Morgunblaðið - 24.01.1969, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.01.1969, Qupperneq 14
14 MOKGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANtJAR 1969. ______________- - .......... HaHdór Jónasson frá Hrauntúni — Minning ÞÁ hefur síðasti bóndinn frá sauðfjárbúskaparárum >ing- vallabænda beizlað hrímhvitan hestinn og lagt upp í sína hinztu för. Eg þykist vita að í þeirri ferð hafi hann farið um slóðir bernskustöðvanna, Þing- vallasveitina, um lyng og kjarri vaxið landið þar sem hann forð um fór með heylestir milli Hofmannaflatar og Hrauntúns, þar sem bæjartóftirnar standa ehn innan hins fallega hlaðna grjótgarðs kringum heimatúnið, með kafgresi. Vafalítið hefur andi hans víðar farið um Blá- t Eiginmaður minn og faðir okkar Þorsteinn Árnason Suðurgötu 8 andaðist í Sjúkrahúsi Kefla- víkur, 23. janúar. Ingveldur S. Pálsdóttir og börn hins látna. t Eiginmaður minn og faðir okkar Thorolf Smith fréttafulltrúi er andaðist 16. þ.m. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni laugardaginn 25. þ.m. kl. 10.30 fyrir hádegL Unnur Gísladóttir Smith, Jóhanna Smith, Hjördís Smith, Einar Páll Smith. t Jarðarför móður minnair Jóhönnu Jónsdóttur Hvanneyrarbraut 50, Sigluf. fer fram laugardaginn 25. jan úar og hefst með húskveðju frá heimili hennar kl. 2 e.h. Svavar Kristinsson. t Jarðarför Sveins Gíslasonar frá Siglufirði sem andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu Akureyri 16. þ. m., fer fram frá Akureyrar- kirkju laugardaginn 25. þ.m., kl. 13.00. Vegna aðstandenda. Jón Gíslason. t Systir okkar María Eiríksdóttir Krosseyrarvegi 3, Hafnarfirði, verður jarðsett frá Þjóðkirkj- unni laugardaginn 25. jan. kl. 2 e.h. Blóm afbeðin. Guðrún Eiríksdóttir, Eiríkur Bjömsson, Margrét Bjömsdóttir, Jón Bjömsson. skógaheiðina, um óbyggðir lands ins þar sem hann forðum átti mörg spor og handtök við vörðu hleðslur og hann átti margar minningar frá. Halldór Jónasson frá Hraun- túni lézt að dvalarheimili DAS Hrafnistu hinn 18. janúar. Var hann þá kominn tæplega 4 mán- uði yfir nírætt. Elísabet systir hans sem emnig er komin á efri ár, sagði um daginn ér ég hitti hana, skömmu eftir fráfall Hall- dórs: Þetta mun vera hans önn- ur sjúkdómslega alla hans löngu ævi. Halldór hafði verið svo hraustur alla sína táð, a!ð engir vina hans eða kunningja minnt- ust þess að honum hefði nokkru sinni orðið misdægurt. Fram til síðustu stundar var sálarþrek hans óbilað, en heyrnin biluð og nokkrum dögum fyrir andlát ið endurnýjaði hann glerin í gleraugunum sínum með nýjum lítið eitt sterkari. Það er senni- legt að ég muni ekki komast aft ur á fætur í bráð, — til að spila — og verð ég þá að nota tímann enn meir til bóklesturs sagði hann — og gleraugun að vera í lagi. Eftirminnilegt verður okkur t Kveðjuathöfn um eigin- mann minn, Gunnlaug Pétur Sigurbjörnsson fyrrum bónda að Ytri-Torfustöðum, verður í Akraneskirkju laug- ardaginn 25. þ.m. kl. 2 e.h. Jarðsett verður að Melstað, miðvikudaginn 29. þ.m., kl. 2 e.h. Bílferð frá Reykjavík um Akranes norður þriðjudag inn 28. þ.m. Soffía Jónsdóttir og aðrir ástvinir. t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar, Pálínu Jóhannesdóttur Mávahlið 44. Synir hinnar látnu. t Alúðarþakkir færum við öllum sem sýndu okkur vinar hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu Diljáar Tómasdóttur Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarliði Laridakotsspítala svo óg starfs fólki Hrafnistu. Fyrir hönd aðstandenda. Matthías Jochumsson. t Hjartans þökk til allra er sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför systur okkar, Rósu