Morgunblaðið - 24.01.1969, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1969.
„Hin miklu landssvæði morgundagsins“
Framtíð heimskautalandnnna liggur í vélum og sjólfvirkni —
f sunnudagsblaði Chicago Sun
Times birtist nýlega grein eftir
Michael Cope, þar sem hann
fjallar um Norðurskautsvæðið,
en hann hafði þá nýlokið tveggja
mánaða ferðalagi um norðurslóð
ir frá Alaska til Norðurlanda.
Hann ferðaðist 42 þúsund kíló-
metra veglengd og ræddi við
eskimóa, lappa, indjána, land-
nema, visindamenn, námumenn,
stjórnarerindreka o.fl., en lönd
in kringum Norðurpólinn kallar
hann „Hin miklu landsvæði
morgundagsins".
í upphafi greinarinnar segir
höfundur, að 20. öldin sé á
hraðri leið inn yfir harðfrosnar
fjárhirslur norðursins. Sagnir
um að þessi lönd hæfi ekki
öðrum en hjörnum, eskimóum og
landkönnuðum, sé að víkja fyrir
spennandi sögum um auðlindir
í iðrum jarðar og vísindaleg af-
rek.
En hver eru Norðurskauts-
löndin? Landkönnuðir og þeir
sem gamlir eru í hettunni telja
gjarnan að þeim tilheyri allt
svæðið norðan Norðurheimskauts
baugs eða 66. breiddarbaugsins.
Landfræðilega er það rétt, segir
höfundur. En nú er litið á öll
lönd norðan við breiddarbaug-
inn sem Norðurheimskautslönd,
en hann liggur um suðurhluta
Alaska og Youkon og Norðvest-
urhéruð Kanada. Þannig nær
þetta svæði líka yfir mestan
hluta Grænlands, allt fsland,
mestan hluta Noregs og Sví-
þjóðar, allt Finnland og nærri
hálft Rússland. Alls nær þetta
yfir 6 milljón ferkílómetra land,
þar sem aðeins búa 700 þúsund
manns.
Þrátt fyrir það, er algerlega
óraunhæft að halda að á Norður
skautasvæðinu sé að finna lausn
ina á mannfjölgunarvandamáli
heimsins, segir höfundur. Sann-
leikurinn er sá, að þessi svæði
hafa ömurlega, ef ekki hættu-
lega lítið aðlaðandi loftslag. Fátt
fólk mundi kjósa að flytja af
sæmilega þægilegu landi í suð-
rænu loftslagi og norður í drunga
lega vetur, ömurlegar sléttur
og í ískulda. Það eina aðlaðandi
eru peningamir. En há laun ét-
ast upp af miklum tilkostnaði og
verðbólgu, sem er mesta vanda-
málið á öllu norðursvæðinu nú
á dögum.
Lausnin á þróunarvandamál-
inu er að miklu leyti falin í vél-
væðingu. Hún kemur í stað
fólksfjölgunar og leysir vand-
ann við að fá fólk til að setjast
þarna að.
Þeir sem raunverulega eru
kunnugir á Norðurheimsskauta-
svæðunum, hafa fyrir hugskot-
sjónum auðugt, hrjúft land, ál-
sett neti af risastórum pípu-
lögnum, sem sjálfvirkar námur
dæla eftir. Byggðin verður að-
eins miðuð við það, að þar geti
búið fáir tæknimenntaðir menn
rétt nægilega margir til að
þrýsta á nauðsynlega hnappa,
skipta um öryggi og smyrja vél-
arnar.
Þegar eru þó til borgir á
þessu norðursvæði, eins og An-
chorage í Alaska. Murmansk og
Norilsk í Rússlandi og jafnvel
Kiruna í Svíþjóð, sem eru alger
ar andstæður við þessa hug-
mynd um fámenn framleiðslu-
lönd norðurskautssvæðisins. En
afrekin í byggingarlist frá því
fyrir nokkrum árum, eru nú þeg
ar farin að láta á sjá á þessum
stöðum.
Án þess að vi'lja gera lítið úr
hinum geysimikla árangri Rússa,
þá hafa þeir ekki ennslegið út
þessar næstum ótrúlegu bygg-
ingar, sem komið hefur verið
upp í sambandi við radarað-
vörunarkerfið DEW, í löndum
þar sem enginn hefur áður kom
ið nema farand eskimóar og
nokkrir landkönnuðir. Stórfljót
in níu á rússnesku landsvæði,
sem fær eru skipum, og opn-
ast út í Norðurheimskautshöfin,
veita Rússum yfirburði, þar sem
Hestamenn — hestamenn
Ég hef verið beðinn að selja nokkra hesta á aldrinum
10—13 vetra.
Upplýsingar í síma 66223.
Sinfóníuhljómsveit íslands
TiI áskrifenda
Tónleikarnir 23. janúar voru hinir síðustu á fyrra
misseri og eru því misserismiðar falinir úr gildi.
