Morgunblaðið - 24.01.1969, Síða 15

Morgunblaðið - 24.01.1969, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1969. 15 Fjárgrdðasjónarmið og frelsi landsins Ritstj. Jón Steinar Gunnlaugsson Baldvin Jónsson Margar eru þær hugmyndir, sem fram hafa komið um það, hvernig leysa beri efnahags- vandann. Ein þeirra er hug- mynd Arons Guðbrandssonar um að taka „aðstöðugjald" af Bandaríkjamönnum fyrir að fá að hafa her hérna. Talað er um upphæðir eins og 350 milljónir dollara á ári. Það kemur nú dá- lítið á menn við að heyra, að svona tillögur skuli koma fram þegar á 25. aldursári lýðveldis- ins. En hugsi maður málið bet- ur, sést að það er í rauninni eðlilegt, að einhverjum skuli hafa dottið þessi fjarstæða í hug til lausnar öllum vanda. Menn sökkva sér niður í daglegt vafst- ur viðskiptalífsins og sjóndeild- arhringur þeirra þrengist. Það er einmitt í þannig jarðvegi sem svona hugmyndir rísa. Allir hljóta að geta verið sam mála um, að það er óeðlilegt að hafa hér á landi erlenda her- stöð. Eina ástæðan fyrir því að hún er hérna er sú, að ástandið hefur verið óeðlilegt, þ.e.a.s. á- standið í heimsmálunum. Hið eina eðlilega ástand hlýtur að vera það, að allar þjóðir geti lifað saman í sátt og samlyndi og að engin þjóð þyrfti að ótt- ast ofbeldisárás frá annarri. Nú f ályktun þeirri, sem talað er um annars staðar hér á síðunni var það jafnframt gagnrýnt, að ritstjórar þriggja dagblaðanna skuli eiga sæti í útvarpsráði, enda sjá menn, að það er óeðli- legt, þar sem dagblöðin heyja samkeppni við útvarpið bæði í fréttaflutningi og auglýsingum. Við snerum okkur því til þeirra þriggja ritstjóra, sem sæti eiga í ráðinu og auk þess tveggja varamanna S j álf stæðisf lokksins og lögðum fyrir þá eftirfarandi þrjár spurningar. 1. Teljið þér að forsvarsmönn- um fjölmiðlunartækja sé gert rétt til með að kjósa þá til að gæta hagsmuna samkeppnisaðila síns, sbr. seta þriggja ritstjóra í útvarpsráði? 2. Er ekki vafasamt að ætla mönnum í slíkri aðstöðu að leggja línurnar hvað snertir t.d. skipulagða útbreiðslu og aukn- ingu auglýsinga Sjónvarpsins, þegar augljóst er, að slíkt mun fyrst og fremst koma niður á auglýsingatekjum dagblaðanna? 3. Hvaða regla á að gilda um endurtekningu útvarps og sjón- varpsefnis. — Á beiðni notenda að hafa þar einhver áhrif á? SIGURÐUR BJARNASON, RIT- STJÓRI MORGUNBLAÐSINS 1. Ef ég skil spurninguna rétt þá mun hún eiga að vera um það, hvort ritstjórar séu hæfir til að sitja í útvarpsráði. Þeirri spurningu svara ég hiklaust ját- andi. Fjöldi ritstjóra og blaða- manna hefur setið í útvarpsráði á liðnum tíma. Þeir hafa vafa- laust verið valdir til þess starfa vegna kynna sinna af fjölmiðl- unartækjum og reynslu á sviði slíkra mála. Ekki man ég eftir neinu dæmi um það að hags- munir Ríkisútvarpsins og út- varpsráðsmanna úr ritstjórastétt hafi nokkurntíma rekist á. Auk þeirra ritstjóra, sem nú eiga sæti í útvarpsráði minnist ég m.a. Valtýs Stefánssonar, Sig fúsar Sigurhjartarsonar, Stefáns Péturssonar, Einars Olgeirsson- má telja þetta ástand talsvert langt undan, en þó erurh við fs- lendingar þannig staðsettir á hnettinum, að öryggi