Björnsdóttur Bjarkargötu 12. Guð blessi ykkur öll. Systkinin. níræðisafmæli hans á síðasta hausti. Þá var þessi gamla lífs- glaða stríðshetja stjórnmálabar- áttunnar allt frá tímum Hannes- ar Hafstein og Jóns Magnús- sonar og enn síðar Jóns Þor- lákssonar, gneistandi af lífsfjöri. Ekki fann hann til þreytu í sínum beinum þó komið væri fram á nótt og var þesshvetj- andi að lengur yrði vakað og skemmt sér og spjallað saman. — Okkur vinum hans kom það þrátt fyrir háan aldur Halldórs nokkuð á óvart, að á jólaföstu tók heilsu hans snögglega að hraka þó sálarkraftar væru enn óskertir og lífskrafturinn hinn sami. Halldór frá Hrauntúni var vin margur. Margir eru nú horfn- ir, en samt er vinahópurinn æði stór enn þegar tekið er tillit til hins háa aldurs sem hann náði. t Alúðarþafckir til allra, nær og fjær, sem hafa styrkt okk- ur með ómetanlegum gjöfum og sýnt okkur annan hlýhug við fráfall heimilisföðurins Halldórs Júlíussonar Guð blessi ykkur öll. Ásta Guðmundsdóttir og böm, Súðavík, Álftafirði, N-fsafj.sýslu. t Við þökkum öllum þeim, sem sýndu hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu Ingigerðar Kristjánsdóttur Einnig þökkum við læfenum og starfsfólki á Elli- og hjúkr unarheimilinu Girund, fyrir hjálp og hjúkrun í veikindum hennar. Böm, tengdaböm og bamaböm. t Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Guðbjargar Aðalsteinsdóttur Bólstaðarhlíð 48 Sérstaklega þökkum við yfir- lækni og starfsfólki taugadeild ar Landsspítalans svo og með limum úr Kammerkórnum og félögum úr Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Jóhannes Eggertsson, Ilaraldur Örn Haraldsson. Tryggð hans var engin takmörk sett við þá sem hann á annað borð vildi eiga að vinum, en hann var ekki allra. Halldór var kominn á efri ár er okkar kynni tókust að nokkru marki. Hann var ætíð glaður í viðmóti en var ekki sem opin bók sem auðveld- lega varð lesin niður í kjölinn. Þó hann væri alla tíð mjög ræð- inn minnist ég þess ekki að hann hafi rætt trúmál við aðra eða spurninguna um áframhald lífs- ins að loknum hérvistardögum. Landsmál og stjórnmál voru hans hugðarefni um þau var hann sjófróður. Margir hinna eldri stjórnmálamanna voru per sónulegir kunningjar hans og vinir, sem hann hafði mikla ánægju af að segja frá í ýms- um stórorustum stjómmálanna. Hafði hann ýmislegt við það «ð athuga, sem skrifað hefur verið um þau málefni og þá menn, sem þar komu við sögu. Og var hann þá stundum ómyrkur í máli. Gömul augu hans voru veður- gilöggt og hann oft forspár um veðráttuna til lands og sjávar. Þó Halldór frá Hrauntúni næði svo háum aldri, var hann yfirleitt fordómalaus gagnvart þeirri stórbyltingu þjóðlífsins, sem hann varð vitni að, og tók meiri og minni þátt í að sjálf- sögðu, því muna mátti hann tím- ana tvenna. Aldrei heyrði ég hann hallmæla æskufólkinu með öll sín vandamál og oft á tíðum torskildu hugðarefni. Hann var ætíð í hávegum hafður hjá ung um ættingjum sínum fyrir það m.a. hve hann var ætíð lifandi og síungur og áhuga hans á að ræða við þá án þess a'ð setjast í dómarasætið yfir þeim. Halldór Jónasson var fæddur í Hrauntúni 23. september 1878. Foreldrar hans voru Jónas Hall dórsson bóndi þar og hreppstjóri og kona hans Hólmfríður Jóns- dóttir. Varð þeim sjö barna auð- ið og var Halldór elztur, þá Jón ína sem búsett hefur verið ára- tugum saman í Bandaríkjunum, bróðir hans var Ásgeir sem lengi var skipstjóri hjá Eim- skipafélagi íslands, og lézt 1946 Elísabet sem áður er getið, býr ásamt dóttur sinni að Sogavegi 122, en hún var um árabil á saumastofu Andrésar Andrésson ar. Þrjú börn misstu Hrauntúns hjóniin