Vegna mikillar eftirspumar er nauðsynlegt að til-
kynna um endurnýjun nú þegar í síma 22260. Síðasti
söludagur skírteina er 29. janúar. Fyrstu tónleikar
síðara misseris verða hinn 6. febrúar.
aðeins eitt slíkt stórfljót, Mack-
enzie í Kanada, opnar þangað
leið frá Norður Ameríku. Rétt
er að minnast þess í þessu sam-
bandi, að heimskautalönd Rússa
voru þróuð með því að senda
þangað vinnuafl í formi þræla,
(5000.000 til 20.000.000) á tímum
zarsins og kommúnistastjórnar
voru sendir þangað pólitískir
hvorki sætt sig við að fara aftur
í frumstæð þorp sín að lokinni
skólagængu né falla inn í lifn-
aðarhætti hvítra manna.
í norðurhéruðum Kanada er
vandamálið mesta, hefur höfund
ur eftir heimamönnum, að öllu
er stjórnað frá Ottawa og gæði
landsins fara út af svæðinu í
formi óunninnar vöru. Þessi
Heimskautasvæðin, en til þeirra telur höfundur öll lönd, norð
an 60. breiddarbaugs.
og áttu þeir ekki um annað að geysimiklu svæði eru svo strjál-
velja en vera skotnir eða fara
norður eftir. Hin miklu Norður-
skautslönd Rússa og árangurinn
þar eru þó enn að mestu óþekkt
Vesturálfubúum, en nokkuð
mikið er vitað um hin svæðin
fimm, sem gefa hugmyndir um
vandamálin og vonirnar, sem
bundnar eru við Norðurheim-
skautssvæðin.
Síðan fjallar höfundur um
heimskautslöndin í Norður-Am-
eríku. í Alaska er auðugt námu
land, sem frjáls verzlun og kapi
talismi hafa unnið. Þar hefur ris-
ið upp stórborgin Anchorage me’ð
góðum hótelum og verzlunum,
sem sýna að maðurinn geturhaft
yfirhöndina yfir hörðum höfuð-
skepnum. Við olíuvinnslu þarna
hafa vísindamenn komizt að raun
um, að olía heldur áfram að vera
vökvi í 17 stiga frosti, sem tákn
ar það að hægt er að láta hana
renna í pípum og dæla henni
eftir þeim í hvaða veðri sem er.
En vandamálin í Alaska eru
eskimóarnir. Þó búið sé að koma
upp skólum fyrir þá, eiga þeir
erfitt með að finna sér sama-
stað í breyttu lífi. Þeir geta
AKRANES — Almennur fundur
F.U.S. ÞÓR og Samband ungra Sjálfstæðismanna efna til fundar
í félagsheimili karlakórsins Svanir sunnud. 26. janúar kl. 3 e.h.
Fundarefni:
ÞJÓÐMÁLAVERKEFNI næstu ára —
ATVINNUMÁL
Frummælendur: Birgir ísl. Gunnarsson
og Styrmir Gunnarsson.
ÖLLUM HEIMILL AÐGANGUR.
Birgir
Styrmir
byggð að ekki er mannskapur
til að vinna þar eitt eða neitt
Þrátt fyrir námuauðæfi, flytjast
þangað ekki margir, allt fer út
úr landinu. Sums staðar er verið
að reyna að fá indjána eða eski-
móa staðanna til að búa þar við
nútímaaðstæður. Hefur höfund-
ur það eftir fylkisstjóranum á
Norðvestursvæðinu að tilkoma
aðvörunarradarkerfisins hafi
gert þáttaski'l. Með því hafi
menningin hafið göngu sína norð
ur til þeirra, og það í svo stór-
um stíl, að ekki verði snúið aft-
ur. Komnir eru skólar fyrir 96
prs. af íbúunum og mótorsleðar
fyrir eskimóa og indjána, svo
þeir geti komið inn á almennan
vinnumarkað og hlotið almenni-
leg laun, meiri heimastjórnar
norður frá og þróun landsvæð-
anna sjálfra. Hann villl að fólkið
sem þarna býr, fari að hugsa í
austur og vestur, í stað þess að
suðrið eigi hug þess allan. Og
hann lætur sér jafnvel detta í
hug bandalag Norðurheimskauts
þjóðanna, eitthvað í áttina við
Evrópumarkaðinn, þar sem Kan
ada Bandaríkin, Rússland Norð
urlönd og ísland þ.e öll löndin
sem ná norður í heimskautssvæð
ið, taki höndum saman. Og hann
hefur áformað íþróttamót heim-
skautslandanna í Yellowknife
árið 1970.