okkar í þessum skilningi virðist vera betur tryggt en margra annarra þjóða. Þó virðist mér að meiri- hluti þjóðarinnar telji, að þörf sé á varnarliðinu hér enn um hríð. En þá erum við komin að kjarna málsins. Við verðum að geta losn að við herinn, þegar við vilj- um. Hugsum okkur að við tækjum 350 millj. dollara á ári fyrir að leyfa hernum að vera hér. Upphæðin jafngildir (að sögn Arons) fjárlögum íslands í ár, virkjuninni við Búrfell, álverk -smiðjunni í Straumsvík, lúkn- ingu allra erlendra skulda ís- lendinga og væri þá eftir dá- góður skildingur! Öllum hlýtur að vera ljóst, að tekjustofn sem þennan, sem ger- ir okkar eigin fjárlög að auka- atriði, getum við aldrei losnað við. Við gætum því aldrei losn- að við herinn og yrðum að ganga að hverjum þeim afar- kostum, sem Bandaríkjamenn settu okkur. Þetta hlyti óum- flýjanlega að kosta okkur sjálf- stæði þjóðarinnar. Við metum ekki land okkar til fjár, hvað svo sem slík fjár- ar, Magnúsar Kjartanssonar, Péturs G. Guðmundssonar og Árna frá Múla sem áttu þar sæti um lengri eða skemmri tíma. Allir muna svo að fyrsti út- Varpsstjórinn, Jónas Þorbergs- son var einn af þekktustu rit- stjórum landsins og Vilhjálmur Þ. Gíslason var merkur og af- kastamikill blaðamaður. 2. Ég get aðeins svarað fyrir sjálfan mig. Mér hefur alltaf fundist frjáls samkeppni milli blaða og útvarps um auglýsing- ar eðlileg. Þrír ritstjórar, sem nú eiga sæti í útvarpsráði mæltu með því þegar íslenzka sjónvarp ið var stofnað, að það birti aug- lýsingar í tekjuöflunarskyni. Þessi afstaða okkar byggðist ekki á þvi, að við óskuðum auk- innar samkeppni við blöð okkar um auglýsingarnar, heldur hinu, að Ríkisútvarpið gat ekki án auglýsinga verið, — og sem út- varpsráðsmenn vorum við full- trúar almennings, þjóðarinnar, sem á þetta áhrifamikla menn- ignartæki. 3. Sú almenna regla á fyrst og fremst að gilda um það, hvað endurtaka eigi af útvarps- og sjónvarpsefni, að það sé sæmi- legt, að einhver kæri sig um að hlusta eða horfa á það aftur, eða telji sig hafa farið ein- hvers á mis ef það hefur farið fram hjá viðkomandi. Vitanlega hljóta óskir notenda „að hafa þar einhver áhrif“. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að útvarp eða sjónvarp sé skylt til þess að endurtaka hvaða fjarstæðu eða skelmisskap, sem kann að hafa komist inn í þessi fjölmiðlunar- tæki og gera slíku efni þannig hærra undir höfði en öðru. — Að lokum vil ég svo segja það, að því fer, að minni hyggju víðsfjarri, að dagblöð útvarp eða sjónvarp séu skyldug til þess að taka við hvaða ósóma sem er til birtingar. Það hefur aldrei verið háttur Mbl. og verður von andi aldrei, þótt andstæð sjón- armið séu þar velkomin. greiðsla er kölluð — aðstöðu- gjald, leiga eða kaupverð. Xs- lendingar hafa borið gæfu til að skynja verðmæti sem eru æðri peningum, og ég er þess full- viss að svo er enn. Nú á árinu 1969 eru samn- ingarnir við Nato uppsegjanleg- ir og þá þarf að endurskoða þá, það er því mjög gott að um- ræður um þessi mál hafa komizt á stað, og eigum við það m.a. Aroni að þakka. Heimdallur sendi frá sér s.l. laugardag fundarályktun til fréttastofnana, þar