ung að árum. Þá er hálf- bróðir Halldórs, Bjarni Pétur, sem er forstöðumaður Skýrslu- véla ríkisins. Ríkti vinátta milli hálfsystkinanna og hafði Hall dór miklar mætur á þeim og fór oft viðurkenningarorðum um dugnað þeirra og mannkosti. Þegar Þjóðgarðurinn var gerð ur á Þingvöllum var brostin for- senda sauðfjárbúskaparins í Hrauntúni og næsta bæ Skóga- koti og lögðust þessir bæir báðir brátt af. Halldór sem tekið haf ði við Hrauntúni af föður sínum hætti búskap árið 1937. Var Hrauntún um margt erfið bú- jörð og mjög einangruð. Hraun- túnsheimilið var alla tíð bóka- heimili og alltaf mikil lesið þar af góðum bókum. Það veitti nú Halldóri brautargengi á mölinni hér í Reykjavík er hann flutt- ist hingað frá Hrauntúni, því fljótlega stofnaði hann fornbóka verzlun í litlu búðarplássi, Bóka skemmuna við Klapparstíg, rétt ofan við Laugaveginn. Undi hann þar hag sínum vel í mörg ár. Bækur voru honum dýrgripir hvort heldur þær voru hans eig- in bækur, eða þær sem hann seldi í bókaskemmunni. Eftir að Halldór kom hingað alfluttur eignaðist hann marga vini gegn- um bókasöluna. En ekki komu allir þangað í þeim erindum ein um að verzla við hann, heldur munu þeir hafa verið í meiri- hluta sem þangað komu til að skrafa við hann um dægurmál- in, sem voru hans áhugamál af lífi og sál. Nú munu vera nær 20 ár síð- an Halldór hætti með Bóka- skemmuna og ákvað að draga sig í hlé. Hefur hann síðan lengst af verið vistmaður að Hrafnistu, þar sem hann var jafnframt bókavörður heimilis- bófcasafnsins allt fram á síðasta haust. Eru þetta í stórum dráttum helztu þættir í lífi Halldórs. Ekki eru talin margskonar störf sem hann tók að sér fyrir ýmsa aðila t.d. Ferðafélagið og fjalX- garpa fyrri tíma sem lögðu leið sína um óbyggðir löngu áður en jeppar og önnur láðs og lagar farartæki komu til sögunnar, en um það ræddi hann aðeins lí'til— lega eins og flest annað er varð aði hans persónulega framlag til margháttaðra mála sem hann hafði afskipti af. Honum fannst það svo litlu máli skipta, hafði meiri ánægju af að ræða tun vini sína og kunningja. Halldór taldi sig vita og sagði eitt sinn við mig í haust. Ég lifi ekki annað vor. Ég veit ég velt svona útaf einhvern daginn og svo er þetta allt búið. Einmitt þannig kvaddi Hall- dór þetta líf. Mig minnir að um það bil tveim sólarhringum fyr- ir andlátið, missti hann meðvit- undina. Hann var þá kominn á sjúkradeild Hrafnistu og hafði verið þar um mánaðartíma og notið þar sem og á vistmanna- deild góðrar aðhlynningar, vel- vilja og nærfærni starfsfólks. Halldór vissi gjörla þá að leiðar- endinn var ekki langt undan. Hann komst til me'ðvitundar á ný, um stund, en svo fjaraði lífs- þróttur hans hægt og rólega út. Þessi mæti og merki maður, sem ætíð hafði unnið sín dags- verk hávaðalaust hafði lokið göngu sinni hér og var nú horf- inn ættingjum og vinum sínum fyrir fullt og allt. Minninguna geyma margir ungir og gamlir og varðveita meðan þeim sjálf- um endist heilsa og líf. —, í dag fer bálför hans fram í Fossvogskirkju, en í vor þegar frost fer úr jörðu mun aska hans verða greftruð í Þingvallakirkju garði þar sem hvíla ættingjar hans og sveitungar og vinir — á Þingvöllum hóf Halldór heit- inn sína göngu — og þar lýkur hann henni svo endanlega. Sverrir Þórðarson. Hestamannafélagið FÁKUR ÁRSHÁTÍÐ félagsins verður haldin að Hótel Borg laugardaginn 1. febrúar 1969. Hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 19. Miðar afhentir í skrifstofu félagsins, skrifstofu Hótel Borg og hjá Kristjáni Vigfússyni Rauðarárstíg 24. SKEMMTINEFND.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.