Mesta þjóðfélagsvandamálið í
heimskautslöndunum nú á tímum
er vafalaust drykkjuskapur, seg
ir höfundur greinarinnar. Þar
eru norðurhéruð Kanada engin
undantekning. Ástæðan liggur
ljós fyrir: leiðindi, sjónvarps-
leysi og skortur á dægrasttyt-
ingu, of margir karlmenn, þar
sem svo margir koma til að
vinna fyrir háum launum og
ski'lja fjölskyldur sínar eftir
heima. í drykkjuskap eru eski-
móar og indjánar engir eftirbát
ar hinna. Þeir hafa ekki alizt
upp til að vinna fimm daga i
viku og fá þá vikukaupið sitt
Þeir voru vanir að fara á veiðar
eða fiska þegar þeir voru svang-
ir, og borðuðu þá þar til þeir
stóðu á blístri. Það sama gerist,
þegar þeir hafa leyst af hendi
viku vinnu sína. Er þeir hafa
fengið laun og geta keypt sér
flösku, fara þeir auðvitað og
drekka úr flöskunni.
Þá lagði höfundur leið sína
til Grænlands, þar sem 9/10
hluti landsins er undir jökli og
þar sem 40 þúsund Grænlands-
eskimóar eiga í basli við að flytj
ast yfir í 20. öldina. Hann segir,
að Norður Ameríka fylgist af
áhuga með aðferðum Dana til að
fá tæknimenntaða menn til Græn
lands með því að gera þá skatt-
frjálsa og láta þeim í té frítt
húsnæði.
ísland kveður höfundur allt
annars eðlis. Það sé gott dæmi
um hvað hægt sé að gera á gróð-
ursnauðu landi í norðlægu lofts
lagi. Þetta sé eina Norðurheim-
skautslandið, þar sem ekki séu
neinir innfæddir, því fslending-
ar hafi komið frá Norðurlönd-
um. Því miður byggist efnahag
ur íslands á fiskiveiðum og því
sé landið vafalaust á leið til
mikilla efnahagsörðugleika með
fallandi fiskverði á heimsmörk-
uðum, auknum tilkostnaði við
alla hluti og sívaxandi sam-
keppni frá Evrópu og Norður-
Ameríku á mörkuðum. íslending
ar séu nú að reyna að dreifa
áhættunni yfir á stóriðnað með
byggingu verksmiðja. Það muni
þó ekki duga, en aukinn ferða-
mannastraumur geti kannski
fyllt í eyðuna, sem þar verður
á milli. Þrátt fyrir slæmt útlit,
efast höfundur ekki um að hinir
harðgerðu íslendingar nái sér
aftur á strik. Þeir hafi gert það
og lifað í Norðurskautslandi í
þúsund ár og hundrað árum bet
ur.
Þá heldur höfundur austur á
bóginn, til heimskautalanda Sví
þjóðar, og hann er hrifinn af
því sem gert hefur verið í námu
bænum Kiruna. Samt gengur
maður þar fram hjá auðum hús-
um, þar sem málningin sé að
flagna af, segir hann, og Kir-
una minnir, þrátt fyrir nútíma-
þægindi og lifnaðarhætti, á fram
farabæ. Auðsæld sína á Kiruna
að þakka járnnámum, og þær
séu nægilega miklar til að end-
ast lengi enn. Samt kveður höf
undur sérfræðinga í Stokkhólmi
fylgjast af áhuga með námu-
vinnslu í norðurhéruðum Amer-
íku, þar sem reknar séu sjálf-
virkar vélar með fáum þjálfuð-
um starfskröftum.
Hver verður þá framtíð þess-
ara víðáttumiklu landssvæða
framtíðarinnar? Það fer eftir
efnahag, eftir milljónum tonna
af námuefni, sem lokað er í sí-
frosnum iðrum jarðar. Norður-
skautslöndin munu blómstra, þeg
ar nægilega mikil þörf verður
fyrir þessi efni. Spurninigin, sem
nú er glímt við, er þessi: Með
hvað litlum tilkostnaði er hægt
að grafa málma úr jörðinni og
koma þeim á iðnaðarmarkaðinn
1—2 milljón km í burtu. Leynd-
ardómar heimskautalandanna eru
þegar að mestu kannaðir, vís-
indi og tækni hafa náð undra-
verðum árangri, en framtíðin
liggur að mestu í vélum og sjálf
virkni. Óþægindin fyrir mann-
inn við að búa í heimskauts-
löndunum skiptir ekki svomiklu
máli lengur. Hagsæld mun einn-
ig mjög háð flutningum. Ekki á
vegum sem þola hvers kyns veð
urlag eða endalausum járnbraut
arteinum draumóramannanna,
heldur í stærri og hagkvæmari
þotum og þúsundum kílómetra
af pípulagningum. Eskimóar, Ind
jánar og Lappar koma líka inn
í myndina. Þá þarf að mennta
og fella þá inn í lifnaðarhætti
nútímans, svo þeir geti líka átt
sitt sæti í hinu víðáttumikla
landi morgundagsins.