sem synjun útvarpsráðs á beiðni fjölda hlust enda um endurtekningu á við- talsþætti Arons og Guðmundar H. Garðarssonar var harðlega vítt. Með þessu viljum við reyna að hvetja, sem flesta til að íhuga og ræða Nato-málin einmitt núna. Raunar er það sérstak- lega athyglisvert að 1949 sner- ust umræðurnar um það hvort við ættum að vera í bandalag- inu eða ekki en nú snúast þær um það, með hvaða hætti við eigum að vera aðliar, þar sem flestir virðast nú vera sam- móla um áframhaldandi aðild að Nato. Þeir, sem frekar vilja verða frægir að endemum en ekki fræg ir, eiga auðvitað rétt á að lifa eftir því boðorði. BENEDIKT GRÖNDAL RITSTJ. ALÞÝÐBLAÐSINS 1. Víða um lönd eru náin tengsl milli blaða og útvarps. Ritstjórar og blaðamenn koma mikið fram í dagskrám hljóð- varps og sjónvarps, enda starf- semin náskyld, og þeir hafa þvi góðar forsendur fyrir því að sitja í stjórn útvarpsstofnana. í Bandaríkjunum er algengt, að blöð og sjónvarpsstöðvar séu í eigu og undir yfirstjórn sama aðila. Þegar sænska útvarpið var gert að hlutafélagi, var dagblöð unum tryggð veruleg aðild, og nú er einn af ritstjórum Stokk- hólmsblaðanna varaformaður sænska útvarprsáðsins. f Dan- mörku og Noregi hafa ritstjór- ar setið í útvarpsráði. Þau 12 ár, sem ég hef verið formaður útvarpsráðs, hef ég ekki orðið var við hasgmunaá- rekstur vegna þess, að ritstjór- ar dagblaða sátu í ráðinu. Hefur til dæmis verið augljós áhugi þeirra á að auka og bæta frétta- þjónustu hljóðvarps og sjón- varps, og ætti þó samkeppni ekki sízt að vera á því sviði. í tíð þeirra þriggja ritstjóra, sem nú sitja í útvarpsráði, hef- tu- dagskrá hljóðvarps og sjón- varps verið opnuð fyrir ara- grúa af samtalsþáttum, kappræð um, viðtölum og öðru efni, þar sem mismunandi skoðanir koma fram. Áður sátu dagblöðin ein að slíku efni. Þá hefur núver- andi útvarpsráð gefið starfsliði Ríkisútvarpsins mun frjálsari hendur um útvegun efnis en áður tíðkaðist. Mun reynast erf- irr að sýna fram á, að ritstjór- arnir í útvarpsráði hafi á nokk- urn hátt haldið aftur af Ríkis- útvarpinu í samkeppni við dag- blöðin. Hið sanna er þvert á móti, 2. Það er ekki alls kostar réfct, að útvarpsráð „leggi línurnar" hvað snertir auglýsingar Ríkis- útvarpsins. Vald ráðsins er fyrst og fremst yfir dagskrá, en út- varpsstjóri fer með fjármála- stjórn. Hann þarf ekki að spyrja ráðið, þegar hann hækkar eða lækkar verð auglýsinga. Þó af- greiðir útvarpsráð reglugerðir um auglýsingastarfsemina. Svo getur farið vegna versn- andi fjárhags dagblaðanna og tilkomu sjónvarpsauglýsinga að árekstur verði milli þessara að- ila. Hingað til hefur reynslan þó verið sú, að útvarpsráð hef- ur samþykkt hverja þá ráðstöf- un, sem gæti aukið tekjur Rík- isútvarpsins af auglýsingum á eðlilegan hátt. Núverandi ráð, með þrem ritstjórum dagblaða, samþykkti auglýsingereglugerð sjónvarpsins, sem er mun frjáls- legri en eldri reglugerðir á þessu sviði. 