja mjög markverð enn og
einnig þykja þau sýna ljós-
lega ritsnilli Shaw. Þá skrif-
aði Shaw einnig margar merk
ar ritgerðir um ýmsa menn
og má þar nefna t.d. Ibsen og
Wagner. Ekki lét Shaw sinn
hlut eftir liggja í stjórnmála-
þrasi þessara ára og reyndi
hann við flest tækifæri að
koma fram sósíalistískum
skoðunum sínum.
Á fertugsaldri, eða árið 1892
kemur Bernard Shaw svo fram
sem leikritaskáld í hinum svo
kallaða „nýja stíl“ sem sætti
harðri andspyrnu framan af
hjá ýmsum áhrifamönnum og
skriffinum. Upp úr aldamót-
unum var Bernard Shaw orð
inn viðurkenndur almennt,
sem áhrifamikill leikritahöf-
undur.
Eins og áður er getið var
Shaw harður gagnrýnandi og
tók mjög upp hanzkann fyrir
hina „Nýju leikritun“, en orð
ræður og skoðanir um þá
stefnu virtust á tímabili ætla
að koðna niður og hverfa. Ef
til var það einmitt þetta, sem
varð til þess að Shaw hóf
Séra Morell.
Candida.
Æfingin rann svo að segja
snurðulaust, en einstaka sinn-
um stöðvaði Gunnar Eyjólfs-
son leikstjóri leikinn og ræddi
við leikarana um þau atriði,
sem hann vildi brjóta sérstak
lega til mergjar. Leikarar í
Candidu eru 6, með hlutverk
fara: Herdís Þorvaldsdóttir,
Candida, Erlingur Gíslason,
séra Jakob Mavor Morell, Sig
urður Skúlason í hlutverki
Eugene Marchbanks skálds,
Valur Gíslason í hlutverki
Burgess verksmiðjueiganda,
föður Candidu, Jónína Her-
borg Jónsdóttir í hlutverki
Próserpínu vélritara og Gísli
Alfreðsson í hlutverki séra A1
exanders Mill aðstoðarprests.
Bernard Shaw samdi gaman
leikritið Candidu árið 1895, en
þó að Candida teljist til gam-
anleikja Shaw er undirtónninn
í leikritinu á ströngum sið-
ferðisgrundvelli siðbótarkenn-
inga Shaw, sem hann lagði
LONDON
Eugene.
leikritun, því að hann vildi
ekki una við slík leikslok í
baráttu sinni fyrir stefnu
„nýju leikritunarinnar." Ég
hafði að hvatvísi kastað hanzk
anum“, sagði Shaw, „og frem
ur en að horfa á málstaðinn
verða sér til skammar bjó ég
sjálfur til sönnunargagnið."
Georg Bernard Shaw hafði
heitið því að verða allra karla
elztur, svo fremi að hann kæm
ist ekki undir læknishendur.
Þetta kom á daginn þó að ugg
laus sé það ekki lækninum að
kenna, en árið 1950 var lækn-
ir kvaddur til Shaw vegna
þess að hann hafði verið að
klifra uppi í tré og fallið nið-
Framhald á bls. 23
Séra Mill.
Gunnar Eyjólfsson leikstjóri, á miðri mynd, ræðir leikatriði við Erlingj, Herdísi og Sigurð.
Ljósm. Mb.l Kr. Ben.
Próserplna.
ALLT MEÐ
EIMSKIP
ALLT MEÐ
EIMSKIF
HULL
Manafoss
29.
januar
Askja 6. februar
Manafoss 17
februar
* Skipið losar í Reykja
vík, ísafirði, Akureyri
og Húsavík.
Skip, sem ekki eru merkl
með stjörnu. losa aðeins i
Rvik.
Á næstunni ferma skip voi
tii islands, sem hér segir:
ANTWERPEN
Skógafoss 29. janúar *
Reykjafoss 10. febrúar
Skógafoss 20. febrúar
ROTTERDAM
Skogafoss 31
januar
Dettifoss
februar.
Reykjafoss 12
februar.
Skogafoss 22. februar
HAMBORG
Reykjafoss 24. janúar
Hofsjökull 27. janúar.
Skógafoss 3. febrúar
Dettifoss 11. febrúar
Reykjafoss 15. febrúar.
Skógafoss 25. febrúar
Mánafoss 27. janúar
Askja 4. febrúar
Mánafoss 14. febrúar
LEITH
Mánafoss 31. janúar
Askja 8. febrúar *
Mánafoss 19. febrúar
GAUTABORG
Tungufoss 6. febrúar
Laxfoss 19. febrúar
KAUPMANNAHÖFN
Laxfoss 25. janúar
Gullfoss 1. febrúar
Tungufoss 7. febrúar '
Gullfoss 15. febrúar
Laxfoss 21. febrúar
KRISTIANSAND
Laxfoss 28. janúar
Tungufos's 4. febrúar
Laxfoss 17. febrúar
GDYNIA
Fjallfoss 7. febrúar
KOTKA
Fjallfoss 4.
febrúar *
TURKU
Fjallfos's 5. febrúar
VENTSPILS
Fjallfoss 5. febrúar
Bútasala — bútasala — bútasala
Axminster, Grensásvegi 8