3. Ókleift er að setja reglur um, hvaða efni hljóðvarps og sjónvarps skuli endurtaka. Þar geta hinir ólíklegustu dagskrár liðir komið til greina, en oftast er reynt að endurtaka meiri hátt ar leikrit og veigamiklar, sér- stakar dagskrár. Ég tel sjálf- sagt að fara um þetta mjög eftir óskum notenda. (Enda þótt ég sé andvígur þeim skoðunum, sem Aron Guðbrandsson hélt fram í hinum umdeilda þætti, hefði ég greitt atkvæði með því að end- urtaka hann, ef ég hefði ekki legið í inflúenzu, þegar málið var afgreitt í útvarpsráði). ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON RITSTJÓRITÍMANS. 1. Ég álít að verkefni útvarps- ráðs, sé þannig háttað, að þekk- ing á blaðamennsku og frétta- öflun _ komi þar að góðum not- um. Ég hef verið í útvarpsráði á annan áratug og minnist þess ekki, að þeir ritstjórar eða blaða menn, sem þar hafa átt sæti á þeim tíma hafi nokkru sinni reynt að skapa blöðunum for- gangsrétt umfram útvarpið tilað fá fréttir eða annað efni. Hins vegar hafa komið fjöl- margar gagnlegar tillögur og á- bendingar frá þessum mönnum um útvarpsefni. Þar hefur þekk ing þeirra og reynsla sem blaða- manna komið að miklum notum. 2. Útvarpsráð fjallar ekki um auglýsingamál útvarpsins að öðru leyti en því að það sam- þykkir reglugerð um auglýsing- ar. Núverandi auglýsingareglu- gerð hljóðvarpsins er frá 1945 og hafa hinir þrír ritstjórar, sem nú eiga sæti þar, hvergi nærri henni komið. Auglýsingareglu- gerð Sjónvarpsins er_ sniðin eft ir henni að mestu. Ég held að einu afskiptin, sem útvarpsráð hefur haft af auglýsingum sjón- varpsins séu þau, að það hefur samþykkt að leyfa ekki tóbaks- auglýsingar og er það í samræmi við þá venju sem gilt hefur varð- andi hljóðvarpið. 3. Erfitt er að setja fastar reglur um þetta, en reyna verð- Ur að fylgja þeirri venju, að endurútvarpa því efni sem hlust endur óska helzt. Dagskrárskrif stofan hefur alveg ráðið þessu vali að undanförnu. Hún fékk margar óskir um að endurvarpa viðræðuþætti þeirra Arons Guð- brandssonar og Guðmundar H. Garðarssonar og setti hann því á dagskrána. Eg taldi rétt að fylgja tillögu dagskrárskrifstof- unnar, enda þótt ég tæki fram að ég væri skoðunum Arons Guð brandssonar ósamþykkur. Hvað viðkemur 1. svari rit- stjórans mætti benda á að í Tím- anum sl. þriðjudag birtist eftir- farandi klausa. „Blað Benedikts Gröndals, rit stjóra Alþýðublaðsins, ætlar sem sagt að græða á því að Benedikt Gröndal, formaður útvarpsráðs hefst ekkert að í málinu þótt ærið tilefni hafi gefizt til vegna, væg- ast sagt mjög hæpinnar máls- meðferðar í útvarpsráði!“ (frá ritstj.) DR. GUNNAR G. SCHRAM DEILDARSTJÓRI — Mér kom það á óvart, þeg- ar ég frétti að tillaga dagskréir- stjórnar hljóðvarpsins um endur- tekningu á umræðuþættinum hefði ^ekki hlotið nægan stuðn- ing. Útvarpið hefur lengi haft þann fasta sið að endurtaka efni, sem girnilegt hefur þótt til fróðleiks eða skemmtunar og það tel ég góða reglu. f þessu tilfelli höfðu óvenju margar ósk ir borizt um endurtekningu, og Framhald á bls. 16 WEMStóvraZZ-M m- 30Z80-3ZZQ LITAVER VYMURA Vinyl - veggióður ÚTBOÐ Tilboð óskast um sö’.u á koparvír, ýmsar gerðir og stærðir, alls 105.000 mtr., vegna Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 Jón Steinar Gunnlaugsson. Er skipun útvarpsráðs röng?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.